Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 þeir eru löngu búnir að fá nóg af þessum fögum sem verið er að | prófa í. Þeir hafa því litla mögu- 9 leika á áframhaldandi menntun. í hverju felast þeirra möguleik- ar? „Það er auðvitað mikið áhyggju- efni að 35 til 40 prósent standa sig ekki sem skyldi á samræmdu próf- unum. Það er alveg ljóst að þessir unglingar, sem þarna spjara sig ekki sem skyldi eftir ákveðnum prófum sem sett hafa verið, búa yfir margvíslegum hæfíleikum. Ein teg- und af prófi í skóla getur ekki kann- að alla hæfileika sem blunda með fólki því þeir eru svo margvíslegir og ólíkir. Það skiptir auðvitað mjög miklu máli að þetta unga fólk fari ekki út úr skólanum með skerta sjálfsvirðingu og brotna sjálfsmynd; þá tilfinningu að það hafi tapað, að það hafi ekki staðið sig. Það þarf að finna farveg til þess að rækta þá hæfileika sem í þessu fólki búa, og eru margvíslegir, til þess að það geti k nýtt þá og orðið að gagni. Ég hef " heyrt að tilraunaverkefni hefjist á næsta vetri þar sem reynt verður að endurmennta eða endurþjálfa þá I sem hafa ekki staðið sig sem skyldi á þessum samræmdu prófum. Kannski þarf einmitt að endurskoða | samræmdu prófin." Dáist að hugrekki Guörúnar Pétursdóttur Ragnar Ragnarsson, Reykjavik: Kom það þér á óvart að Guð- rún Pétursdóttir skyldi draga framboð sitt til baka? „Ég ber fulla virðingu fyrir ákvörðun Guðrúnar Pétursdóttur og dáist að hugrekki hennar því ég held að það þurfi mikið hugrekki til að taka ákvörðun sem þessa. Þetta kom mér á óvart. Ég's'akna hennar úr hópnum. Mér finnst ég hafa misst einhvem. Mér finnst hún hafa haft mikið til málanna að leggja. Ég 1 vona að hún eigi eftir að koma fram á einhverjum öðrum vettvangi þar sem hún getur beitt sér í félagsmál- um, til gagns fyrir samfélagið. Ég held hún hafi til þess hæfileika og eigi erindi." Ragnar Ragnarsson, Reykjavík: Hvaða áhrif heldur þú að þetta hafi á þitt framboð? „Þetta kemur til með að hafa áhrif á alla kosningabaráttuna og er kannski þegar farið að hafa áhrif á hana. Ég held að ákvörðun hennar, og þær forsendur sem hún gefur sér fyrir ákvörðuninni, hristi upp í fólki. Það að hæfileikarík mann- eskja, sem hefur mikið til brunns að bera og margt til málanna að leggja, skuli meta stöðuna svo að hún dragi sig í hlé vegna þess að hún sem kona eigi ekki upp á pallborðið hlýt- ur að raska ró jafnréttissinnaðrar þjóðar, sem ég trúi að íslendingar | séu, og hrista upp í henni um hver séu forgangsatriði hjá okkur.“ Guðrún sameiningarafl Helgi Jónsson, Reykjavík: Ég tek eftir því að þú ert farin að auglýsa þig sem sameiningar- aflið. Hvers vegna telst þú frekar það afl en aðrir frambjóðendur? „Það er nú komið í ljós í þessum skoðanakönnunum og í kosning- abaráttunni að það er talað um tvær fylkingar. Það hefur einnig sýnt sig í könnunum að fylgjendur Ólafs vilja allra síst fá Pétur fyrir forseta í öðru sæti og sama gildir um fylgj- endur Péturs. Langsamlega flestir setja mig í annað sætið. Auk þess hef ég verið að sveiflast mjög mikið upp og það er mælanleg mjög mikil fylgisaukning í stórum stökkum nú undanfarið. Það hefur ekki komið fram neinn styr eða óvild í minn garð og mér sýnist það í rauninni einboðið að það sé meiri sátt um mig heldur en hina tvo, ef við fórum eftir þeim skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið.“ Þjóðaratkvæði í stað mál- skotsréttar Ingibjörg Stefánsdóttir, Reykjavík: Ég vil spyrja um málskotsrétt- inn. í dreifiriti stuðningsfólks Ólafs Ragnars er sagt að þú hafir gefið í skyn að í stað málskots- réttarins eigi að koma almennt ákvæði um þjóðaratkvæði ef til- tekinn fjöldi þingmanna eða kjós- enda krefst þess - að í stað mál- skotsréttarins eigi að koma al- menn atkvæðagreiðsla, þjóðarat- kvæði. „Ég hef ekki séð þetta dreifi- rit en þetta er ekki rétt. Ég hef sagt að mér finnist þessi heimild forseta íslands, sem er málskotsrétturinn, vera j jjjj j Jjj J mjög mikilvæg og hún eigi frumvarpið verður samþykkt núna um að menn geti veðsett þann fiskkvóta sem þeim hefur verið úthlutaður, þó að meiri- hluti þjóðarinnar sé á móti því aö afsala sér þessari sameig- FORSETA „Forseti getur verið málshefjandi, hann getur verið virkur í umræðu og túlkað og tjáð sínar skoðanir á því hvað er sæmilegt og hvað er ekki sæmilegt. Fyrh mér er það ósæmilegt að fólk geti ekki séð sér farborða eftir fullan vinnudag vegna þess að launin eru svo lág; sem bend- ir til þess að það er einhver meinsemd í samfélaginu. Fólk getur ekki séð sér far- borða með fullum vinnudegi. í „Ég ber fulla viröingu fyrir ákvörðun Guörúnar Pétursdóttur og dáist að hugrekki hennar því ég held að þaö þurfi mikiö hugrekki til að taka ákvörðun sem þessa. Þetta kom mér á óvart. Ég sakna hennar úr hópnum. Mér finnst ég hafa misst einhvern," sagði Guörún m.a. um brotthvarf nöfnu sinnar úr forsetaframboöi. að vera þama, en til þessarar heim- ildar eigi einungis að grípa sem neyðarúrræðis þegar um er að ræða mál sem varða sjálfstæði eða full- veldi þjóðarinnar Ég hef tiltekið í hvaða tilvikum ég myndi grípa til þessa réttar. Það myndi ég gera ef það varðaði ákvörðun um aðild að ESB og ég get tekið annað dæmi - dauðarefsingar. Það er ekkert hik í minum huga að nýta þessa heimild og mér finnst að þessi heimld eigi að vera þarna. Hins vegar finnst mér lýðræðislegra og betra að jafn- framt séu í lögum ákvæði um þjóð- aratkvæðagreiðslu sem leyfi fólki atkvæðagreiðslu um mikilvæg mál eftir settum reglum - og úrslitin þá annað hvort ráðgefandi eða bindandi. Það fyndist mér meiri styrkur og meira lýð- ræði heldur en að hafa þennan rétt einungis í höndum einn- ar mann- eskju sem Veðsetning auðlindar- innar Svanfríður Sigurþórsdóttir, Hafnarfirði Þú talar um aö forseti eigi að veita ráðamönnum ákveðið að- hald, sem ekki veitir nú af. Þá langar mig til að spyrja hvort þú munt biðja um þjóðaratkvæði ef inlegu auölind. „Ég held að það sem þú ert að tala um þarna varði í raun grundvöllinn að efnahagslegu sjálfstæði okkar og menningu, það er að segja fiskstofn- ana umhverfis landið, sem eru og eiga að vera sameiginleg auðlind okkar. Þess vegna er erfitt að sjá að nokkur geti veðsett hana, eins og hin sameiginlega auðlind þjóðarinn- ar sé eign hans. Mér fyndist það vera mjög mikilvægt mál sem þjóð- in þyrfti að taka ákvörðun um, ef til kæmi. Það þarf að endurskoða þró- un þessara mála þannig að við fáum skýrt úr því skorið með hverjum hætti við getum varðveitt þetta sem sameiginlega auðlind þjóðarinnar því að hún er í raun grundvöllurinn að efnahagslegu sjálfstæði okkar og menningu og sjálfstæði.“ Völd og áhrif forseta Lúðvík Karlsson, Reykja- vík: Það hefur verið talað fjálg- lega um völd forseta og sum- ir segja að það verði erfitt fyr- ir fram- bjóð- endur að standa við yfirlýsingar sem þeir hafa gefið um launakjör í land- inu. Gætirðu hugsað þér, sem for- seti, að segja t.d. við þá hjá VSÍ í Garðastrætinu áð þeir hefðu nú átt að koma til móts við kröfur frá ASÍ? Með hvaða hætti getur forseti skipt sér af þessum mál- um? aðdraganda kosningabaráttunnar kom ég með kjaramálin inn í um- ræðuna. Það hefur orðið þess vald- andi að allir forsetaframbjóðend- umir hafa tekið undir það að lág- markslaun í landinu séu ekki sóma- samleg. Það hefur ákveðið gildi fyr- ir umræðuna ef allir þessir aðilar lýsa þessu yfir. Það breytir ekki laununum - það hækkar þau ekki á morgun - en það myndar ákveðinn þrýsting. Það hjálpar til að móta al- menningsálitið.“ Ekki stuöningur Vigdísar Hrefna Sigríður, Reykjavík: Vigdís Finnbogadóttir sagði í viðtali við tímaritið Veru að sér þætti það fáránleg hugsun að kona gæti ekki tekið við af henni. Var Vigdís ekki þar með að taka afstöðu með þínu framboði? „Nei, hún var alls ekki að gera það. Ég túlka hennar orð nákvæm- lega eins og hún sagði þau. Hún var að lýsa þeirri skoðun sinni, sem mér finnst alveg rétt, að það sé fá- ránlegt að hún geti orðið þröskuld- ur þess að önnur kona taki við af henni. Hún hefur svo sannarlega rutt brautina fyrir aðrar konur og þegar til tals kemur að önnur kona taki við af henni þá er hún af öðrum gerð að þröskuldi í vegi kvenna. Það hlýtur að vera gjörsamlega óviðunandi fyrir hana að hennar brautryðjandastarf skuli gert að engu.“ Sátt um embættið mikilvæg Kristján Magnússon, Reykjavík: Fari svo að Ólafur Ragnar Grímsson verði kjörinn forseti munt þú geta sætt þig við hann? „Ég mun leitast við að sætta mig við þann forseta sem verð- ur kjörinn. Ég held að það ýfa sé mjög mikilvægt að sátt ná- IW ist um þetta embætti. Ég tel afar óheppilegt ef það gerist f) ..) ekki. Það myndi bæði skaða J embættið og valda sundr- ungu meðal þjóðarinnar. Ég vona að ekki skapist sundrung vegna Ólafs. Blaðaskrif í aðdrag- anda þessara kosninga bera það þó með sér að einhverjir bera óvildar- hug til hans.“ Ekki hugmynd Ástþórs Baldur Hallgrímsson, Hafn- ■-» *- Létt var yfir Guðrúnu Agnarsdóttur á beinni línu DV í fyrrakvöld, enda hringdu margir og fylgi hennar hefur veriö að aukast í könnunum að und- anförnu. neyðarúrræði. Þetta hefur greinilega eitthvað skolast til hjá bæklingagerðarmönnum Ólafs Ragnars." WORSETA iW' arfiröi: Munt þú beita þér fyrir leið- togafundi hér á landi árið 2000 eins og Ástþór Magnússon hefur barist fyrir? „Ég hef unnið talsvert að þessari hugmynd því hún kemur ekki frá Ástþóri heldur bandaríska kjarneðl- isfræðingnum Gerald 0 Barney. Hann hefur komið hingað, fyrst 1987, og talað fyrir þessari hug- mynd. Hann hitti þá m.a. Steingrím Hermannsson. Þá flutti og Jón Helgason alþingismaður þingsálykt- unartillögu um hvernig bæri að standa að þessari hugmynd. Barney hefur unnið að framtíðarspám og hugmyndin er þegar í undirbúningi og vinnslu hér. Það eru nær tíu ár frá þvi ég heyrði hugmyndina fyrst og þá studdi ég hana og ræddi við Barney." Heimsæki fangelsi Elin Þorsteinsdóttir, Garðabæ: Þú talar um að þú viljir hafa samband við fólk, fara á vinnu- staði og víðar. Heldurðu að þú hafir tíma til þess og hvað ertu tilbúin að ganga langt? Muntu t.d. heimsækja fangelsi? „Ég held að þetta sé spuming um forgangsröðun eins og alltaf i lífinu. Ég ætla að vera dugleg við að heim- sækja fólk, fara á vinnustaði og í stofnanir, hitta fólk á þess eigin for- sendum eins og ég er að gera núna. Ég held að það sé vandasamt að vera fulltrúi heillar þjóðar og til þess að vera trúverðugur fulltrúi þarf forsetinn að geta sett sig í spor fólks og sjá hvernig lífinu er lifað í landinu; þekkja önn hversdagsleik- ans, ólík sjónarmið, ólíkar aðstæður og ólík kjör. Ég hef komið í flestöll fangelsin hérna og gerði það á meðan ég var þingkona vegna þess að ég vildi kynna mér hvernig að fóngmn væri búið. Mér brá satt að segja í brún þegar ég komst að því hvernig að- búnaðurinn í fangelsunum var. Ég veit reyndar að þetta stendur til bóta. Ég myndi sannarlega vilja sinna öllum hópum í þjóðfélaginu því forseti er málsvari og fulltrúi allra landsmanna, hvort sem þeir em í fangelsi eða utan þeirra." Mannréttindi ekki til sölu Gísli Haraldsson, Reykjavík: Telurðu að forseti eigi að tala fyrir mannréttindum einstakra ríkja, jafnvel þótt það kynni að skaða viðskiptahagsmuni okkar? „Mér finnst að forseti eigi að vera málsvari mannréttinda í sem víð- ustum skilningi þess orðs. Þau hljóta ævinlega að ganga fyrir. For- setinn rekur ekki sjálfstæöa utan- ríkisstefnu en mannréttindi eru ekki til sölu.“ Forsetinn á aö greiöa skatta Sigurður Guðjónsson, Reykjavík: Hver telur þú að laun forseta eigi að vera? Eru þau hæfilega í dag? „Ég veit ekki hver laun forseta eru og finnst þau í raun aðeins þurfa að vera þannig að hann geti gegnt starfi sínu með eðlilegum hætti. Mæta þarf þeim kostnaði sem hlýst af þeim móttökum og öðru sem forsetinn er talinn þurfa að sinna fyrir hönd þjóðar sinnar. For- setinn hefur ekkert um launamál sín að segja en mér finnst mjög óeðlilegt að hann greiði ekki skatta af launum sínum. Og mér finnst mjög undarlegt að takast á við það að vera fulltrúi fyrir annað fólk og vera ekki sett við sama borð og greiða ekki skatt. Hvað þá að maki forseta greiði ekki skatt. Það finnst mér út í hött. Verði ég forseti munu bæði ég og maðurinn minn greiða hluta af launum okkar til einhverra mála sem ég ber fyrir brjósti, t.d. menntamála. Við höfum ekki rætt hversu há upphæð þetta yrði en þetta munum við gera til þess að sýna með táknrænum hætti að það er óeðlilegt að forseti og maki greiði ekki skatt eins og aðrir og til að undirstrika að það er nauðsynlegt að fjárfesta í menntun þjóðarinnar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.