Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 26
50 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 Afmæli Reynir Eðvarð Guðbjörnsson Reynir Eðvarð Guðbjömsson raf- verktaki, Stapasíðu 11, Akureyri, er fimmtugur í dag. Starfsferill Reynir fæddist á Þórshöfn og ólst þar upp til ellefu ára aldurs en sið- an á Akureyri. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar, lauk prófi frá Iðnskólanum á Akureyri 1971, lauk sveinsprófi í rafvirkjun sama ár og öðlaðist meistararéttindi í rafvirkjun 1978. Þá er hann löggiltur rafverktaki frá Tækniskóla íslands frá 1979. Reynir fór ungur til sjós og stund- aði sjómennsku með námi, einkum á bátum og togurum frá Akureyri og Þórshöfn og stundaði grásleppu- útgerð með fóður sínum og bræðr- um. Þá var hann um skeið hjá Skipaútgerð rikisins. Reynir hefur lengst af stundað sina iðn- grein frá því hann lauk nám. Hann starfði m.a. hjá Raf- orku hf, hjá Slippstöð- inni á Akureyri í þrjú ár og var þrjú ár við Kísiliðjuna og við Kröflu á vegum Hauks Ákasonar rafvirkja- meistara. Hann hóf síðan sjálfstæðan rekstur í Reykjavík og hefur verið rafverktaki síðan. Reynir starfaði mikið í skáta- hreyfinguni, var flokksforingi í Skátafélagi Akureyrar, starfaði fyr- ir Vörð, félag ungra sjálfstæðis- manna á Akureyri, starfaði í JC- hreyfingunni og var formaður fiár- öflunarnefndar JC á Húsavík. Fjölskylda Reynir kvæntist 11.5. 1971 Kolbrúnu Kol- beinsdóttur, f. 20.2.1948, meinatækni. Hún er dóttir Kolbeins Ög- mundssonar, forstöðu- manns Kassagerðar KEA á Akureyri sem er látinn, og k.h., Guðfmnu Sigurðardóttur húsmóð- ur, nú búsett i Hafnar- firði. Dætur Reynis og Kol- brúnar eru Guðfinna Reynis Eð- varðsdóttir, f. 14.9. 1970, læknaritari við Sjúkrahús Reykjavíkur en henn- ar maður er Arnar Einarsson, starfsmaður við Leifsstöð og eiga þau tvo syni; Aðalbjörg Reynis Eð- varsdóttir, f. 17.5. 1973, hárgreiðslu- nemi í Reykjavík en maður hennar er Jón Ágúst Hreinsson húsasmiður og nemi. Systkini Reynis eru Emil Þór Guðbjörnsson, f. 15.7.1952, útgerðar- maður í Stykkishólmi; Ester Guð- björnsdóttir, f. 16.4. 1961, starfsmað- ur hjá Samherja. Hálfbræður Reynis eru Gunnar Sigurðsson, f. 24.8. 1942, sjómaður í Grenivík; Guðmundur Hólm, f. 7.6. 1945, verktaki á Þórshöfn. Foreldrar Reynis eru Guðbjörn Jósíasson, f. 12.3. 1921, sjómaður á Þórshöfn og síðan útgerðarmaður á Akureyri, og k.h., Aðalbjörg Guð- mundsdóttir, f. 20.1. 1925, húsmóðir og kaupkona. Reynir er að heiman á afmælis- daginn. Reynir Eðvarð Guð- björnsson. Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri markaðssviðs hjá Tryggingamið- stöðinni hf, Selbraut 70, Seltjamar- nesi, er fertugur í dag. Starfsferill Ingimar fæddist á Blönduósi og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla íslands 1973. Ingimar starfaði á skrifstofu Kaupfélags Húnvetninga 1973-77. Þá flutti hann til Reykjavíkur en hefur búið á Seltjarnarnesinu s.l. fiögur ár. Hann hefur starfað hjá Trygg- ingamiðstöðinni frá 1977. Ingimar var landsforseíi JC á ís- landi 1984-85, forseti Hins íslenska Senats 1995-96 og er formaður sjálf- stæðisfélags Seltiminga frá 1994. Fjölskylda Ingimar kvæntist 28.7. 1984 Guð- rúnu Hrönn Einarsdóttur, f. 21.6. 1957, hárgreiðslumeistara. Hún er dóttir Einars Þórarinssonar mat- sveins og Ragnheiðar Gestsdóttur húsmóður en þau búa í Keflavík. Synir Ingimars og Guðrúnar Hrannar em Einar Hrafn, f. 10.5. 1986; Sigurður Kr., f. 6.1. 1992. Systkini Ingimars eru Karlotta Sigríður, f. 3.2. 1955, húsmóðir á Sauðárkróki, gift Sverri Valgarðs- syni húsasmíðameistara og eiga þau fiögur böm; Jóhann, f. 7.11. 1963, matreiðslumeistari í Hafnarfirði en kona hans er Sigrún Erlendsdóttir og eiga þau eina dóttur; Auðunn Steinn, f. 12.12. 1966, verslunarmað- ur í Reykjavík en kona hans er Berglind Björnsdóttir. Foreldrar Ingimars eru Sigurður Kr. Jónsson, f. 8.8. 1933, húsasmíða- meistari á Blönduósi, og Guðrún J. Ingimarsdóttir, f. 8.10.1931, húsmóð- ir. Ætt Sigurður er sonur Jóns, b. á Sölvabakka í Engi- hlíðarhreppi Guð- mundssonar, b. í Bakkakoti Guð- mundssonar, b. í Hjaltabakkakoti Sveinssonar á Hnjúk- um. Móðir Jóns var Guðný Finnsdóttir, b. á Ey Magnússonar. Móðir Sigurðar var Magdalena Jónsdótt- ir. Guðrún er dóttir Ingimars, b. á Skeggs- Ingimar Sigurösson. stöðum í Svarfaðardal Guttormssonar, vinnumanns á Hrauk- bæ Gunnlaugssonar, verkamanns í Glerár- þorpi Þorvaldssonar Jónssonar, í Göngustaðakoti Jóns- sonar. Móðir Ingimars var Stefanía, vinnukona í Garðshorni í Kræk- lingahlíð og síðar verkakona á Ak- ureyri Stefánsdóttir, b. á Hrapps- stöðum í Svarfaðardal Stefánssonar. Móðir Guðrúnar var Jóhanna Jónasdóttir, b. í Brekkukoti Jóhanns- sonar, b. þar. Móðir Jó- hönnu var Ingigerður Jóhannsdóttir. Ingimar og Guðrún Hrönn taka á móti gest- um á heimili sínu að Selbraut 70, Seltjarnar- nesi á afmælisdaginn, milli kl. 17.00 og 20.00. Andlát • • Einar Orn Einar Öm Björnsson, bóndi í Mýnesi í Eiða- þinghá, lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 17.6. sl. Útför hans fór fram frá Egilsstaðakirkju í gær. Starfsferill Einar fæddist á Stóra- Sandfelli i Skrið- dal 15.4.1913 og ólst þar upp til átta ára aldurs. Hann fór þá til Akur- eyrar af heilsufarsá- stæðum og dvaldi um sumarið hjá Sigurði Kristinssyni kaupfélagsstjóra og Guðlaugu Hjör- leifsdóttur. Vorið 1922 fór hann aft- ur til fiölskyldu sinnar sem í milli- tíðinni hafði flutt að Mýnesi. Hann gekk þar í farskóla í tvo vetur og stundaði síðar nám við Eiðaskóla. Sautján ára missti hann föður sinn og aðstoöaði því móður sína við búskapinn ásamt systkinum sín- um þar til hann festi kaup á jörð- inni og hóf þar búskap sjálfur fimm árum síðar. Einar bjó í Mýnesi alla tíð en eftir 1970 tók Guðjón sonur hans við búskapnum. Auk bústarfa gegndi Einar ýmsum öðrum störfum. Hann var gæslumaður hjá Raf- veitunum og Lands- virkjun á Fljótsdals- heiði í sextán ár, starf- aði hjá Síldarverk- smiðju ríkisins á Seyð- isfirði í á annan áratug og hafði þar m.a. um- sjón með starfsmanna- húsi á síldarárunum. Einar stundaði sjóinn um 1970, var háseti og kokkur á Glettingi um þriggja mán- aða skeiö, síöar kokkur á Hannesi Hafstein í átta mánuði og starfaði við Búrfellsvirkjun í þrjá mánuði 1968. Einar bauð sig fram til hrepps- nefndar 1938 og sat þar eitt kjör- tímabil og aftur eftir að Egilsstaða- hreppur var stofnaður og sat þá tvö til þrjú kjörtimabil. Hann var enn fremur í stjórn Samvirkjafélags Eiðaþinghár og formaður þess í tvö til þrjú ár, eða til vorsins 1941. Eftir hann liggja greinar í Morgunblað- Einar Örn Björnsson. Björnsson inu og fleiri blöðum. Fjölskylda Einar kvæntist 1941 Laufeyju Guðjónsdóttur, f. 14.2. 1911, d. 4.5. 1994, húsfreyju og kennara í Vest- mannaeyjum og Eiðaþinghá og víð- ar. Hún var dóttir Guðjóns Þor- steinssonar, bónda í Uppsölum í Eiðaþinghá, og k.h., Sigríðar Þor- valdsdóttur húsfreyju. Einar og Laufey eignuðust sjö börn en misstu einn son í flugslysi 1981. Böm þeirra eru Arnljótur, f. 16.5. 1941, bifvélavirki, Reykjavík, og á hann eina dóttur; Sigríður, f. 27.4. 1942, húsmóðir á Bakkafirði, gift Hjálmari Hjálmarssyni en var áður gift Jóni Snæbjömssyni og eiga þau þrjú böm; Björn, f. 15.5. 1944, sjómaður í Reykjavík, en sam- býliskona hans er Guðrún Gústafs- dóttir og eiga þau einn son, auk þess Bjöm á tvö börn með fyrrv. sambýliskonu, Hafdísi Sigurðardótt- ur; Áskell, f. 28.7. 1945, bóndi á Tókastöðum, en kona hans er Anna Kristín Magnúsdóttir og eiga þau einn son, auk þess hann á stjúpdótt- ur og tvær dætur frá því áður; Úlf- ur, f. 29.8.1946, bifvélavirki og versl- unarmaður í Reykjavík; Guðjón, f. 12.5. 1949, bóndi í Mýnesi og versl- unarmaður á Egilsstöðum, en kona hans er Erla Þórhildur Sigurðar- dóttir og eiga þau þrjú böm; Hjör- leifur, f. 28.11. 1955, d. vorið 1981, fulltrúi hjá Samvinnutryggingum, en kona hans var Halla Björk Guð- jónsdóttir og eru synir þeirra þrir. Einar átti fimm systkini og eru tvö þeirra á lífi. Systkini hans: Hrefna, f. 1911, húsmóðir í Kópa- vogi; Hjalti, f. 1915, lengi leigubíl- stjóri i Reykjavík; Ari, f. 1916, nú látinn, verslunarmaður á Egilsstöð- um; Ólafur, f. 1919, nú látinn, versl- unarmaður í Reykjavík; Fjölnir, f. 1922, d. 1995, verslunarmaöur í Reykjavík. Foreldrar Einars voru Björn Antoníusson, f. 14.10. 1874, d. 31.5. 1930, bóndi og oddviti í Mýnesi, ætt- aður frá Flugustöðum í Álftafirði, og k.h., Guðrún Einarsdóttir frá Stóra-Sándfelli, f. 8.3. 1886, d. 17.5. 1959, húsfreyja í Mýnesi. x>v Til hamingju með afmaenð 26. júní 90 ára Ingibjörg Jónsdóttir, Kirkjuhvoli, Hvolshreppi. 85 ára Þorbjörg Jónsdóttir, Hrafnistu í Reykjavík. 80 ára Gísli Guðmundsson, Miðvangi 41, Hafnarfiröi. 75 ára Sigríður Sveinsdóttir, Njálsgötu 82, Reykjavík. Bjöm Magnússon, Urðarbraut 16, Blönduósi. Oddný Ólafsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. Kristján Hansen, Skagfirðingabraut 31, Sauðárkróki. 70 ára Helga Margrét Haraldsdóttir, Sýrfelli, Keflavík. Magnús Guðjónsson, Bjarnhólastíg 17 A, Kópavogi. Jakob Gestsson, Aðagötu 4, Stykkishólmi. Sigurður Svanur Sveinsson, Hagamel 51, Reykjavík. 60 ára Helga Val- borg Péturs- dóttir, verslunarmað- ur, Þórunnar- stræti 122, Ak- ureyri. Eiginmaður hennar er Amþór Bjömsson. Þau eiga jafnframt 40 ára brúð- kaupsafmæli í dag. Þau taka á móti gestum á heim- ili dóttur sinnar, Kambagerði 1, Akureyri, laugardaginn 29.6. frá kl. 17.00. Guðmundur M. Sigurðsson, Seiðakvísl 5, Reykjavík. Guðmundur er að heiman. Dagbjartur Einarsson, Ásabraut 17, Grindavik. 50 ára Jónas Engilbertsson, Hólabergi 2, Reykjavík. Guðmundur Pétursson, Fiskakvísl 4, Reykjavík. Hjördis Sigurðardóttir, Hrísmóum 7, Garðabæ. 40 ára Þórður Sigmundsson, Gnoðarvogi 42, Reykjavík. Camilla Olga Heimisdóttir, Gnoðarvogi 40, Reykjavík. Haukur Friðgeir Valtýsson, Flögusíðu 8, Akureyri. Hermann Beck, Smárahlíð 16 B, Akureyri. Kristin Bragadóttir, Freyjugötu 30, Reykjavík. Sigurður Páll Óskarsson, Móaflöt 24, Garðabæ. Sm»- auglýsingar N\arkaðstor9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.