Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 32
L«m tii inník/fs að \» Mánudagur 25.6/96 Wf) (14) (18) (24) KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö i hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1996 Drengur slasaöist seint í gærkvöldi á mótum Njálsgötu og Barónstígs þegar hann flæktist í keöju á reið- hjóli sínu og féll í götuna. Lögregla og sjúkrabíll komu á staöinn og var drengurinn fluttur á sjúkrahús til aö- hlynningar. DV-mynd S Deila heilsu- gæslulækna og ráðuneytis að leysast „Það hefur verið unnið mjög stíft að lausn málsins undanfamar vikur og að mestu búið að prjóna saman samkomulag og verið að ganga frá endalykkjunum,"^ sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra við DV í morgun um deiluna milli heilsugæslulækna og ráðuneytis um framkvæmd heilsugæslunnar í þétt- býli. Heilsugæslulæknar hafa nú til at- hugunar nýjustu tillögur ráðuneyt- isins sem þeir fengu afhentar í gær og að sögn Gunnars Inga Gunnars- sonar, talsmanns heilsugæslu- lækna, má búast við aö lending í deilunni náist um helgina. „Málið er á viðkvæmu stigi en við munum • heyra í læknunum á morgun,“ sagði heilbrigðisráðherra. -SÁ Dauðsfaiíl Kerlingarfjöllum Kallað var á aðstoð þyrlu Land- helgisgæslunnar um kvöldmatar- leytið í gær vegna þess að maður hafði veikst alvarlega í Kerlingar- fiöllum. Maðurinn reyndist látinn þegar þyrlan kom að en starfsmenn skíðaskálans höfðu áður reynt lífg- unartiiraunir án árangurs. Maður- inn mun hafa verið á skíðum fyrri hluta dagsins en var nýkominn úr heitum pottum þegar atburðurinn átti sér stað við eitt af húsum skíða- ’skálans. -RR Mannbjörg þegar Mýrafell ÍS 123 sökk út af Arnarfirði í nótt: Báturinn snerist í togi og hvolfdi á augabragði - talið er að festing á gálga hafi gefið sig - fjórir voru um borð Fjórir menn björguðust giftu- samlega þegar Mýrafelli ÍS 123 hvolfdi grunnt út af Arnarfirði skömmu eftir miðnættið í nótt. Fjórir menn voru um borð og komust þeir íyrst á kjöl og síðan í gúmbát. Mýrafellið var 15 tonna bátur og var við veiðar í dragnót. Talið er að festing á gálga hafi gefið sig og báturinn þá snúist og slegið flötum á togstefnu. Honum hvolfdi á auga- bragði og var ekki hægt að koma björgunarbátunum út. Öðrum þeirra skaut hins vegar upp skömmu síðar en hinn hefur ekki sést. Enginn tími gafst til að senda út neyðarkall. „Ég sá strax hvers kyns var. Þetta var greinilega fallhlífarblys og setti strax á fulla ferð í áttina að því um leið og ég lét loftskeytastöð- Mýrafellið sekkur Mýrafell IS 123 sekkur 26. júní kl. 00.35. Fjórir menn voru um borð j , og björguöust þeir allir. « • Bíldudalur DV ina á ísafirði vita. Ég hef verið um 6 mílur frá slysstaðnum," segir Halldór J. Egilsson, skipstjóri á Björgvin Má ÍS 468 frá Þingeyri, en hann sá fyrstur neyðarblysið frá Mýrafellinu í nótt. Guöný ÍS 266 frá Bolungarvík var um tíu mínútna siglingu frá slysstaðnum og var skipbrots- mönnunum fjórum bjargað þar um borö. Þeir voru þá komnir í björg- unarbátinn. Komið var inn til Þingeyrar um miðja nótt. Guðnýju var þegar snú- ið út aftur til að svipast um eftir flaki Mýrafellsins. Það sökk ekki strax en í morgun sást ekkert til þess. Gott veður var á miðunum úti fyrir Vestfjörðum í nótt, logn en lítils háttar sjór. Mýrafellið var á hefðbundnum kolamiðum i mynni Arnarfjarðar. Mýrafellið var stál- bátur, smíðaður i Hafnarfirði árið 1987 og lengdur árið 1991. Skipstjóri var Magnús Kristjáns- son og með honum voru þrír ung- ir menn, þar á meðal sonur hans. -GK Það var glatt á hjalla hjá börnunum í leikskólanum Fálkaborg í gær. Par var haldin sumarhátíð þar sem börnín léku sér á stultum, I kassabílum og ýmsu öðru. Hápunkturinn var sfðan pylsuveislan. Það er Freyja Dís sem gæöir sér á pylsunni og Brynjólfur fylgist grannt með. DV-mynd JAK HVER5U BARINN MA EINN BISKUP VERA? Veörið á morgun: Skýjað með köflum Á morgun verður hæg vest- læg átt á landinu. Það verður skýjað með köflum og lítils háttar skúrir vestanlands. Hiti verður á bilinu 11 til 17 stig, hlýjast austanlands. Veöriö í dag er á bls. 52 Mýrafell ÍS: Skip- stjórinn lokaðist nær inni „Það stóð tæpt að skipstjórinn lokaðist inni í brúnni þegar hann ætlaði að ná i talstöðina. Þetta gerð- ist allt mjög snöggt og hann náði stöðinni ekki,“ segir Jón Pétursson, skipstjóri á Guðnýju ÍS, sem bjarg- aði fjórmenningunum af Mýrafelli ÍS í nótt. Jón segir að mennirnir hafi verið blautir en ekki áberandi kaldir þeg- ar þeim var bjargað úr gúmbátnum við hlið Mýrafellsins. Þeir lentu all- ir í sjónum áður en þeir komust á kjöl og síðan í björgunarbátinn. ____________________-GK Ísaíjörður: Flutningabíll í sjóinn Flutningabíll fór út af veginum í Hestfirði við ísafjarðardjúp um mið- nætti í gær og hafnaði úti í sjó. Að sögn lögreglunnar á ísafirði sprakk framdekk á bílnum og missti öku- maðurinn stjórn á honum við það. Farþegi var með ökumanninum og slösuðst þeir báðir lítillega en töldu sig ekki þurfa læknishjálpar við. Bíllinn er mikiö skemmdur, m.a. vegna þess að stýrishúsið stöðvaðist á grjóti. -GK Flaut upp á veginum Talið er að vatnselgur á Reykja- nesbrautinni hafi valdi því að öku- maður missti stjóm á bifreið sinni á Strandarheiði í gærkvöldi. Bíllinn fór upp úr hjólförunum og valt. Ökumaðurin fór á slysadeild en reyndist lítið meiddur. -GK Kvikmyndasj óður: Mælt með Þorfinni Samkvæmt heimildum DV var mælt einróma með Þorfinni Ómars- syni fréttamanni í stöðu fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs. Ákvöpðun um ráðningu verður tek- in á næstu dögum. Margir umsækj- endur eru um starfið en Bryndis Schram lét sem kunnugt er af störf- um sem framkvæmdastjóri sjóðsins á dögunum. -SF Opel Astra Venfl kr. 1.199.000.- Bílheimar ehf. Sœva. höfða 2a Sími: S25 90001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.