Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóöandi á beinni línu: Embættismenn gangi ekki að orðu vísri „Þormóður rammi greiddi ekki neinn kostnað við ferðir mínar til Indlands. Síðasta rúma árið eöa svo hef ég unnið að ýmsum verk- efnum, meðal annars í Mexíkó fyr- ir ýmis fyrirtæki sem hafa verið aö treysta stöðu sina þar. Þormóður rammi er eitt af þeim. Ég er nú kannski ekki með það nákvæmlega hver greiðslan var. Ætli það séu nema í kringum 200 þúsund krón- ur sem það fyrirtæki hefur greitt. Þaö eru rangtúlkanir hjá þér aö halda að þau viðskipti tengist eitt- hvað sölu ríkisins á Þormóði ramma á sínum tima. Þetta er allt annað mál og byggist á því að fyr- irtækið er í samstarfi við Granda í Mexíkó,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson m.a. á beinni línu DV í fyrrakvöld þegar einn lesandi spurði um samskipti ráðgjafarfyr- irtækis hans og Þormóðs ramma á síðasta ári í tengslum við verkefni í Mexíkó. Fjölmargir hringdu inn með fyr- irspumir um margvísleg málefni tengd forsetaembættinu og fram- boði Ólafs. „Ég tel að það þurfi að gera breytingar á veitingu fálkaorðunn- ar. Mér hefur fundist of áberandi að ákveðinn hópur manna sem gegna háum embættum, sýslu- menn, hæstaréttardómarar, ráðu- neytisstjórar og bankastjórar, geti gengið að því nokkurn veginn vísu að fá fálkaorðuna um eða upp úr sextugu ef þeir hafa ekki gert neitt stórt af sér. Ég tel að það eigi að veita þessa viðurkenningu fyrst og fremst fyrir ákveðin verk, sérstök afrek eða dýrmætt framlag á sviði t.d. atvinnumála, björgunarstarfa, lista, menningar og vísinda og þá eigi það ekkert endilega að vera bundið við aldur,“ sagði Ólafur Ragnar m.a. við spurningu um veitingu fálkaorðunnar. Þeir sem unnu að beínni línu DV með Ólafí voru blaðamennirn- ir Bjöm Jóhann Björnsson, Ingi- björg Bára Sveinsdóttir, Stefán Ás- grímsson, Gisli Kristjánsson og Jón Heiðar Þorsteinsson. Jóhann A. Kristjánsson tók allar myndir. -bjb Þjóöaratkvæöagreiösla Bergur Bergsson, Kópavogi: Myndir þú halda þjóðarat- kvæðagreiðslu áður en við göng- um í Evrópusambandið? „Það er afdráttarlaust mitt sjón- armið að íslenska þjóðin eigi að fá að greiða atkvæði um inngöngu ís- lands í Evrópusambandið. Það hafa allar frændþjóðir okkar á Norður- löndum gert og það er eðlilegt og í samræmi við okkar stjórnskipan að mínum dómi að íslenska þjóðin geri það einnig. Ég hef lýst þeirri skoðun að mikilvægt sé að allir stjórnmála- flokkar í landinu hafa gefið það fyr- irheit að verði samþykkt frumvarp um aðild íslands að Evrópusam- bandinu þá eigi þjóðaratkvæða- greiðsla að fara fram. En ef gengið yrði á bak þeirra orða er það skil- yrðislaust afstaða mín að þá eigi forsetinn að beita málskotsréttará- kvæði stjórnarskrárinnar til að tryggja að íslenska þjóðin geti sjálf fellt dóm í því máli. Aðild að Evr- ópusambandinu felur í sér slíkar breytingar á fullveldisrétti þjóðar- innar, eins og hann er skilgreindur í stjómarskránni, að það er óhjá- kvæmilegt að íslenska þjóðin fái, líkt og frændþjóöir okkar allar, að greiða á sjálfstæðan hátt atkvæði um slíka aðild.“ Viöskipti á Indlandi Jónas Sveinsson, Reykjavík: Hvernig var aðstoð þinni við fyrirtæki á Indlandi í sambandi við fiskveiðisamninga háttað? „Fiskveiðisamningur er nú ekki rétta orðið. Það var fyrst og fremst verið að kynna aðilum á Indlandi annars vegar kunnáttu Islendinga við veiðar og vinnslu og hins vegar framleiðslu okkar á margvislegum tækjum og tæknibúnaði fyrir fisk- veiðar. Það hefur nú leitt til þess aö það hafa komist á samskipti milli ýmissa fyrirtækja á íslandi og ind- verskra aðila. Þannig hefur tekist stig af stigi að hefja innreið íslands á þennan mikilvæga markað þar sem 900 milljónir búa. Það var ekki fyrr en ég lét af for- mennsku 1 Alþýðubandalaginu sem ég stofnaði ákveðið ráðgjafarfyrir- tæki til að geta sinnt þessum verk- um. En fram að því taldi ég það bara vera hluta af mínum almennu störfum.“ Feröir til Mexíkó Jónas Sveinsson, Reykjavík: Hefur þú fengið peninga frá Þormóði ramma, beint eða gegn- um fyrirtæki þitt, og hversu há var þá greiðslan? „Þormóður rammi greiddi ekki neinn kostnað við ferðir mínar til Indlands. Síðasta rúma árið eða svo hef ég unnið að ýmsum verkefnum, meðal annars í Mexíkó fyrir ýmis fyrirtæki sem hafa verið að treysta stöðu sína þar. Þormóður rammi er eitt af þeim. Ég er nú kannski ekki með það nákvæmlega hver greiðsl- an var. Ætli það séu nema í kring- um 200 þúsund krónur sem það fyr- irtæki hefur greitt. Það eru rang- Nú þegar þú verður forseti ís- lands, hvernig hyggst þú úthluta fálkaorðum? „Ég tel reyndar of snemmt að slá úrslitunum föstum, eins og þú gerir í þinni spurningu, þótt mér þyki vænt um hugarfarið. En ég hef lýst þeirri skoðun að ég telji að það þurfi að gera breytingar á veitingu fálkaorðunnar. Mér hefur fundist of áberandi að ákveðinn hópur manna sem gegna háum embættum - sýslu- menn, hæstaréttardómarar, ráðu- neytisstjórar, bankastjórar - geti gengið að því nokkurn veginn visu að fá fálkaorðuna um eða upp úr sextugu ef þeir hafa ekki gert neitt stórt af sér. Ég tel að það eigi að veita þessa viðurkenningu fyrst og fremst fyrir ákveðin verk, sérstök afrek eða dýrmætt framlag á sviði t.d. atvinnumála, björgunarstarfa, lista, menningar og vísinda og þá eigi það ekkert endilega að vera bundið við aldur.“ Sögulegt fordæmi í Ásgeiri Hrönn Ríkharðsdóttir, Akranesi: Það er mikið talað um að þú sért umdeildur stjórnmálamað- ur. Getur þjóðin sameinast um slíkan mann? Ég tel’að við höfum í fyrsta lagi sögulegt fordæmi í Ásgeiri Ásgeirs- syni sem sannar það að þótt maður komi af vettvangi þjóðmála og hafi verið umdeildur þá getur hann orð- ið farsæll forseti. En í öðru lagi tel ég það orðið ljóst að sú stuðnings- sveit sem á bak við mig er i þessum kosningum endurspeglar í raun þá breidd sem þjóðin sjálf hefur. Allar kannanir undanfarna mánuði hafa sýnt að mitt framboð er það eina sem endurspeglar þverskurð af þjóðinni, hefur öflugan stuðning úr hverjum einasta stjórnmálaflokki í landinu, öllum aldurshópum, starfs- stéttum og landshlutum og ég tel að sá góði stuðningur og sú mikla breidd geti verið efniviður í það að mér takist að ná farsælu sambandi við þjóðina alla ef mér verður falin þessi ábyrgð." „Endanlegar tölur eru nú ekki komnar. Fyrir nokkrum vikum talaði ég um að baráttan myndi kosta á biiinu 13-18 miljónir. Mér sýnist að talan verði eitthvað hærri en það. Þetta stafar aðallega af meiri þátttöku í auglýsingum undanfarnar vik- ur. Lokakostnaðurinn er því sennilega um það bil 20 miljónir,“ sagði Ólafur Ragnar á beinni iínu DV um kostnað framboðsins. DV-mynd JAK Pétursdóttur að draga framboð sitt til baka þér á óvart? „Já, hún kom mér á óvart. Guð- rún hafði með mjög myndarlegum hætti flutt sitt mál dagana á undan. Hún hafði lagt mikið á síg í marga mánuði í þessari baráttu. Og eins og ég sagði daginn sem hún tilkynnti þetta hlaut það að hafa verið mjög erfið ákvörðun. Ég hafði mikla sam- úð með henni á þessari stundu og fannst varla við hæfi að menn færu eins og gráðugir úlfar að ræða strax um það hvemig kjósendur ætluðu Málefni geösjúkra Sigurður St. Pálsson, Reykjavík: Það er verulegra úr- þörf í málefhum geðsjúkra. Mig langar til að spyrja þig hvort þú Fálkaoröa fyrir aö mæta í vinnuna Birgir Sigurðsson, Kópavogi. Ég óska þér innilega til ham- ingju með þetta embætti sem þú ert að hljóta af þvt að ég tel það orðið alveg ljóst að þú náir því. J. sér að skipta hennar atkvæðum. Enda hefur það nú komið á daginn að þaö fólk hefur tekið mjög sjálf- stæðar ákvarðanir um það hvernig það ætlar að kjósa fyrst hún er ekki í framboði." túlkanir hjá þér að halda að þau viðskipti tengist eitthvað sölu ríkis- ins á Þormóði ramma á sínum tíma. Þetta er allt annað mál og byggist á því að fyrirtækið er í samstárfi við Granda í Mexíkó." Guðrún P. kom á óvart Guðrún Halldórsdóttir, Reykjavík: Kom sú ákvörðun Guðrúnar sért tilbúinn að beita þér fyrir úrbótum þar eða beita áhrifum þínum? „Já, ég er tilbúinn að gera það. Mér þykir vænt um að þú spyrð mig þessa því að ég held að það sé þörf á því að breyta viðhorfum í íslensku samfélagi gagnvart þessum sjúk- dómum og ég held að forseti geti gegnt mikilvægu hlutverki í þeim efnum, t.d. með því að heimsækja sjúkrastofnanir fyrir geðsjúka, með því að eiga fundi með ættingjum þeirra, með því að ræða við þá sem hafa orðið fyrir slíkum sjúkdómi og þannig smátt og smátt efla skilning með þjóðinni á því að þetta eru veikindi sem við þurfum að glíma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.