Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ1996 Lesendur_________________ Veljum þann besta, ekki þann næstbesta Guðrún Agnarsdóttir. „Vísindakona og viðsýnn húmanisti í besta skilningi þess orðs,“ segir bréfritari m.a. Spurningin Hvaða húsverk finnast þér leiðinlegust? Arna Kristmannsdóttir íþrótta- kennari: Að skúra. Jón Björnsson nemi: Að brjóta saman föt. Hafdls Kjartansdóttir rannsókn- armaður: Uppvaskið. Ég elska upp- þvottavélina. Páll Pálsson verslunarmaður: Að skúra gólf. i t i i * s! s Úlfar Davíðsson verslunarmaður: Þau eru öll jafn skemmtileg. Fjölvar Darri Rafnsson bílasali: Að þrífa rimlagardínur. Dóra S. Bjarnason skrifar: Senn göngum við að kjörborði til að velja okkur forseta sem við treystum til að leiða okkur inn í 21. öldina. Valið stendur á milli hæfi- leikafólks sem allt er boðið og búið til þess að gæta hagsmuna lands og lýðs á þeirri vegferð. En valið skipt- ir okkur öll miklu máli. Sem betur fer hefur kosningabar- áttan að mestu farið drengilega fram þótt stuðningsmenn þeirra tveggja, sem lengst af hafa verið vonarpeningur skoðanakannana, hafi á stundum lagst í nokkurn leðjuslag sjálfum sér til vansa. Sjálf- ir hafa frambjóðendurnir forðast slíkt. Hins vegar ber þessi kosninga- barátta keim af óvenjulegum fjárút- látum og sköpun ímynda fremur en nokkru sinni áður í stuttri sögu lýð- veldisins. Fólkið í landinu hefur tekið þessu með hæglæti og margir beðið með aö gera upp hug sinn þar til nú aö það hefur átt þess kost að sjá og heyra frambjóðendurna sjálfa á fundum og öldum ljósvakans. Það er athyglisvert að við þá við- kynningu hefur fylgi Guðrúnar Agnarsdóttur farið ört vaxandi. Sé litið til þeirra sem svara skoðana- könnunum þá velja tlestir lands- menn Guðrúnu sem fyrsta og annan valkost. Margir kjósendur hafa á hinn bóginn afarsterka skoðun á þvi hvern frambjóðenda þeir vilja alls ekki sjá í hinu mikilsverða embætti forseta Islands. Niðurstöð- ur skoðanakannana hafa því leitt til þess að móta viðhorf almennings í landinu á þann veg að ýmsir, sem alls ekki vilja Ólaf í embætti for- seta, telja sig einungis geta kosið Pétur og öfugt. Látum ekki þá nei- kvæðni ráða atkvæðum okkar. Velj- um þann mann eða konu til embætt- Jóhann Jónsson skrifar: Sú var tíð að við íslendingar töld- um okkur hamingjusömustu þjóð í heimi. Þá var Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra og Ólaf- ur Ragnar Grímsson ijármálaráð- herra. Síðan tók Davíð Oddsson við sem forsætisráðherra og flestum ef ekki öllum varð ljóst að hagsæld og hamingja þjóðarinnar var að veru- legu leyti byggð á erlendri skulda- söfnun og sjóðasukki. Þjóðin, eða alla vega meirihluti hennar, hafði látið blekkjast. - Sjálfsagt ekki í fyrsta sinn og örugglega ekki í það síðasta. Fyrir einu og hálfu ári var heil- brigðisráðherra á íslandi sem talinn Baldur Jónsson skrifar: Það er ekki nokkur von til þess, hversu góðar hugmyndir sem for- setaframbjóðendur hafa, og vilja koma þeim í framkvæmd sem for- seti, að þeir hafi þar erindi. Þing- menn þjóðarinnar munu sjá til þess, að forseti íslands geri sig ekki gild- andi í neinu tilviki, utan þess sem verið hefur. Auðvitað hefði verið affarasælast að leggja embætti forseta íslands niður með öllu og sameina verk- isins sem við treystum best í staö þess að merkja við næstbesta kost- inn af ótta við að ella komist sá er við síst vildum til embættisins. Ég fyrir mína parta treysti Guð- rúnu Agnarsdóttur best til að gegna embætti forseta. Hún er sjómanns- dóttir, læknir, vfsindakona og víð- sýnn húmanisti í besta skilningi þess orðs. Eftir því sem leið á kosn- var hafa misnotað aðstöðu sína. Fjölmiðlar gerðu sitt ýtrasta til að koma honum frá. Hann átti litla samúð og andstaða í hans garð seldi fréttir. Nú er öldin önnur. - Forsetafram- bjóðandi, sem talinn er hafa orðið uppvís að því að misnota aðstöðu sína sem fjármálaráöherra, flokksfé- lögum og vinum sínum til fjárhags- legra hagsbóta og að ganga á bak orða sinna og gerðum samningum í skjóli bráðabirgðalaga, er nú látinn' óáreittur að kalla. Siðbót fjölmiðla er sofnuð, enda vill meirihluti kaupenda þeirra og kjósenda ekki heyra eða sjá slíkar upprifjanir. Hvaða skilaboð eru sviðið embætti forsætisráðherra. Það verður kannski að ráði eftir fjögurra ára setu nýs forseta á Bessastöðum, því sannast sagna er friður um þetta embætti nánast úti úr því sem komið er. Almenningur vill breytingu á embættinu í þá veru að forsetinn geti haft frum- kvæði kvæði að einu og öðru, því sem t.d. frambjóðendurnir nú hafa ingabaráttuna hefur hún sjálf kynnt sig best með hófsemi sinni, hlýju og fjörlegri greind. Um þaö ber fylgis- aukningin síðustu daga skýran vott. Greiði allir þeir sem hrifist hafa af framgöngu Guörúnar Agnarsdóttur að undanfórnu henni atkvæði sitt í stað þess að krossa við næstbesta kostinn, að eigin mati, verður hún næsti forseti, landi og þjóð til sóma. kjósendur að senda þjóðkjörnum fulltrúum sínum? Kjósendur láta enn á ný blekkjast og gleyma kjarn- anum, nefnilega kröfunni um að ekki leiki vafi á um heiðarleika for- seta lýðveldisins. Þjóð sem trúir því að maður sem segist trúa á Guð kjósi frekar að fara með dregnskaparheit fyrir rétti en að sverja við Guð, en það felur í sér drengskaparheit (þ.e.a.s. ef við- komandi trúir í raun á Guð), hún er auðtrúa og ekki gagnrýnin. - Þjóð sem sættir sig við Ólaf Skúlason sem biskup og kýs Ólaf Ragnar Grímsson fyrir forseta lýðveldisins, hún getur ekki haft yfir miklu að kvarta í siðferðislegu tilliti. bryddað upp á. Niðurstaðan: Embættið á Bessa- stöðum verður áfram áhrifalaust með öllu, og forsetakosningarnar nú því einungis framhald á þeim leikaraskap sem stundaður er í lýð- veldi undir rígbundinni þingræðis- stjórn eins sameinaðs fjórflokks um að halda völdunum innan Alþingis. Hugarfar hamingjunnar Forsetaembættið áfram áhrifalaust Bréfritari heldur því fram að embætti forseta á Bessastöðum haldi áfram að vera áhrifalaust með öllu. DV Kjörstjórn á móti kosningum? T.K. skrifar: Ég er einn þeirra sem verða að kjósa utan kjörstaðar í réttri kjördeild fyrir kjördag. Þetta væri í sjálfu sér einfalt mál ef ekki virtist sem kjörstjórnin í Reykjavík væri á móti forseta- kosningunum. Hvort sem það er af pólitískum ástæðum eða ekki þá er flest gert til að fæla fólk frá að nýta atkvæðisrétt sinn. Aldrei er t.d. auglýst hvar kosið er (mun vera í Ármúlaskóla). Þá er ekki auglýst hvenær opið er. Væri nú ekki ráð fyrir kjör- stjómarmenn aö vera í sam- bandi við veruleikann í lokin og auglýsa hvai- og hvenær kosiö er utan kjörstaðar áður en kjördag- ur rennur upp? Guðrún Agnars- dóttir forseti allra landsmanna Anthony Karl Gregory: Nú er stutt til kosninga og það er alveg ljóst að aðeins einn frambjóðandi getur sameinað alla landsmenn að baki sér. Ég styð Guðrúnu margra hluta vegna. Hún býr yfir miklum per- sónutöfrum, er vel gefin og há- menntuð. Hún hefur veriö mjög farsæl í starfi og bæði vinir og samstarfsmenn bera henni vel söguna. - Kjósum konu sem er virðuleg en í senn alþýðleg, til forseta. Sendum rétt skilaboð Kristinn skrifar: Leitt er hve margir telja litlu skipta hverjum þeir greiöa at- kvæði í forsetakosningunum á laugardaginn. Þegar við kjósum erum við ekki einungis að velja forseta, við erum einnig að senda skilaboð frá okkur um það hvaða mál við teljum mikilvæg og hvaða mál við teljum engu skipta. Ástþór Magnússon hefur lagt áherslu á ákveðin mál, þ.e. friðarmál og launamun í land- inu. Skoðanakannanir benda til að úrslit forsetakosninganna séu löngu ráðin og Ástþór eigi ekki möguleika á því að hreppa emb- ættið. Er þá ekki ástæðulaust að vera að greiða honum atkvæði? Nei, alls ekki. Atkvæði greitt Ástþóri Magnússyni er skilaboð til stjórnvalda um að almenningi sé ekki sama um þau mál sem Ástþór ber fyrir brjósti. Og enn fremur: Fái Ástþór mjög lítið fylgi eru það einnig skilaboð til stjórnvalda um að almenningur láti sig mál Ástþórs lítið varða. Því er mikilvægt að Ástþór fái umtalsvert fylgi, ekki til að hann nái kjöri heldur til þess að senda stjórnvöldum skilaboð. Óhugnaðurinn eykst Lúðvik hringdi: Manni er löngu farið að blöskra hvemig ofbeldi og van- virðing fyrir lögum og rétti hef- ur aukist í þjóðfélaginu. Skýr- ustu dæmin era að sjálfsögðu þau er varða samskipti ungra borgara við lögreglu og svo frétt- in í DV sl. mánudag um að lík- lega hafi ökumaður jeppabíls stungið af eftir að hafa ekið nið- ur fimm ára dreng í Breiðholti. - Hér er verk að vinna fyrir alla sómakæra þegna þessa lands við að færa viðhorf okkar til sam- borgaranna til betri vegar. Óvænt úrslit for- setakosninga Þorbjöm hringdi: Ég get ekki annað séð en úr- slit forsetakosninganna eigi eftir að veröa talsvert ööravísi en kannanir hafa gert ráð fyrir til þessa. Ég spái verulegri fylgis- aukningu við Guðrúnu Agnars- dóttur á síðasta sprettinum. Það eru spennandi kosningar fram undan, og allt getur gerst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.