Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 27. JUNI 1996 11 Fréttir Hotað gjaldþroti vegna sjö þúsund króna OPINBER GJULD HINN 24.05.1996 VAR GERT HJH YOUR RRftNGURSLOUST FJRHNAM. ^ LÖ6UW eR HEIMXLT OB BIBJft UM GJflLDbROTHSKIPTI A DÚI SKULDORA NŒ3TU 3 MANUBI EFTIR HD ftRANGUR8L0Uyr FJARNftM HEF'UK VERIÐ GERT. HLIÐ6J0N AF BESSU ER SKORftÐ ft YF>UR fiÐ GREIÐft 3KULD YÐHR FYRIR 05.07.1996 9V0 EKKI UIJRFI fiÐ KOMfl TIL GJOl DDHOTflSKIPTfl fi Bu I YÐflR. GRElÐSLUSTftÐfl YDftR SKV. ÐJftLDMEJMTU3EÐLI 1993 ER NÚ SEM HER 9EG2R: DR.VEXTIR AR TB NUMER 95 F SftMTALS ALflGNINQ Ö20 KOSTN OFL. 6. 490 SAMTAL9 7. 310 7. 310 GJftLDHEIMTAN I REYKJAVIK A dögunum var gert árangurs- laust fjárnám hjá fyrirtæki í Reykja- vík og fengu forráðamenn þess bréf frá Gjaldheimtunni í kjölfarið. í því er skorað á fyrirtækið að greiða skuldina fyrir 5. júlí, ella komi til gjaldþrotaskipta. Athygli vekur að upphæðin sem krafist er fjárnáms fyrir er 820 krón- ur ásamt áfóllnum kostnaði, 6.490 krónum. Samtals er skuldin því 7.310 krónur. Þá þarf Gjaldheimtan að reiða fram 150 þúsund krónur sem trygg- ingu til skiptastjóra ef krafíst er gjaldþrotaskipta. Sigurður Kristjánsson, lögfræð- ingur hjá Gjaldheimtunni, segir það ekki koma til að gert verði fjárnám vegna svo lágrar upphæðar. Hinn áfallni kostnaður sé ástæðan og komi hann sennilega til vegna gam- allar skuldar sem búið er að greiða. Líklega hafi verið beðið um fjárnám áður en höfuðstóllinn var greiddur. Þá segir hann að í orðsendingum frá Gjaldheimtunni sé staðlaður texti sem taki ekki að breyta þegar svona stendur á. í þessu tilfelli gegni hún hlutverki eins konar greiðsluá- skorunar og að ekki sé farið fram á gjaldþrot vegna svo lágra upphæða. Afgreiðsla þessa máls vekur ýms- ar spurningar, ekki síst um hvort það geti talist eðlileg vinnubrögð hjá Gjaldheimtunni að senda svo harð- orð bréf með hótun um að beðið verði um gjaldþrotaskipti ef það kemur ekki til að beita því úrræði. -SF Hátíðarsamkoma að Áshildarmýri Fjölmenni var viðstatt hátiðarsamkomuna en á meöal gesta var forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir. DV-mynd Jón Benediktsson DV, Hvolsvelli: Laugardaginn 22. júní var haldin hátíðarsamkoma að Áshildarmýri á Skeiðum og þess minnst að 500 ár eru liðin frá því að bændur úr Ár- nessýslu mótmæltu ofríki konungs- valdsins og kröfðust þess að lands- lög væru virt í samræmi við Gamla sáttmála. Margir lögðu leið sína á hátíðarsamkomuna til að minnast þessara tímamóta en á meðal gesta var forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir. Það var árið 1496 sem Árnesingar gerðu þarna þessa merku samþykkt um forn réttindi á örlagatímum, sem nefnd hefur verið Áshildarmýr- arsamþykkt. Árnesingafélagið lét reisa minnismerki i Áshildarmýri, varði var reistur af Skeiðamönnum sem notuðu til þess hraungrýti sem lagt er í sement. Varðinn var vígður 20. júní 1948 og voru um þúsund manns viðstaddir þá athöfn en framkvæmdin vakti mikla athygli landsmanna. -JB Aukabla5 um SAUÐÁRKRÓK Miðvikudaginn 17. júlí mun veglegt aukablað um Sauðár- krók fylgja DV. í blaðinu verður einkum umfjöllun um afmælishá- tíðina sem stendur frá 20. júlí 1996 til 20. júlí 1997 en Sauðárkrókur fagnar á þessu ári og því næsta femum tímamótum. Einnig verða viðtöl við forsvarsmenn fyrirtækja, ungt og gamalt afreksfólk tekið tali og stuttar og myndríkar mannlífslýsingar. Auglýsendum sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu blaði er bent á að hafa samband við Guðna Geir Einarsson í síma 550 5722 eða Pál Stefánsson í síma 550 5726. Blaðamaður DV er Bjöm Jóhann Bjömsson. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn ll.júlí. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550 5727. SIGLINGANÁMSKEIÐ OG BÁTALEIGA Fyrir fullorðna: Mánaðarnámskeið - ca 20 tímar. Fyrir börn og unglinga: Vikunámskeið. Bátaleiga alla daga. Spennandi siglingar fyrir fullorðna og börn. SIGLINGAFÉLAGIÐ ÝMIR VESTURVÖR 8 - KÓPAVOGI Sími: 554-4148 - 554-0145 og 897-3227 GRAND CHEROKEE LTD ÁRGERÐ 1996 Taktu þátt í leitinni að Evrópumeistara DV! Með því að spá fyrir um úrslit EM og hver markakóngur keppninnar verður og senda svarseðilinn til DV ertu kominn í pottinn og gætir orðið Evrópumeistari DV. Dregið daglega! Daglega verða dregnir út skemmtilegir vinningar úr öllum innsendum seðlum. Möfn vinningshafa verða birt daginn eftir á íþróttasíðum DV. Svarseðlarnir birtast jafnframt á hverjum degi í DV þar til keppninni lýkur, þú getur því sent inn eins marga seðla og þú vilt! (Ekki er tekið við Ijósritum) Geisladiskar og bíómiðar daglega! Daglega eru nöfn þriggja þátttakenda dregin úr pottinum og fá þeir heppnu geisladisk frá Japis og bíómiða fyrir tvo í Háskólabló. Glæsileg verðlaun fyrir Evrópumeistara DV! byrjun júl! verður dregiö úr öllum réttum innsendum seölum og fær Evrópumeistari DV glæsilega Sony myndbandstökuvél, CCD-TR340 frá Japis, aö verðmæti 59.900 kr. Vélin er 8 mm, mjög Ijósnæm (0,3 lux) sem þýðir að það er nánast er hægt aö taka myndir I myrkri án Ijóss og meö 10 x aðdrætti. Vélinni fylgir rafhlöðukassi fyrir LR6 rafhlöður og fjarstýring. SONY JAPIS f. HÁSKOLABÍÓ 1) Hvaða lið lenda í fyrstu þremur sætunum í EM? 1) ___________________2)_______________________3)____________ 2) Hver verður markakóngur keppninnar?_______________________ Nafn:__________________________________________Sími:_________ Heimilisfang:______________________,_________________________ Sendlst tll DV, merkt: Evrópumelstarl DV, Þvertioltl 11,105 Reykjavík. Skllafrestur er tll 28. Júni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.