Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 15
SPILADU VSO WNU UOI Vinningshafar 26. júní Gunnar Geir Jónsson Skarðshlíö 22 F, Akureyri Halldór V. Svavarsson Hríseyrargata 22, Akureyri Hjörtur T. Halldórsson Heiöarás 15, Rvík Vinningshafar fé geisladlsk frá Japls og bíómlba fyrir tvo í Háskólabíó. Vinnlngshafar fá vlnningana senda helm. FIMMTUDAGUR 27. JUNI 1996 FIMMTUDAGUR 27. JUNI 1996 Iþróttir íþróttir Sex vikur í Dugarry Franski landsliðsmaðurinn Christophe Dugarry ætti að geta spilað aftur eftir sex vikur eftir að hafa gengist undir skurðað- gerð á hægra hné. Dugarry sleit liðband í leiknum gegn Hollend- ingum. „Við væntum þess að hann verði tilbúinn aö spila eftir sex vikur,“ sagði talsmaöur AC Milan en hann mun spila með þeim á næstu leiktíð. Miljóninni náð! Áhorfendur á Evrópukeppn- inni eru orönir 1.086.021 eða 38.786 að meðaltali á leik. Þessi tala á reyndar eftir að hækka þegar búið er að telja með und- anúrslitin og úrslitaleikinn sjálf- an. Caminero fer hvergi Spánski landsliðsmaðurinn Jose Luis Caminero, sem spilar með Atletico Madrid, hefur til- kynnt það að hann ætli að vera kyrr hjá félaginu. Það hefur ver- ið mikið umtal í kringum þenn- an leikmann og þá sérstaklega er framkvæmdastjóri félagsins, Jesus Gil, sagðist aldrei vilja sjá hann aftur. „Það er allt í lagi og þesisi litíu vafaatriði virkuðu svo einföld fyrir mig að ég eyddi ekki mikilli orku 1 þau,“ sagði Gil eftir að hafa rætt við Caminero. Ekki hræddur! „Ég óskaði þess að við fengj- um Englendinga en nú mætum við Þjóðverjum aftur,“ sagði Dusan Uhrin, þjálfari Tékka. „Eitt af bestu liöunum í keppn- inni bíður okkar og ég efa ekki að það verður alveg jafn sterkt og í fyrsta leik okkar þrátt fyrir leikbönn hjá því.“ Evrópubikar í frjálsum íþróttum: Búist viö jafnri keppni í Belgíu hjá körlunum Evrópubikarkeppni í frjálsum íþróttum verður háð um næstu helgi hjá íslenska landsliðinu í karla- og kvennaflokki. Karlarnir leika í 2. deild sem háð verður í belgiska bænum Oordegem og stúlk- urnar, sem leika í 1. deild i fyrsta skipti, halda til Bergen i Noregi. Með körlunum í riðli eru Belgar, Hollendingar, Albanir, ísrealsmenn, Kýpurbúar auk sameiginlegs liðs smáþjóða. Með konunum í riðli í Bergen eru Pólverjar, Rúmenar, Svisslendingar, Norðmenn, Svíar, Finnar og Danir. íslensku liðin munu tefla fram sínum sterkustu liðum. Jón Amar Magnússon keppir í þremur grein- um og Guðrún Arnardóttir, sem er i góðu formi um þessar mundir, keppir í 100 og 400 metra grinda- hlaupi. Hún ætti að eiga möguleika á verðlaunum. Víst má telja að róð- urinn verði erfiður hjá konunum ef þær ætla að halda sæti sínu í 1. deild. -JKS Bikarkeppni kvenna: KR-ingar mæta bikarmeisturunum Liðin, sem léku til úrslita í bikar- keppni kvenna í fyrra, Valur og KR, drógust saman þegar dregið var til 8-liða úrslita í Mjólkurbikarnum á skrifstofu KSÍ í gær. Valsstúlkur unnu þá bikarinn og hafa því þenn- an eftirsótta titil að verja. Leikurinn í fyrra var spennandi og má ætla að svo verði einnig nú. Tvö 2. deildar lið voru í brúsan- um þegar dregið var í gær, Reynir úr Sandgerði og Leiknir frá Fá- skrúðsfirði. Reynir dróst á móti Breiðabliki á útivelli og Leiknir leikur gegn Stjömunni í Garðabæ. Loks fengu stúlkumar úr ÍBA verð- ugt verkefni þegar þær þurfa að sæka Skagastúlkur heim. í bikarkeppni getur allt gerst eins og dæmin hafa sannað í gegn um árin Það er því ekkert gefið þegar þessi keppni er annars vegar. Búið er að ákveða leikdaga fyrir þessa leiki og verða þeir allir háðir 10. júlí klukkan 20. -JKS Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Pele veifar hér til áhorfenda á Wembley en hann var staddur á leik Þjóðverja og Englendinga sem endaði 6-5 eftir vítaspyrnukeppni. Reuter mynd Kvennalandsleikir: Vináttuleikir gegn Þjóöverjum - í Mannheim og Pforzheim íslenska kvennalandsliðið í knatt- spymu mætir Þjóðverjum í tveimur vináttulandsleikjum í þessari viku. Fyrri leikur þjóðanna verður í Mannheim annað kvöld en sá síðari í Pforzheim á sunnudaginn kemur. Leikir þessir eru liður í undir- búningi stúlknanna fyrir leikina í Evrópumótinu í haust þar sem möguleikar íslenska liðsins að kom- ast áfram í keppninni em fyrir hendi. Þýsk kvennaknattspyma stendur vel og því verður þetta góð æfing fyrir íslenska liðið. Landsliðið er þannig skipað: Sig- fríður Sopusdóttir, Breiðabliki, Sigrfríður Pálsdóttir, KR, Ásthildur Helgadóttir, Breiðabliki, Erla Hend- riksdóttir, Breiðabliki, Helga Ósk Hannesdóttir, Breiðabliki, Inga Dóra Magnúsdóttir, Breiðabliki, Katrín Jónsdóttir, Breiðabliki, Magrét Ólafsdóttir, Breiðabliki, Sig- rún Óttarsdóttir, Breiðabliki.Vanda Sigurgeirsdóttir, Breiðabliki, Guð- rún Jóna Kristjánsdóttir, KR, Olga Færseth, KR, Ingibjörg Ólafsdóttir, ÍA, Guðrún Sæmundsdóttir, Val, Ragna Lóa Stefánsdóttir, Val, Auður Skúladóttir, Stjörnunni. -JKS Besti árangur Tékka frá 1976 - lögðu Frakka í vítaspyrnukeppni á Old Trafford Tékkland hefur komið mest á óvart allra liða á Evrópumótinu í Englandi. í gær bættu Tékklend- ingar enn einni rósinni í hnappa- gatið þegar þeir lögðu hið geysi- sterka lið Frakka í undanúrslitum, 6-5, í vítaspyrnukeppni. Hvoragu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma né í framlengingu svo grípa varð til vítaspymukeppni. Leikurinn sem slíkur olli vonbrigð- um því liðin tóku enga áhættu. Ör- yggið var sett á oddinn og aldrei teflt í neina tvísýnu. Margur fékk á tilfinninguna að leikmenn biöu bara hreinlega eftir vítaspymu- keppninni. Það var ekki fyrr en í sjöttu víta- spymunni sem úrslit lágu fyrir. Raynalds Pedros brást bogalistin þegar Pedr Kouba varði spymu hans. Miroslav Kadlec innsiglaði sigur Tékklendinga þegar hann skoraði af öryggi úr sjöttu spym- unni. Þessi árangur Tékka er besti ár- angur þeirra frá 1976 þegar þeir urðu Evrópumeistarar eftir úrslita- leik við Þjóöverja í Belgrad. Tékk- ar hafa vaxið með hverjum leik á Evrópumótinu en eftir ósigur í fyrsta leiknum gegn Þjóðveijum hefur leiðin verið upp á við. Fjórir af fastamönnum liðsins léku ekki gegn Frökkum í gær en veröa að öllum líkindum klárir í slaginn í úrslitaleiknum á sunnudaginn kemur. Frakkar voru niðurbrotnir eftir vítaspyrnukeppnina og sögðu Tékka mun betri en þeir hefðu átt von á. -JKS Tékkneskir ráðamenn og leikmenn fagna hér með áhangendum sínum eftir óvæntan sigur þeirra á Frökkum á Old Trafford í undanúrslitum Evrópukeppninnar. Tékkar mæta síðan Þjóðvérjum í úrslitaleiknum á sunnudaginn kemur en báðir undanúrslitaleikirnir réðust í vítaspyrnukeppni. Reuter mynd nr.15 KR-Grindavík nr.16 Keflavík - Breiðablik nr.17 Leiftur - Valur nr.18 $tjarnan-ÍBV nr.19 lA-Fylkir Það var ekkert gefið eftir í leik Þjóðverja og Englendinga á Wembley i gærkvöldi. Um síðir og eftir maraþonviðureign voru það Þjóðverjar sem fögnuðu sigri og mæta Tékkum í úrslitaleik á Wembley á sunnudaginn kemur. Á myndinni hér fyrir ofan berjast þeir hart um boltann þeir Teddy Sheringham og Dieter Eilts í einum besta leik keppninnar til þessa að margra mati. Reuter-mynd Þjóðverjar halda takinu á Englendingum -Köpke kom sínum mönnum í úrslitaleikinn Englendingar náðu ekki að hefna ófaranna síðan úr HM 1990 þegar Þjóðverjar sigruðu þá i vítaspyrnu- keppni. Þýsku skriðdrekarnir gerðu sér lítið fyrir og endurfóku leikinn og sigruðu Englendinga, 6-5, eftir frábæran leik. Synd að sjá á eftir Englendingum Þetta var án efa einn allra besti leikur keppninnar og áttu bæði lið fln færi, þó helst Englendingar sem hefðu getað gert út um leikinn í framlengingunni. Anderton átti skot í stöng og Paul Gascoigne nagar sig eflaust í handarbökin því hann átti algjört dauðafæri en hann hikaði og rann því færið út í sandinn. Þjóðverjar áttu í vök að verjast mestallan leikinn og er synd að sjá á eftir Englendingum sem verða að bíða eftir HM 1998 í Frakklandi til að eiga möguleika á að sigra kannski í stórmóti eftir 30 ára bið. Það voru E'nglendingar sem byrj- uðu betur og strax á þriðju mínútu skoraði Alan Shearer meö skalla eft- ir hornspymu frá Gascoigne. Þýska vélin small svo í gang og þeir þurftu aðeins 13 mínútur til að jafna leik- inn og það gerði Kuntz eftir góða sókn. Englendingar héldu pressunni áfram í seinni hálfleik róaðist leikurinn aðeins niður en Englendingar héldu samt pressu sinni á Þjóðverjum. Þegar framlengingin var flautuð á Tékkar eða Þjóðverjar? -Davíð og Golíat mætast á Wembley Nú er ljóst að Tékkar mæta Þjóð- verjum í úrslitaleik Evrópukeppninn- ar í knattspymu. Heilum mánuði af frábærri knattspyrnu er næstum lok- ið en rúsínan í pylsuendanum verður á sunnudaginn kemur á Wembley er hið litla lið Tékklands mætir knatt- spymurisunum frá Þýskalandi. Ef einhver hefði gerst svo djarfur að spá Tékkum í sjálfan úrslitaleik- inn hefði fólk eflaust hlegið en þetta spræka lið hefur heldur betur komiö á óvart og slegið ekki ómerkari lið en ítali, Frakka og Portúgali út úr keppninni með skynsamlegri knatt- spymu. Veðbankar í Englandi spá Þjóðverj- um sigri með líkunum 1:3 en Tékkar eru með líkurnar 11:5. Það má ekki vanmeta sterkt lið Tékklands sem eflist í sjálfstrausti með hverjum leiknum og það er aldrei að vita nema það fari heim með bikarinn. -JGG þá komu tvö dýrvitlaus lið inn á, staðráðin í því að vinna. Þjóðverjar sóttu strax og skoruðu reyndar mark eftir hornspyrnu en það var dæmt af. Síðan vöknuðu Englend- ingar svo um munaði og er hreint út sagt ótrúlegt að þeim hafi ekki tekist að skora því nóg áttu þeir af færum. Andreas Möller í leikbanni f úrslitaleiknum Vítaspyrnukeppnin var nákvæm- lega eins og í leik Frakka og Tékka. Fimm mjög öruggar spyrnur frá báðum liðum en þegar bráðabaninn byrjaði þá misnotaði Gareth Sout- hgate vítaspyrnu sína. Þá kom það í hlut fyrirliða Þjóðverja, Anreas Möller, að tryggja Þjóðverjum sig- urinn og honum brást ekki bogalist- in. Því miður fyrir hann þá verður hann ekki með gegn Tékkum því hann verður í banni eftir tvö gul spjöld. Tékkar vilja örugglega hefna sín á Þjóðverjum Það er ljóst að á sunnudaginn kemur verður hörkuleikur á Wembley og er nokkuð víst að Tékk- ar vilja hefna sín eftir 2-0 tap fyrir Þjóðverjum í riðlakeppninni. Tékkar hafa verið að spila betur og betur með hverjum leiknum en Þjóðverjar hafa hins vegar ekki ver- ið sannfærandi. En þótt þeir séu ekki vinsælasta liðið þá vinna þeir og það er það sem skiptir máli í bolt- anum. -JGG Southgate eyðilagður eftir vítaspyrnuna „Mér datt aldrei í hug að ég myndi klúðra," sagði Gareth Southgate sem misnotaði sjöttu vítaspyrnu Englend- inga. „Nú líður mér eins og ég hafi brugðist öllum. Þetta stórkostlega mót, sem allt landið vildi að við ynn- um, endaði með vítinu mínu. Mér hefur gengið ágætlega en nú verður þetta það sem fólk man eftir,“ sagði þessi varnarmaður sem leikur með Aston Villa. Terry Venables, þjálfari Englend- inga, reyndi að hughreysta South- gate. „Hann hefur verið frábær í keppninni og þarf ekki að skammast sín fyrir neitt. Við áttum að klára leikinn í framlengingunni og þá vær- um við að ræða allt aðra hluti.“ Hvað varðar vítið hans Southgate þá var þetta dramatískur endir á dramatísku kvöldi. -JGG Uhrin reyndist sannspár - hafði tröllatrú á sínum mönnum Nokkru fyrir úr- slitakeppni Evrópu- móts landsliða á Englandi og eins við komuna þangað sagði Dushan Uhrin, þjálfari Tékka, að þeir myndi líklega fara alla leið í úrslit og mæta þar lík- lega Englendingum. Uhrin viðurkennir að hann hafi sagt þetta meira í gríni en alvöru en þetta væri engu að síður staðreynd máls- ins í dag. „Kadlec hefur góða keppnisreynslu og hún kom til góða í víta- spyrnukeppninni. Ég er hamingjusamur og stoltur af minni þjóð,“ sagði Uhrin, þjálfari Tékka, eftir leikinn. Kadlec, sem leikið hef- ur 55 landsleiki, hafði ekki tekið vítaspyrnu í fimm ár. „Það virtist enginn tilhúinn að taka vítið svo ég tók af skarið," sagði Kadlec. „Tékkarnir léku af skynsemi og við náð- um aldrei að brjóta leikstíl þeirra niður. Þeirra leikstíll gæti fleytt þeim alla leið,“ sagði Aime Jacquet, þjálfari franska liðsins, eftir leikinn. -JKS Einkunnagjöf Reuters fréttastofan gaf Tékkunum Karel Poborsky og Pavel Nedved 8 1 einkunn fyrir frammistöðuna í leikn- um gegn Frökkum. Laurent Blanc fékk 8 í einkunn hjá Frökkunum. Hjá Englendingum fengu Ince, Ad- ams, Southgate og Gascoigne 9 en Seaman, Pearce, Platt, Shearer, Sher- ingham og McManaman 8. ■ Hjá Þjóðverjum fengu Sammer, Möll- er, Kuntz, Babbel, Eilts 9 en Köpke, Freund, Helmer og Ziege fengu 8 í einkunn frá Reuter og eru þetta mjög háar einkunnir enda frábær leikur hjá þessum liðum og einn besti leik- ur í keppninni. Orebro af botninum Islendingaliðið Örebro náði að rífa sig af botninum með góðum sigri á Trelleborg, 3-1, og átti Arn- ór víst góðan leik og samkvæmt sænskum blaðamönnum þá var hann óheppinn að skora ekki. Örebro er nú í 12. sæti deildarinn- ar. Annar íslendingur, sem er held- ur betur búinn að vera á skotskón- um, er Rúnar Kristinsson en af þeim ellefu mörkum sem Örgryte hefur skorað á Rúnar fimm. Hann skoraði síðast í leik gegn Malmö þar sem Örgryte sigraði, 0-2. -EH Frakkland (O) 0 5 Tékkland (0) 0 6 Lið Frakka: Lama - Lizaruzu, Blanc, Roche, Thuram (Angloma 82.), Desailly - Zidane, Guerin, Lamouchi (Pedros 62.) - Loko, Djorkaeff. Lið Tékklands: Kouba - Rada, Hornak, Kadlec, Novotny Pobrosky, Nemec (Kubic 84.), Nemechek, Nedved - Drulak (Kotulek 70.) - Smicer (Berger 46.) Dómari: Leslie Mottram, Skotlandi. Áhorfendur: 43,877. Þýskaland (1) 1 6 England (1) 1 5 Lið Þýskalands: Köpke- Sam- mer, Helmer (Bode 110.), Babbel, Reuter- Freund (Strunz 119.), Eilts, Ziege, Moeller, Scholl (Hassler 77.)- Kuntz. Lið Englands: Seaman- Pearce, Adams, Southgate, Platt- ,Ince, Anderton, Gascoigne- Shearer, Sheringham, McManaman. Dómari: Sandor Puhl, Ungverja- landi. Áhorfendur: 75,862. Smicer giftir sig Tékkinn Vladimir Smicer, sem skoraði jöfnunarmark Tékka gegn Rússum en það var það mark sem tryggði þeim sæti í 8-liða úrslitum, fær að skreppa heim til Prag á föstudag til að ganga i það heilaga. Smicer kemur svo til Lundúna á laugardag til undirbúnings fyrir úrslitaleikinn U C F A BÆ?39$

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.