Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 22
34 FTMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 Afmæli Gunnar Gunnarsson Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri stjórnsýslusviðs Vegagerðar ríkisins, Brekkuseli 10, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Gunnar fæddist á Sauðárkróki. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1966, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1972, stundaði framhaldsnám við Bristol University i Englandi 1992 þar sem hann kynnti sér verktakarétt og alþjóðlega verk- samningaskilmála. Hann er með hdl-réttindi frá 1976. Gunnar vann á þungavinnuvél- um hjá Búnaðarsambandi Skaga- fjarðar á sumrin á námsárunum, var fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Kópavogi 1972-73, lögfræðingur hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavik frá ársbyrjun 1973, deildarstjóri þar í lögfræði- og starfs- mannadeild 1976-89 og er framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs Vega- gerðarinnar frá 1989. Gunnar sat í stjórn Orators 1969-70, var varamaður í Umferðar- ráði 1978-83 og 1987-89, formaður bíla- og véla- nefndar ríkisins frá 1985, í stjórn Vísinda- og starfsmenntunarsjóðs verkfræðinga frá 1990, í Almannavarnaráði frá 1994, í stjórn Spalar ehf. frá 1996 og hefur setið i stjórnskipuðum nefndum á vegum fjármálaráðu- neytisins, samgönguráðuneytisins og landbúnaðarráðuneytisins. Gunnar Gunnarsson. Fjölskylda Gunnar kvæntist 20.11. 1971 Þórdísi El- ínu Jóelsdóttur, f. 21.8. 1948, myndlistar- manni. Hún er dóttir Jóels Jónssonar, tré- smiðs í Reykjavík, og k.h., Kristinar Bóelar Nóadóttur, húsmóður og matráðskonu. Börn Gunnars og Þór- dísar Elínar eru Gunnar, f. 16.11. 1972, háskólanemi í Reykjavík, en kona hans er Barbara Björnsdóttir og er sonur þeirra Eiður Rafn; Helga Kristin, f. 30.6. 1976, nemi; Arnór, f. 15.7. 1978, nemi. Systkini Gunnars: Stefán Ragn- ar, f. 28.2. 1945, flugvélstjóri í Lúx- emborg; Ólafur, f. 18.4. 1950, full- trúi í Reykjavík; Amór, f. 19.7. 1951, bóndi í Glaumbæ í Skaga- firði; Margrét, f. 17.7.1952, íþrótta- kennari í Grindavík; Gísli, f. 5.1. 1957, prestur í Glaumbæ. Gunnar er sonur Gunnars Gíslasonar, f. 5.4. 1914, fyrrv. prests og alþm. í Glaumbæ í Skagafirði, og k.h., Ragnheiðar Margrétar Ólafsdóttur, f. 13.4. 1915, húsfreyju og safnvarðar í Glaumbæ. Ætt Gunnar er sonur Gísla Jónsson- cir, verslunarstjóra á Seyðisfirði, og Margrétar Arnórsdóttur hús- móður. Ragnheiður Margrét er dóttir Ólafs Ágústs Gislasonar, stór- kaupmanns í Reykjavík, og Ágústu Áróru Þorsteinsdóttur húsmóður. Guðjón V. Þorsteinsson Guðjón V. Þorsteinsson, fyrrv. deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg, sem nú dvelur á Hrafnistu í Hafnar- firði, er níræður í dag. Starfsferill Guðjón fæddist að Bugðustöðum i Hörðudalshreppi í Dalasýslu en flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur 1920. Hann stundaði nám við Lýðskóla Ásgríms Jónsson- ar 1920-21 og lauk gagnfræðanámi utanskóla auk þess sem hann sótti ýmis tungumála- og tækninám- skeið. Guðjón stundaði verslunarstörf 1924-28 og síðan ýmsa almenna vinnu til sjós og lands til 1943. Hann hóf þá störf hjá Reykjavíkurborg, var aðstoðarverkstjóri þar til 1945 og síðan yfirverkstjóri við gatnavið- hald og gatnahreinsum. Hann varð deildarstjóri við hreinsunardeild Reykjavíkurborgar 1960 og gegndi því starfi til 1974 er hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Guðjón sat í stjóm Verkstjórafé- lags Reykjavíkur 1956-61 og var gjaldkeri Verkstjórasambands ís- lands um skeið frá 1960. Fjölskylda Guðjón kvæntist 11.2. 1949 Andreu Lauru, f. 7.3. 1903, dóttur Hansens, vélstjóra í Gedser í Dan- mörku. • Synir Guðjóns og Steinunnar Þ. Guðmundsdóttur rithöfundar em Helgi Hörður Guðjónsson, f. 1.4. 1933, skipstjóra; Valsteinn, f. 23.12. 1935, stýrimaður og skipstjóri. Sonur Guðjóns og Katrínar Kristjánsdóttur er Sverrir Guðjóns- son, f. 17.10. 1933, leigubílstjóri í Reykjavík. Alsystir Guðjóns: Unnur Þor- steinsdóttir, húsmóðir i Revkiavik. Hálfsystkini Guðjóns, samfeðra: Petrína Sigrún Þorsteinsdóttir, hús- freyja á Stóra-Hálsi í Grafningi; Guðlaug Þorsteinsdóttir, húsmóðir í Reykjavík; Ragnar Þorsteinsson, lengst af vörubílstjóri í Reykjavík, og Hermann, lengst af leigubílstjóri í Reykjavík; Inga, húsfreyja á Dunk- árbakka. Foreldrar Guðjóns voru Þor- steinn Jónsson, f. 16.12. 1874, bóndi á Bugðustöðum í Hörðudalshreppi og Svalbarði í Miðdölum í Dölum, og f.k.h. Andrea Þorgerður Jóns- dóttir, f. 1882, húsfreyja. Valgerður Jakobsdóttir Valgerður Jakobsdóttir, fulltrúi hjá Pósti og síma, Vallargerði 28, Kópavogi, er sextug í dag. Starfsferill Valgerður fæddist i Reykjarfírði í Grunnavíkurhreppi í Norður-ísa- fjarðarsýslu og átti þar heima til 1956 er hún flutti til ísafjarðar. Hún átti heima á ísafirði til 1995 en flutti þá í Kópavoginn. Valgerður stundaði ýmis verslun- arstörf á Ísafírði til 1979 er hún hóf störf hjá Pósti og síma þar sem hún vinnur enn. Á ísafirði starfaði Val- gerður að ýmsum félags- málum. Hún var formaður í kvennfélaginu Ósk, átti sæti í skólanefnd Hús- mæðraskólans Óskar á ísafirði og Framhaldsskóla Vestfjarða auk nefndar- starfa. Þá vann hún, ásamt fleirum, að útgáfu Grunn- víkingabókarinnar. Fjölskylda Valgerður kvæntist 29.12.1956 Hauki Daníelssyni, f. 30.6. Valgerður Jakobsdóttir. 1932, vélstjóra. Hann er sonur Daniels Rögn- valdssonar og Soffia Helgadóttur á ísafirði sem bæði eru látin. Börn Valgerðar og Hauks eru Ari Daníel, f. 23.5. 1957, rekstrar- tæknifræðingur í Nor- egi; Helgi, f. 11.5. 1960, matvælatæknifræðing- ur í Brasilíu; Kjartan Jakob, f. 11.12.1961, kaf- ari í Reykjavík; Soffia, f. 27.8. 1965, aðstoðarmað- ur tannlæknis í Bolungarvík; Eyþór Páll, f. 5.10. 1966, prentari í Kópa- vogi. Barnaböm Valgerðar eru nú sjö talsins. Valgerður átti þrettán systkini og eru sjö þeirra á lífi. Foreldrar Valgerðar voru Jakob Kristjánsson, f. 7.9. 1890, d. 4.10. 1972, bóndi í Reykjarfirði, og Matt- hildur H. Benediktsdóttir, f. 11.9. 1896, d. 7.1. 1989, húsfreyja. Valgerður er að heiman á afmæl- isdaginn. Fréttir Skagafjöröur: Tvær brýr breikkaðar DV, Fljótum: Nú er unnið af fullum krafti við breikkun á brúnni yfir Djúpadalsá í Skagafirði og standa vonir til að verkinu ljúki um næstu mánaða- mót. Eftir það verður brúin yfir Staðará, skammt frá Reynistað, breikkuð. Báðar em einbreiðar og umferð á þeim mikil. Breikkun þeirra I tvær akreinar eykur umferðaröryggi á þessum slóðum og jafnframt fækkar flöskuhálsum á vegakerfi Skaga- Qarðar. Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er 50 millj. króna. Það er brúarvinnuflokkur Guð- mundar Sigurðssonar, Hvamms- tanga, sem vinnur við brýrnar. í báðum tilfellum verður umferð á meðan unnið er við þær. Segir Guð- mundur það nokkurt óhagræði, einkum vegna þess að einstaka öku- menn telja það sjálfsagt að þeir sem eru við vinnu forði sér þegar ekið um brúna. Brúin á Djúpadalsá er 50 metra löng og er byggt við báðar hliðar á henni, tveir metrar hvorum megin. Staðarárbrúin er helmingi styttri. Þar verður aðeins byggt við aðra hliðina, fjögurra metra breikkun. Að sögn Guðmundar mun hann síðar í sumar smíða nýja, tveggja akreina brú á Djúpá í Fnjóskadal og síðar breikka brú á Helluvaðsá í Suður-Þingeyjarsýslu. -ÖÞ Brúin yfir Djúpadalsá í Blönduhlíð. Búið var að steypa öðrum megin við brúna. DV-mynd Örn 111 hamingju með afmælið 27. júní 90 ára Steingi-ímur Friðriksson, Freyjugötu 32, Sauðárkróki. 85 ára Sigriður Jónsdóttir, Drafnarstíg 2, Reykjavik. Eydís Einarsdóttir, Víðilundi 2f, Akúreyri. 80 ára Ragnar Sigurðsson, Hrafnagils- stræti 28,- Akureyri. Eiginkona hans var Kristín Mikaelsdóttir sem lést 1984. Tómas Jónsson, Hafnarstræti 21, Akureyri. 75 ára Eiríka Berta Ottósdóttir, Melasíðu 5 D, Akureyri. 70 ára Ari Jóhannesson, Háaleitisbraut 50, Reykjavik. Helga Runólfsdóttir, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Fjóla Eleseusdóttir, Laugalæk 1, Reykjavík. Magnús Hermannsson, Nesbakka 6, Neskaupstað. Þórir Finnur Helgason, Fífuhvammi 33, Kópavogi. Ásgeir Pétur Jónsson, Klausturvegi 3, Skaftárhreppi. Rannveig Unnur Sigþórsdóttir, Hraunbæ 174, Reykjavík. 60 ára Marta Magnúsdóttir, Bakkaflöt 9, Garðabæ. Helgi Eiríksson, Aðalgötu 11, Stykkishólmi. 50 ára Gunnar Þór Sigurðsson, Holtsgötu 43, Njarðvík. Þorsteinn Árnason, Brimhólabraut 26, Vestmannaeyjum. Elín Steingrímsdóttir, Vaði II, Reykdælahreppi. Gerður Pálsdóttir, Lækjarási 11, Reykjavík. Eyjólfur Pálsson, Melgerði 20, Reykjavík. 40 ára Sigríður Ósk ir, húsmóðir, Lýsubergi 15, Þorlákshöfn. Eiginmaður hennar er Guðmundur Smári Tóm- asson rafvirki. í tilefni dagsins taka þau á móti gestum á heimili sinu í dag. Kristján G. Þorsteinsson, Vallholtsvegi 7, Húsavík. Andrea Dögg Bjömsdóttir, Háuhlíð 2, Sauðárkróki. Árni Bergmann Hauksson, Staðarhrauni 2, Grindavík. Margrét Ásdis Bjarnadótt- ir, Kleifarseli 2, Reykjavík. Jón Örn Bragason, Stakkhömrum 2, Reykjavik. Kathy Darlene Wright, Hraunholti 9, Garði. Sigurðardótt-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.