Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1996, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ1996 37 I>V Zita sér um sönginn og Didier Laloux leikur undir á slagverk. Frönsk revíutónlist í kvöld flytja franskir lista- menn franska revíu- og vísnatónlist í Kaflileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Það eru söng- konan Zita og slagverkleikarinn Didier Laloux sem flytja tónlist- ina og eru þetta fyrstu tónleikar þeirra á íslandi, en í framhaldi munu þau koma fram víða á landinu. Zita hefur sérhæft sig í túlk- un franskra vísnasöngva svo sem söngva Piaf, Orlan, Fenré og Brel. Auk þess hefur hún not- ið vinsælda sem revíusöngkona. Didier Lalloux starfar sem slag- verksleikari og tónskáld i París. Hann kennir einnig á slagverk við ýmsa tónlistarskóla í París og hefur tekið þátt í fjölda tón- leika á flutningi samtímatónlist- ar. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 21, en húsið er opnað kl. 20. Tónleikar Polarkvartettinn á Egilsstöðum Norræni vísnakvartettinn Polarkvartettinn heldur sína síðustu tónleika i Egilsbúð í Neskaupstað í kvöld. Ottó í Fríkirkjunni Oktettinn Ottó heldur tón- leika í kvöld kl. 20.30 í Fríkirkj- unni í Reykjavík. Leikin verða tvö verk eftir Conradin Kreutz- er og Franz Schubert. Vinir Dóra í Deiglunni Blússveit Halldórs Bragason- ar, Vinir Dóra, verður með tón- leika í Deiglunni á Akureyri í kvöld kl. 21.30. Rannsóknir í atferlissálfræði Prófessor Edmund Fantino heldur fyrirlestur í dag um rannsóknir í atferlissálartræði í stofu 101 í Lögbergi kl. 16. Fyrir- lesturinn er öllum opinn. Samkomur Ævintýrasigling kynnt Samvinnuferðir-Landsýn efn- ir til kynningarfundar í A-sal Hótel Sögu í kvöld kl. 20.30. Far- arstjórar kynna ferðir með skemmtiferðaskipi um Karíba- haf. Skógarganga Skógargangan í kvöld á veg- um skógræktarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu verður um fjöl- breytt land Fossár sem er að klæðast skógi. Farið er frá Fossá kl. 20. Tvímenningur Félag eldri borgara í Reykja- vík verður með tvímennings- keppni í Risinu í dag kl. 13. Ted Danson leikur bandarískan vísindamann sem kemur til Loch Ness til að sanna að ekkert skrímsli sé þar. Loch Ness Háskólabíó hefur sýnt að und- anförnu Loch Ness, en myndin fjallar um leitina að hinu fræga skrímsli sem á að vera í þessu þekkta vatni. Myndin er byggð á þjóðsögunni um skrímslið, en allt er þó á léttum nótum. Ted Danson leikur aðalhlutverkið, bandarískan vísindamann sem hefur eytt mörgum árum til einskis við að reyna að hafa upp á frægu, bandarísku fjalla- skrímsli sem kallað er Stórfeti. Nú hefur hann verið sendur til Eiríkur Hauksson og Endurvinnslan í Oddvitanum, Akureyri: Rokk gegn rusli Eiríkur Hauksson og End- urvinnslan halda áfram ferð sinni um landið og þessa helgina liggur leið þeirra norður í land. 1 kvöld mun Endurvinnslan skemmta á Oddvitanum á_______________ Akureyri og hefur hún leik kl. 23. -------------- Eiríkur Hauksson hefur dvalið um nokkurt skeið í Noregi en er nú á heimaslóð- um i þessari tónleikaferð sem er meðal annars farin til að kynna nýja geislaplötu trá þeim félögum sem sett var á markaðinn fyrir stuttu. Ei- ríkur mun dvelja á landinu um tveggja mánaða skeið, en Skemmtanir þeir sem með honum eru í Endurvinnslunni eru allt gamlir spilafélagar hans úr öðrum hljómsveitum hér heima. Á morgun verða. Eirikur _____________og félagar á Hótel Mæli- felli á Sauðár- króki og á laugardag, kosningadaginn, koma þeir við á Akureyri og rokka gegn rusli á Ráðhús- torgi kl. 16, í samvinnu við UMFÍ og Umhverfissjóð verslunarinnar og um kvöld- ið er ferðinni heitið til Húsa- víkur á veitingastaðinn Hlööufell til að taka þátt í kosningavöku Húsvíkinga. Eiríkur Hauksson þenur raddböndin í kvöld með Endurvinnslunni norðan heiða. Víðast góð færð Færð er víðast hvar góð á þjóð- vegum landsins. Á nokkrum leiðum eru vegavinnuflokkar við vinnu, einkum á Norður- og Austurlandi. Fyrir austan er verið að lagfæra Færð á vegum leiðirnar Egilsstaðir-Unaós, Suður- str.-Vopnafjörður og Fjarðarheiði og eru bílsljórar beðnir að sýna að- gát og virða hraðatakmarkanir. Ný klæðing er víða og getur hún valdið steinkasti ef hratt er farið á þeim vegaköflum. Vegir á hálendinu eru enn margir hverjir blautir og ekki búið að opna nema lítinn hluta og þá fyrir jeppa og fjallabíla, má nefna Arnarvatnsheiði og Öxi. Ástand vega Hálka og snjór 0 Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir C^) Lokaö^00^ ® Þungfært 0 Fært fjallabtlum Margaux Þórdís Caillon Litla myndarlega telpan á mynd- inni, sem hlotið hefur nafnið Margaux Þórdís Caillon, fæddist í Evry í Frakklandi 27. maí 1996 kl. Barn dagsins 11.00. Hún var við fæðingu 3040 grömm að þyngd og mældist 49,0 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Sigrún Guðmundsdóttir Ca- illon og Jean-Christophe Caillon og er hún fyrsta barn þeirra. Kvikmyndir Skotlands til að afsanna að það sé skrímsli í Loch Ness vatninu. Þar verða þó margir til að sann- færa hann um að skrímslið sé í fullu fjöri og það má segja að at- huganir hans falli ekki í góðan jarðveg. Auk Teds Dansons leika í myndinni Joely Richardson, Ian Holm, Harris Yulin, James Frain og Kristy Graham. Leikstjóri er John Henderson. Nýjar myndir Háskólabíó:lnnsti ótti Laugarásbíó: Á síðustu stundu Saga-bíó: Trufluð tilvera Bíóhöllin: Kletturinn Bíóborgin: í hæpnasta svaði Regnboginn: Skítseiði jaröar Stjörnubíó: Einum of mikið Krossgátan T~ T~ '3 \ fl ? r" ! 10 II i 1 JT" 5?" I ,4 —t i? W~ 1 3T 1 II 25 m r Lárétt: 1 áður, 7 græðgi, 9 möndull, 10 tré, 12 tímgunarfruma, 14 utan, 16 nöldur, 18 handsama, 19 fljótinu, 21 skelin, 23 mannsnafn, 24 eyri, 25 sig- aði. Lóðrétt: 1 nokkrar, 2 okkur, 3 kyrrð, 4 afkvæmi, 5 fugl, 6 þröng, 8 vangi, 11 röska, 13 hóti, 15 friður, 17 löglegt, 20 veiðarfæri, 22 átt. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 stæling, 7 mæta, 8 mör, 9 álitu, 10 fá, 11 laginn, 13 er, 15 orkar, 17 sóttu, 19 mý, 21 stórar. Lóðrétt: 1 smálest, 2 tæla, 3 ætt, 4 lat- ir, 5 nöfn, 6 gráir, 8 munkur, 12 gott, 14 rós, 16 ama, 18 tó, 20 ýr. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 128 27.06.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgenai Dollar 67,060 67,400 67,990 Pund 103,330 103,860 102,760 Kan. dollar 49,250 49,550 49,490 Dönsk kr. 11,3950 11,4550 11,3860 Norsk kr 10,2760 10,3330 10,2800 Sænsk kr. 10,1290 10,1850 9,9710 Fi. mark 14,4490 14,5340 14,2690 Fra. franki 12,9800 13,0540 13,0010 Belg. franki 2,1340 2,1468 2,1398 Sviss. franki 53,3300 53,6300 53,5000 Holl. gyllini 39,1500 39,3800 39,3100 Þýskt mark 43,9200 44,1400 43,9600 ít. líra 0,04365 0,04393 0,04368 Aust. sch. 6,2380 6,2760 6,2510 Port. escudo 0,4268 0,4294 0,4287 Spá. peseti 0,5220 0,5252 0,5283 Jap. yen 0,61280 0,61650 0,62670 irskt pund 106,330 106,990 105,990 SDR 96,48000 97,06000 97,60000 ECU 83,1300 83,6300 83,21000 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.