Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 Fréttir________________________________________________dv Skoöanakönnun DV og Stöðvar 2 á fylgi forsetaframbjóðenda: Guðrún á fleygiferð og sækir fast að Pétri - Ólafur Ragnar heldur afgerandi forysta þótt bilið milli hans og Péturs hafi styst Fylgi frambjóðenda eftir búsetu Höfuðborgar- svæðið bveeBin Ólafur Ragnar Grímsson Pótur Kr. Hafsteln Fylgi Guðrúnar Agnarsdóttur fyr- ir forsetakosnirigamar tekur mik- inn kipp og nálgast Pétur Kr. Haf- stein óðfluga. Munur á milli þeirra er innan skekkjumarka og ekki marktækur. Bilið milli Ólafs Ragn- ars og Péturs hefur styst en Ólafur heldur enn afgerandi forystu í kapp- hlaupinu á Bessastaði. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skoðana- könnunar DV og Stöðvar 2 sem gerð var á fylgi forsetaframbjóðenda af markaðsdeild Frjálsrar fjölmiðlunar ^.hf. í gærkvöldi. Þetta er síðasta könnunin sem gerð er fyrir kosn- ingamar á morgun. Úrtakið í könnuninni var 1.200 manns eöa tvöfalt meira en í undan- fomufn könnunum DV og Stöðvar 2. Jafnt var skipt á milli höfuðborgar- svæðis og landsbýggðar, sem og kynja. Spurt var: „Hvem af forseta- frambjóðendunum ætlar þú að kjósa: Ástþór Magnússon, Guðrúnu Agnarsdóttur, Ólaf Ragnar Gríms- son eða Pétur Kr. Hafstein?" Skekkjumörk í könnun sem þessari em 2-3 prósentustig. Af þeim sem tóku afstöðu nefndu 40,4 prósent Ólaf Ragnar, 29,6 pró- sent Pétur, 27,5 prósent Guðrúnu og 2,5 prósent nefridu Ástþór. Enn fleiri taka afstöðu AUs tóku rúm 84 prósent úrtaks- ins afstöðu í könnuninni, óákveönir voru 10,8 prósent og 5,1 prósent neit- uðu að svara. Þetta er mun hærra hlutfall þeirra sem taka afstöðu miðað við síðustu könnun DV og Stöðvar 2 sem gerð var 20. júní sl. Þá tóku 73 prósent úrtaksins af- stöðu. Sé tekið mið af úrtakinu öllu þá sögðust 34 prósent ætla að styðja Ólaf Ragnar, 24,9 prósent Pétur, 23,2 prósent Guðrúnu og 2,1 prósent sögðust kjósa Ástþór. Miðað við siðustu könnun DV og Stöðvar 2 fyrir viku hefur fylgi Ólafs Ragnars minnkað um 6,4 pró- sentustig, farið úr 46,8 prósentum í 40,4. Frá því í lok maí sl. hefur fylgi Ólafs minnkað um 11,9 prósentu- stig. Bilið milli Ólafs og Péturs í síð- ustu könnun var 16 prósentustig en nemur núna 10,8 prósentustigum. Engu að síður hefur fylgi Péturs minnkað um 1,2 prósentustig í síð- ustu könnun, eða úr 30,8 prósentum í 29,6. Breytingamar em þó vel inn- an skekkjumarka. Eins og áður sagði er Guðrún há- stökkvari vikunnar. Fylgi hennar eykst frá síðustu könnun 20. júní sl. um 8,1 prósentustig, fer úr 19,4 pró- sentum í 27,5 prósent. Frá könnun DV og Stöðvar 2 þann 8. júní sl. hef- ur fylgi Guðrúnar aukist um 15,2 prósentustig. Samkvæmt niöurstöð- unni nú er hún farin að ógna Pétri verulega í öðm sætinu. Ástþór Magnússon er á svipuðu róli í neðsta sæti. Fylgi hans minnk- ar um 0,5 prósentustig frá síðustu könnun, fer úr 3 prósentum í 2,5 prósent. Konum hríðfækkar í liði Ást- þórs Sé litið á niðurstöðumar eftir kynjum kemur enn og aftur í ljós að frambjóðendurnir njóta allir meiri- hlutastuðnings kynsystkina sinna. Frá síðustu könmrn hafa hlutfóllin þó ekki breyst mikið. Helst er að körlum í liði Ástþórs hefur fjölgað vemlega og konum að sama skapi fækkað. Eilítil fjölgun karla hefur orðið í stuðningsmannaliði Ólafs en hlutföllin eru óbreytt hjá Pétri og Guðrúnu. Þetta sést nánar á með- fylgjandi grafi. Ólafur sterkur á lands- byggðinni Ef svörin eru skoðuð eftir búsetu kjósenda er áberandi hvað Ólafur Ragnar nýtur mikils fylgis á lands- byggðinni, miðað við aðra frambjóð- endur. Á meðfylgandi grafi sést að 57 prósent stuðningsmanna Ólafs koma af landsbyggðinni á meðan hlutfall annarra frambjóðenda em 42 prósent hjá Pétri, 48 prósent hjá Guðrúnu og Ástþóri sömuleiðis. Pétur er því sterkastur á höfuðborg- arsvæðinu en 58 prósent fylgis- manna hans em af því svæði. -bjb DV Fylgi forsetaframbjóðendanna - niðurstaöa skoðanakönnunar DV og Stöðvar 2 - 60% Skoöanakönnun DV 8, jún. '96 Skoöanakönnun DV 20. jún. '96 Nú 10 Ólafur Ragnar Grímsson Pétur Kr. Hafstein Guðrún Agnarsdóttir Queen Elizabeth II kemur í júlí íslensk stúlka yfirkokk- ur á skemmtiferðaskipi Helga Björg Finnsdóttir heitir 28 ára íslensk stúlka sem gegnir starfi yfirkokks á skemmtiferðaskipinu Queen Elizabeth 2. Skipið kemur hingað til lands 8. júlí. Helga Björg lærði til kokks hér á landi og vann hér um nokkurra ára skeið. Hún frétti síðan að verið var að ráða kokka á skemmtiferðaskip og sótti um. Helga var valin ásamt 30 öðrum úr 18 til 20 þúsund manna hópi. Helga Björg er nú búin að starfa á skipinu um þriggja ára skeið. Á svona skipum em mörg eldhús og þurfa menn að vinna sig upp í met- orðastiganum til þess að komast í þau bestu. Þannig em eldhús sem hafa það hlutverk eitt að útbúa eft- irrétti, forréttaeldhús og eldhús sem útbúa heitan mat. Hún hefur náð skjótum frama og er nú yfirkokkur i heita eldhúsinu. Skipið er 1 sigiingum um heims- ins höf allan ársins hring og er því lítið um frí, aðeins nokkurra klukkutíma stopp hér og þar og eig- inleg frí á um sex mánaða fresti. Þannig kom Helga Björg hingað i maí síðastliðnum en þar áður hafði hún ekki komið hingaö frá apríl í fyrra. -SF Helga Björg Finnsdóttir yfirkokkur á Queen Elizabeth II. Fylgi frambjóðenda eftir kynjum Konur Karlar Stuttar fréttir Sæstrengur í haust Líkur em á að ákvörðun um lagningu sæstrengs milli íslands og Skotlands verði tekin í haust. Rætt er um að leggja streng sem flutt gæti 600 megavött. Ríkisút- varpið greindi frá þessu. Grindhvalirnir farnir Grindhvalavaðan, sem undan- fama daga hefur angrað laxa- bændur í Hraunsfirði á Snæfells- nesi, er nú horfin. Hvalirnir munu hafa fælt lax frá að ganga í hafbeitarstöð í firðinum. Ríkis- útvarpið greindi frá þessu. Starfsmenn ÚA ótta- slegnir Starfsfólk Útgerðarfélags Ak- ureyringa óttast um framtíöarat- vinnu sína ef Akureyrarbær sel- ur meirihluta sinn í fyrirtækinu, eftir því sem sagði í útvarpsfrétt- um í gærkvöldi. Gallup-könnun Samkvæmt Gallup-könnun í gær um fylgi forsetaframbjóð- enda bendir aUt tU að Ólafur Ragnar Grímsson fái 39,6%, Pét- ur Kr. Hafstein 30,7%, Guðrún Agnarsdóttir 25,7% og Ástþór Magnússon 4,3%. Mogga-könnun í nýrri könnun Félagsvísinda- stofnunar fyrir Morgunblaðið um fylgi forsetaframbjóðenda kemur fram að Ólafur Ragnar Grímsson fær 39,5 %, Pétur Kr. Hafstein 31,2%, Guðrún Agnars- dóttir 26% og Ástþór Magnússon 3,3%. 20% aukning Afkastageta loðnuverksmiðja mun aukast um 20% á árinu eft- ir þvi sem Morgunblaðið hefur reiknað út. Bensíngjald hækkar Fjármálaráðherra hefur ákveðið að hækka aftur bensíns- gjaldið sem lækkað var í máí til að draga úr áhrifum hækkana á heimsmarkaðsverð á bensíni. Hækkunin nemur 66 aurum á lítra. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.