Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 Yiimingshafor í litaJkik Krakkaklúhhs Í>Y og Háskúlahíús Tveir heppnir krakkar hlutu pítsuveislu frá Pizza Pasta Eygló Bylgja nr. 6581 og Sindri Már nr. 8915 Hljóta þau pítsuveislu fyrir fimm frá Pizza Pasta og fimm bíómiða á Loch Ness. Framvísið Krakkaklúbbsskírteininu á Pizza Pasta. Að auki voru 50 krakkar dregnir út og fá þeir bíómiða á Loch Ness sem gildir fyri tvo. Ágúst Ingvarsson nr. 7281 Alexander Sigurgeirsson nr. 1020 Anna L. Gísladóttir nr. 1047 AronV. Leifsson nr. 6424 Ása M. Vigfúsdóttir nr. 1087 Ástgeir R. Sigmarsson nr. 1092 Berglind Svana nr. 8912 Daníel Óli Ólafsson nr. 6927 Edda K. Rögnvaldsdóttir nr. 6939 Elísa H. Gunnarsdóttir nr. 1256 Ester A. Pálsdóttir nr. 5461 Fróði Jóhannesson nr. 1344 Garðar S. Sverrisson nr. 7001 Guðjón Bjarki nr. 6371 Guðrún G. Baldvinsdóttir nr. 8941 Guðrún Þ. Guðmundsdóttir nr. 6889 Hafþór G. Tryggvason nr. 5637 Haraldur L. Haraldsson nr. 5498 Heiðrún Björgvinsdóttir nr. 1468 Heiður Erla nr. 3594 Helga R. Magnúsdóttir nr. 6277 Helga S. Andrésdóttir nr. 423 I HlynurAtli nr. 3108 Hrafnhildur Ýr Ólafsdóttir nr. 3456 Ingibjörg Á. Pétursdóttir nr. 2841 Ingibjörg Magnúsdóttir nr. 1548 Jenný R. Arnþórsdóttir nr. 4261 Jens F. Skaftason nr. 8519 Karen Lilja nr. 8723 Katrín E. Kristmundsdóttir nr. 5308 Kristín Magnúsdóttir nr. 8783 Kristný Á. Davíðsdóttir nr. 9028 Laufey Steinarsdóttir nr. 4710 Margrét Samúelsdóttir nr. 6055 María D. Sigurjónsdóttir nr. 6415 ÓliTómas nr. 6941 Ólöf (saksdóttir nr. 7847 Ragnar Ingi nr. 2213 Ragnhildur Jósefsdóttir nr. 5693 Róbert K. Lárusson nr. 6706 Ruth M. Friðriksdóttir nr. 5550 Sandra S. Ragnarsdóttir nr. 7599 Sandra Sigurðardóttir nr. 3436 Sigrún Jóhannsdóttir nr. 5453 Sigurður H. Magnússon nr. 1890 Sigurrós H. Sigurðardóttir nr. 1931 Stefanía Ásgeirsdóttir nr. 8628 Tinna Freysdóttir nr. 8657 Vala Gauksdóttir nr. 5114 Þóra B. Gísladóttir nr. 2042 Krakkaklúbbur DV og Háskólabíó þakkar öllum sem tóku þátt kærlega fyrir frábæra þátttöku. Krakkar, framvísið Krakkaklúbbsskírteininu í miðasölu Háskólabíós þegar þið farið að sjá myndina Loch Ness. Gildir meðan á sýningu stendur. Góða skemmtun! PIZZA1 ,;; ,7 HASÍCOLABÍO 554 66 00 'ASTA Utlönd Leiötogar sjö helstu iðnríkjanna gefa út yfirlýsingu: Algjör fordæming á hryðjuverkum Leiðtogar helstu iðnríkja heims- ins hafa nú, til að sýna samstöðu sína með Bill Clinton Bandaríkja- forseta, skorið upp herör gegn hryðjuverkum og gert haráttuna gegn þeim að forgangsmáli í kjölfar sprengjuárásarinnar á handaríska hermenn í Sádi-Arabíu. „Við ítrekum algjöra fordæmingu okkar á hryðjuverkum í öllum sín- um myndum, sama hverjir fremja þau eða hvaöa ástæður liggja þar að baki,“ sagði í ákveðnustu yfirlýs- ingu sem leiðtogafundur sjö helstu iðnríkja heimsins hefur nokkru sinni sent frá sér um málið. Leiðtog- ar landanna sjö hétu því að beina spjótum sínum að fjáröflunarstarf- semi, vopnasölu og allri hvatningu til ofbeldisverka og jafnframt að koma hryðjuverkamönnum á bak við lás og slá. Ráðherrar utanrikis- og innanrík- ismála iðnríkjanna sjö, auk Rúss- lands, áforma að hittast í París í næsta mánuði til að ræða praktísk- ar aðgerðir, til viðbótar við þær fjörutíu tillögur um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem til stendur að leiðtogarnir samþykki á fundi sínum í Lyon i Frakklandi sem hófst í gær. Clinton og Jacques Chirac Frakk- landsforseti, gestgjafi þriggja daga leiðtogafundarins, töluðu stuttlega við fréttamenn eftir að leiðtogamir höfðu komist að samkomulagi um yfirlýsingu sína yfir kvöldverðar- borðinu. „Við túlkum það svo að árás á einn okkar sé árás á alla hina og að enginn okkar sé ósæranlegur," sagði Clinton. Hann þakkaði félögum sínum fyr- ir samúðarkveðjur þeirra og stuðn- ing eftir sprengjuárásina á banda- rísku herstöðina í Sádi-Arabíu á þriðjudag þar sem nítján bandarísk- ir hermenn létu lífið og rúmlega flögur hundruð manns. slösuðust. Áður óþekktir hópar bókstafstrúar- manna hcifa lýst ábyrgð á tilræðinu á hendur sér. i dag munu leiðtogamir hefja um- ræður um helstu efni fundarins, efnahagsmál, Rússland, Bosníu og friðarferlið í Mið-Austurlöndum. Reuter Leiðtogar sjö helstu iönríkja heimsins funda þessa dagana í Lyon, sem hefur verið talin höfuðvígi franskrar matar- gerðarlistar. Þeir snæddu Ijúffengan fimm rétta kvöldverð, sem einn frægasti kokkur Frakklands, Paul Bocuse, út- bjó í garði ráðhúss Lyon í gærkvöldi. Símamynd Reuter Röddin að bila hjá Borís Jeltsín Gefin var út yfirlýsing í Moskvu í morgun þar sem sagði að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af heilsu Rússlandsforseta þó hann hefði ekki mætt á fund bænda í Kreml í morg- un. Var Borís Jeltsín sagður önnum kafinn við skjalavinnu og kosninga- undirbúning. Áður en yfirlýsingin var gefin út hafði Viktor Tsjernomyrdin, forsæt- isráðherra Rússlands, sagt á fundin- um með bændunum að líklega hefði Jeltsín ofreynt rödd sína í kosning- abaráttunni undanfarna daga. „Ég er nýbúinn að tala við Borís Nikola- jevíts í síma. Hann sendir ykkur sínar bestu kveðjur," sagði forsætis- ráðherrann við bændurna. Jeltsín hefur með stuttum fyrir- vara afboðað þrjár ferðir út á lands- byggðina undanfarna viku. Önnur umferð forsetakosninganna fer fram næstkomandi miðvikudag. Ekki er langt síðan kjósendur sáu Jeltsín tvista á sviði á rokktónleik- um. Mótframbjóðandi Jeltsíns, Gennadíj Zjuganov, lét ekki sitt eft- ir liggja er hann hélt upp á afmæli sitt í næturklúbbi í gærkvöldi því hann dansaði og söng fyrir framan myndavélarnar. Zjuganov hefur einnig hampað móður sinni og bamabarni í kosningabaráttunni og hann átti nýlega fund með patriarka rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Reuter Jeltsín hefur afboðað þrjár ferðir út á landsbyggðina undanfarna viku. Símamynd Reuter Stuttar fréttir Varnir efldar Bandaríkjaher ætlar að efla vamir sínar gegn hryðjuverka- mönnum í kjölfar sprengjuárás- arinnar í Sádi-Arabíu. Bræður berjast Hætta er á að griski sósíalista- flokkurinn klofni vegna barátt- unnar um leiðtogasætið að Pap- andreou látnum. Serbar funda Flokkur Karadzics, leiötoga Bosníu-Serba, hittist í dag til að ræða stöðuna eftir að foringi þeirra hafnaði tillögum Vestur- veldanna um aö fara frá. Blair í vanda Tony Blair, leiötogi breska Verkamannafloksins, er í vanda vegna andstöðu flokksmanna margra við stefnubreytingu varðandi stjómarskrámmbætur. Hítti Arafat Sendimaður Benjamins Net- anyahus, forsætisráðherra ísra- els, hitti Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, á laun og ræddi friðarmál við hann. Hermenn heim Rússar hefja heimflutning her- manna sinna frá Tsjetsjeniu í dag. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.