Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 28
Prestar á prestastefnu. Ekki óeðlilegt að sóknar- presturinn víki „Herra Ólafur víkur vegna erf- iðleika og deilna, sem meðal annars spretta upp innan presta- stéttarinnar. Væri þá óeðlilegt að sóknarpresturinn í Langholts- kirkju færi að dæmi hans vegna óróleika og deilna í hans söfn- uði?“ Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, íTímanum. Ummæli Það verða átök „Það hafa yfirleitt orðið átök I sambandi við biskupkosningar frá því þær urðu frjálsar og það verða örugglega átök núha.“ Ólafur Skúlason, blskup, í Tímanum. Velkomin heim „Ég upplifi það að íslendingar séu í dag að segja við okkur eins og flugfreyjur segja gjarnan þeg- ar lent er á Keflavíkurflugvelli: „Velkomin heim“.“ Matthías Matthíasson, varaformaöur Samtakanna 78, f DV. Haltu-kjafti-lína „Er komin upp einhver haltu- kjafti-lína í flokknum?" Kristinn H. Gunnarsson þingmaður, í Alþýðublaðinu. Myndasögur þykja nauðsynleg- ar í dagblöðum. Fyrstu myndasögurnar Upphafsmaður teiknimynda- sögunnar eins og við þekkjum hana er Svisslendingurinn Rodolphe Toepffer (1799-1846). Gaf hann út heila myndasögu árið 1837 sem hét Les Amours de Monsieur Vieux Bois. Ekki varð þetta til þess að myndasögur Blessuð veröldin kæmust i tísku. Það var ekki fyrr en árið 1890 í Frakklandi að út komu tvær myndasögur, La Familie Fenouillard og Aventures du sapeur eftir C. Coulomb, sem notaði dulnefnið Christophe, að vinsældirnar komu. Sex árum síðar hófst í blaðinu New York World teikni- sagan The Yellow Kid, sem er fyrsta sígilda teiknisagan með röð af teikningum og talgluggum fyrir texta. Teiknimyndablöð Teiknimyndablöð eins og þau lita út í dag eiga rætur sínar að rekja til bandarískrar blaöaút- gáfu, Funnies on Parade, en árið 1933 kom út fyrsta blaðið og var þar um tilraunaútgáfu að ræða. Notast var við dagblaðastærð en blaðið brotið í tvennt. Fyrsta teiknimyndablaðið sem selt var og gefið út reglulega var Famous Funnies, en fyrsta eintakið kom Út 1934. 36 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 Skýjað með köflum Skammt suðvestur af Færeyjum er 995 millíbara lægð sem þokast austnorðaustur. Yfir Grænlandshafi er vaxandi hæðarhryggur. Um 400 km norðaustur af Nýfundnalandi er 995 millíbara lægð, sem hreyflst Veðrið í dag hægt norðnorðaustur. í dag verður hæg norðaustlæg eða breytiieg átt, skýjað með köflum um sunnan- og vestanvert landið og sums staðar skúrir siðdegis, víðast skýjað en þurrt norðanlands og austan. í nótt léttir til um allt land. Hiti 8 til 18 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg breytileg átt, skýjað með köfl- um og hætt við skúrum síðdegis, en léttir til í nótt. Hiti 8 til 14 stig. Sólarlag í Reykjavík: 24.00 Sólarupprás á morgun: 3.02 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.15 Árdegisflóð á morgun: 4.33 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 8 Akurnes skýjaö 10 Bergsstaóir skýjaö 7 Bolungarvík skýjað 9 Egilsstaðir skýjað 8 Keflavíkurflugv. skýjað 10 Kirkjubkl. skýjaö 9 Raufarhöfn skýjaö 8 Reykjavík skýjað 8 Stórhöfói skúr 9 Helsinki skýjað 14 Kaupmannah. alskýjaö 12 Ósló skýjað 13 Stokkhólmur hálfskýjað 15 Þórshöfn rigning 10 Amsterdam súld 13 Barcelona léttskýjaö 18 Chicago heiöskírt 22 Frankfurt þokumóöa 16 Glasgow rigning 13 Hamborg skýjaó 11 London skýjað 14 Los Angeles heiðskírt 17 Lúxemborg þokumóða 15 Madríd heiðskírt 15 París skýjað 17 Róm heiöskírt 17 Valencia heiöskírt 17 New York skýjað 23 Nuuk rigning 2 Vin rigning 16 Washington skýjað 21 Winnipeg skýjað 29 Hlynur Halldórsson, hönnuður verðlaunahnífsins Sigga: Nefndi hnífana eftir skógræktarmönnum Fyrr á þessu ári efndi Skógrækt ríkisins og landbúnaðarráðuneyt- ið til samkeppni um besta skógar- hnífinn og var tilgangur sam- keppninnar að hvetja til hönnunar og framleiðslu úr íslensku hráefni og jafnframt að fá vandaðan minjagrip fyrir erlenda skógrækt- armenn sem heimsækja landið. Sigurvegari í samkeppnninni var Hlynur Halldórsson, myndlistar- maður og hönnuður í Miðhúsum, og heitir verðlaunahnífur hans Siggi. Þetta var ekki eini hnífur- inn sem Hlynur sendi í samkeppn- ina, hann sendi fimm hnífa sem Maður dagsins hann smíðaði og auk verðlauna- hnífsins átti Hlynur annan hnif sem var meðal sex annarra sem fengu viðurkenningu:- „Ég hef alltaf haft áhuga á hnífum og fiktað við að smíða þá af og til og þegar ég sá auglýsinguna um sam- keppnina fannst mér sjálfsagt að vera með,“ segir Hlynur Halldórs- son. Hlynur segir að það hafi verið Hlynur Halldórsson. settir skilmálar í keppnisgögnin um það hvernig hnífarnir ættu að vera: „Sá sem fékk verðlaunin var úr mjög hvítu birki og slíðrið var úr dökkri birkirót og fest saman með leðri, skaftið var greipt og í því voru rákir þannig að gott grip náðist." En af hverju var hnífurinn nefndur Siggi: „Ég skíri alla hníf- ana fimm eftir mönnum sem starfa í skógrækt og Siggi er skírö- ur eftir Sigurði Blöndal. Sjálfur er ég í skógrækt með mína jörö.“ Hlynur hefur búið á jörðinni Miðhúsum á Austurlandi í rúm tuttugu ár: „Allt frá því við hófum búskap hér þá höfum við verið með listmunafyrirtæki og rákum það fyrst með búskap, en hættum búskap fyrir einum átta árum og hófum skógrækt á jörðinni og nú erum við eiginlega húin planta alla jörðina.“ Hlynur býr til gjafavörur og minjagripi úr íslenskum efnum ásamt fjölskyldu sinni: „Það hefur ekki komist lengra en að vera með sölu á gripunum hér á bænum en það koma margir hingað, sérstak- lega á sumrin og skoða og kaupa hjá okkur og traffíkin eykst frekar en hitt og nú er ég nýbúinn að inn- rétta hlöðu frá búskaparárunum fyrir verkstæði og við það batnar aðstaðan mikið.“ Líklegt er að Hlynur fari að framleiða hnífinn Sigga í ein- hverju magni fyrir Skógrækt rík- isins sem á nú rétt á framleiðsl- unni. Eiginkona Hlyns er Edda Björnsdóttir og starfar hún með Hlyni að smíðinni ásamt syni þeirra sem starfar með þeim á sumrin en er í skóla á veturna. -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1546: Vilja láta gefa sig saman. gyþOR-wi---- Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorð. fyrra lék landsliðið gegn Hol- lendingum hér heima og er þessi mynd frá þeim leik. Landsleikur í kvenna- boltanum Kvennalandslið íslendinga í fótboltanum hefur staðið í ströngu í sumar og leikið erflða leiki og hefur gengið á ýmsu, sigrar og töp til skiptis. Liðið er nú statt í Þýskalandi og mun leika landsleik gegn Þjóðverjum í dag. Verður þar örugglega við ramman reip að draga en víst er að íslensku stúlkurnar ætla sér sigur. Síðari leikur liðanna verð- ur síðan á sunnudaginn. Hér heima er á dagskrá fjöldi ...... f .......... Iþróttir leikja í 3. og 4. deild karla. í þriðju deild keppa á Garðsvelli Víðir og Grótta, á Kópavogsvelli leika HK og Selfoss og í Þorláks- höfn leika Ægir og Reynir. Leik- irnir í 4. deildinni fara fram víðs vegar um landið. Keppni í 1. deild liggur niðri í smátíma og verður 6. umferð leikin 7. júlí, en 6. umferðin í 2. deild hefst á sunnudagskvöld. Bridge Þetta spil úr fyrri umferð Norður- landamótsins vakti mikla athygli. Samningurinn var fjögur hjörtu í vestur, bæði í leik íslendinga og Færeyinga í opnum flokki og hjá Finnlandi og Svíþjóð í kvenna- flokki. Björn og Þorlákur voru í a-v gegn Mouritsen og Sondum í n-s. Út- spil Mouritsens var hjartanian: * 9832 95 * D94 * KD104 * Á107 * KG * ÁK7 * 97632 é KG654 » 10742 * 1065 * 5 Björn tók KG í hjarta og spilaði síðan laufi á áttuna. Norður drap á tíu og spilaði spaða. Björn drap á ás- inn og spilaði laufi úr blindum og suður henti tígli. Það afkast benti til vondrar legu í tígullitnum og Björn ákvað að spila upp á það. Hann drap á ásinn og tók ÁD í hjarta. Sagnhafi getur unnið spilið ef hann spilar tígli þrisvar. Björn ákvað hins veg- ar að spila tígli á ás og síðan laufi. Norður spilaði sig út á spaða og suð- ur fékk að eiga slaginn á gosann. Ef suður fellur í þá gryflu að spila spaðakóng þvingar hann félaga sinn í láglitunum, en Sondum var vel á varðbergi og spilaði tígultíunni sem braut upp þvingunarmöguleikana í spilinu. í leik Finna og Svía spilaði sænska konan Andersson út spað- aníu sem suður fékk að eiga á kóng- inn. Suður skipti yfir í einspilið í laufi og sagnhafi drap slaginn á ás- inn. Nú komu KG í hjarta, spaðaás og laufi hent heima. Þá var laufi spilað úr blindum og suður henti spaða. Norður drap og spilaði spaða sem stytti trompið hjá sagnhafa, en sagnhafi tók næst ÁD í hjarta. Hjartadrottningin þvingaði norður í þremur litum. Norður mátti ekki henda spaða, því þá kemur tígull á ás og laufi spilað. Norður henti því tígli í þeirri von að suður ætti gos- ann og þá toppaði sagnhafi tígulinn og vann sitt spil. ísak Örn Sigurðsson 4 D * ÁD863 * G832 * ÁG8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.