Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1996, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 37 DV Ingibjörg Sól Ólafsdóttir er ein- leikarinn í Ég var beðin að koma. Tveir fyrir einn í kvöld verður í KafFileikhús- inu í Hlaðvarpanum siðasta sýn- ing á einleikjunum Ég var beðin að koma og Eða þannig, en ein- leikir þessir voru fyrst sýndir sinn í hvoru lagi en eru nú sýnd- ir saman undir samheitinu Tveir fyrir einn. Ég var beöin að koma er gam- anleikur um óvenjulega sölu- konu sem þykist eiga allt sem fólk vantar. Hún fer með fólk í Leikhús ferðalag um víðfeðmt landslag sálarinnar og skilar því þaðan veltandi því fyrir sér hvort hún setti sýninguna á svið fyrir sjálfa sig og áhorfendur sjálfir séu ieik- ararnir. Leikritið er eftir Þor- vald Þorsteinsson og er það Sig- rún Sól Ólafsdóttir sem leikur eina hlutverkið. Eða þannig fiallar um frá- skilda reykvíska konu um þrí- tugt sem er búin að fá sig fullsadda á fordómum karl- manna og dónaskap. Hún ákveð- ur að gefast ekki upp þó að á móti blási heldur berjast á móti. Þetta er kómískt verk sem gerir grín að nútíma körlum og kon- um, ekki síst þeirri sjálfstyrking- arbylgju sem gengið hefur yfir landsmenn nú 1 seinni tíð. Höf- undurinn, Vala Þórsdóttir, er einnig leikarinn í sýningunni. Gönguferð og leikir Fjölbreytt dagskrá verður á Þingvöllum um helgina. Á laug- ardag verður farið í gönguferð kl. 13.30. Farið verður frá þjónustu- miðstöð og gengið um Fögru- brekku að Öxarárfossi, þaðan verður gengið í eyðibýlið Skógar- kot. Gönguferðin tekur um 3'/2 klst. Á sunnudaginn verður brugðið á leik með börnum í Hvanngjá kl. 11. Útivera Sólstöðuferð HÍN Sólstöðuferð Hins íslenska náttúrufræðifélags verður um helgina. Farið verður að þessu sinni um uppsveitir Ámessýslu og nærliggjandi heiðalönd. Áhersla verður lögð á gróðurfar svæðisins, baráttuna við jarð- vegseyðingu, landgræðsluna og skógrækt. Einnig verða skoðaðar jökulminjar frá lokum ísaldar. Ferðin tekur tvo daga og er lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13 á morgun. Viridian Green í Rósenbergkjall- aranum í Rósenbergkjallaranum í kvöld og annað kvöld skemmtir hljómsveitin Viridian Green. Samkomur Félagsvist og ganga Á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík verður félagsvist í Risinu í dag kl. 14. Göngu- Hrólfar fara frá Risinu kl. 10 í fyrramálið. Félagsvist Félag eldri borgara í Kópa- vogi verður með félagsvist í Gjá- bakka, Fannborg 8, í kvöld kl. 20.30. KJarvalsstaðir Kjörsvæöi 3 Kjörsvæöi 2 Kjörsvæöi 4 Kjörsvæöi 6 Árbæjarskóll Fellaskóli Ólduselsskóli Kjörsvæöi 5 Ráöhúslö | ff forsetakosningarnar 29. júní Foldaskóli Kjorsvæoi 1 Kjörsvæöi 8 Breiðagerðisskólí Kjorsvæði 7 ATH. kjörskrá miðuð við 8. Júní DV Gaukur á Stöng: Það verður mikið um að vera á skemmtistöðum borg- arinnar nú þegar kosninga- helgin nálgast. Ein þeirra hljómsveita sem munu láta að sér kveða er Kirsuber, sem leikur í kvöld og annað kvöld á Gauki á Stöng. Tilefni tón- leika sveitarinnar er meðal annars að halda upp á afmæli söngvara sveitarinnar, Ör- lygs Smára sem verður orð- inn tuttugu og fimm ára þeg- ar kosninganóttin fer í hönd og þá á hljómsveitin einnig eins árs afmæli um þessar mundir. Það er orðið nokkuð langt síðan heyrst hefur í hljóm- sveitinni Kirsuber í höfuð- Skemmtanir borginni en nú verður bætt um betur og leikið tvö kvöld í röð á Gauknum. Þeir sem skipa Kirsuber eru: Örlygur Smári, söngur, Bergþór Smári, gítar, Óli Kristjáns, bassi, Hreiðar Júlíusson, trommur, og Sigurður Jóns- son, hljómborð og hljómsveit- arstjórn. Kirsuber í afmælisskapi Kirsuber leikur í kvöld og annað kvöld á Gauki á Stöng. Víða fært um hálendið Þeir sem huga á feröalag á há- lendi íslands um helgina ættu að at- huga hvar er fært og hvar ekki, því enn eru nokkrar leiðir ófærar vegna snjóa og Fjallabaksleið syðri er að hluta til lokuð vegna vatnsflóða. Einstaka leiðir eru aðeins fyrir Færð á vegum fiallabíla, má þar nefna Öxi og Arn- arvatnsheiði. Á helstu þjóðvegum landsins er góð færð. Á nokkrum leiðum eru vegavinnuflokkar við vinnu, einkum á Norður- og Aust- urlandi. Fyrir austan er verið að lagfæra leiðirnar Egilsstaöir-Unaós, Suðurstr.-Vopnafiörður og Fjarðar- heiði og eru bílstjórar beðnir að sýna aðgát og virða hraðatakmark- anir. Ástand vega 0 Öxulþungatakmarkanir © Fært fjallabílum Hálka og snjór 0 Vegavinna-aðgát Q3.£r*“» “#'»> Dóttir írisar og Ingimars Myndarlega litla stúlkan á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítalans 14. júní kl. 19.18. Þegar hún var vigtuð eftir fæðing- Barn dagsins una reyndist hún vera 3645 grömm að þyngd og 51 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru íris Elísabet Gunnarsdóttir og Ingimar Kári Loftsson og er hún fyrsta barn þeirra. Leslie Nielsen í hlutverki njósn- arans Steele. Ekki þarf hann að kvarta yfir kvenmannsleysi frek- ar en fyrimyndin Bond. f hæpnasta svaði Sam-bíóin hafa sýnt að undan- fórnu gamanmyndina í hæpn- asta svaði (Spy Hard). í henni leikur Leslie Nielsen njósnarann Dick Steele. I byrjun myndarinn- ar hefur Steele yfirgefið leyni- þjónustuna. Þetta gerðist þegar hans eina sanna ást, og félagi í njósnum, var felld í bardaga við erkióvin hans, Ranchor hers- höfðingja. Steele er fenginn til starfa aftur þegar það kemur í ljós að hershöfðinginn er sprell- lifandi og enn brjálaðri en áður. Yfirmenn hjá CIA telja að Steele Kvikmyndir sé sá eini sem geti ráðið við hershöfðingjann og stöðvað hann í að ná heimsyfirráðum. Eins og nærri má geta gengur mikið á þar sem Leslie Nielsen fer og bregður hann sér í ýmis gervi. Mörg atriðin eru kunnug- leg úr öðrum kvikmyndum, enda hikar Nielsen ekkert við að koma með sína útgáfu af þekkt- um persónum og nægir að nefna James Bond í þessu tilliti. Nýjar myndir Háskólabíó: Innsti ótti Laugarásbíó: Á síðustu stundu Saga-bió: Trufluð tilvera Bióhöllin: Kletturinn Bíóborgin: í hæpnasta svaði Regnboginn: Skítseiði jarðar Stjörnubíó: Einum of mikið Krossgátan 7“ r~ T~ T r (a V | i* 10 JT 1 " JT' BT" m /3 lé n 1 Zo 1 ^ 1 J W Lárétt: 1 hljóðfæri, 6 loðna, 8 ann- ars, 9 gála, 10 skynjaði, 11 ólykt, 13 virki, 16 umdæmisstafir, 18 efni, 20 féll, 21 stækkir, 22 draup, 23 vegg. Lóðrétt: 1 bursti, 2 seytla, 3 dagatal, 4 titill, 5 skelfing, 6 svik, 7 beiðni, 12 ræktar, 14 vaska, 15 álasa, 17 ró, 19 tölu. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 forðum, 7 ásókn, 9 ás, 10 eski, 12 gró, 14 inn, 16 nagg, 18 næ, 19 ánni, 21 aðan, 23 Óli, 24 rif, 25 atti. Lóðrétt: 1 fáeinar, 2 oss, 3 ró, 4 unga, 5 már, 6 ös, 8 kinn, 11 knáa, 13 ógni, 15 næði, 17 gilt, 20 nót, 22 na. Gengið Almennt gengi Ll nr. 130 28.06.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgenqi Dollar 66,960 67,300 67,990 Pund 103,640 104,160 102,760 Kan. dollar 49,060 49,360 49,490 Dönsk kr. 11,4070 11,4670 11,3860 Norsk kr 10,2970 10,3540 10,2800 Sænsk kr. 10,0740 10,1290 9,9710 Fi. mark 14,4340 14,5190 14,2690 Fra. franki 13,0050 13,0790 13,0010 Belg. franki 2,1352 2,1480 2,1398 Sviss. franki 53,4400 53,7300 53,5000 Holl. gyllini 39,1900 39,4200 39,3100 Þýskt mark 43,9500 44,1800 43,9600 it. lira 0,04361 0,04389 0,04368 Aust. sch. 6,2420 6,2810 6,2510 Port. escudo 0,4273 0,4299 0,4287 Spá. peseti 0,5228 0,5260 0,5283 Jap. yen 0,60870 0,61240 0,62670 írskt pund 106,570 107,240 105,990 SDR 96,36000 96,94000 97,60000 ECU 83,2800 83,7800 83,21000 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.