Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Blaðsíða 20
32 FIMMTUDAGUR 4. JULÍ 1996 Sviðsljós DV talski tískukóngurinn Gucci kom öllum í opna skjöldu viö lok fatasýn- ingar sinnar í Róm í vikunni þegar hann sendi þennan karlmann inn á sviðið í G-streng einum fata. Uppi varö fótur og fit.. Símamynd Reuter Garth lætur ekki snara sig Kúrekasöngvarinn vinsæli, Garth Brooks, er ekkert á því að láta snara sig, að minnsta kosti lætur hann ekki hvem sem er ná sér. Þannig hafði kvikmyndaverið TriStar látið sig dreyma um að gera samning við drenginn en hann samdi við 20. ald- ar refinn. Snobbaðir hirðmenn vilja ekki brúðkaup Sophie og Játvarðs: Sophie sú langversta Vinkona Játvarðs prins, Sophie Rhys-Jones, óttast að hún hafi orðið fómarlamb rógtungnanna í Buck- inghamhöll. Hún telur að lítill hóp- ur hirðmanna sé með ráðabrugg um að koma í veg fyrir að hún giftist inn í konungsfjölskylduna með því að eyðileggja samband hennar og Játvarðs. Fullyrt er að snobbuðu höfðingja- sleikjunum þyki vinkona prinsins af of lágum ættum til að hún geti orðið tengdadóttir drottningarinn- ar. Játvarði er kunnugt um makkið á bak við tjöldin en er ákveðinn í að láta eiturtungumar ekki fara með Eiturtungur reyna nú aö ófrægja Sophie-Rhys Jones, vinkonu Ját- varös prins. sigur af hólmi. Ulkvittnin kom berlega í ljós í hanastéli hjá fínu fólki i London á dögunum. „Sophie er verri en Díana og Fergie samanlagt," sagði háttsett- ur hirðmaður við einn gestanna. „Hún er bara venjuleg búðarstúlka sem skyndilega hefur forframast auk þess sem hún er af lágum ætt- um. Nokkrir okkar ætla að sjá til þess að hún giftist aldrei Játvarði." Hirðmaðurinn vissi ekki að hann var að tala við náinn vin Sophie sem sagði henni fréttimar. Einn starfsmanna Buckhingham- hallar, sem er hliðhollur Sophie, hefur viðurkennt að nokkrir hirð- menn séu andvígir Sophie og að það séu þeir sömu og stungu rýtingi í bakið á Díönu og Fergie. Játvarð og Sophie grunar að óvildarmenn þeirra hafi verið i sambandi við rithöfundinn Andrew Morton sem er að skrifa um þau fyr- ir breskt tímarit. Játvarður er einnig sannfærður um að sami hóp- ur hafi I hyggju að dreifa myndum sem teknar voru af Sophie ber- brjósta á strönd i Ástralíu áður en hún hitti Játvarð. Klæöskiptingur sýnir hér föt breska hönnuðarins Katharine Hamnett á sýn- ingu í Mílanó á vor- og sumartískunni 1997. Símamynd Reuter Aukablaö um AKUREYRI Miðvikudaginn 10. júlí nk. mun veg- legt aukablað um Akureyri fylgja DV. Fjölbreytt efni verður í blaðinu að vanda en sérstök áhersla verður á ferðamál og stöðu Akureyrar sem ferðamannabœjar. Annað efni í blaðinu er m.a. létt og skemmtileg viðtöl, frásagnir af mannlífi og ungt fólk og framtíðin. Umsjónarmaður efnis er Gylfi Kristjánsson blaðamaður. Auglýsendum sem áhuga hafa á að auglýsa íþessu blaði er bent á að hafa samband við Guðna Geir Einarsson í síma 550 5722 eða Pál Stefánsson í síma 550 5726. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 4. júlí. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550 5727. Alex Danaprinsessa 32 ára í kyrrþey: Vildi vera alein með bóndanum Alex Danaprinsessa var svo þreytt og úrvinda í síðustu viku að hún vildi halda upp á 32 ára afmæl- ið sitt á laugardag fjarri hirðarinn- ar glaumi og gleði. Þess í stað kaus hún að eyða deginum með sínum ektamanni, Jóakim prinsi, suður í Frakklandi, nánar tiltekið í höll fjöl- skyldunnar í bænum Cahors. Vonandi hafa þau notið einver- unnar til hins ýtrasta því bæði verða svo önnum kafln í þessum mánuði að lítill tími mun gefast til samvista. Allt frá því þau gengu í hjóna- band i nóvember síðastliönum hafa þau hjónakomin átt afskaplega ann- ríkt. Þau fóru í brúðkaupsferð og heimsóttu foreldra Alexöndru í Hong Kong. Og þannig áfram enda- laust á þönum og spani. Starfsmenn dönsku hirðarinnar voru mjög svo fámálir þegar þeir voru spuröir hvemig Alex ætlaði að verja afmælisdegi sínum. „Ég get hvorki get né vil segja það,“ sagði Christian Eugen-Olsen siðameistari, aðspurður. Danskir fjölmiðlar hafa velt því fyrir sér hvort ein ástæða þess að Alex vildi fá að vera ein og í friði með Jóakim sínum sé viðvarandi Alex og Jóakim vildu vera ein. skortur á merkjum um þungun. All- ir Danir bíða jú með öndina í háls- inum eftir fæðingu lítils prins eða prinsessu. Eitt dagblað fullyrti meira að segja fyrir skömmu að nú loks væri Alex orðin ófrísk. Heim- ildir herma aö Alex og Jóakim séu orðin þreytt á öllum sögusögnunum þar um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.