Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 Fréttir Lögreglumaður sýknaður 1 Héraðsdómi Reykjaness: Sýknaður af akæru um líkamsmeiðingar - kærandi hafði brotið tvö ákvæði lögreglusamþykktar Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað lögreglumann úr Hafn- arfirði sem hafði verið ákærður fyr- ir líkamsmeiðingar og brot í opin- beru starfi í nóvember á síðasta ári. Ákæruvaldið höfðaði mál fyrir dóm- inum þar sem ákærða var gert að sök að hafa gerst offari í starfi er hann ásamt öðrum lögreglumanni hafði afskipti af kæranda og tekið harkalega á honum þannig að kær- andi þurfti að undirgangast læknis- meðferð og sjúkraþjálfun vegna þess. Var þess krafist af ákæruvaldinu að ákærði yrði dæmdur til refsingar og greiddi kæranda 5 milljónir króna í bætur auk vaxta frá tjónsdegi. Málavextir eru þeir að sunnudag- inn 12. nóvember 1995 var lögreglu tilkynnt um eld í bátaskýlum við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Lög- regla, sjúkra- og slökkvilið fór á staðinn og er komið var á vettvang var ljóst að kærandi var að brenna rusl fyrir neðan skýlin. Mikið ber á milli í framburði kærandans og lögreglumannanna tveggja sem komu á vettvang en ákærði var annar þeirra. Heldur kærandi því fram að lögreglan hafi slegið hann í andlitið og ákærði tek- ið harkalega á hægri handlegg hans sem leiddi til brots á nærenda ölnar og tognunaráverka á olnbogalið. Lögreglumenn halda því aftur á móti fram að kærandi hafi neitað að fara að fyrirmælum þeirra, orðið strax mjög æstur og slegið til ann- ars þeirra. Niöurstaða dómsins I niðurstöðu dómsins segir að þessi frásögn lögreglumannanna eigi sér nokkra stoð í framburði slökkviliðsmanna er þeir báru að kærandi hefði verið mjög æstur og brotist um í tökum lögreglunnar, sem hefði verið að reyna að róa hann. Þykir því rétt að leggja fram- burð lögreglumannanna til grund- vallar um aðdraganda handtökunn- ar. Við þetta mat beri einnig aö hafa nokkra hliðsjón af eldri lögreglu- skýrslu um afskipti lögreglunnar af kæranda. Af henni megi ráða að kærandi geti orðið nokkuð iilskeytt- ur í viðskiptum við lögregluna. Verður því talið að kærandi hafi veist að öðrum lögreglumanninum og hafi það verið upptök átakanna. Undir þeim kringumstæðum hafi lögreglunni verið heimilt að hand- taka kæranda sbr. 1. mgr. 97. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opin- berra mála. Ennfremur hafi kær- andi brotið tvö ákvæði lögreglusam- þykktar Hafnarfjarðar með því að kveikja eld á almannafæri og að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. í niðurstöðu dómsins segir enn- fremur að þegar allt er virt, aðdrag- andinn að handtökunni, mótspyrna kæranda og að ekkert bendi að öðru leyti til að ákærði hafi farið offari við handtökuna þyki bera að sýkna ákærða af kröfum ákæruvalds í málinu. Dómsorð eru þau að ákærði skal sýkn af öllum kröfum ákæruvalds- ins í máli þessu. Allur kostnaður sakarinnar greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvamarlaun til skipaðs verjanda, Sifjar Thorlacius hdl. Gunnar Aðalsteinsson, dómari í Héraðsdómi Reykjaness, kvað upp dóminn. -RR Forsetaframboð Ólafs glímir við 18 milljóna skuldabagga: Árituð mynd af forsetahjónun- um boðin til sölu - sýslumaður hefur sent dómsmálaráðuneytinu erindi Myndin af forsetahjónunum, Ólafi Ragnari Grímssyni og Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, sem boðin er árituð til sölu ásamt bók um kosningabarátt- una og merki framboösins. Forsetaframboð Ólafs Ragnars Grímssonar, sem eins og kunnugt er, náði kjöri 29. júní sl„ skilur eft- ir sig um 18 milljóna króna skuldir. Félag sem stofnað var í kringum framboðið vinnur nú að því að ná endum saman. Meðal fjáröflunar- leiða er að bjóða til sölu áritaða mynd af forsetahjónunum, merki framboðsins og bók sem fyrirhugað er að gefa út í lok október nk. um kosningabaráttuna. Fyrirtækið Markaðsmenn var ráðið til að hringja út og bjóða þessar eigur framboðsins til kaups. Hrannar B. Amarsson hjá Mark- aðsmönnum sagði við DV að bók, merki og mynd væru boðin ein- staklingum á 7.900 krónur en bók og stækkuð mynd væru boðnar fyrir- tækjum og stofnunum á 18.900 krón- ur. Einnig væri hægt að kaupa ein- staka hluti. Meðal annars hefur verið hringt i héraðsdómstóla og sýslumannsemb- ætti. Héraðsdómarinn á Austur- landi staöfesti í samtali við DV að hringt hefði verið í sig. Hann sagð- Ökumaður keyrði á ljósastaur á Reykjanesbraut við Keflavík um hádegisbilið í gær. Maðurinn var á ist hafa neitað og ekki talið við hæfi að hringt væri í stofnanir sem væm reknar fyrir fé skattborgaranna með tilboð af þessu tagi. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, kannaðist við málið og sagði í sam- tali við DV að erindi hefði borist frá einu sýslumannsembættanna vegna þessa. Þar hefði verið spurt um af- stöðu ráðuneytisins. Þorsteinn sagði í gær að erindinu yrði svarað fljótlega en vildi að öðm leyti ekki tjá sig. Ekkert athugavert, segir lögmaöur Ólafs Sigurður G. Guðjónsson er lög- maður Ólafs Ragnars. Hann sagði við DV að ekkert væri athugavert við þessa fjáröflun framboðsins. „Það kostar að kjósa forseta. Stjómvöld leggja enga peninga til forsetakjörs, eins og t.d. til pólitísks starfs. Annaðhvort verður að sleppa svona stöðum í þjóðfélaginu eða þá að búa þeim sem hyggja á forseta- framboð sömu skilyrði og þeim sem töluverðri ferð og missti stjórn á bíl sínum. Hann slapp án meiðsla en bíllinn er mjög illa farinn. -RR hyggja á pólitísk framboð. Peningar verða ekki til á trjánum og þeir sem standa að þessum framboðum eiga ákveðnar eignir. Þeim er frjálst að bjóða þessar eignir hverjum og ein- um til kaups. Það er enginn þving- Svínakjöt á lækkuðu verði kom í verslanir í gær. Kjötiðnaðarmenn hjá þeim verslunum sem DV hafði samband við sögðu útsöluna fara hægt af stað þótt töluvert hefði ver- ið spurt eftir kjöti síðustu daga. Verðið virðist svipað milli verslana, kótelettur frá kr. 789 upp í kr. 795 og Hr. Andris Skele, forsætisráð- herra Lettlands, kemur hingað í op- inbera heimsókn dagana 18.-20. september ásamt fylgdarliði og við- skiptasendinefnd. Lettnesk stjómvöld munu færa ís- lenskum stjómvöldum höggmynd að gjöf í þakklætisskyni fyrir stuðn- ing þeirra við frelsisbaráttu þjóðar aður til þess. Ef sýslumaður hefur heimild til að kaupa DV þá hefur hann kannski heimild til að kaupa bók,“ sagði Sigurður. -bjb læri frá kr. 435 upp í kr. 439, svo dæmi séu tekin. Verðmunur var þó á svínalundum því ekki lækkuðu allar verslanir það verð vegna stöðugrar eftirspurnar eftir þeim. Lundirnar eru því frá kr. 1290 upp i kr. 1749. Menn bjuggust ekki í gær við meiri verðlækkunum. -saa sinnar og mun Davíð Oddsson for- sætisráðherra afhjúpa hana. Lett- neski ráðherrann mun m.a. ræða viö Davíð, fara á sjávarútvegssýn- ingu i Laugardalshöfl, funda með Verslunarráði, heimsækja Bessa- staði, Ámastofnun og Ráðhúsið og skoða Suðurland, Svartsengi og Bláa lónið. -ingo Stuttar fréttir Ásókn í úreldingu Mikil ásókn er í úreldingu krókabáta og fá til þess styrk úr Þróunarsjóði sjávarútvegsins. Samkvæmt RÚV hafa yfir 200 umsóknir borist og 140 þeirra samþykktar. Á tveimur árum hafa 2 milljarðar verið greiddir vegna úreldingar skipa. Lyfjakostnaöur Lyfjakostnaöur hefur aukist verulega hjá Tryggingastofhun ríkisins. Samkvæmt RÚV er stofnunin að kanna kostnaðar- auka af sparnaðaraðgerðum sjúkrahúsanna. Andstaða við kvóta Tillögur íslendinga mn að selja kvóta á rækjuveiðar á Flæmska hattinum mæta mikilli andstöðu á ársfundi NAFO, Norður-At- lantshafsspendýraráðsins. Þetta kom fram í fréttum RÚV. Aöstööumunur Mikill munur er á réttindum útivinnandi aðstandenda sjúkra barna hér og annars staðar á Norðurlöndum. Samkvæmt RÚV á íslenskt foreldri rétt á 7 dögum á ári að hámarki til að sinna sjúkum börnum sínum. Methagnaður ÍS Methagnaður varð af rekstri íslenskra sjávarafurða, ÍS, fyrstu sex mánuði ársins. Samkvæmt Mbl. tvöfaldaðist hagnaðurinn frá fyrra ári, úr 100 í rúmar 200 mifljónir króna. Bensín hækkar Olíufélögin hækkuðu bensín- verð um 90 aura lítrann og svartolíutonn um 500 krónur. Ástæðan er hækkandi verð á heimsmarkaði. Trén vaxa Trjávöxtur hefur verið með besta móti á höfuðborgarsvæð- inu i sumar. Samkvæmt Mbl. er hagstæðu veðurfari helst að þakka. BYKO leigir BYKO hefur samið viö Kaup- félag Suðumesja um leigu á hús- næði og rekstri byggingavöru- deildar félagsins í Keflavík sem áður hét Járn og skip eða þar til húsnæðið brann fyrr í sumar. BYKO hefur áður rekið glugga- og hurðaverksmiðju í Keflavík. -bjb Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já 1 Nei 2 / rödd FOLKSINS 904 1600 Átti Ingibjörg Pálmadóttir að fara til Kýpur? ökumaður keyrði Svínakjötssalan hæg á Ijósastaur Opinber heimsókn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.