Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 16
i6 ^Uiveran ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 DV fslensk hönnun og íslenskt handverk í Oktavíu: Gjafakort úr handgerðum pappír - og frumlegar öskjur úr bylgjupappa Öskjurnar eru aö veröa stærri og stærri hluti af framleiöslunni, enda hægt aö nota þær á margvíslegan hátt. „Við störfum hérna fimm saman og framleiðum handgerðan pappír og gjafakort úr honum. Við vinnum öll verkefnin í sameiningu þannig að hönnunin er okkar allra,“ sagði HaOdóra Bjömsdóttir, fóstra og tækniteiknari, en hún tilheyrir fimm manna hópi fólks úr ólíkum stéttum þjóðfélagsins sem stofnað hefur fyrirtækið Oktavíu ehf. á Snorrabraut 56. Hinir eigendumir eru Gígja Baldursdóttir listmálari, Jóhanna Ástvaldsdóttir hand- menntakennari, Hildur Mósesdóttir bókhaldari og Grímur Friðgeirsson tæknifræðingur. Fyrirtækið var stofnað snemma á síðasta ári en hafði þá verið í undirbúningi í eitt og hálft ár. Sanka að sár efnivið „Kortagerðin gengur út á það að vera útsjónarsamur og endurnýta sérstakar óskir. „Verðið fer eftir efnivið og hversu mikið er lagt í kortin. Ég er að ganga frá ansi veg- legum kortum núna sem kosta á bil- inu 150 og 200 kr. stykkiö," sagði Halldóra. Frumleikinn vakti athygli Eigendur Oktaviu tóku þátt í stórri alþjóðlegri sýningu í Frank- furt í janúar, International Frank- furt Fair, og vöktu þar athygli fyrir frumleika. „Við leigðum okkur 12 fermetra homhás á þessari 200 þús- und fermetra sýningu og hönnuðum hann algjörlega sjálf og settum upp. Hann var mjög náttúrulegur, ein- göngu úr bylgjupappa og striga með stórri hillusamstæðu úr því efni. Okkur var vel tekið og við vöktum athygli fyrir að vera allt öðruvísi en hinir en við vorum t.d. eina fyrir- tækið á sýningunni með handunn- inn, endurunninn pappír," sagði Halldóra. Hafa fengið viðurkenningu Hún sagði að þau hefðu fyrst og fremst verið að sýna gjafakort en þau fóru þó einnig með öskjurnar sem þau höfðu hannað og gert. „Út frá þessu hefur spunnist heilmikil vinna í öskjum sem eru því alltaf að verða stærri og stærri hluti af fram- leiðslunni. í kjölfar sýningarinnar flytjum við einnig út kort til Dan- merkur, Þýskalands og Kanada og höfum verið beðin um að koma með tillögur að útfærslum fyrir erlenda aðila. Við gerum e.t.v. 2-3 sýnishorn í samræmi við óskir og þarfír við- skiptavinarins og velji hann eitt þeirra er sú útfærsla eingöngu unn- in fyrir hann og engan annan,“ sagði Halldóra. Rétt áður en þau fóru út fengu þau viöurkenningu frá Samtökum iðnaðarins og Hönnunarmiðstöð- inni fyrir gjafaöskju utan um heilsuvörur sem þau framleiddu fyrir Bláa lónið. „Það blés í okkur lífi. Við viljum líka gjarnan vinna umbúðir utan um íslenskt hand- verk,“ sagði Halldóra og bætti því við að þau taka jafnframt að sér að hanna og pakka jólagjöfum fyrir fyr- irtæki. -ingo Halldóra (t.v.), Jóhanna og Hildur eru hér meö sýnishorn af framleiöslunni, ráöstefnutösku, veski og kortastand und- ir gjafakort. Hlutirnir eru oftar en ekki bæöi frumlegir og smekklegir. efni sem aðrir myndu henda. Við sönkum því að okkur alls konar efni, endurvinnum pappír, sníkjum rabarbara og reynum að ná okkur í krækiberjahrat, fjallagrös eða gras til að skreyta pappírinn. Utan á kortin notum við oft bylgjupappa sem skerst utan af öskjugerðinni og skreytum t.d. með rúsínum,“ sagði Halldóra. Hún sagði að þeim hefði verið mjög vel tekið hér heima en í upp- hafi hönnuðu þau og framleiddu standa úr bylgjupappa undir kortin sín og dreifðu sjálf í verslanir. „í dag dreifir Sólarfilma fyrir okkur hér innanlands og þetta er u.þ.b. að skila sér þannig að við fáum útborg- að mánaðarlega en það hefur ekki alltaf verið þannig," sagði Halldóra. Einstaklingar og fyrirtæki geta líka snúið sér beint til þeirra með end“,na Kortin eru öll handgerð og þaö liggur því oft gífurleg vinna aö baki. DV-myndir Pjetur getar Kortin eru til í gífurlegu úrvali, hér er aöeins brot af því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.