Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1996 Nemendur í 10. bekk í Hlíðaskóla: Höldum okkur í þessum veruleika - það þarf tölvukennslu á íslensku í sex ára bekk þeir. Oft er rætt um að piltar gefi sig meira að tölvum en stúlkur og voru þeir félagar i Hlíðaskóla á því að sú væri einmitt raunin. „Kannski er þetta að breytast núna hjá yngri krökkunum," segir Bjarki. Semur tónlist á tölvur „Það sem mér fínnst skemmtileg- ast við tölvurnar er að semja tónlist á þær og ég geri töluvert að því,“ segir Arnar. Hann virðist vera sá eini af þeim félögum sem gæti hugs- að sér að læra sérstaklega á tölvur þegar lengra er komið í námi. sem markmiðið er að lumbra dug- lega á andstæðingnum með kraft- miklum vopnum eru vinsælastir. Uppáhaldsleikirnir eru því Doom og Duke Nukelem. Þegar gengið er á drengina kemur þó í ljós að þeir hafa sumir gaman af leikjum þar sem hugsun og skipulagning eru að- alatriðið. Þar nefna þeir leiki eins og Command and Conquer og Warcraft. í þeim leikjum er vinsælt að nota mótöld til þess að spila við fjarstadda andstæðinga. Þeir eru ekkert spenntir fyrir sumum nýjungum sem eru í um- ræðunni, til dæmis eru þeir ekkert heillaðir af sýndarveruleika. „Við höldum okkur bara í þessum veru- leika,“ segir Bergur að lokum. -JHÞ Blaðamaður DV fór nýlega í heimsókn í Hlíðaskóla þar sem nokkrir krakkar voru að læra á tölvur undir handleiðslu Einars Hilmarssonar. Greinilegt var að engum leiddist námið enda sögðu krakkarnir að það væri mun skemmtilegra að læra á tölvur en að kynna sér hinar sívinsælu greinar, stærðfræði og íslensku. Talað var við þá Ólaf Ágúst Jensson, Arnar Sigurð Hallgrímsson, Davíð Thor Guðmundsson, Berg E. Benedikts- son og Bjarka Þór Einarsson. Allir telja þeir sig nokkuð vana á tölvur enda slík tæki heima hjá þeim öll- um og á flestum heimilum þar sem þeir þekkja til. Islensk tölvuorð hallærisleg vitað ekki að nota hana núna,“ seg- ir Amar. Ólafur er sammála Arnari. „Staðreyndin er sú að núna skilur maður varla hvað íslensku orðin, sem notuð eru yfir tölvur, þýða enda hefur maður lært þetta allt á ensku,“ segir hann. Það er sömuleiðis hans skoð- un að það sé orðið of seint þremur til fjórum tímunum þó ef- laust komi að því að við sjáum eitt- hvað nýtt,“ segja þeir Ölafur og Arnar. Þessu samsinna félagar þeirra. Þeir segjast hafa lært mest á fikti heima en benda á að það séu margir í þeirra bekk sem eru verr staddir í tölvumál- um en Það er skoðun strákanna í Hlíða- skóla að byrja þurfi snemma að kenna á tölvur á íslensku ef ætlunin sé að um- ræðan um þær sé á íslensku. Flestir þeirra, sem rætt var við, höfðu kynnst tölvum fyrst á ensku og fannst því erfiðara að læra á slík tæki á is- lensku. Reyndar nefndu þeir að þeim fyndist marg- ar islenskar þýðing- ar á tölvuorðum frekar klúðurslegar. „Þetta er oft virki- lega hallærislegt," segir Ólafur. Amar bætir því við að þetta sé spurning um vana. „Ég hef vanist því að nota tölvur á ensku þar sem ég er með PC tölvu með Windows á ensku heima hjá mér, ef maður hefði byrj- að að læra á tölvur á íslensku og það hefði ekki verið til nein enska í tölvuheiminum þá værum við auð- Nokkrir nemendur 10. bekkjar Hlíöaskóla í tölvunámi. F.v.: Bergur Ágúst Jensson, Bjarki Þór Elvarsson, Arnar Sig- uröur Hallgrímsson, Davíð Thor Guömundsson og Ólafur Ágúst Jensson. Þeir gefa lítiö fyrir ævintýralega spá- dóma um sýndarveruleika og vilja halda sig í þessum veruleika. DV-mynd BG að byrja tölvukennslu á islensku i 10. bekk. „Það á að byrja strax á sex ára krökkunum," segja þeir félagar. Þeir eru almennt sammála um að tölvukennsla eigi að byrja mun fyrr í grunnskólanum en gert er. „Það á líka að velja úr þá bestu í hópunum, við höfum ekkert lært á fyrstu Netið verður ruslakista Allir eru þeir mjög spenntir fyrir Internetinu og hafa allir notað sér eitthvað enda er notkun þess kennd í Hlíðaskóla. Aðallega hafa þeir not- að Netið til þess að skoða heimasíð- ur á Veraldarvefnum. Flestir þeirra búast við því að Netið verði áhuga- verður og gagnlegur miðill i fram- tíðinni. Þeir búast þannig við að eft- ir áratug muni fólk vinna heima hjá sér við tölvuna í miklum mæli og nota meðal annars Netið við slíka vinna. Ekki eru þó allir jafnbjart- sýnir á að Netið eigi sér glæsi- lega framtíð. „Ég held að það verði bara stór ruslakista í framtíðinni, það verður til dæmis aldrei þannig að hægt verði að kaupa hluti í gegnum Netið enda verður Netið aldrei öruggt fyrir kreditkortanúmer og svoleiðs. Ég held að það sé engin framtíð í því,“ segir Bergur Bardaga- leikir vinsælastir Strákarnir hafa allir gam- an af leikjum og þegar þeir eru spurðir út í upp- áhaldstitlana sína kemur í ljós að eiturharðir skotleikir þar Microsoft gegn Netscape: l3njj'5l: ijjjj íjoíjO - orrustan háð með vefskoðurum, miðlurum og stýrikerfum Stýrikerfi: Windows frá Microsoft er langvinsælasta stýrikerfi í heimi. Núna er Microsoft aö setja vefskoöara sinn, Explorer 3.0, inn í þetta stýrikerfi. Netscape hefur ekki framleitt sitt eigið stýrikerfi en ætlun fyrirtækisins er aö breyta vefskoöara sínum, Navigator, í eitt slíkt. Netscape vonast einnig til þess aö geta tengt síma og sjónvarp við netiö. Vefskoðarar: Þaö tók Microsoft einungis hálft ár að þróa vefskoöara sinn. Honum hef- ur verið dreift ókeypis á Internetinu. Búist er viö nýrri og betri útgáfu um næstu jól. Vefskoöari Netscape, Navigator, er enn þá ráöandi á markaönum og nýtur þess aö notendur sýna forritinu mikla hollustu. Þeir sem eru aö koma nýir inn á Internetiö hafa meiri áhuga á hinúm ókeypis vefskoöara frá Microsoft. Grunngerð netsins: Microsoft hefur fjárfest í fyrirtækjum sem selja Internet þjónustu fyrir tug- milljónir dollara. Microsoft vill því sinn hluta af gróöanum af því að dreifa netinu til notenda. Netscape er gengiö í liö meö öörum risafýrirtækjum sem vilja byggja upp sitt eigiö hraövirka dreifingarkerfi fyrir Internetiö. Prófanir á þessu nýja kerfi hefjast í lok þessa mánaöar. Miðlarar: Nýja stýrikerfiö frá Microsoft, Windows NT 4.0 Server, gerir venjulegum einkatölvum kleift aö starfa sem miölarar (servers). Hingaö til hafa rándýr- ar stórtölvur gegnt því hlutverki á Internetinu. Forritiö FastTrak frá Netscape býöur upp marga af sömu möguleikunum og Windows NT 4.0. Þaö býöur einnig öryggi fyrir tölvuþrjótum sé vefskoöari Netscape notaöur. DV Enn ein nettölvan Nú í september geta Banda- f ríkjamenn keypt nýja tegund af É Nettölvum sem eru sérhannað- I ar fyrir fjölskylduna. Tölvan ' nefnist Pippin og það er Bandai | Digital Entertainment sem 1 hannar og framleiðir tölvuna. ■ Eins og á öðmm slíkum tölvum I er hægt að skoða veraldarvef- | mn en á Pippin tölvunum má | einnig leika sér í leikjum á f geisladiskum. Ozzy spjallar Rokkgoðið Ozzy Osbourne ætlar að spjalla við aðdáeundur sína í gegnum Intemetið klukk- an 21 þann 3. október næstkom- andi. Hægt er að komast inn á spjallið á slóðinni www.ticketmaster.com en þeir sem hafa áhuga geta farið inn á þá síðu til þess áð taka þátt í happdrætti þar sem þeir geta unnið ýmis verðlaun sem tengj- ast söngvaranum. Tónlist Aðdáendur tónlistarmanna eins og Iggy Pop, Smashing Pumpkins, Lenny Cravitz, Crackers, Sex Pistols, Johnny Lee Hooker og Getto Boys ættu að skoða nýja vefsíðu Virgin plötufyrirtækisins. Hún er á slóðinni http://www.virginrec- ords.com en þar má heyra lög sem heyrast hvergi annars stað- ar. Til dæmis má heyra Smas- hing Pumpkins leika órafmagn- aöa útgáfu af laginu Cherub Rock, Iggy Pop leikur lagið Raw Power á sviði og hægt er að skoða myndasýningu frá tón- leikum Sex Pistols og John Lee Hooker. Kvenna leitað Tölvunarfræðideild Kaup- mannaháskóla hefur gefist upp á tilraunum sinum til þess að laða konur til náms í deildinni. Engar konur eru að læra tölv- unarfræði í Kaupmannahafnar- háskóla en forsvarsmenn deild- arinnai- benda á að óvinsældir þessara fræða meðal kvenna séu alls ekki sérdanskt vanda- mál. „Við vitum bara ekki hvað við eigum að gera í þessu, þannig að nú gerum við ekk- ert,“ sagði talsmaður skólans. Enn ein nettölvan Nú í september geta Banda- ríkjamenn keypt nýja tegund af Nettölvum sem eru sérhannað- ar fyrir fjölskylduna. Tölvan nefnist Pippin og það er Bandai Digital Entertainment sem hannar og framleiðir tölvuna. Eins og á öðrum slíkum tölvum er hægt að skoða veraldarvef- inn en á Pippin tölvunum má einnig leika sér í leikjum á geisladiskum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.