Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjðrnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Endurnýjun í forystusveit Mikil umræða er hafin innan Alþýðuílokksins um væntanlega endumýjun í forystusveitinni. Allt bendir til þess að Jón Baldvin Hannibalsson, sem verið hefur flokksformaður í tólf ár, dragi sig í hlé á flokksþinginu eftir þrjár vikur. Nokkrir helstu áhrifamenn í þing- flokknum eru þegar farnir að kanna fylgi sitt á bak við tjöldin, þótt flokksformaðurinn hafi ekki enn tilkynnt ákvörðun sína opinberlega og með formlegum hætti. Virðist stefna í mikið kapphlaup um formannssætið og jafnvel kosningu á milli tveggja eða fLeiri frambjóðenda. Þegar horft er á forystusveit íslensku stjómmálaflokk- anna stingur í augu hversu ólíkt þeim málum er háttað hjá stjómarflokkunum annars vegar og stjórnarandstöð- unni hins vegar. Nýverið er lokið landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar kom berlega í ljós hversu sterka stöðu formaður flokks- ins, Davíð Oddsson, hefur meðal samherja sinna. Hann fékk svokallaða rússneska kosningu í formannskjörinu, eða um 90 prósent atkvæðanna, sem er auðvitað afar sterk traustsyfirlýsing. Þá sýndi atburöarásin á flokks- þinginu ljóslega að formaðurinn leggur línumar í við- kvæmum málum og hefur sitt fram, jafnvel þótt við sé að eiga andóf harðskeyttra þingmanna. í hinum stjómarflokknum er staða formannsins, Hall- dórs Ásgrímssonar, ekki síður sterk, enda hefur Fram- sóknarflokkurinn löngum verið þekktur fyrir einstæða foringjahollustu. Stjómarflokkamir búa því báðir að sterkri forystu um þessar mundir. Því er á annan veg farið í stóm stjómar- andstöðuflokkunum, Alþýðubandalaginu og Alþýðu- flokknum. Hinir stjómarandstöðuflokkamir koma vart til álita í þessu samhengi þar sem Samtök um kvenna- lista hafa valið sér annað stjómarform og kjósa sér ekki formann, en Þjóðvaki hefur í reynd gefist upp á sjálf- stæðri tilveru, enda löngu orðinn fylgislaus samkvæmt skoðanakönnunum. Nokkur reynsla er komin á formennsku Margrétar Frímannsdóttur í Alþýðubandalaginu og ljóst að hún hefur ekki náð að skapa sér opinberlega ímynd hins sterka foringja sem geti leitt flokk sinn til nýrra sigra eða aflað honum víðtæks stuðnings í þjóðfélaginu. Jón Baldvin Hannibalsson hefur hins vegar náð meiri árangri fyrir hönd Alþýðuflokksins, enda er hann for- ystumaður sem sópar að þegar hann vill- svo við hafa. Hann hefúr þegar innbyrt þingmenn Þjóðvaka og mark- að sér um leið stöðu sem foringi stjómarandstöðunnar. í kjölfar sameiningar þingflokka jafnaðarmanna töldu margir líklegt að Jón Baldvin hefði hug á að leiða Al- þýðuflokkinn fram yfir næstu alþingiskosningar og freista þess þar með að skila af sér flokki sem væri fylg- islega séð stærri en Alþýðubandalagið og líklegur til að komast í ríkisstjórn á nýjan leik. Nú bendir flest til þess að það hafi verið misskilning- ur og að Jón Baldvin ætli Sighvati Björgvinssyni alþing- ismanni að taka við forystuhlutverkinu. Fari svo verða óneitanlega nokkur kaflaskil í sögu A- flokkanna. Þeir sjá þá báðir á skömmum tíma á eftir lit- ríkum og sterkum foringjum sem sett hafa svip á ís- lenska stjómmálabaráttu síðustu áratugina. Eðlilegt er að endumýja í forystuliði stjómmálaflokk- anna á tiltölulega fárra ára fresti og gefa nýju fólki tæki- færi. En óhjákvæmilega mun það hafa nokkur áhrif á gengi flokka þegar sterkir foringjar draga sig í hlé. Elías Snæland Jónsson ÍEESN^ „Forsætisráöherra lýsti yfir því á landsfundi 11. þ.m. að breytingar yröu geröar. Vonandi kemst nú hreyfing á máliö," segir greinarhöfunur m.a. Vanþróað lýðræði Kjallarinn Dr. Hannes Jónsson félagsfræöingur bundinn, ekki réttur flokks eða byggðarlags. Það eru lýðræðisleg mannréttindi að vægi hans sé sem jafnast. Allt frá endurreisn Alþingis 1845 hefur íslenskt lýð- ræði verið vanþróað að því leyti að vægi at- kvæða hefur verið ójafnt eftir búsetu. Ofuratkvæðavægi bændastéttarinnar olli því að Jónas frá Hriflu lét sér ekki nægja að stuðla að stofnun Al- þýðuflokks heldur líka Framsóknarflokks. Al- þýðuflokkurinn skyldi verða (jöldaflokkur í bæjum, þar sem létt- „Atkvæðisrétturinn er einstakl- ingsbundinn, ekki réttur fíokks eða byggðarlags. Það eru lýðræð- isleg mannréttindi að vægi hans sé sem jafnast. “ Eðlilegar reglur um kosningar gera þær hið einfaldasta mál. En þær er líka hægt að flækja og gera nær óskiijan- legar, eins og nú- gildandi kosninga- kerfi sannar. Af uppbótakerfinu og reikningskúnst- unum til að jafna á milli flokka leiðir t.d. að í kosningun- um 1995 náði 5. þingmaður Vest- fjarða kjöri með 648 atkvæðum, 6. þing- maður Suðurlands með 874 atkvæðum, en 9. maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík með yfir 3000 atkv. að baki sér náði ekki kjöri. Þar að auki er innbyggt í kerfinu mikið misvægi at- kvæða eftir búsetu. Kjósandirin á Vest- fjöröum og Norður- landi vestra hafði t.d. um þrefalt at- kvæðavægi á við kjósendur í Reykjavík og á Reykjanesi. Jafnvel formaður Framsóknar- flokksins kallaði þetta kerfi nýlega „rugl“ og vill breyta því. Afskræming á lýðræöinu Mismunun atkvæðavægis geng- ur þvert á reglur lýðræðisins. At- kvæðisrétturinn er einstaklings- vægu atkvæðin voru, en Fram- sóknarflokkurinn sterkur í dreif- býlinu, þar sem þungavigtarat- kvæðin voru. Sameiginlega næðu þeir svo stjómartaumunum. Hræðslubandalag Framsóknar og Alþýðuflokks 1956 er þó gróf- asta tilraunin til þess að misnota kerfið tfl valdatöku. Framsókn hliðraði til við framboð fyrir Al- þýðuflokki í kaupstöðum, en Al- þýðuflokkur fyrir Framsókn í dreifbýli. Þannig átti að ná völd- um með minnihluta atkvæða. - En þjóðin tók í taumana. Ljós í myrkrinu Forystumenn ungliðahreyfinga stjómmálaflokkanna afhentu for- mönnum flokkanna við setningu Alþingis áskorun og ítrekuðu tveggja ára hvatningu til jöfhunar atkvæðavægis. Forsætisráðherra lýsti yfir því á landsfundi 11. þ.m. að breytingar yrðu geröar. Von- andi kemst nú hreyfing á málið. En þá ríður á að menn bindi sig ekki í flóknum formúlum í þágu flokkshagsmuna heldur setji í samræmi við reglur lýðræðisins skýrar og gagnsæjar reglur um jafnrétti kjósenda, jafnt vægi at- kvæða. Jöfnu vægi atkvæða má ná með einfaldri aðferð. Lögfesta þarf að við útgáfú kjörskrár skuli þing- mannatala hvers kjördæmis birt, en hún fúndin af Hagstofunni með því að deila tölu þingmanna í kjós- endafjöldann á kjörskrá (1995: 191973:63=3047) og síðan deilitöl- unni (3047) í tölu kjósenda á kjör- skrá í hverju kjördæmi. Með þessari vinnureglu fengist fullt jaftivægi atkvæða við núver- andi kjördæmaskipan, hvort sem þingmönnum yrði fækkað eða fjölgað, og einnig þótt stærð kjör- dæma breyttist og t.d. Akureyri, Hafnarfjörður, Keflavík, Kópavog- ur, Seltjarnames yrðu gerð sér- stök kjördæmi og Reykjavík skipt í 5 kjördæmi eftir hverfum. Hannes Jónsson Skoðanir annarra RUV-skatturinn „Starfsemi RÚV hlýtur að verða að laga að nútíma aðstæðum og breyttu umhverfi í fjölmiðlum. Á ís- landi er ekki lengur þörf á ríkisreknum fjölmiðli. Hvað myndu eigendur Morgunblaðsins gera, ef hug- myndir Guðrúnar Helgadóttur fyrrverandi alþingis- manns næöu fram að ganga og komið yrði á laggim- ar nýju ríkisreknu dagblaði? ... Þar sem RÚV-skatt- urinn er lagður á einstaklinga, en ekki sem nefskatt- ur, er skatturinn í raun aukinn staðgreiðsluskattur eða lækkun á skattleysismörkum. Það er bæði háð- ung og svívirða, að Alþingi skuli láta slíkt viðgang- ast.“ Hreggviður Jónsson í Mbl. 17. okt. Ábyrgð á eigin heilsu „Það er í samræmi við réttlætiskennd þorra al- mennings að krefjast sjálfstjómar af áfengissjúklingi umfram það sem hægt er að ætlast til af t.d. hjart- veikum eða geöfötluðum. ... Margt fólk „missir úr“ daga og vikur í vinnu vegna þess að það hugsar ekki um heilsuna - þótt það drekki ekki frá sér vitið. Það leggst síðan á heilbrigðiskerfið með ofurþunga vegna eigin vanrækslu.... Það er kominn tími til að krefjast meiri ábyrgðar einstaklingsins á eigin heilsu. Áfengissjúkra og annarra.“ Stefán Jón Hafstein í Degi-Tímanum 16. okt. Breyttir áhrifavaldar í atvinnurekstri „Áhrifavaldar í rekstri fyrirtækja eru nú á tímum ekki þeir sömu og þeir sem vom fýrir nokkmm ára- tugum.. . . Þær miklu breytingar sem eru að gerast í umhverfinu ásamt tæknibreytingum einkum á sviði upplýsingatækni og þekkingar starfsmana gera nýjar og meiri kröfur til forystumanna eða yfir- stjómenda fyrirtækja. . . . Ef ekki er leitað nýrra leiða er ekki umbóta að vænta. Forvitni og jákvæð gagnrýni er mikilvægur drifkraftur þróunar og breytinga. Höldum áfram að spyrja og leita.“ Þorkell Sigurlaugsson i Viðskiptablaðinu 16. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.