Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Page 15
14
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996
27
Iþróttir
íþróttir
ef þú spilar til ab vinrta!
Beinu ensku útsendingarnar eru hafnar!
Tveir Evrópuleikir hjá Haukum um helgina:
„Viö ætlum okkur áfram”
Haukar mæta liði Martve Tbilisi
frá Georgíu í tveimur leikjum í
Borgakeppni Evrópu í handknatt-
leik um helgina. Fyrri leikurinn er
á morgun, laugardag, klukkan 16 og
sá síöari á sunnudagskvöld klukkan
20. Báðir leikimir fara fram i
íþróttahúsinu viö Strandgötu.
„Við rennum algjörlega blint í
sjóinn og vitum nánast ekkert um
þetta lið. Ég veit þó að í gegnum tið-
ina hafa komið góð handboltalið frá
þessu héraði í Georgíu. Þetta verður
þvi bara meira spennandi og ég
vona að fólk fjölmenni á völlinn og
styðji við bakið á okkur. Það er
mikill metnaður í okkur Hauka-
mönrnun að ná langt í þessari
keppni svo og öðrum sem við tökum
þátt í. Ég geri mér alveg grein fyrir
að þetta verður strembiö verkefni
en við ætlum okkur áfram,” sagði
Sigurður Gunnarsson, þjálfari
Hauka, við DV í gær.
Haukar hafa stillt miðaverðinu í
hóf, 500 krónur kostar fyrir 13 ára
ogeldri á stakan leik en 700 krónur
ef keyptur er miði á báða leikina.
Böm yngri en 12 ára fá frítt í fylgd
með fúllorðnum. -GH
KR-ingar ráku Champ Wrencher:
„Gerum
miklar
kröfur
Kærir KR?
Samkvæmt heimildum DV er
mjög lUdegt að KR kæri leikinn
gegn ÍA í Lengjubikamum í
körfuknattleik í gærkvöld, en
honum lauk með jafhtefli eins og
fram kemur hér í opnunni. Ron-
ald Bayless lék með ÍA en áhöld
eru um hvort hann sé orðinn
löglegur strax þar sem hann spil-
aði með Val í fyrra. -VS
Stjarnan sigldi Fram-úr
Stjaman sigraði Fram, 18-14, í 1. deild kvenna í handknattleik þegar liðin mætt-
ust í Garðabæ í gærkvöld.
Fram var yfir í hálfleik, 7-8, en Stjaman sigldi fram úr í seinni hálfleiknum.
Markverðir liðanna voru bestu leikmenn vallarins, Fanney Rúnarsdóttir hjá
Stjömimni og Hugrún Þorsteinsdóttir hjá Fram.
Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 5, Nína K. Bjömsdóttir 4, Herdís Sigurbergs-
dóttir 3, Rut Steinsen 2, Inga Fríöa Tryggvadóttir 2, Björg Gilsdóttir 1, Ásta Sölvadóttir 1.
Mörk Fram: Helga Kristjánsdóttir 5, Ama Steinsen 3, Svanhildur Þengilsdóttir 2, Þórunn
Garðarsdóttir 2, Steinunn Tómasdóttir 1, Berglind Ómarsdóttir 1.
-VS
m
É
2. umferö - fyrri leikir
Nimes-AIK ..................1-3
Sion-Liverpool .............1-2
Olimpija Ljubljana-AEK Aþena . 0-2
Galatasaray-Paris SG .......4-2
Barcelona-Rauða stjaman.....3-1
Fiorentina-Sparta Prag......2-1
Benfica-Lokomotiv Moskva .... 1-0
Brann-PSV Eindhoven ........2-1
Körfuknattieiksdeild KR hefur
rekið Bandaríkjamanninn Champ
Wrencher frá félaginu og er hann á
forum til Bandaríkjanna. Við stöðu
hans hjá úrvalsdeildarliði KR tekur
landi hans, David Edwards.
„Champ var alls ekki að leika illa
fyrir okkur en hann átti mjög mis-
jafna leiki. Hann stóð sig alltaf vel
gegn lakari liðunum en datt síðan
niður þegar andstæðingurinn var i
sterkari kantinum," sagði Benedikt
Guðmundsson, þjálfari KR-inga, í
samtali við DV í gær.
„Það má segja að ástæðan fyrir
því að við létum Champ fara sé
blanda af getu hans innan og utan
vallar. Hann var ekki nægilega mik-
ill foringi inni á vellinum, enda er
hómn lokaður persónuleiki. Við
þurfum leikstjómanda sem drifúr
menn áfram. Það hefur verið nokk-
ur doði yfir mannskapnum undan-
farið en nýi leikmaðurinn er þegar
farinn að lofa góðu hvað þetta varð-
ar,“ sagði Benedikt.
KR-ingar hafa oft átt í vandræð-
um með erlenda leikmenn en þeir
sluppu þó vel frá þessum málum í
fyrra.
„Við gerum miklar kröfúr. Við
þurfum leikmann sem getur skorað
20-30 stig í leik, sérstaklega eftir að
þeir Ósvaldur Knudsen og Ólafúr
Jón Ormsson duttu út vegna
meiðsla."
Nýi leikmaðurinn, David Ed-
wards, er 1,77 metrar á hæð. Hann
hefúr leikið með liði í 1. deildinni í
Litháen undanfarið og staðið sig
mjög vel þar. „Hann skoraöi þar að
meðaltali 23,2 stig í leik, átti 8,8
stoðsendingar og stal 4,2 boltum í
leik. Þetta eru góðar tölur enda á
deildin i Litháen að vera sterkari en
úrvalsdeildin hér.“
- Mun Edwards byrja strax að
leika með ykkur?
„Já, hann kom til landsins í gær
og byrjar strax að leika með liðinu.
Það er hins vegar ekki vist að það
verði mikið til að byrja með. Hann
er ekki í neinni æfingu og það mun
örugglega taka þijár vikur að koma
honum í sæmilega góða æflngu. Við
verðum bara að vera þolinmóöir.
Markmið okkar er að gera góða
hluti í vetur og vera með besta liðið
á réttum tíma þegar það skiptir
máli,“ sagði Benedikt enn fremur.
Tveir af bestu leikmönnum KR-
inga eru enn meiddir, þeir Ósvaldur
Knudsen og Ólafúr Jón Ormsson.
„Ósvaldur sleit fremra liðband í hné
og Ólafur Jón á við meiðsli í baki að
stríða. Það er alveg ljóst að þessfr
tvefr leikmenn koma ekki til með að
leika með okkur fyrr en eftir ára-
mótin," sagði Benedikt.
-SK
Evrópukeppni bikarhafa:
Hagi og félagar
skelltu meisturunum
Hlynur og
Sigurlín
prúðust
Frakkinn Patrice Loko er vigalegur á þessari mynd en tilþrifin dugöu skammt
gegn Galatasaray í gærkvöldi og Paris SG mátti þola ósigur í Istanbúl.
Símamynd Reuter
Hlynur Stefánsson úr ÍBV og Sigurlín Jóns-
dóttir úr KR voru í gær útnefnd prúðustu
leikmenn 1. deildar karla og kvenna í knatt-
spymu 1996. Þetta er í sjötta sinn sem KSÍ og
VISA-ísland standa að þessari verðlaunaveit-
ingu.
ÍBV fékk verðlaun sem prúðasta lið 1. deild-
ar karla í sumar og Stjaman í 1. deild kvenna.
Bjami Sigurösson úr Stjömunni og Vanda
Sigurgeirsdóttir úr Breiðabliki fengu sérstakar viðurkenn-
ingar sem fyrirmyndir á glæsilegum ferli en bæði em þau
aö leggja skóna á hilluna.
Dagbjartur Einarsson, útgerðannaður úr Grindavík, og
stuðningsklúbbur Þróttar, „Köttaramir", fengu sérstakar við-
urkenningar fýrir áhuga og stuðning við sitt félag.
Loks vom Grindavík og Reyni úr Sandgerði veittar viðurkenning-
ar fyrir uppbyggingu á knattspymumannvirkjum.
Á myndinni eru verðlaunahafamir eða fúlltrúar þeirra ásamt formanni KSÍ og
fúlltrúum VISA-ísland en Hlynur og Dagbjartur gátu ekki veriö viðstaddir afhend-
inguna í gær. Hlynur er á innfelldu myndinni. -VS
Evrópubikarmeistarar Paris
SG frá Frakklandi máttu þola tap,
4-2, gegn Galatasaray í Tyrklandi
i gærkvöldi en þá fóm fram fyrri
leikimir í 16-liða úrslitum keppn-
innar. Galatasaray, með sjálfan
Gheorghe Hagi fremstan í flokki,
lék frábæran sóknarleik og Hak-
an Sukur skoraði tvö markanna.
Liverpool vann góðan sigur
gegn Sion í Sviss, 1-2. Bonvin
kom Sion yflr en Robbie Fowler
og John Bames svömðu fyrir
Liverpool sem hefði hæglega get-
að skorað fleiri mörk. „Við erum
í góðri stöðu en ég hef varann á
gagnvart Sion sem er gott lið með
frábæran markvörð,“ sagð Roy
Evans, ffamkvæmdastjóri Liver- I '
pool.
Sænsku KR-banarnir í AIK
unnu auðveldan útisigm- á
franska 3. deildar liðinu Nimes,
1-3 og sæti í 8-liða úrslitunum
blasir við þeim.
Gabriel Batistuta og Stefan
Schwartz skoruðu fyrir Fiorent-
ina í 2-1 sigri á Sparta Prag og
Giovanni gerði tvö marka
Barcelona sem lenti undir gegn
Rauðu stjömunni frá Belgrad á
heimavelli en vann að lokum, 3-1.
Benfica og AEK frá Aþenu unnu
sína leiki, eins og sést hér að
ofan, og Brann vann frækinn sig-
ur á PSV Eindhoven. -VS
Þýski handboltinn:
Robert með stórleik
- skoraöi 7 mörk í sigri Schutterwald á Gummersbach
Róbert Sighvatsson átti stórleik
með Schutterwald þegar liðið lagði
Gummersbach, 23-25, á útivelli í 2.
umferð þýsku bikarkeppninnar í
handknattieik í fyrrakvöld. Róbert
skoraði 7 mörk og fiskaði 3 vita-
köst og var þetta fyrsti sigur liðs-
ins á keppnistímabilinu.
„Þetta var besti leikur okkar á
tímabilinu og þessi sigur ætti að
létta af okkur pressunni. Við eig-
um heimaleik gegn Hameln á laug-
ardag og vonandi náum við aö
fylgja þessum góða sigri eftir,“
sagði Róbert í samtali við DV.
Ákveðið hefur verið aö leikurinn
verði í stærri höllinni sem Schutt-
erwald hefúr aðgang að og reiknaði
Róbert með að uppselt yrði á leik-
inn en höllin tekur 5 þúsund
manns.
Gott gengi hjá íslendinga-
liöunum
íslendingaliðin áttu annars góðu
gengi að fagna í bikarkeppninni.
Lærisveinar Kristjáns Arasonar í
Massenheim unnu stórsigur á
Wiesbaden, 25-34. Siguröur Bjarna-
son og félagar hans í Minden unnu
Nettelstedt, 24-23, og Wuppertal,
lið þeirra Dags Sigurðssonar, Ólafs
Stefánssonar og Viggós Sigurðs-
sonar unnu öraggan sigur á 3.
deildar liði Mönchengladbach,
18-26. Ólafur skoraði 4 mörk og
Dagur var með 2 en hann spilaði
aðeins siðari hálfleikinn.
Loks unnu Patrekur Jóhannes-
son og félagar hans í Essen sigur á
3. deildarliði Wörrstadt, 26-18.
-GH
Brann skellti PSV Eindhoven í Evrópukeppninni:
„Svekkjandi að vinna
ekki stærri sigur“
„Það var flott að vinna svona
stórlið en samt var svekkjandi að
vinna ekki stærri sigur. Við fengum
góð færi til að skora fleiri mörk og
svo skomðu þeir frekar ódýrt mark
á síðustu mínútunni," sagði Birkir
Kristinsson, landsliðsmarkvörður í
knattspyrnu, við DV i gærkvöld eft-
ir að lið hans, Brann, vann óvæntan
sigur á hollenska stórliðinu PSV
Eindhoven, 2-1, í Bergen. Þetta var
fyrri viðureign liðanna í 16-liða úr-
slitum Evrópukeppni bikarhafa.
Birkir hafði ekki mikið að gera í
leiknum því Brann sótti stifl mest-
allan timann. Hann þurfti þó tvíveg-
is að verja góð skot í fyrri hálfleik
og bjargaði síðan glæsilega sex min-
útum fyrir leikslok þegar sóknar-
maður Hollendinga komst einn gegn
honum. Mons Ivar Mjelde skoraði
bæði mörk Brann með fjögurra
mínútna millibili um miðjan fyrri
hálfleik. Ágúst Gylfason lék á miðj-
unni hjá Brann og var tvívegis ná-
lægt því að skora í fyrri hálfleikn-
um.
„Liðið spilaði vel og lék sóknar-
leik allan tímann. Áhorfendur vora
vel með á nótunum og stemningin á
vellinum var frábær. Það verður
hins vegar erfitt að fara til
Hollands, sérstaklega þar sem þeir
náðu að skora þetta mark, en það er
aldrei að vita hvað gerist,“ sagði
Birkir Kristinsson. -VS
Lengjubikarinn í körfubolta hófst í gærkvöld:
Nýir Kanar í sviðsljósinu í
jafnteflisleik á Akranesi
Óvenjuleg úrslit, jafntefli, varð
niðurstaðan í leik ÍA og KR i nýja
körfuknattieiksmótinu, Lengjubik-
amum, sem hófst í gærkvöld. Liöin
skildu jöfn, 79-79, á Akranesi. Sam-
kvæmt reglum keppninnar er ekki
framlengt nema báðir leikir liðanna
endi með jafntefli en sá siðari verð-
ur á heimavelli KR-inga á Seltjam-
amesi á morgun.
Bæði lið tefldu fram nýjum
Bandaríkjamanni. David Edwards
spilaði sinn fyrsta leik með KR og
mál manna á Skaganum var að
hann væri ekki betri leikmaður en
Champ Wrencher, sem KR-ingar
sögðu upp störfum á dögunum. Með
IA lék Ronald Bayless og hann
sýndi oft snilldartakta og á eftir að
styrkja Skagaliðið mikið.
Bayless skoraði 31 stig fyrir ÍA,
Dagur Þórisson 12 og Alexander
Ermolinski 11. Edwards skoraði 22
stig fyrir KR, Jónatan Bow 18 og
Hermann Hauksson 16.
Njarðvík vann Val á Hlíðarenda,
69-99, eftir 38-53 í hálfleik en 1.
deildar lið Vals stóð í úrvalsdeildar-
liðinu fram eftir fýrri hálfleik. Tor-
rey John skoraði 19 stig fyrir Njarð-
vík, Rúnar Ámason 13 og Kristinn
Einarsson 12. Ragnar Þór Jónsson
og Jónas Páll Jónasson gerðu 15 stig
hvor fyrir Val.
Haukar unnu öraggan sigur á Þór
í Þorlákshöfn, 55-84, eftir 30-46 i
hálfleik. Shawn Smith skoraði 35
stig fyrir Hauka og Þór Haraldsson
10 en Raymond Hardin skoraði 22
stig fyrir Þór og Óskar Þórðarson
15.
Loks vann Grindavík yflrburða-
sigur á ÍS, 48-105, í íþróttahúsi
Kennaraháskólans.
Þessi lið mætast aftur á laugar-
dag en í kvöld era fjórir leikir í mót-
inu. Þór og ÍR leika á Akureyri, KFÍ
og Skallagrímur á ísaffrði, Breiða-
blik og Tindastóll í Smáranum og
Snæfell og Keflavík í Stykkishólmi.
-DVÓ/VS
Sigurður áfram með Breiðablik
Siguröur Halldórsson verður áfram þjálfari Breiðabliks sem féll í 2.
deildina i knattspymu í haust. Sigurður gerði þriggja ára samning við
Blikana í fyrra, með ákvæði um endurskoðun eftir hvert ár, og gengið
hefur verið frá því að hann haldi áfram.
Kristófer Sigurgefrsson er farinn frá Breiðabliki í Fram og ólíklegt er
að Amar Grétarsson leiki áfram með liðinu en Blikar reikna að öðra leyti
ekki með miklum breytingum á leikmannahópnum. -VS
Lið Juventus efst
hjá veðbönkum
Eftir leikina í meistarakeppni
Evrópu í fyrrakvöld spá veð-
bankar í Englandi því að Juvent-
us verji Evrópumeistaratitilinn
en fram aö þessu hafa þeir spáð
ACMilan sigri. Líkumar á að
Juventus vinni era 9 á móti 4.
Þar á eftir kemur AC Milan með
11/4, Manchester United í þriðja
sæti með 5/1 og Dortmund þar á
eftir með 6/1. Minnstu líkumar
era á að pólska liðiö Widzew
Lodz vinni en þær era 1000/1.
Ronaldo enn
á skotskónum
Brasilíumaðurinn Ronaldo er
á góðri leið með teljast til bestu
knattspymumanna heimsins
þrátt fýrir ungan aldur. Þessi 20
ára gamli strákur hefúr slegið í
gegn með Barcelona á Spáni á
þessari leiktíð og hann lætur
enn meira að sér kveða með
landsliði Brasilíu. í fyrrakvöld
skoraði hann öll þrjú mörk Bras-
ilíu i 3-1 sigri á Litháen í vin-
áttulandsleik.
United ætlar ekki að
kæra Fenerbache
Forráðamenn Manchester
United ætia að láta hjá líða að
kæra tyrkneska félagið Fener-
bache vegna atviks sem henti
eftfr leik félaganna í Evrópu-
keppninni í fyrrakvöld. Æstir
stuðningsmenn Fenerbache
gerðu aðsúg að rútu Manchester
liðsins eftir leikinn, bratu hlið-
arrúðu með þeim afleiðingum að
glerbrotum rigndi yfir nokkra
leikmenn United. Engan þeirra
sakaði en litiu mátti muna.
Cottee semur við
lið frá Malasíu
Framherjinn Tony Cottee, sem
leikið hefur með West Ham i
ensku úrvalsdeildinni, hefur
gert eins árs samning við lið
Selangor í Malasíu.
Tabarez fær að
halda starfinu
Silvio Berlusconi, eigandi
ítalska stórliðsins AC Milan, seg-
ir aö Oscar Tabarez, þjálfari Mil-
an, þurfi ekki að hafa áhyggjur
af því að missa starfíð. ítalskir
fjölmiðlar gerðu því skóna að
Tabarez fengi að taka poka sinn
eftir 2-1 tap gegn Gautaborg í
Evrópukeppni í fyrrakvöld sem
kom í kjölfar 3-0 tap gegn Roma
í 1. deildinni um síðustu helgi.
íslandsmótið í
kumite á laugardag
íslandsmótið í karate, kumite
hlutinn, verður haldið á laugar-
daginn í íþróttahúsi Víðistaða-
skóla í Hafnarfirði. Mótið hefst
klukkan 13 og er áætiað að úrslit
hefjist klukkan 15.
Gunnar Már kyrr
hjá Leiftri
Gunnar Már Másson hefur
gert nýjcm samning við 1. deildar
lið Leifturs í knattspymu en á
tímabili var útiit fyrir að hann
færi í Val.
Woosnam úr leik
Fyrsta umferðin á heimsmeistaramótinu í holukeppni í golfi var leikin í
Wentworth á Englandi í gær en þar er um útsláttarkeppni 12 snjallra kylfmga að
rasða.
Colin Montgomerie vann Ian Woosnam í einvígi bresku snillinganna. Vijay
Singh frá Fiji vann Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, Steve Stricker frá Banda-
ríkjunum vann Steve Elkington frá Ástralíu og Mark O’Meara frá Bandaríkjun-
um vann Nobuo Serizawa frá Japan.
Fjórir sátu hjá og mæta i dag sigurvegurunum frá því í gær. Emie Els mætir
Stricker, Tom Lehman mætir O’Meara, Steve Jones mætir Singh og Mark Brooks
mætir Montgomerie. -VS
♦-
-4 ■