Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 37 DV Kristinn R. Ólafsson er sögu- maður á Spænsku kvöldi í Hlað- varpanum. Lífið er ekki saltfiskur í kvöld er sýning á Spænsku kvöldi sem hefur undirskriftina La via no es bacalao eða Lífið er ekki saltfiskur. Hefur sýningin gengið í Kaffileikhúsinu í Hlað- varpanum fyrir fullu húsi að undanfornu. Um er að ræða tón- listar-, dans- og leikveislu þar sem leitast er við að skapa góða kvöldstund úr broti af þeim efnivið sem spænskir listamenn hafa lagt mannkyninu til. Tón- listin sem flutt er spannar marg- ar aldir, sú elsta er frá miðöld- um og sú nýjasta frá seinni hluta 20. aldar. Leikhús Sá sem hefur samið textann og er sögumaður er Kristinn R. Ólafsson sem býr í Madrid og er þekktur útvarpsmaður hér heima en reglulega sendir hann frá sér pistla sem mikill fengur er í. Auk Kristins taka þátt i sýningunni Sigríður Ella Magn- úsdóttir söngkona, Lára Stefáns- dóttir dansari og gítarleikararn- ir Pétur Jónasson og Einar Kristján Einarsson. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir. Milli himins og jarðar Maður, guð og menning í hnot- skurn hugvísinda er umræðuefni á Hugvísindaþingi sem haldið verður í dag og á morgun í aðal- byggingu Háskóla íslands. Smiðjudagar á Úlfljótsvatni Smiðjuhópurinn heldur sína ár- legu Smiðjudaga að Úlfljótsvatni um helgina. Um er að ræða úti- legu eldri skáta með ýmsum verk- efnum. Farið verður frá BSÍ í kvöld kl. 20.00. íslenskt dagsverk '97 Námsmannahreyfíngin íslenskt dagsverk ’97 heldur landsfund á Akranesi um helgina. Á fúndinn mæta fulltrúar frá öllum skólum víðs vegar af landinu. Fundurinn hefst í kvöld og verður slitið á há- degi á sunnudag. Samkomur Alliance Francaise býður í bíó 1 kvöld kl. 20.30 mun Alliance Francaise bjóða ókeypis í bíó. Sýnd verður kvikmynd eftir sögu Pierre Loti, Pécheur d’Islande sem segir frá daglegu lífi fólks í litlu bretónsku þorpi, þaðan sem sóttur var fiskur alla leið til íslands- stranda. Sýningin er í Austur- stræti 3 og er gengið inn frá Ing- ólfstorgi. Myndin er á frönsku og ótextuð. Hörður Torfa í Valaskjálf Hörður Torfa heldur landsreisu sinni áfram. í kvöld leikur hann í Valaskjálf á Egilsstöðum og annað kvöld á Hótel Tanga á Vopnafirði. Á sunnudagskvöld verður Hörður síðan á Þórshöfn. Félagsvist Spiluð verður félagsvist í Gjá- bakka, Fannborg 8, í kvöld kl. 20;30. Kabarett á Inghóli á Selfossi: Sólarauki á Kosta del Karma Það er ekki bara í Reykjavík sem settar eru upp kabarettsýn- ingar og skemmtidagskrá. Þeir sem heimsækja Selfoss um helgina geta barið augmn uppfærslu Leik- félags Selfoss á kabarett sem sýnd- ur er í veitingahúsinu Inghóli við Austurveg. Um er að ræða samvinnu Leik- félagsins, hljómsveítarinnar Karma og Inghóls. Kabarettinn sem úr þessu samstarfi kemur heitir Sólarauki á Kosta del Karma og á þessari sýningu fá all- ir sólarauka í kroppinn. Næsta sýning er annað kvöld. Skemmtarúr Gloss á Fógetanum Gleði- og diskóhljómsveitin Gloss mun spila á Fógetanum í kvöld og annað kvöld. í sumar sendi hljómsveitin frá sér lagið Allir dansa salsa og var það mikið Sólaraukafólkiö á Selfossi er hér á myndinni kátt aö lokinni frumsýningu. Fremst á myndinni er Katrín Karlsdóttir leikstjóri. spilað. Þau sem skipa Gloss eru: Helga J. Úlfarsdóttir, söngur, Matthías Baldursson, hljómborð, sax, raddir, Freyr Guðmundsson, trompet, slagverk, Hjalti Grétars- son, gítar, Kristinn Guðmundsson, bassi, og Finnur P. Magnússon, trommur. Hálendisvegir að mestu ófærir Færð á vegum er yfirleitt góð. Hálka getur þó myndast fljótt á heiðum um allt land. Vegavinnu- flokkar eru enn víða að lagfæra, meðal annars á leiðinni Hafnar- fjörður-Keflavík, Fáskrúðsfiörður- Reyðarfjörður og Brjánslækur- Siglunesvegur. Á Öxarfjarðarheiði er komiim 5 tonna hámarksöxul- þungi. Færð á vegum Nú eru flestir hálendisvegir lok- aðir vegna snjóa og þeir sem ætla á hálendið ættu að leita sér upplýs- inga áður en lagt er af stað. Ástand vega m Hálka og snjór 0 Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir C^ánfrnrstóðu m þungfært 0 Fært fjallabílum Dóttir Hrefnu og Guðmundar Myndarlegi drengurinn á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 14. október kl. 13.32. Hann Barn dagsins var viö fæðingu 3320 grömm að þyngd og 49 sentímetra langur. For- eldrar hans eru Hrefna Björg Gunnarsdóttir og Guðmundur Ámason og er hann fyrsta bam þeirra. John Travolta leikur George. Meö honum á myndinni er Kyra Sed- wick. FYrirbærið Fyrirbærið (Phenomenon), sem Sam-bíóin sýna, gerist í litlu sveitaþorpi í Kalifomíu. Sagt er frá George Malley en líf hans tek- ur óvænta stefnu á 37. afinælis- degi hans. Hann öðlast nýja hæfi- leika sem m.a. felast í að hann getur fært hluti með hugar- orkunni einni, lært ný tungumál á 20 mínútum, skynjað undanfara jarðskjálfta, innbyrt innihald allt að 5 bóka á sólarhring og fleira mætti nefha. Vinum George og þorpsbúum öllum verður brugðið við hina nýju hlið á honum en hann heldur sínu striki og fer aö einbeita sér að lífrænum rann- sóknum og fleiri verkefiium sem engan hafði órað fyrir. Samt gleymir hann ekki unnustu sinni, Lace, sem á fastan stað i hjarta hans á hverju sem gengur. Kvikmyndir Með aðalhlutverkið fer John Travolta og þykir hann fara eink- ar vel með vandmeðfarið hlut- verk. Kyra Sedwick leikur unn- ustu hans. Aðrir þekktir leikarar í myndinni era Forest Whitaker og Robert Duvall. Nýjar myndir: Háskólabíó: Klikkaði prófessorinn Laugarásbíó: Flóttinn frá L.A. Saga-bíó: Það þarf tvo til Bíóhöllin: Gulleyja Prúðuleikar- anna Bíóborgin: Dauðasök Regnboginn: Girl 6 Stjörnubíó: Djöflaeyjan Krossgátan J— T~ r i T~ ió I " 19" m ■■■ 15 ir~ I9 I k ’ii n pF“ Lárétt: 1 sáldur, 6 hætta, 8 einnig, 9 lausung, 10 beiðni, 11 karldýr, 12 bikkjan, 15 kökur, 18 gálga, 20 gegn, 21 nægtir, 22 skóli. Lóðrétt: 1 lævís, 2 vitur, 3 hagur, 4 blót, 5 sléttum, 6 gráta, 7 elska, 13 úrkoma, 14 brúka, 16 tölu, 17 rödd, 19 svik. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 spyma, 8 ollu, 9 ógn, 10 rós, 12 nagi, 13 Agnar, 15 ið, 16 laun, 17 öng, 19 örðugur, 21 glamur. Lóðrétt: 1 sora, 2 plógar, 3 yl, 4 ran- an, 5 nóa, 6 agginu, 7 snið, 11 snuða, 14 rögu, 16 lög, 18 gró, 20 varðandi. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 231 18.10.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,220 67,560 67,450 Pund 106,590 107,130 105,360 Kan. dollar 49,700 50,010 49,540 Dönsk kr. 11,3820 11,4430 11,4980 Norsk kr 10,2810 10,3380 10,3620 Sænsk kr. 10,1090 10,1650 10,1740 Fi. mark 14,5660 14,6520 14,7510 Fra. franki 12,9000 12,9740 13,0480 Belg. franki 2,1156 2,1283 2,1449 Sviss. franki 52,9800 53,2700 53,6400 Holl. gyllini 38,8300 39,0600 39,3600 Þýskt mark 43,5800 43,8100 44,1300 ít. líra 0,04369 0,04397 0,04417 Aust sch. 6,1930 6,2320 6,2770 PorL escudo 0,4323 0,4349 0,4342 Spá. peseti 0,5175 0,5207 0,5250 Jap. yen 0,59700 0,60060 0,60540 írskt pund 107,420 108,090 107,910 SDR 96,12000 96,70000 97,11000 ECU 83,6700 84,1700 84,2400 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.