Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1996, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1996 Fréttir DV Vegurinn á Bitruhálsi í Strandasýslu: Tugir bíla út af og DV, Hólmavík: Bitruhálsinn er stuttur fjallvegur r ^ Framleitt á íslandi. Kauptu það! (3) SAMTOK IÐNAÐARINS á milli Bitru-og Kollaijaröar, - tæpir 300 metrar yfir sjó. Akstursaðstæð- ur eru því oft allt aðrar þar en nið- ur við sjóinn og eru þess ófá dæmi að þetta sé eini staðurinn þar sem selja þarf keðjur undir bíla á akst- ursleiðinni frá Reykjavík til ísa- fjarðar. Nokkrar hugmyndir hafa verið reifaðar um mögulegar úrbætur á þessari leið. Lengst við lýði hefur verið sú að færa veginn niður og Hættusvæði, DV Tílveran: Skemmtileg og öðruvísi neytendaumfjöllun er alla þriðjudaga í DV. Umfjöllunin er á fjórum samliggjandi síðum og fjallar um allt sem viðkemur fjölskyldunni, heimilinu, vinnunni og áhugamálum fólks. 0X3 Tippf réttir: Tippfréttir er lifandi íþróttaumfjöllun þar sem er að finna allt sem viðemur enska og ítalska boltanum og lengjunni. irssg Menning: Fjölbreytt og skemmtileg menningarumfjöllun í umsjón Silju Aðalsteinsdóttur er alla Þriðjudaga í DV. hafa farið þar stórskemmst Gísli Jósepsson kominn meö jaröýtu til aö draga upp bílinn sem fór út af og niöur brekkuna 6.nóvember. Vegskiltiö viö Hannesarbeygju þar sem merkingin er slysasvæöi. DV-myndir GF 'Jftá fara meðfram sjónum fyrir Stiga sem kallað er. Sú tillaga nýtur litill- ar hylli landeigenda svo og unnenda sérstaks náttúrufars og dýralífs sem óneitanlega er sérstakt á þessu svæði. í öðru lagi væru jarðgöng þama á milli tvímælalaust besta lausnin en tiliaga þess efnis á sér formælendur fáa eftir þann stórskammt jarð- gangna sem Vestfirðingar hafa ný- fengið. Nú síðast hefur verið til skoðunar að breyta nokkuð þeim vegi sem fyrir er og nýta byrjunar- hluta hans Kollafjarðarmegin en koma niður nálægt bænum Bræðra- brekku Bitrumegin. Er þá kominn mun lengri fjallvegur með færri og lægri brekkum og beyjum en nú er en hefði þann gaila að þar væri við- varandi skafrenningur í rikjandi vetrarátt eftir að snjór er kominn á jörð. Á undanfomum árum hafa ein- hverjir tugir bíla farið útaf veginum á Bitruhálsi vegna þeirra erfiðu akstursskilyrða sem þar geta snögg- lega orðið nánast á hvaða árstíma sem er. Fjölmargir þeirra hafa stór- skemmst og nokkrir eyðOagst en ennþá hafa ekki orðið stórslys á fólki og ekkert manntjón. Einna minnst hefur líklega munað aðfara- nótt 6.nóvember sl. þegar bíll frá Vöruflutningum Sigríðar fór þar út af og niður snarbratta hlíðina. Við svonefnda Hannesarbeygju, sem er stutt þar frá, hefur um nokk- urt skeið staðið skilti merkt slysa- svæði. Nú standa þar yfir vegafrcim- kvæmdir „sem er alltof lítil fram- kvæmd“ segir Magnús Guðmunds- son umdæmisstjóri hjá Vegagerð- inni á Hólmavík. Hann segir að þama hafi lengi verið hálfgerður slysastaður og þörf sé meiri úrbóta en þar sé unnið að. Vandamálið er að óvissa ríkir um hvaða stefna verði tekin við að ráða fram úr sam- gönguvanda þessa svæðis. Menn séu heldur hreint ekki sammála um forgangsröðun verkefna í vegagerð á Vestfjörðum. „Það er eins og einhver hulin hönd haldi þama verndarhendi yfir vegfarendum," varð staðkunnugum manni að orði þegar eitt umferðaró- happið varð þar fyrir nokkrum árum. Enn hvað lengi?. Guðfinnur Fjöliöjan á Akranesi: Meiri fatnaður sendur utan en reiknað var með DV, Akranesi: „Ég hef alltaf verið bjartsýnn á þennan rekstur en fljótt geta veður skipast í lofti og við þurfum meiri framlög. Margir bíða eftir að kom- ast í vinnu hjá okkur og ásóknin eykst. Við fengum í fyrra 4,7 millj- ónir króna í framlög en í ár 14,8 milljónir. Það er ekki alveg hægt að bera þetta saman því búið er að sam- eina endurhæfmguna og dagvist- ina. Þetta er rekið saman og er hluti af hagræðingunni. Þótt at- vinnuástandið hafi lagast þá breyt- ir það ekki miklu hjá fólki með skerta starfsorku. Það er hér ákveðinn hópur sem þarf þjónustu bæði í vinnu og þjálfun," sagði Þorvarður Magnússon, forstööu- maður Fjöliðjunnar, vinnu- og endurhæfingarstaðar á Akranesi, við DV. Aukinnar bjartsýni gætir í rekstri Fjöliðjunnar - áður Vemd- aður vinnustaður á Vesturlandi - og að sögn Þorvarðar kemur þar margt til. Aukin framlög frá ríki og bæjaryfirvöldum, auknar tekj- ur og hagræðing. Fiöliðjan sér m.a um að flokka fatnað og pakka hon- um fyrir-Rauða krossinn og er þeg- ar búið að senda miklu meira af flokkuðum fatnaði utan en gert hafði verið ráð fyrir, eða 47 tonn í ár. í upphafi var gert ráð fyrir að þetta yrðu um 20 tonn á ári. Þá hefúr Fjöliðjan selt úr landi 60 tonn af óflokkuðum fatnaði. Bifreiðastöð ÞÞÞ á Akranesi hef- ur flutt til Akraness á annað hund- rað torrn af fatnaði án þess að taka krónu fyrir. Það hlýtur að vera einsdæmi að fyrirtæki veiti Rauða krossinum svo góðan stuðning og á Þórður heiður skilinn fyrir fram- takið. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.