Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 9 Utlönd Jackson kvænist á laun í Ástralíu Bandaríski söngvarinn Michael Jackson kvæntist í gær hjúkrunar- konunni Debbie Rowe sem ber bam hans undir belti. Hjónavígslan fór fram í svítu á lúxushóteli í Sydney í Ástralíu og voru nokkrir vinir söngvarans og hjúkrunarkonunnar viðstaddir. „Brúðurin var í hvítu. Ég veit ekki hvort það var brúðarkjóll. Ég veit ekki hvemig Michael var klæddur,“ sagði talsmaður Jacksons við fréttamenn. Brúðkaupið fór fram aðeins tíu dögum eftir að Jackson tilkynnti að Rowe, sem hjúkraði honum þegar hann var haldinn sjaldgæfum húð- sjúkdómi, myndi ala honum barn snemma á næsta ári. Jackson vísaði á bug orðrómi um að Rowe hefði gengist undir gervifrjóvgun og að hann hefði greitt henni háifa millj- ón dollara fyrir að ganga með bam hans. Þetta er í annað sinn sem Jackson kvænist á laun. í janúar síðastliðnum sótti Lisa Marie Presley um skilnað frá honum eftir 20 mánaða hjónaband en þau gengu upp að altarinu í Dóminíska lýð- veldinu. Stuttu fyrir þá hjónavígslu hafði Jackson verið sakaður um kynferðislega misnotkun á ungum dreng. Rowe skildi við fyrrverandi eigin- mann sinn fyrir átta ámm og býr í úthverfi Los Angeles. Sagt er að hún hafi hitt Jackson fyrir 15 árum þegar hún starfaði hjá lækni sem meðhöndlaði hann vegna húðsjúk- dóms. Hjónakornin munu eyða hveitibrauðsdögunum í Ástraliu en þar verður Jackson við tónleikahald út nóvember. Reuter Björk viö komuna á MTV- verölaunahátíöina f London f gærkvöld en þar af- henti hún George Michael, sem kjörinn var besti söngvarinn, verölaun. Sjálf var Björk tilnefnd sem besta söngkonan en heiðurinn hlaut Alanis Moris- sette. Símamynd Reuter Litlu mátti muna yfir Englandi: 250 metrar milli véla Stuttar fréttir Enginn misskilningur Indverskur embættismaður sagði í gær að hljóðritanir á sam- tölum flugmanna og flugumferð- arstjóra fyrir árekstur tveggja flugvéla yfir Indlandi sýndu að báðir flugmennimir hefðu skilið gefin fyrirmæli. Landnemar mótmæla ísraelskir landnemar ætla að efha til mótmæla vegna fyrirhug- aðst brottflutnings ísraelskra her- manna frá Hebron. Ferðamanna saknad Sex Tékka og Slóvaka og átján egypskra skipveija er saknað eft- ir að skemmtisiglingabát hvolfdi á Níl í Egyptalandi. Njjósnari látinn laus Svíinn Stig Bergling, sem njósnaði fyrir Sovétríkin, verður látinn laus í júlí næstkomandi. Haxm hefur þá afplánað helming af 23 ára fangelsisdómi. Brenndi sig til bana 24 ára Indverji lést í gær eftir að hafa kveikt í sér til að mót- mæla því að Miss World fegurð- arsamkeppnin skuli haldin á Ind- landi. Mega beita ofbeldi Hæstiréttur í ísrael felldi i gær úr gildi bráðabirgðareglugerð sem bannaði leyniþjónustunni að beita ofbeldi. Ónæmar fyrir alnæmi Læknar frá Kenýa og Kanada tilkynntu í gær að þeir hefðu fundið hóp vændiskvenna í Na- íróbí sem virtist ónærnur fyrir HTV-veirunni sem orsakar al- næmi. Hópur Kákasusbúa virðist einnig ónæmur fyrir smiti. Reuter Aðeins 250 metrar skildu að tvær farþegaþotur yfir suðurhluta Eng- lands síðastliðinn þriðjudag þegar flugumferðarstjóri áttaði sig á hvað var að gerast og skipaði flugmanni annarrar þeirra að hækka flugið taf- arlaust. Þar með kom hann í veg fyrir hugsanlegan árekstur. Þoturnar sem í hlut áttu voru Bo- eing B-737 frá hollenska flugfélaginu KLM og McDonnell Douglas MD-80 frá SAS, að þvi er stéttarfélag bre- skra flugumferðarstjóra skýrði frá í gær. Atburðurinn átti sér staö þegar vélamar tvær voru að bíða eftir því að geta lent á Heathrow-flugvelli við London. Þetta gerðist um miðjan dag á þriðjudag, aðeins nokkrum klukkustundum eftir árekstur sádi- arabísku farþegaþotunnar og flutn- ingavélarinnar frá Kasakstan yfir Indlandi þar sem um 350 létu lífiö. Að sögn embættismanns voru skráð aðeins fimm jafn alvarleg at- vik á síðasta ári í Bretlandi. Flugumferðarstjórafélagið skýrði frá því að KLM-þotan, sem var að koma frá Amsterdam, hefði fengið leyfi til að lækka flugið úr 16.000 fet- um í 15.000 en hún hefði farið niður í 14.100 fet, svo til sömu hæð og SAS vélin var í, en hún var að koma frá Árósum. Málið er í rannsókn.Reuter 3'0‘3'Bl j unnið y£&~***" tesr — Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. nóvember 1996 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 24. útdráttur 1. flokki 1990 - 21. útdráttur 2. flokki 1990 - 20. útdráttur 2. flokki 1991 - 18. útdráttur 3. flokki 1992 - 13. útdráttur 2. flokki 1993 - 9. útdráttur 2. flokki 1994 - 6. útdráttur 3. flokki 1994 - 5. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 15. nóvember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. C&] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS I 1 HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 569 6900 ef þú greiöir áskriftina beingreiöslum Þeir seni tjreiöa áskriftina meö beingreiöslum fá 5°/o afslátt af áskriftarverði miðað viö þá sem greiöá meö gíróseðli. Þú græðir jiví einn og hálfan sjónvarpsdag í hverjum mánuöi og sparar |iér auk þess ferö í bankann. Allar nánari upplýsingar um beingreiöslu færðu bjá viðskiptabanka þínum eöa áskriftardeild Stöövar 2, (sími 515 600CQ - ( grænt númer 800 6161 ) 18 Philips 29” sjónvarpstæki Heimiiistækihf i vcrðlaun til jóla fyrir þá seni greiöa áskriftina með beingreiðslu í beingreiðslu cr áskriftargjaldið niillifært beint af reiknimji þínu í banka/sparisjóði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.