Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 Fréttir Ellefu sentímetra langur vlr fjarlægður úr llkama tvttugrar stúlku: Vírinn kominn upp í háls og lá þvert yfir barkakýlið - segir Þrúður Halla Guðmannsdóttir - vírinn rakinn til spítalavistar hennar í janúar 1995 „Ég var búin að finna fyrir verkj- um ofarlega í vinstri handlegg og kvartaði sáran en læknar sem skoð- uðu mig töldu þetta vera vöðva- bólgu og létu mig hafa lyf til að minnka bólguna. Verkurinn ágerð- ist og loks var ég send í myndatöku. Kom þá í ljós að það var einhver mjór hlutur alveg upp við vinstri öxl. Ég var þá send suður á Land- spítala til frekari rannsókna. Þar var ákveðið að skera mig upp og þá kom í ljós þessi vír sem var kominn alla leið upp í hálsinn á mér og lá þvert yfir barkakýlið," segh Þrúður Halla Guðmannsdóttir, tvítug stúlka frá Blönduósi sem lenti í þvi að 11 sm langur örmjór vír var fjarlægður Þrúður Halla Guðmannsdóttir, tvítug stúlka frá Blönduósi sem lenti f því að 11 sm langur örmjór vír var fjarlægður úr lík- ama hennar á fyrir um tveimur vikum. Þrúður segir lækna hafi verið mjög undrandi yfir þessu en lík- legustu skýringar telji þeir að megi rekja til veru hennar á spít- alanum í janúar 1995. DV-mynd G. Bender úr likama hennar á Landspítalan- um fyrir um tveimur vikum. Þrúður segir að læknar hafi verið mjög undrandi yfir þessu en líkleg- ustu Því var plastslanga þrædd í æð í hægri handlegg með örmjóum vír sem þessum. Læknamir telja líkleg- ast að vírinn hafi verið gallaður og brotnað þegar verið var að draga hann út og því hafi 11 sm af honum orðið eftir. Það virðist sem vírinn hafi verið á ferð í líkamanum á mér í eitt og hálft ár því hann hlýtur að hafa komist inn í hægri handlegg. skýringar telji þeir að megi rekja tÚ veru hennar á spítalanum í janúar 1995. Þá var Þrúður lögð inn á spítalann vegna fósturláts og segist hafa verið mjög langt leidd. Á ferð í líkamanum „Ég var í lífshættu og það var mikill blóðmissir úr líkamanum. Síðan hefur hann verið kominn í vinstri handlegg þar sem ég fann svo mikið til og þegar ég var skorin upp var vírinn kominn upp í háls,“ segir Þrúður Halla. Hún segist nú vera við ágæta heilsu enda „vöðvabólgan“ horfin úr líkamanum. Heimilislæknir Þrúðar Höllu á Blönduósi staðfesti í samtali við DV að vírinn hefði verið fjarlægður úr líkama hennar. Læknirinn vildi ekki tjá sig frekar um málið vegna trúnaðarskyldu. Bjami Torfason, skurðlæknir á Landspítalanum, fjarlægði vírinn úr Þrúði Höllu. Að sögn Bjarna gekk aðgerðin vel. -RR Skemmdarverkin í Akureyrarkirkju: Skipta þarf um 200 pípur í orgelinu DV, Akureyri: „Þetta er mjög mikið tjón en þó hefði það getað farið mun verr. Sá eða þeir sem þarna voru að verki eyðilögðu 200 af rúmlega þrjú þús- und pípum í orgelinu sem þýðh að 4 raddir af 49 röddum hljóðfærisins eru ónothæfar. Þá hefði tjónið einnig orðið mun meira ef átt hefði verið við vélverk og annan tækni- búnað orgelsins,“ segir Bjöm Stein- ar Sólbergsson, orgelleikari í Akur- eyrarkirkju, en mikil skemmdar- verk vom framin í kirkjunni að- faranótt sunnudags. Ár er síðan orgelið var endur- byggt að verulegu leyti og nam kostnaður við það verk um 40 millj- ónum króna. Bjöm Steinar segir að þegar hafi verið haft samband við danskt fyrirtæki, sem annaðist það verk, og menn frá fyrirtækinu séu væntanlegir í næstu viku til að kanna skemmdimar á orgelinu. Síð- an þarf að smíða í það nýjar pípur og ef allt fer að óskum verður orgel- ið komið í lag í janúar. Skemmdarvargurinn eöa varg- arnir létu sér ekki nægja að vinna skemmdir á orgelinu. Þeir fóra um alla kirkjuna, upp í tum, inn í flest herbergi og um kirkjuskipið sjálft og mátti rekja slóð þeirra þar sem þeir unnu skemmdir víða. Heildar- tjón er talið geta numið milljónum króna en Bjöm Steinar segir óger- legt að segja fyrir um það á þessu stigi hvaö viðgerð á orgelinu muni kosta. Rannsóknarlögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins sem stendur yfir. -gk Björn Steinar Sólbergsson við orgelið í Akureyrarkirkju þar sem ótrúlegt skemmdarverk var framið. DV-mynd -gk Alþingi: Aðeins nefndarfundir Síðasta skipið heim úr Smugunni DV, Akuieyri: Smuguveiðum íslendinga lýkur formlega í kvöld er Eyborg EA frá Hrisey kemur til heimahafnar en Eyborgin er síðasta íslenska skip- ið sem kemur úr Smugunni á þessu ári. Birgir Sigurjónsson, útgerðarm- aður Eyborgar, segir að skipið hafi verið þar í um mánaðartíma og aflabrögð hafi verið treg. Reyndar sagðist Birgir ekki hafa nákvæmar heimildir um aflaverðmæti en það væri lágt. Talið er að heildaraflaverðmæti úr Smugunni á árinu nemi um 25 milljónum króna sem er nokkuð minna en verið hefur undanfarin ár. -gk Þessa viku verða engir fúndir haldnir á Alþingi. Þess í stað verð- ur unnið alla dagana við nefridar- störf. „Þetta er nýjung í þinghaldinu. Það var samþykkt af forsætisnefhd þingsins í samvinnu við þingflokka við upphaf þingstarfa í haust að taka eina viku á haustönn og aðra á vorönn undir nefndarstörf ein- göngu. Hugmyndin á bak við þetta er að einbeita kröftunum S skoöa mál vel og afgreiða þau fyrr frá nefhdum,“ sagði Guðni Ágústsson, einn af varaforsetum Alþingis, í samtali við DV í gær. „Þetta er bara tilráun og mn leið var lagt til að mál kæmu fyrr fram á Alþingi svo hægt væri að skoða þau vel. Hins vegar hefur mér þótt skorta á að ríkisstjómin komi með sín mál nógu snemma. Ég efast um að öll þau mál sem hún ætlar að fá afgreidd fyrir jólafrí séu komin fram,“ sagði Guðni Ágústsson. -S.dór Stuttar fréttir Boðið í hverfla Fimm erlend stórfyrirtæki eða fyrirtækjasamsteypur fá að bjóða í tvær hverfilsamstæöur fyrir gufuvirkjun á Nesjavöílum. Samkvæmt RÚV verða viðskipt- in á annan milljarð króna, helm- ingurinn í svonefhdum ígildis- viðskiptum. Fjárfest í hugbúnaði Breskt hugbúnaðarfýrirfæki, CODA Group, hefur keypt dótt- urfyrirtæki íslenskrar forrita- þróunar, SHS, fyrir 320 milljón- ir króna. Samkvæmt RÚV hyggst CODA með kaupunum styrkja stöðu sína á sviði við- skiptahugbúnaðar. Misst af loðnu íslendingar hafa orðið af ríf- lega 4 milljarða króna tekjum síðustu árin þar sem ekki hefur tekist að veiða leyfilegan loðnu- kvóta. Stöð 2 greindi frá þessu. Boðið til Nóbels Þremur þingkonum Kvenna- listans hefur verið boðið að vera viðstaddar næstu afhendingu friðarverðlauna Nóbels í Osló. Samkvæmt Stöö 2 er þetta í fyrsta sinn sem íslendingum hlotnast sá heiður. Selt í Skýrr Rétt rúmur helmingur hluta- bréfa í Skýrr verður boðinn út á næstunni, bæði hér og erlendis. Sjónvarpið greindi frá þessu. Sparað úti á landi Spara á 160 milljónir í rekstri sjúkrahúsa á landsbyggðinni á næsta ári. Þetta kom fram í Sjón- varpinu. -bjb j rödd FOLKSINS 904 1600 Hafa íslenskir raungreinakennarar brugðist? basli gegn Clippers Chicago í Chicago lenti í miklum vand- ræðum með LAClippers í NBA- deildinni í körfuknattleik í nött en tókst að knýja fram sigur á lokakaflanum, 84-88, eftir að hafa verið undir lengi vel. Michael Jor- dan var í aðalhlutverki að vanda og skoraði 40 stig. Metaðsókn var á leikinn, 16,144 áhorfendur mættu. Luc Longley, miðherji Chicago, slasaðist á öxl þegar hann brá sér í sund kvöldið fyrh leik og spilar ekki á næstunni. Úrslitin í nótt: Orlando-Milwaukee........88-100 Anderson 25, Grant 16, Armstrong 13 - Gilliam 24, Robinson 23, Baker 13. Washington-Minnesota .... 105-98 Howard 24, Webber 16, Strickland 13, Whitney 13 - Gugliotta 25, Marbury 13. Utah-New Jersey..........108-92 Malone 27, Homacek 19, Carr 14 - Kitt- les 12, Massenburg 12, Obannon 12. LA Clippers-Chicago...........84-88 Roberts 15, Vaught 14, Sealy 13 - Jord- an 40, Pippen 15, Kukoc 13. Armon Gilliam átti stórleik þeg- ar Milwaukee vann í Orlando. Þetta var fiórða tap Orlando á heimavelli í vetur og þau era orðin jafnmörg og á öllu síðasta tímabili. Utah hafði mikla yfirburði gegn New Jersey og vann 7. sigurinn í röð. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.