Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 5 I>V Fréttir Kjaraviöræöurnar fara hægt af staö: Of stuttur undir- búningstími frá lagasetningunni - segir Ásmundur Hilmarsson „Það hefur komið í Ijðs að sá tími sem verkalýðsfélögin höfðu til undirbúnings kjarasamning- unum frá því að vinnulöggjöf- inni var breytt í vor var of stutt- ur. Það er staðreynd að sumar- tíminn nýtist ekki til svona verka og þess vegna hefur þetta allt farið svo hægt af stað sem raun ber vitni. Eins er hitt að svo margt í samningagerðinni nú eftir lagabreytinguna er alveg nýtt og því engin hefð til um vinnubrögðin. Þess vegna er mikilvægt fyrir aðila vinnu- markaðarins að fara eins varlega og hægt er til þess að festast ekki í einhverju sem menn síðan kæra sig ekki um. Því má segja að víða séu menn að þreifa sig áfram,“ sagði Ásmundur Hilm- arsson hjá Alþýðusambandi ís- lands. Hann hefúr undanfarið unnið að undirbúningi kröfu- gerðar fyrir Dagsbrún og Fram- sókn fyrir komandi kjarasamn- inga. Þórir Einarsson ríkissátta- semjari sagðist fylgjast grannt með framvindunni enda þótt málum hafi ekki verið vísað til sín. Mikið af sérkjaraviðræðum landssambanda ASÍ og viðsemj- enda þeirra fer fram í húsnæði sáttasemjara. Hann sagði að menn hefðu verið sammála um að taka sérkjarasamninga fyrir í nóvember en snúa sér að gerð aðalkjarasamnings í desember. Hann segist hafa tekið eftir því að fyrstu skrefin í þessum samn- ingum eftir nýju lögunum hafi verið svolítið erfið. Menn hafi farið afar hægt af stað. Þórir Einarsson sagði að í við- ræðuáætlunum hafi menn yfir- leitt samið um að gera hlé á við- ræðum milli jóla og nýárs hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Enda þótt landsamböndin inn- an ASÍ fari nú hvert fýrir sig með samningsumboð einstakra félaga innan sambandanna, má allt eins gera ráð fyrh* því þegar að heildarkjarasamningi kemur sameinist þau að meira eða minna leyti við gerð hans. Flest- ir búast við að lítið sem ekkert gerist varðandi aðalkjarasamn- inga fyrr en eftir áramót. -S.dór Karfakvóti á Reykjaneshrygg: íslendingar fá 45 þúsund tonn íslendingar fá að veiða 45 þúsund tonn af karfa á Reykjaneshrygg á næsta ári. Þetta var samþykkt á árs- fundi Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar, NEAFC, sem lauk í London um helgina. Leyfileg- ur heildarafli verður 158 þúsund tonn eða 5 þúsund tonnum meiri en á þessu ári. Kvóta íslendinga og annarra ríkja en Rússa er sá sami og á þessu ári. Rússar fá að veiða 5 þúsund tonnum meira, eða 41 þúsund tonn. Danir, fyrir hönd Færeyinga og Grænlendinga, fá aö 40 þúsund tonn, ríki Evrópusambandsins 23 þúsund tonn, Norðmenn 6 þúsund tonn og Pólveijar 1 þúsund tonn. Tvö þúsund tonnum er ráðstafað til ríkja utan NEAFC. Tillaga um ofan- greinda kvótaskiptingu kom frá ís- lendingum og Dönum. Allir sam- þykktu hana nema Rússar og Pól- verjar. Á ársfundinum var jafnframt samþykkt að ríki NEAFC tilkynni nefndinni um hveijir veiði fyrir þeirra hönd og hversu mikið. Eftir- liti verði komið á. Að auki var sam- þykkt að skipa vinnuhóp til að meta framtíðarskipan og -hlutverk NEAFC. -bjb Hrafnhólamálið: Enn vantar kindur af Reykjanesi Eins og skýrt var frá í DV í sum- ar smalaði bóndinn á Hrafnhólum á Kjalamesi saman kindum sem kom- ist höfðu inn á landareign hans og setti þær á bíl og ók með þær suður í Hafnarfjarðarhraun. Málið var kært og er enn hjá lögreglu. Eigendum fjárins hefur tekist að ftnna á milli 60 og 70 ær og lömb en enn vantar nokkuð af fé. Ef fólk verður vart við kindur á Reykja- nesskaganum, þar sem fjárhald er bannað, er það beðið að láta lög- reglu vita. -S.dór Samþykkt Fiskiþings: Réttarstöðu haldið á Svalbarða Á nýafstöðnu Fiskiþingi var m.a. samþykkt að vara við því að fallið verði frá þjóðréttarlegri stöðu ís- lendinga varðandi Svalbarðasvæð- ið. Afsal eða takmörkun á réttind- um Islendinga til þessa svæðis geti ekki orðið söluvara I samningum við Norðmenn og Rússa um afla- heimildir i Barentshafi. Þingið skorar á stjómvöld að þau láti reyna á rétt íslendinga á þessu svæði meða því að leita úrlausnar alþjóðadómstólsins í Haag, án tillits til þess þótt Norðmenn láti af hendi tímabundnar veiðiheimildir í Bar- entshafi. Jafnframt mótmælir Fiskiþing lögmæti þess að Norðmenn noti Kong Karlsland til þess að minnka alþjóðlegt hafsvæði, þ.e. Smuguna, auk þess sem ákvæði um slíkar skerðingar hafi aldrei verið birtar með lögskipuðum hætti í Noregi. -bjb Póstsent fundarboð Framsóknar: Alþingi látiö borga brúsann Fundarboð vegna fundar sem Framsóknarfélag Reykjavíkur hélt sl. fimmtudag á Hótel Borg um sjáv- arútvegsstefnuna var sent út til fé- lagsmanna á kostnað Alþingis og á bréfsefni þingsins. Bréfið er sent út sem fúndarboð frá Ólafi Emi Har- aldssyni og eftir að fundarefnið hef- ur verið kynnt segir: Ég vil nota þetta tækifæri til þess að kynna flokksþingið og læt því fylgja bréf frá formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrimssyni. Fjölmiðlar fengu hins vegar til- kynningu um fúndinn frá Fram- sóknarfélagi Reykjavikur og í henni segir að Framsóknarfélagið haldi fundinn og með honum gefist tæki- færi til að undirbúa þá umræðu sem kunni að verða um sjávarút- vegsstefnuna á flokksþingi Fram- sóknarflokksins sem hófst degi síð- ar, eða á fostudag. Það bréf sem félagsmönnum í Framsóknarfélagi Reykjavíkur barst er sem fyrr segir ritað á bréfs- efiii Alþingis og sent út í umslögum merktum Alþingi og póststimpluð í frímerkjastimpilvél Alþingis og er burðargjaldið 35 kr. á hvert bréf. Félagsmenn í Framsóknarfélagi Reykjavíkur eru um 2500 talsins, þannig að póstburðarkostnaður Al- þingis vegna fundar frcunsóknar- manna er um 77.500 krónur. „Reglur laganna eru skýrar um það að Alþingi greiði póstkostnað þingmanna. Hvemig með þetta er síðan farið er algerlega á valdi þing- manna sjálfra. Skrifstofa Alþingis hefur ekkert brugðist við nema henni berist kvartanir," segir Helgi Bemódusson, deildarstjóri á skrif- stofu Alþingis. Helgi segir að ekki sé hægt að fylgjast sérstaklega með því hverj- um þingmenn sendi bréf eða hvað í þeim standi, né hvort þeir séu að senda út bréf fyrir einhver félög úti í bæ. Ef hins vegar berist kvartanir yfir slíku, t.d. frá fólki sem hefur móttekið slík bréf og telur að þing- maður sé að misnota almannafé í þágu einhverra hagsmuna með því að láta Alþingi bera kostnaðinn af útsendingu þess, þá sé haft sam- band við viðkomandi þingmann eða þingflokksformann og þeim greint frá kvörtununum. Eáioagif Pgi alvoru silœgöfff Þá skaltu koma og líta á ítölsku ledursófasettin frá PIQUATRO en þau eru klassísk í alla staði. Þessi sett eru alklædd nautsterku gegnumlituðu leðri og er allur frágangur hinn vandaðasti. Efþú vilt vandað og fallegt leðursett -skaltu velja Piquatro. Verðdæmi: Melissa sófasett 3-1-1 Kr. 310.290 3-2-1 Kr. 335.170 Verið velkomin til okkar -Að sjálfsögðu er svo hægt að dreifa greiðslum til margra mánaða. V/SA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.