Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 Spurningin Ætlar þú aö virða bindindisdaginn? (Spurt á bindindisdaginn) Marteinn Sveinsson meindýra- eyöir: Ég læt tímann leiða það í ljós. Marín Kristjánsson nemi: Já, því skyldi ég ekki gera það i dag eins og alla aðra daga? Sveinn Jónsson verkamaður: Ó, nei. Guðjón Aðalsteinsson stýrimað- ur: Auðvitað. Grétar Sigurðsson verkamaður: Já. Bjarni Ágústsson: Já, það ætla ég að gera. Lesendur______________ llla menntuö og ofdekruö þjóö Sigrún Guðmimdsdóttir skrifar: Þeir segjast hafa orðið fyrir áfalli, prófessoramir, dósentarnir og lekt- oramir, sem rætt er við vegna nið- urstöðu fjölþjóðlegu rannsóknarinn- ar á þekkingu nemenda í stærð- fræði og náttúrufræðigreinum. ís- lensku börnin komu mjög illa út. Vora í neðstu sætunum, og samt teljum við íslendingar okkur til menntaðra þjóða með háan lífs- standard. Menn standa á öndinni og spyrja spuminga, sem þó er alveg óþarfi að spyrja. - Svör við þessu era einföld: agaleysi og ofdekur á bömum, sambandsleysi við forráða- menn (foreldra, ekki kennara) og þrákelkni við að halda í úrelt menntakerfl. Ég heyrði utan að mér viðtal í einni útvarpsstöðinni þar sem rætt var einn forystumann á kennslu- sviðinu. Hann gaf kannski ekki mikla vísbendingu um hvað væri að hér, en hann fullyrti að ekki væri ráð að ganga jafn langt í aðhaldi og aga og t.d. tíðkaðist í Japan. En aga- beitingu þar gagnvart skólafólki er við bragðið. Og ekki er það síðra i Singapore, sem kom best út úr hinni fjölþjóðlegu rannsókn á þekk- ingu nemenda. Nei, auðvitað ekki. - Það á ekki að leita orsakanna í agaleysi ís- lenskra bama og ungmenna. Það má heldur ekki minnast á þegn- skylduvinnu unglinga. Allar aðrar þjóðir hafa herskyldu sem auðvitað gengur mest út á aga og hlýðni. Það situr eftir hjá foreldrunum við upp- eldi bamanna. Við viljum ekki svo- leiðis, við viljum bara fá aðkeypta vörn fyrir land og þjóð. - En það er svo annar handleggur og miklu lengri. Það sem hér þarf til fyrst og fremst er gjörbylting í skólamennt- un barna, allt frá byrjunarferlinum. Kennsla í tjáningu, munnlegri og líkamlegri, er fyrsta skrefið. Annað skrefið er tungumálakennsla frá 7 eða 8 ára aldri. Byrja á ensku, síðan einu Norðurlandamáli og þá spænsku, þýsku eða frönsku eftir 10 ára aldur. - Og það sem þessu á að fylgja í stórauknum mæli, líka frá 7-8 ára aldri, er aukin kennsla í stæröfræði, eðlis- og efnafræði. Móðurmálskennslu á líka að auka þá með raunhæfari hætti en nú er. Láta krakka lesa upp standandi fyr- ir framan bekkinn og tjá sig um það sem þau lásu og fá bekkinn til að gagnrýna eða taka undir. Hér væri um gjörbreytingu að ræða. Og byrja á strax. Það þarf enga nefnd í málið. Bara samþykkja lagafrumvarp, svo að menntamála- ráðuneytið geti hafist handa um út- gáfu nýrrar tilskipunar fyrir skól- ana. Kennsla í tjáningu, munnlegri og líkamlegri, er fyrsta skrefið, segir hér m.a. Ríkisútvarpið með nefskatti Haraldur Guðnason skrifar: Enn einn doðranturinn um Ríkisút- varpið og um rætt í bili. Svo upp í hillu og gleymist eins og allir hinir. Árangur vinnu skýrsluhöfunda, m.a. laun þeirra. Þar er þó sitthvað að athuga. Ýmislegt í tillögum höfunda kæmi notendum (nú neytendum) vel, en verður ekki framkvæmt - eins og til dæmis, að Ríkisútvarpið hverfi al- veg af auglýsingamarkaði. Það væri nú munur! - Öll morðin og spreng- ingamar frá kvikmyndahúsunum, heiti potturinn Háskólans og annað af verri endanum sæist ekki meir. Tekjuöflun af „kostun“ félli niður, þessar endemis sníkjur. Útvarpsráð lagt niður (mætti alveg missa sig). Þessi flokkapólitíska ráðstjóm færi frá sem fyrst og stofn- unin sæi um sig sjálf. Hún er vel fær um það. Og afnotagjöldin lögð niður en Rikisútvarpinu verði aflað tekna með nefskatti af öllum lögað- ilum. Sumir vilja selja rás 2. - Hvað þá um geðheilsu allra þeirra góðu karla og kvenna sem gera sig þar heimakomna og tuða um allt og ekkert til að heyra rödd sína í út- varpi? Og hvað um vesalings Gróu? Að lokum: Ég er á móti þvi að „gam- all Árnesingur" fari heim. - Alls- herjargoðann til Þingvalla. Engin spurning. Stórkarlarnir hjá Byggðastofnun - hafa svörin og stuöninginn Bjöm Bjömsson skrifar: Málefni hinna ótæmandi sjóða Byggðastofnunar og stórkarlanna þar era enn i sviðsljósinu. Nú er það stjórnarformaðurinn sjálfur, sem er líka þingmaður og bóndi, sem hefur svörin á hraðbergi þegar hann er inntur eftir því hvort það kallaði ekki á grandsemdir að nán- ir ættingjar og sonur hans sjálfs fengu lán úr þessum umdeilda sjóði. - „Óskaplega kjánaleg og gamaldags umræða." Svona tala þeir einir sem era staðráðnir í að gefa aldrei eftir í neinu máli og jafnt þótt almenningi ofbjóði vafasamt framferði og end- urtekningar á siðferðisbrotum í op- inberam embættmn. Svona tala þeir líka í Belgíu í En stórkarlamir hjá Byggða- stofnun, stjómarformaðurinn og varaformaðurinn, sem báðir létu gott af sér leiða fyrir bömin sin í Stórkarlarnir í Byggðastofnun: Egill Jónsson og Stefán Guömundsson al- þingismenn. - Hafa þeir stuöninginn? þingnefndinni sem gerir nú allt til að verja aðstoðarforsætisráðherr- ann sem ásakaöur er um óhugnan- leg kynferðisbrot gagnvart bömum. Þingnefndin belgíska mælir gegn því að þessi óhugnanlega persóna verði dregin fyrir lög og rétt. - Skyldum við íslendingar kannast við mál svipaðs eðlis hér? gisti- og veitingabransanum, þeir hafa bæði svörin og stuðninginn. Stuðninginn frá stjómsýslunni eins og hún leggur sig. Það er ekki leið- um að líkjast: þingnefnd belgíska þingsins og skjólstæðingum henn- ar. - En: „Með lögum skal land byggja." Ekki satt? x>v Forsetahjónin vinna á Halldór Guðmundss. hringdi: Ég var ekki einn þeirra sem kusu Ólaf Ragnar Grímsson og var ekki tiltakanlega ánægöur með kjör hans. Eftir á finnst mér þó koma æ betur í ljós að Ólafur Ragnar og kona hans eru líklega þau einu sem hefðu getað valdið því að sitja Bessastaði með þeirri reisn sem við öll viljum. Heimsókn forsetahjónanna til Danmerkur er mikil skrautfiöð- ur í forsetaembættið islenska. Mér finnst Ólafur Ragnar Gríms- son og frú Guðrún Katrín vinna á eftir hverja opinbera athöfn. Perlan umferð- armiðstöð Ragnar skrifar: Ég tek undir skrif Bjöms Valdimarssonar í Mbl. fóstudag- inn 22. þ.m. undir yfirskriftinni „Perlan er góð járnbrautarstöð“. Auðvitað á að gjömýta Perluna. Hún er baggi á okkur eins og hún er í dag. Okkur vantar nýja umferðarmiðstöð og hvað er annað betur gert við þetta glæsi- lega hús en koma þar fyrir um- ferðarmiðstöð? Alhliða umferð- armiðstöð fyrir langferðabíla, innanlandsflug og það sem því tengist: innritun og afhendingu farangurs. En samhliða verður að koma upp betra samgöngu- kerfi milli Reykjavikur og Flug- stöðvar Leifs Eirikssonar. Sósíalisminn í skólunum B.B. skrifar: Nú, þegar í ljós kemur að Is- lenskir krakkar standa krökkum annarra þjóða langt að baki í stærðfræði og raungreinum, ber okkur að leita skýringa. Ekki er það bekkjarstærðin, því bekkim- ir era mun fjölmennari í Kóreu og námsárangurinn jafnframt betri. - Mín skýring er blönduðu bekkimir. Þeim sem geta lært er gert að bíða eftir tossunum í bekknum. Góðu námsmennimir í íslenskum skólum eyða skóla- ævinni í að biða eftir tossunum samkvæmt skipun námsskrár. - Þótt sósíalisminn sé dauður ann- ars staðar lifir hann góðu lífi í blönduðu (jafnréttis-) bekkjun- um í íslenska skólakerfinu hjá menntamálaráðherra. Mikil er hans ábyrgð. Lúsin ekki dauð Sunna hringdi: Ekki virðist lúsin enn vera út- læg úr íslenskum skólum. Kannski er það hún sem er söku- dólgurinn í lélegum námsár- angri. Líf lúsarinnar segja menn lengjast við að fólk sé ekki nægi- lega varkárt. Ég segi hins vegar: Þetta er bara landlægur sóða- skapur íslendinga. Svo einfalt er það. En nú á að svelta lúsina til bana þar sem hún hímir á stól- bökunum og í fatageymslunum! En er fólki svo leitt sem það læt- ur? Er lúsin ekki sama ljúfa lús- in og hún var? Var ekki sagt: Linur er lúsarlaus maður? Endurmat á húsbréfakerfið Óskar hringdi: Mér finnst óeðlilegt matið vegna 'húsbréfalánanna, og að- eins vera miðað við 18 þúsund króna afborgun af mánaðarlaun- um vegna bréfanna. Flestir sem myndu vilja kaupa sér húsnæði í fyrsta sinn greiða í dag þetta 30-40 þúsund krónur í leigu á mánuði. Þeir era því útilokaðir frá húsbréfunum að veralegu leyti. Og halda því áfram að greiða dýra leigu, í stað þess að greiða þá fjárhæð í afborgun af húsbréfúm m.a.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.