Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 Útgáfufélag: ffiJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Afrakstur fúsks og leikja Hrapalleg útkoma íslenzka skólakerfisins í alþjóðleg- um samanburði á kunnáttu í stærðfræði og raungrein- um er ekki því að kenna, að við verjum litlu af pening- um til skólamála. Við Qármögnum skólakerfið eins og Vesturlandaþjóðir og uppskerum eins og Afríkuþjóðir. Útkoman segir ekki, að stærðfræði og raungreinar séu meiri Öskubuskur í skólakerfinu en aðrir flokkar náms- greina, til dæmis tungumál. Að vísu kann móðurmáls- kunnátta hér að vera sæmileg í fjölþjóðlegum saman- burði, en um fleiri frambærileg fög er ekki vitað. Niðurstaða hins fjölþjóðlega samanburðar getur hæg- lega leitt til þess, að erfiðara verði en áður fyrir íslenzka nemendur að komast í erlent framhaldsnám, til dæmis í háskólum. Danskir framhaldsskólar eru þegar hættir að taka mark á íslenzkum grunnskólaprófum. Margar ástæður valda óförum íslenzka skólakerfisins, en þyngst vegur langvinn áherzla þess á fúsk og leiki í stað aga og vinnu. Grunntónn þessarar skólastefnu er, að skólinn eigi að vera skemmtileg félagsmiðstöð fyrir jafnaðarsinnað fólk og framleiða opinbera starfsmenn. Ein hlið steöiunnar hefur verið nefnd Bremsukerfið. Það felst í að reynt er að hala skólanemendur inn að sléttri og felldri meðalmennsku. Hinir slöku fá sér- kennslu til að hala þá upp. Reynt er að koma í veg fyr- ir, að hinir duglegu hlaupi of langt frá hópnum. Það er engin tilviljun, að þjóðir, sem leggja áherzlu á samkeppni og sjálfsaga, frumkvæði og iðjusemi, fá meira út úr sínu skólakerfi en við fáum út úr okkar kerfi sam- vinnu og agaleysis. Hér eru skólaverkefni unnin í hóp- um, þar sem einn vinnur og hinir fljóta með. Einungis 1% íslenzkra nemenda í stærðfræði og 2% í raungreinum eru í hópi þeirra 10%, sem ná beztum ár- angri í hinum fjölþjóðlega samanburði. Þetta sýnir, að skólakerfi okkar skilar hlutfallslega litlu af snillingum eða öðrum þeim, sem síðar á ævinni munu flytja fjöll. Úr skólakerfi okkar kemur þægilegt fólk, sem getur lítið. Það hefúr lært að fljóta með, en er ekki til mikiila átaka. Þetta er auðvitað alhæfing, sem ekki gildir um hvern einstakling fyrir sig, heldur um meðaltal heildar- innar eins og það birtist í ijölþjóðlegri rannsókn. Margir íslendingar koma af fúllum krafti úr skólakerf- inu, en þeir eru of fáir. Þá er athyglisvert, að sumir þeir, sem mest hafa lagt af mörkum til að gera tölvuþekkingu að útflutningsatvinnuvegi hér á landi, byrjuðu feril sinn á því að hrökklast próflausir út úr skólakerfinu. Við breytum hvorki fúsks- og leikjastefnunni né bremsustefiiunni með því að grýta meiri peningum í skólakerfið. Við verjum svipuðu fé til þess og þær þjóð- ir, sem fengu góða útkomu í hinum fjölþjóðlega saman- burði. Við þurfum hins vegar að nota peningana betur. Útreiðin stafar ekki af lágum launum og mikilli kennsluskyldu kennara, þótt þessi atriði séu sízt til bóta. Hún stafar ekki heldur af niðurskurði eða tækjaskorti. í árangri erum við á báti með Spáni og Portúgal, þar sem laun eru lægri og tæpast til borð og stólar í skólum. Sem dæmi um kveinistafastefnu íslenzkra skóla- manna má nefna viðtal við kennara, sem kvartaði um, að skóli sinn ætti aðeins sextán tölvur og að einungis ell- efu þeirra kæmust fyrir. Hann sá ekkert skrítið við að verja peningum í að kaupa þessar fimm, sem ekki komust fyrir. Við þurfum að horfast í augu við, að við höfum um nokkurra áratuga skeið notað rangar forsendur í skóla- starfinu. Við þurfum að losna við fúskið og leikina. Jónas Kristjánsson Mcirgir munu eflaust lengi minnast þriöjudagsins 5. nóv. sl., en aö morgni þess dags hófst Skeiðarárhlaup, sem lengi hafði verið beðið eftir. Menn bjuggu sig undir hið versta, en betur fór en á horfðist um tíma. Eng- in slys urðu á fólki og skemmd- ir á mannvirkjum minni en reiknað hafði verið með miðað við aðstæður. Þó er fjárhagsleg- ur skaði tilfinnanlegur fyrir fá- menna þjóð og óhagræði veru- legt fyrir íbúa og fyrirtæki á Austur- og Suðausturlandi af völdum þessara náttúruham- fara. Þó illa horfði um stund er nú jafnvel reiknað með að bráða- birgðatenging verði komin á hringveginn fyrir miðjan des. nk., ef veður og aðrar ytri að- stæður leyfa. Takist að gera sandana akfæra að nýju á svo skömmum tíma og það um há- Drög aö hálendisvegi norðan jökla. - „Getur veriö aö „kerfiö" sé enn einu sinni aö setja okkur Austfiröinga til hliöar? Ef svo reynist, tökum við slíkri meöhöndlun ekki þegjandi," segir Jónas m.a. Heilsársvegur norðan jökla málið vandlega og leggja línur um fram- haldið. Ritgerö Trausta Valssonar Ekki er hægt að loka augunum fyrir að stöðugar breytingar og landbrot eru við ósa Jökulsár á Breiðamerk- ursandi. Kötlugos gæti hafist með skömmum eða engum fyrirvara og það styttist í „Suður- landsskjálfta. „Hver og einn þessara þriggja at- burða gæti orsakað rof Hallgrímsson á hringveginum að nýju framkvæmdastjóri á með tilheyrandi röskun Seyöisfiröí og eftiahagslegum koll- „Ef vegariagning norðanjökla yrði að raunveruleika myndi vegalengdin milii Reykjavíkur og Egilsstaða stytt■ ast allt að 240 km. Og möguleikar eru sagðir á gerð „afleggjarau af að- alvegi niður í Lón til hagræðis fyrir íbúa suðaustanlands.“ Kjallarinn vetur yrði það mikið afrek og mimdi enn auka hróður vegagerð- ar- og vísinda- manna. Stjórnvöld leggi línur um framhaldiö En veröur látið staðar numið viö svo búið? Fyrst að tengja til bráða- birgða, síðan að fullljúka verkinu eftir því sem tími, aðstæður og fjár- munir leyfa og siðan ekki sögima meir. Andvara- leysið taki völdin á ný. Reikna með að ekkert gerist og ef svo skyldi nú fara þá „redd- ist“ það eins og fyrri daginn. Málið er ekki svona einfalt. Hvað hefði það kostað ferða- þjónstu á íslandi ef þessar nátt- úruhamfarir hefðu átt sér stað í upphafi ferða- vertíðar að vori eða sumri? Óbætanlegur skaði hefði af hlot- ist. Ráðamönnum I ferðaþjónustu og íbúum austan- og suðaustan- lands er áhættan ljós. En er ásættanlegt að einungis hags- mimaaðilar í ferðaþjónustu og heimamenn skynji vandann? Það finnst mér ekki. Hvetja verð- ur stjómvöld til að láta kryfja steypum fyrir fjölda fólks og fyrir- tækja. Gleymum heldur ekki aðvör- unarorðum vísindamanna um að e.t.v. sé hafið „óróatímabil" í Vatnajökli. Það gæti þvi verið styttra en marga grunar í nátt- úruhamfarir á Skeiðarársandi að nýju. Af framanrituðu má sjá að huga ber strax að bættu og fjöl- breyttara samgönguöryggi milli þessara landshluta. En hvað er til ráða? Er tæknilegur möguleiki á lagningu heOsársvegar eða „vara- vegar“ norðan jökla? Þessari spumingu og ýmsum öðrum svaraði Trausti Valsson arkitekt í erindi sem hann hélt á aðal- fundi Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi á sl. sumri. í stuttu máli vakti ritgerð Trausta mikla og verðskuldaðra athygli og er nú til athugunar og frekari umijöllunar hjá sam- göngunefiid SSA. Vegarlagning noröan jökla Ef vegarlagning norðan jökla yrði að raunveruleika myndi vegalengdin milli Reykjavíkur og Egilsstaða styttast um 240 km. Og möguleikar eru sagðir á gerð „af- leggjara" af aðalvegi niður í Lón til hagræðis fyrir íbúa suðaustan- lands. Reynist þessar hugmyndir ffamkvæmanlegar erum við í góðum málum. Og það er ekki eft- ir neinu að bíða. Hefia þarf nauð- synlegar rannsóknir við fyrstu hentugleika. Þær yrðu vitaskuld að ná til allra þátta verksins og því bæði víðtækar og viðamiklar því hér má ekki flana að neinu. Mér er tjáð að svonefnd sam- vinnunefnd um skipulag miðhá- lendis muni á næstunni skila áliti. Meðal annars mun nefndin hafa gallað um gerð hálendisvega og gerir tillögur um einhverjar slíkar framkvæmdir. Að sögn er ekki fjallað um hálendisveg milli Suðvestur- og Austurlands í þeim tillögum. Það þykir mér fúrðu sæta. Getur verið að „kerfið“ sé enn einu sinni að setja okkur Austfirðinga tO hliðar? Ef svo reynist, tökum við slíkri með- höndlun ekki þegjandi. Jónas Hallgrímsson Skoðanir annarra Námsgreinar - námsárangur „Ástæður fyrir slökum námsárangri íslenskra nemenda eru vafalaust margvísleg£u• og verða ekki aðeins raktar tO skólans. Ábyrgð foreldra verður þar ekki aðskOin né heldur þjóðfélagsins í heOd. í því sambandi má minna á, að stjómmálamenn og hags- munahópar gera stöðugar kröfur um nýjar náms- greinar og nýtt námsefni, sem æflað er að leysa margvísleg félagsleg vandamál í þjóðfélaginu eða breyta því. Afleiðingin er sú, að vægi grunngreina minnkar. Undirstaðan verður veikari og veikari." Úr forystugrein Mbl. 22. nóv. Landsins erfingjar „Meginvandi ungs fólks er ekki það sjálft heldur sú mynd unga fólksins sem situr blýföst í ótrúlega mörgum fuOorðnum og ákaflega erfitt reynist að breyta. Sannleikurinn er sá að vanþekking stórs hóps fuOorðins fólks er slík að það litur á unglinga og ungt fólk sem eins konar gaflaða vöru - og sýnir því landsins erfingjum viðmót i samræmi við það. Hví skyldi það því ekki uppskera sem tO var sáð?. Dæmin eru mýmörg. Ég minni á það viðhorf tO ungs fólks sem birtist gjarna í auglýsingum þeirra sem hyggjast gera vörur sínar eftirsóttar í hugum unga fólksins. “ Þórður Helgason i Lesbók Mbl. 23. nóv. Á Framsóknarþingi „Formaður Framsóknarflokksins teflir djarft með útspOi sínu. Að ríkið sjálft leigi á kvótamarkaði þær veiðiheimOdir sem nú eru að bætast við og slái þannig á hið háa markaðsverð veiðiheimOda, er eitt og sér gríðarlegur eldsmatur. Þrátt fyrir að Hafldór geri sér far um að hafa fast land undir fótum með því að undirstrika réttOega gfldi og árangur kvóta- kerfisins eru skrefin sem hann tekur það stór að þau verða stórpólitísk." Birgir Guðmundsson í Degi- Tímanum 23. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.