Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 17 y Klæðskerasaumuð föt: Odýrari en merkjavara - segir Petra Jónsdóttir klæðskeri Hér í eina tíð var algengt að láta sérsníða á sig fótin og klæðskerar voru margir sem höfðu atvinnu af því. Þróunin hefur verið í átt til þess að flestir kaupa orðið verksmiðju- framleiddan fatnað. Afleiðingin er sú að klæðskerum hefur fækkað mjög en þeir munu þó sennilega seint hverfa af markaðnum þvi alltaf er eitthvað um það að fólk vilji láta sér- sníða á sig fótin. Fyrir jól og áramót er yfirleitt mik- ið að gera hjá klæðskerum því við það tækifæri fá Það getur veriö mikið nostur viö aö ganga frá íburðarmiklum kjól eins og þessum sem Petra Jónsdóttir klæöskeri var aö sauma þegar Ijós- myndari brá sér til hennar. DV-mynd GVA veginum í Reykjavík. Hún segir að þegar hún byrjaði að starfa hafi hún ekki fengið mörg verkefni og rekstur- inn staðið í jámum. En núorðið fær hún næg verkefni og á fullt i fangi með að anna eftirspum. Velja efnið sjálfir „Klæðskerasaumuð föt eru náttúr- lega eitthvað annað en verksmiðju- framleidd föt og það er mikil handa- vinna í klæðskerasaumuðum fótum. Klæðskeravinnan er margþætt - það era ekki bara límingar heldur einnig vinna við miilifóður, frágangur á þráð- um og annað slíkt. Ég sel engin efhi og þeir sem láta sníða á sig fótin kom með efhin sjálfir," segir Petra. „Það er mjög breytilegt hvað fólk kostar miklu tíl. Verðið á jakkafötum karla fer til dæmis mik- ið eftir þvi hvort þau eru einhneppt eða tví- hneppt. Að láta klæðskerasníða fyrir sig jakka- fót karla er á bilinu 35-50 þúsund krón- ur. Það skiptir máli hve langt menn vilja ganga í frá- gangi fatnað- arinsog miklar kröfur geta hleypt tímanum og kostnaðinum upp. Inni I verðlaginu er auðvitað máltakan en oft- ast nægir að koma tvisvar til þrisvar sinnum tU að taka mál- in. Innifalið í verðinu er allt millifóður og annað tUlegg, eins og rennUásar, límfóður og fleira. Vinna við að sér- sníða jakkafót á karlmann tekur yfir- leitt um eina viku en þessi tími ársins er nokkuð annasamur svo það gæti tekið upp undir hálfan mánuð. Ef mik- ið liggur við er þó hægt að keyra verk- ið áfram á einni viku.“ margir sér nýjan klæðnað tU að skarta yfir hátíðimar. Petra Jóns- dóttir hefur starfað sem klæðskeri í nokkur ár og rekur stofú á Grensás- Kvenmannsföt „Það era meiri verðsveiflur í kven- mannsfatnaði sem er að öUu jöfriu fjölbreyttari en karlmannsfatnaður. Föt á konur geta verið aUt frá einfóld- um kjólum eða drögtum upp í geysiflókna brúðarkjóla. Ég tók mig tU og saumaði selskaps- dragt um daghm, sítt pUs með klauf, vasalausan jakka með sjalkraga og vesti. Það era föt sem notuð era við betri tækifæri. Sú vinna kostaði 42 þúsund krónur. Aleinfóldustu kjólar geta farið niður í 8000 krónur og upp í 25 þúsund. Brúðarkjólar era að sjálfsögðu dýrari - geta farið upp í 80.000 krónur. Ég sauma oft „chanel-dragtir" og þær era oft á svona 27.000 krónur. Það verður að taka það fram að þegar búið er að taka snið af mann- eskju og sníða föt á hana er töluvert ódýrara að sauma föt aftur því sum snið þarf ef tU vUl ekki að taka aftur. Hafi maður fengið jakkaföt sem kosta 50.000 og vill svo fá eins fót í öðrum stU myndi hann fá þau á 35.000 krón- ur ef ekki þyrfti að taka nein snið. Klæðskerasniðin föt era eðlfiega eitthvað dýrari en verksmiðjufram- leidd fót en þegar komið er í þekkta merkjavöra, sem þó er fjöldafram- leidd, era klæðskeramir samt ódýr- ari. Því má heldur ekki gleyma að þegar keypt er fjöldaframleidd vara þarf oft að fara með vöruna tU klæð- skera, láta stytta eða lengja ermar eða skálmar eða gera aörar tilfæring- ar.“ Skrýtin viðhorf „Annars rikja nokkuð skrýtin viöhorf tU klæðskera og þeir eru margir sem kvarta við mig um að þjónustan sé dýr og oft er röflaö yfir því að þurfa að borga virðisauka- skatt. Það er svo furðulegt að það era frekar karlmenn sem kvarta undan því. Þeim flnnst endUega að ég eigi að vinna þetta sjálf, senni- lega af því að ég er kona. Við erum ekki mörg hér á landi sem störfum sem klæðskerar. Á tímabili var hér fyrir nokkrum árum samkeppni frá TaUandi. Það var íslendingur sem búsettur var þar í landi en dvaldi hér á landi nokkra mánuði á ári og tók af mönnum snið tU þess að klæðskera- sauma eftir. En það virðist hafa dottið upp fyrir og ég held að þeir séu fáir núorðið sem láta klæðskera sauma fyrir sig föt erlendis," segir Petra. -ÍS Að gefa í skóinn: Getur valdið metingi Nú þegar jólahátíðin nálgast taka margir foreldrar upp þann sið að gefa bömum sínum í skóinn. Ekki virðist gUda ákveðin regla um hvort byijað er að gefa í skóinn fyrsta dag desembermánaöar eða 13/9 dögum fyrir jól þegar fýrsti jólasveinninn kemur tfi byggða. Að gefa i skóinn er tUtölulega nýr siður hér á landi, kom upp úr miðri 20. öld. Eftir miðja öldina breiddist sá sið- ur hratt út í Reykjavík og síðar í öðrum kaupstöðum að böm settu skóinn út í glugga á hveiju kvöldi nokkru fyrir jól í von um að jóla- sveinn léti í hann eitthvert góðgæti. Foreldrar sáu auk þess hag í þess- um sið því sú von að fá í skóinn gerði bömin oft þægari að sofna. Barst með sjómönnum Svo virðist sem þessi siður hafi borist frá farmönnum sem sigldu tU Norðursjávarhafna en heimildir herma að vitað hafi verið um hann frá því fyrir 1930. Þar var siður að iítilræði væri í skónum á hveijum sunnudagsmorgni í jólaföstu en upp- haflega átti það einungis við dag heUags Nikulásar, 6. desember. Eitthvað virðast íslendingar þó hafa verið hrifiiari af siðnum þvi fljótlega var farið að gefa oftar í skó- inn. Elsta dæmið um þessa venju sést í kvæði Ragnars Jóhannessonar Eftir miðja öldina breiddist sá siður hratt út í Reykjavik og síðar öðrum kaupstöðum að börn settu skó sinn út í glugga á hverju kvöldi nokkru fyrir jól í von um að jólasveinn léti í hann eitthvert góðgæti. frá 1938 en þá var ekki farið að iðka þennan sið á íslandi: Þeir láta stundum tíeyring í litla bamaskó sem liggja frammi á gangi er sofa menn í ró. Siðurinn virðist hafa borist mjög hratt út hér á landi eftir 1950 og haft jafnvel neikvæðar hliðar. Sumir byrjuðu strax i upphafi jólaföstu eða 1. desember og stundum vUdu gjaf- imar vera ansi ríflegar. OUi slíkt metingi og sárindum þegar bömin bára sig saman um gjafimar og einnig leiðindum fyrir afia uppalendur, eins og nærri má geta. Ófremdarástand myndaðist og íjaUað var um málið í Ríkisútvarp- inu fyrir tUstiUi fóstra. Árangurinn varð sá að upp úr 1970 tókst smám saman að koma á þeirri meginreglu að ekkert kæmi í skóinn fyrr en fyrsti jólasveinninn kemur til byggða, annaðhvort 13 eða 9 dögum fýrir jól. Einnig var út frá þvi geng- ið að aldrei væri neitt annað en eitt- hvert smáræði í skónum. Að gefa í skóinn er skemmtUegur siður sem bömin kunna vel að meta. Foreldr- ar ættu hins vegar að hafa það í huga að hafa gjafirnar einungis smáræði tU þess að ekki komi upp metingur miUi bama. Byggt m.a. á grein Árna Bjömssonar í Sögu daganna. -ÍS ár ífararbroddi RAGNAR BJÖRNSSON ehf Dalshrauni 6 220 Hafnarfjörður Sími 555 0397 565 1740 - Fax 565 1740 sem passar inn á baðherbergi 1000 snúninga vinda, tekur 5 kg. af þvotti. 18 þvottakerfi. Stiglaus hitastilling. Stiglaus vinda, 400-1000 sn Rafmagnsvatnsöryggi. Sérstakt ullarþvottakerfi. Topphladin, 2 öxlar vid vindu sem tryggja hámarksendingu. H 85, B 40, D 40 cm. Verslun fyrir alla Siöumula 34, Fellsmúlamegin Sími 588 7332 Opið mánud.-föstud. kl. 9-18, laugad. kl. 10-14 Opiö sunnudaga í nóvember kl. 12-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.