Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Blaðsíða 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 23 íþróttir íþróttir 5 1. DEILD KARLA tS-Þór Þ.....................66-71 Stafholtstungur-Reynir S.....85-82 Valur-Leiknir R.............100-97 Snæfell-Stjaman..............73-81 Valur 6 5 1 591-480 Höttur 6 4 2 514-517 Stjaman 5 4 1 424-370 Snæfell 6 4 2 473453 Þór Þ. 6 4 2 496-467 Leiknir R. 5 3 2 465-445 Selfoss 6 3 3 441—460 Stafholtst. 7 2 5 539-653 Reynir S. 5 0 5 422-474 ÍS 6 0 6 411-463 l.DEILD KVENNA Grindavlk-Njarðvik ........85-68 KR-ÍS......................57-33 Breiðablik-Keflavík .......38-91 Keflavík 6 6 0 532-280 12 KR 6 5 1 401-281 10 ÍS 6 4 2 342-274 8 Grindavík 6 3 3 431-101 6 Njarðvík 6 2 4 331-403 4 lR 6 1 5 254-514 2 Breiðablik 6 0 6 293436 0 Lustenau í þriðja Helgi Kolviðsson og félagar í Austria Lustenau komust um helgina i þriðja sæti austurrísku 2. deildarinnar í knattspyrnu. Lustenau vann St. Pölten, 2-0, en á meðan tapaði Steyr fyrir First Vienna, 2-3, í uppgjöri topplið- anna. First Vienna er með 34 stig, Steyr 32 og Lustenau 31. Efsta liðið kemst í 1. deild og lið númer tvö leikur við næstneðsta lið 1. deildar. SKI með Finnum Skiðasamband íslands hefur gert samstarfssamning við finnska skíðasambandið um samstarf landanna í rekstri á alpagreinalandsliðum landanna. Þeir Kristinn Bjömsson og Am- ór Gunnarsson, landsliðsmenn íslands í alpagreinum, verða því við æfingar með finnska lands- liðinu í vetur. Skíðasambandið gerir ráð fyrir að samningurinn minnki rekstrarkostnað karla- landsliðsins í vetur og auðveldi Kristni og Amóri að æfa við bestu aðstæður. Bröndby efst Þegar vetrarfrí er skollið á í dönsku úrvalsdeildinni í knatt- spymu stendur Bröndby vel að vígi í baráttunni um meistaratit- ilinn þrátt fyrir tap gegn Herfol- ge um helgina. Bröndby er með 37 stig, fimm stigum meira en Álaborg sem er með 32 stig og Árhus er í þriðja sæti með 30 Stlg. Féll á lyfjaprófi Jan Notley, 18 ára gamall leik- maður enska 1. deildar liðsins Charlton, var í gær úrskurðaður í leikbann eftir að hann féll á lyfjaprófi. I sýni sem tekið var af honum fundust leifar af kókaíni, kannabisefnum og ecstasy. Þjálfarar reknir Héðinn Gilsson og félagar hans í þýska úrvalsdeildarliðinu Fredebeck hafa fengið nýjan þjálfara. í gær tók Thomas Koch við liðinu í stað Skercevic en hann fékk að taka pokann sinn í kjölfar slaks árangur liðsins á tímabilinu en Fredebeck er í neðsta sæti deildarinnar. Þá fékk Rúmeninn Mircea Lucescu að taka poka sinn sem þjálfari ítalska knattspymuliðs- ins Reggiana en liðið vermir botnsætið í ítölsku 1. deildinni. -GH/VS Alþjóölegt skíðamót: Kristinn byrjaði með glæsibrag - þriöji á FIS móti í Noregi Ólafsfirðingurinn Kristinn Bjömsson byrjaði keppnistimabilið með glæsibrag þegar hann lenti í þriðja sæti á alþjóðlegu FlS-móti í Ardal í Noregi um helgina. Kristinn hafði fyrir vetiu-inn 22 FlS-punkta í svigi en fékk fyrir mótið í Noregi 14 FlS-punkta svo strax á fyrsta svig- móti sinu lækkar hann sig niður í samanlagt 18 FlS-punkta. Byrjunin er kröftug hjá þessum snjalla skiðamanni, sérstaklega í ljósi þess að hann varð fyrir alvar- legum meiðslum á sl. vetri er hann sleit hásin á vinstra fæti. Kristinn hefur æft mjög vel að undanfornu ásamt félaga sínum úr íslenska landsliðinu, Amóri Gunn- arssyni, en hann varð í 11. sæti á mótinu í Noregi á sunnudaginn var. Amór var með því einnig að bæta stöðu sína á alþjóðlega FlS-listan- um, úr 32 punktum niður í 28 punkta. Kristinn og Amór keppa í stór- svigi á móti í Geilo í Noregi í dag. Sigríður Þorláksdóttir, ein af þremur landsliðskonum íslands í alpagreinum, hóf veturinn einnig vel á móti í Noregi um helgina. Þar hafnaði hún í 10. sæti. Þessi árang- ur veit á gott fyrir komandi mót í vetur. -JKS Enski boltinn: Shearer sá besti Marco van Basten og félagi hans Frank Rikjard, fyrram leikmenn hol- lenska landsliðsins og AC Milan, fylgdust með leik Newcastle og Chel- sea í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu á laugardaginn. Basten hreifst mjög af frammistöðu Alans Shearer í leiknum. „Móækið sem hann skoraði var hreint stórkostlegt og það er alveg ævintýralegt að sjá hvernig hann fer með andstæðinga sína. Ég er alveg fullviss að enginn knattspymumaður i dag er betri en Shearer," lét Basten hafa eftir sér við eftir leikinn. Cruyff óánægöur Jordi Crayff er ekki ánægður með vistina hjá Manchester United og var mjög ósáttur þegar Ben Thatcher var settur í byrjunarliðið gegn Middles- brough. „Mér finnst ég eigi skilið að spila meira,“ segir Crayff. -GH Körfuknattleikur: Stórleikur í Firðinum Það verður sannkallaður stórleikur í 16-liða úrslitum í bikarkeppni karla í körfuknattleik en þá leiða saman hesta sína bikarmeistarar Hauka og Kefla- vík. Það má búast við hörkuslag í Firð- inum en félögin era efst og jöfn í DHL- deildinni. Dregið var i 16-liða úrslitin í gær og lítur drátturinn þannig út: Njarðvík-Akranes ÍR-Snæfell Grindavík-Tindastóll Valur/Leiknir-Skallagrímur Haukar-Keflavík Breiðablik-KR Glói-Selfoss KFÍ-Selfoss Leikimir eiga að fara fram 5. og 6. desember. HM í snóker: Kristján kominn í úrslitakeppnina Kristján Helgason vann glæsileg- an sigur á heimamanninum Barry Moore, 4-0, á heimsmeistaramótinu í snóker á Nýja-Sjálandi í gær. Þar með er Kristján annar tveggja sem komast áfram úr riðlinum í 16 manna úrslitin sem hefjast á fimmtudaginn. Ellefu snókerspilarar eru í hverj- um riðli og 88 alls á mótinu og frammistaða Kristjáns er því frá- bær. Reiknað var með mjög erfiðum leik gegn Moore, sem hafði spilað mjög vel, en hann átti aldrei mögu- leika gegn Kristjáni. Jóhannes R. Jóhannesson lauk keppni í gær með sóma en hann sigraði Nýsjálendinginn Barry D. Haas, 4-2. Jóhannes hafnaði þar með í 4. sætinu í sínum riðli. Þau undur og stórmerki gerðust í gær að öðra sinni á mótinu náði keppandi að hreinsa borðið, fá 147 stig og þar með 2ja milljón króna sportbifreið í vinning. Á þeim 14 mótum sem fram hafa farið til þessa hafði þetta aðeins einu sinni gerst. Sá heppni heitir Steve Lemmings og er frá Belgíu. -VS Jafnt í botnslagnum Nottingham Forest og Blackburn Rovers gerðu 2-2 jafntefli í botnslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld. Þaö var Colin Cooper sem var hetja heimamanna en hann tryggði Forest annað stigiö með marki sem kom þegar tvær mínútur vora komar fram yfir venjuleg- an leiktíma. Forest náði forystu í fyrri hálfleik þegar Stuart Pearce skor- aði úr vítaspymu. Kevin Gallacher jafiiaði snemma í síðari hálfleik og Jason Wilcox kom Blackbum yflr áður en Cooper tókst að jafna metin. Forest og Blackbum era með 9 stig í neðsta sæti, Coventry 10, Sout- hampton 13 og Middlesbrough og Sunderland 14. -GH Raith sýnir Sigurði áhuga Skoska úrvalsdeildarliðið Raith Rovers er á höttunum á eftir Sig- urði Jónssyni sem leikur með sænska liðinu Örebro. Samkvæmt heimildum DV hefur skoska liðið haft Sigurð undir smásjánni í ein- hvem tíma en hann er liðinu að góðu kunnur frá viðureignum þess gegn Skagamönnum í Evrópu- keppninni í fyrra. Þá vora forráða- menn liðsins mjög hrifnir af Sig- urði enda kom hann mjög sterkur frá þeim leikjum. Raith Rovers hefur vegnað illa á yfirstandandi tímabili og er í neðsta sætinu með átta stig eftir 13 umferðir. Raith vann sinn annan sigur í úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar liðið lagði Dundee United nokkuð óvænt á útivelli. Liðið vantar tilfmnanlega sterkan leikstjórnandi en miðjan hefúr ver- ið veiki hlekkurinn í leik þess í vetur. Sigurður er samningsbundinn Örebro út næsta keppnistímabil þannig að ekki verður auðvelt fyr- ir Raith Rovers að fá hann frá Örebro ef alvara er á bak við mál- ið. „Ég hef ekkert heyrt frá Raith en það getur vel verið að liðið hafi talað beint við stjómina. Það þyrfti að hanga eitthvað verulegt á spýt- unni ef ég færi frá Örebro sem ég er samningsbundinn út næsta tímabil. Þegar þeim samningi lýk- ur getur vel verið að maður hugsi sér til hreyfings. Það hefur leik- maður frá Örebro verið að leika undanfarið með Dundee United en skoska liðið hefur ekki efni á að kaupa hann og vill Örebro fá hann til baka. Þetta segir manni að fjár- hagur sumra skoskra liða sé ekki sterkur. Ég stefni að því að klára minn samning hjá Örebro og er þegar farinn að hlakka til tímabils- ins,“ sagði Sigurður Jónsson í samtali við DV í gærkvöld. -JKS Opið bréf frá Birni Birgissyni í Grindavík: Fráleit kæra ísfirðinga Mig langar að fara nokkrum orðum um leik KFÍ við Grindvíkinga í úr- valsdeild körfuboltans þann 1. nóv- ember og þau eftirmál sem honum hafa fylgt. íslandsmeistaramir kom- ust aðeins með 4 menn vestur, hinir 6 sátu eftir með sárt ennið í bilaðri flugvél íslandsflugs, eftir tvær mis- heppnaðar tilraunir til flugtaks. Mis- tök þjálfara UMFG urðu þess vald- andi að hópurinn komst ekki allur með Flugleiðavél, en því var kippt i liðinn í snatri, en algjörlega ófyrírséö bilaði farkostur íslandsflugs, sem sér- staklega var fenginn til aö bjarga mál- um um klukkan 15 umrœddan dag. I þessari stöðu báðu Grindvíngar bæði mótanefnd KKÍ og ísfirðinga að fresta leiknum. Fullkomlega eðlileg og sjálfsögð bón miðað við aðstæður. Nei, við það var ekki komandi. And- hverfu íþróttaandans skyldi heldur betur slengt framan í Grindvíkinga, sem þó áttu annað og betra skilið frá ísfirðingum og mótanefnd KKÍ. Súr ósigur KFÍ Fáliöaðir gestimir voru þvi þving- aðir til að leika, en gerðu sér lítið fyr- ir og sigruðu fullskipað lið KFÍ, 82-79, fyrir framan 600 agndofa áhorfendur. Fimmti liðsmaður Grindvíkinga í leiknum var Dagbjartur Willardsson, liðsstjóri, maður sem ekki hefur leik- ið alvöru keppniskörfubolta í 10 ár, en aldrei undirritað nein félagaskipti úr UMFG. Á bekk Grindvíkinga sat svo undirritaður, aldursforseti grind- vískra körfuboltamanna, 45 ára gam- all en klár í slaginn. Fyrir þessum fá- skipaða hópi töpuðu KFÍ-menn leikn- um, sem þeir sjálfir þvinguðu fram með fulltingi mótanefndar, þrátt fyrir að allar aðstæður heföu átt að heim- ila frestun. KFÍ kærir leikinn Með þessu tapi urðu KFÍ-menn að- hlátursefni. En þeim fannst ekki nóg gert. „Okkur munar um stigin,” sagði Guðni Guðnason þjálfari og því var bragðið á það ráð að kæra leikinn vegna þátttöku Dagbjarts, á þeim grundvelli að hann hafi verið að leika með Golfklúbbi Grindvíkinga í 2. deildinni. Þessa kæru lögðu isfirðing- ar fram þrátt fyrir að þeim hafi ítrek- að verið bent á að Dagbjartur hafi aldrei undirritað nein félagaskipti úr UMFG. Dómstóll fyrir vestan dæmdi KFÍ sigur, væntanlega á grundvelli falsaðrar undirskriftar á félagaskipta- blaði fyrir Dagbjart, sem sent var til KKÍ af GG, en rækilega var bent á og útskýrt í greinargerð frá Grindvík- ingum til dómstólsins fyrir vestan. Hvað gera menn ekki fyrir stigin, þegar ekki tekst að ná þeim á leikvell- inum? Þáttur mótanefndar KKÍ Það verður að teljast stórfurðulegt að mótanefnd KKÍ skuli ekki hafa treyst sér til að fresta leiknum. Það sem á endanum varö þess valdandi aó 60% af Grindavíkurliöinu komst ekki til leiks var bilun í flugvél sem sérstak- lega varfengin til aö skutla drengjun- um vestur. Mótanefnd hlýtur að þurfa taka tillit til þess. Það hefði hún ef til vill gert ef ísfirðingar hefðu ekki ver- ið með hundshaus og heimtað að leik- urinn færi fram. Mótanefnd, eða þeir talsmenn hennar, sem komu að þessu máli, stóðu sig ekki í stykkinu þegar á reyndi, í tímaþröng og undir mikilli pressu að vestan. Mér hefði fundist meiri mannsbragur og reisn yfir KKÍ mönnum, ef þeir hefðu tekið tillit til þeirra vandræða sem upp komu hjá Grindvíkingum og gerðu þeim ókleift að mæta til leiks með fullskipað lið. Dómstóll KKI Nú er kæran komin til dómstóls KKÍ. Það er kristalskýrt í hugum þeirra sem til þekkja að Dagbjartur er félagi í UMFG, þótt hann hafi leikið nokkra leiki með GGí 2. deild. Sú deild er ekki tekin alvarlega í öllum tilvikum og þar era vafalítið margir leikmenn sem ekki hafa lagt sérstak- an metnað í félagaskipti, þótt þeir hafi hafið keppni undir nýjum merkjum. Samkvæmt mínum heimildum eiga a.m.k tveir lögfræðingar setu í dóm- stól KKÍ. Ég er þess fullviss aö þeir munu staöfesta úrslit leiks KFÍ og UMFG enda er ekki meö nokkru móti hægt aö taka falsaöa pappíra sem full- gilda í nokkru máli og þaö vita lög- frœöingár öörum mönnum betur. Ef ranglætið verður látið viðgangast og KFí fær sín óverðskulduðu stig, verð- ur ekki hægt að líta á þá niðurstöðu sem neitt annað en reginhneyksli fyr- ir íþróttahreyfinguna og banabita hins sanna íþróttaanda á milli KFÍ, UMFG og KKÍ. Með íþróttakveðju, Bjöm Birg- isson, áhugamaður um körfu- knattleik, ættaður frá ísafirði en búsettur í Grindavík. Claus Jacob ekki með annað kvöld? Svo getur fariö aö Danir verði án síns besta leikmanns þegar þeir mæta íslendingum í und- ankeppni HM í handknattleik í Höllinni annað kvöld. Stórskytt- an Claus. Jacob Jensen meiddist á hné í leik með Bayer Dor- magen í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og í frétt TV 2 í Dan- mörku í gær var haft eftir for- ráðamönnum danska landsliðs- ins að það myndi ekki skýrast fyrr en á leikdag hvort Claus Jacob yrði meö í leiknum. Það yrði mikil blóðataka fyrir Dani ef Jensen yrði fjarri góðu gamni en að sama skapi gott fyr- ir íslenska liðið. Claus Jacob hef- ur verið besti leikmaður Dana undanfarin misseri og hefur leikið mjög vel með Dormagen. Danir smeykir Danir era greinilega smeykir fyrir leikinn gegn íslendingum og talsverð taugaveiklun virðist vera í herbúðum þeirra. Þetta mátti vel merkja í gærkvöld en þá var ljósmyndara DV nánast Danir komu til landsins í gær og tóku hent út þegar hann var að taka strax létta æfingu á Seltjarnarnesi. Hér myndir af dönsku landsliðs- er hornamaðurinn knái, Nikolaj mönnunun á æfmgu í íþrótta- Jacobsen, einn besti leikmaöur Dana, húsinu á Seltjamamesi -GH með boltann. DV-mynd PÖK NBA-deildin í fyrrinótt: Seattle er óstöðvandi Seattle hélt áfram sigurgöngu sinni Vancouver-San Antonio .96-91 í NBA-deildinni í fyrrinótt og vann Rahim 18, Peeler 17 - D.Wilkins 26. þá góðan útisigur á New York, 92-102. LA Lakers-Houston.85-90 Seattle hefur unnið 11 leiki í röð og Shaq 23, Van Exel 21 - Barkley 23, Willis átta síðustu útileiki sína í deildinni. 17, Drexler 17. „Við erum á miklu skriði þessa Houston vann góðan útisigur á stundina. Við spilum góða vöm og Lakers þó Olajuwon sé enn fjarver- það skiptir ekki máli hverjum við andi. Charles Barkley tók 15 fráköst mætum og hvar,“ sagði Sam Perkins, fyrir Houston og skoraði dýrmæta leikmaður Seattle. þriggja stiga körfu á lokamínútunni. Úrslitin í fyrrinótt: Clyde Drexler skoraði i leiknum sitt Cleveland-Sacramento ..103-74 20.000. stig í deildinni og er 24 leik- Brandon 21, Hill 17 - Richmond 23. maðurinn frá upphafi sem nær þeim Boston-Dallas .......105-91 áfanga. Barros 21, Radja 19 - Jackson 23, Gatling Kevin Johnson lék sinn fyrsta leik 23. með Phoenix en það dugði ekki til og New York-Seattle.....92-102 liðið beið sinn 12. ósigur í jafnmörg- Starks 13, Houston 13, Childs 13 - Kemp 22, um leikjum. Schrempf 17, Payton 16. Sagt er frá NBA-leikjunum í nótt Phoenix-Miami .......84-87 á bls. 2. -VS Johnson 15, Manning 14 - Mouming 20, Majerle 14, Brown 14. Guðmundur Guðmundsson um leikinn gegn Dönum: „Duga engin vettlingatök" Það er mikill áhugi fyrir leik Is- lendinga og Dana í undankeppni HM i handknattleik sem fram fer í Laugardalshöllinni annað kvöld enda leikurinn einn sá mikilvæg- asti sem landsliðið hefúr leikið. DV sló á þráðinn til Guðmundar Guð- mundssonar, þjálfara Fram og fyrr- um landsliðsmanns, og bað hann um að velta leiknum fyrir sér. Erfitt að meta stöðu liðsins „Það er mjög erfitt að meta stöðu íslenska liðsins þar sem langt er lið- ið frá því það lék gegn alvöru þjóð. Leikirnir gegn Eistum og Grikkjum gefa enga mynd af getu liðsins og þetta má einnig segja um danska liðið. Þetta er leikur sem er upp á líf og dauða fyrir íslenska liðið og oft þegar mikið hefur legið við hafa hlutimir gerst.“ „Það er ljóst að við verðum að spila fast og ákveðið og það duga engin vettlingatök. Það hefúr ein- kennt Dani að þeir þola ekki mikil átök og við verðum að spila upp á það. Ég myndi telja það alveg eðli- legt að vinna leikinn hér heima en það verður miklu erfiðara í Dan- mörku og það yrði stórkostlegt ef okkur tækist að ná af þeim stigi í Danmörku." „Ég held að það sé mjög mikil- vægt fyrir strákana að þeir einbeiti sér fyrst að leiknum hér heima og síðan leiknum í Danmörku áður en þeir fara að spá í úrslitakeppnina í Japan. Auðvitað gera þeir sér grein fyrir að það er mjög mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að komast I þá keppni en menn verða að passa sig á því að þegar við stillum hlutunum þannig upp og ræðum of mikið um þá hrynur allt eins og spilaborg. Ég sjálfur hef upplifað það sem leik- maður.“ Lykilatriöi aö spila fasta og ákveöa vörn „Lykilatriðið er að Islendingar spili vömina mjög fast og ákveðið, allir sem einn, þá kemur markvarsl- an með. Jafnframt verður sóknar- leikurinn að vera agaður en áræð- inn þegar á þarf að halda. Við meg- um ekki gerast óþolinmóðir og gefa Dönunum færi á hraðaupphlaupum en það er þeirra sterkasta vopn. Allir í Höllina Ég vil að lokum skora á fólk að fjölmenna í Höllina. Strákamir þurfa svo sannarlega á stuðningi að halda í þessu stríði sínu gegn Dön- um,“ sagði Guðmundur. -GH 4Hakeem Olajuwon Houston Rockets Fæddur: 21. janúar 1963 í Ní- geríu. Hæð: 2,13 m. Þyngd: 116 kg. Staða: Miðherji. Númer á treyju: 34. Heimilishagir: Ógiftur. NBA-leikir: 1.025 leikir með Houston, þar af 115 í úrslita- keppni. Meðalskor í NBA: 24,3 stig. Flest stig í leik: 52. Flest fráköst: 25. Flestar stoðsendingar: 12. Ferili: Var valinn fyrstur í ný- liðavalinu 1984 af Houston. Ýmislegt: Hefur varið flest skot í sögu NBA, 3.190. Á síðasta tímabili náði hann að skora 20 þúsundasta stigið og taka 10 þúsundasta frákastið í NBA. Aðeins átta höfðu náð hvoru tveggja á undan honum. Meistari með Houston 1994 og 1995 og valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar bæði árin. Gerðist bandarískur ríkis- borgari 1993 og lék með draumaliðinu á ÓL í Atlanta í sumar. Valinn besti leikmaður NBA 1994 og vamarmaður ársins 1993 og 1994. Hefur leikiö 11 stjörnuleiki í NBA á 12 árum. Lék knattspyrnu og hand- knattleik þar til hann fór að æfa körfubolta 15 ára gamall. Landsleikurinn er í símanum þínum! Þú getur unnib miða í sœtLfyrir tvo á stórleik íslands og Danmerkur í undankeppni HM í handbolta. 9 0 4 * 1 7 5 0 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.