Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1996, Page 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 Afmæli Kristín Stefánsdóttir Kristín Stefánsdóttir sölufulltrúi, Selvogsgrunni 3, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Kristín fæddist á Selfossi en ólst upp í Hítarnesi í Kolbeinsstaðar- hreppi hjá foðurforeldrum sínum, þeim Júlíusi Jónssyni og Kristínu Stefánsdóttur. Kristín bjó lengst af í Borgamesi en hefur átt heima í Reykjavík frá 1987. Hún er nú sölufulltrúi hjá Máli og menningu. Áður starfaði hún á markaðsdeild DV. Þá vann hún við umönnun á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli í fimm ár. Fjölskylda Eiginmaður Kristínar er Ásbjöm H. Kristjánsson, f. 11.2. 1939, húsa- smiðameistari. Hann er sonur Kristjáns Jón- atanssonar og k.h., Frið- riku Stefánsdóttur, bænda í Norðurhlíð í Að- aldælahreppi. Fyrri maður Kristinar var Svsmur Pálsson. Þau skildu. Börn Kristínar og Svans em Dóra Sigríður, f. 23.6. 1966, skrifstofu- maður í Borgarnesi, maður hennar er Jakob Guðmundsson vélvirki og eiga þau þrjú böm; Páll Aðal- steinn, f. 15.12.1967, bifreiðarstjóri á ísafirði, kona hans er Margrét Skúladóttir, förðunar- og hár- greiðslumeistari, og eiga þau þrjú böm; Svanhildur Björk, f. 9.5. 1973, nemi í Borgarnesi, maður hennar er Sigurður Arilíusson vaktmaður og eiga þau tvo syni; Anna Kristín, f. 22.6. 1983, nemi í Borgamesi. Systkini Kristínar eru Sigríður, f. 3.6. 1945, hár- greiðslumeistari í Mos- fellsbæ, gift Birni Bjama- syni bifreiðarstjóra og eiga þau fimm börn; Ástríöur Elsa, f. 8.7. 1948, kjólameistari í Svíþjóð, og á hún tvö böm; Sturla Jóhann, f. 16.4. 1951, bóndi og skólabílstjóri á Amarstapa á Mýrum, kona hans er Ásgerður Pálsdóttir bóndi og eiga þau tvo syni; Helga, f. 2.9. 1953, húsmóðir á Höfh í Homa- firði, maður hennar er Reynir Gunnarsson umdæmisstjóri og eiga þau þrjú böm; Júlíus Rafn, f. 25.2. 1955, dmkknaði 2.3.1976 og lét hann eftir sig einn son; Bjöm, f. 25.4.1956, húsasmíðameistari í Reykjavík, kona hans er Jóna Margrét Guð- mundsdóttir leikskólakennari og eiga þau tvö böm; Aðalsteinn, f. 6.12. 1960, húsasmíðameistari í Reykjavík, og á hann tvö böm. Foreldrar Kristínar vom Stefán Júlíusson, f. 26.9. 1915, d. 9.12. 1980, bóndi á Ólafsvöllum á Skeiðum og síðar jámsmiður i Sindra í Reykja- vik, og k.h., Steinunn Sturludóttir, f. 22.11. 1920, d. 11.8. 1987, húsfreyja. Ætt Foreldrar Steinunnar vom Sturla Jónsson og Sigríður Einarsdóttir, bændur í Fljótshólum í Gaulverja- bæjsirhreppi. Kristín tekur á móti ættingjum og vinum á heimili sínu eftir kl. 15 í dag. Kristín Stefánsdóttir. Andlát Finnur Eydal Finnur Eydal, tónlistarmaður og tónlistarkennari, Skarðshlið 15K, Akureyri, lést á Landsspítalanum 16.11. sl. Útför hans fór fram frá Ak- ureyrarkirkju í gær. Starfsferill Finnur fæddist á Akureyri 25.3. 1940 og ólst þar upp. Hann hóf ung- ur tónlistamám, stundaði nám við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla Reykjavíkur, lauk einleikaraprófi á klarínett frá Tón- listarskólanum í Reykjavík 1956 og lauk prófi í prentiðn frá Iðnskólan- um á Akureyri 1974. Finnur starfaði sem alhliða tón- listarmaður frá sextán ára aldri. Hann lék um árabil með ýmsum danshljómsveitum, s.s. Hljómsveit Ingimars Eydal, Svavars Gests, At- lantic Kvartetts og með eigin hljóm- sveit. Þá var hann klarínett- og sax- ófónkennari við Tónlistarskólann á Akureyri um árabil. Fjölskylda Finnur kvæntist 10.6.1961 Helenu Eyjólfsdóttur, f. 23.1.1942, söngkonu og fúlltrúa hjá Sjúkratryggingum Akureyrar. Hún er dóttir Eyjólfs Steinssonar, sem lést 1953, og Lauf- eyjar Ámadóttur, húsmóður í Reykjavík. Böm Finns og Helenu era Hörður Eydal, f. 6.6. 1963, verslunarmaður í Reykjavík; Laufey Eydal, f. 19.9. 1965, gift Skapta Þórhallssyni frá Akureyri og era dætur hennar Linda Sif Garðarsdóttir, f. 28.11. 1983, og Lena Mist Skaptadóttir, f. 24.6. 1987; Helena Eydal, f. 13.10. 1972, nemi, en maður hennar er Sig- urður Jörgensson og er sonur þeirra Aron Eydal Sigurðsson, f. 12.10. 1994. Hálfbróðir Finns, samfeðra, er Kristbjöm H. Eydal, f. 4.8. 1929, lengst af sjómaður á ísafirði, síðar búsettim i Reykjavík. Albræður Finns: Ingimar Eydal, f. 20.10. 1936, d. 10.1. 1993, tónlistar- maður og tónmenntakennari á Ak- ureyri, var kvæntur Ástu Sigurðar- dóttur sjúkraliða og em böm þeirra Qögur; Gunnar Eydal, f. 1.11. 1943, skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar, búsettur í Reykjavík, kvæntur Ás- gerði Ragnarsdóttur kennara og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Finns: Hörður Eydal, f. 13.2. 1909, d. 3.4. 1976, mjólkuriðnaðarmaður, og Pálína Eydal, f. 10.1. 1909, húsmóðir. Ætt Hörður var sonur Ingimars Eydal, kennara og ritstjóra Dags á Akur- eyri, Jónatanssonar, b. á Skriðu í Saurbæjarhreppi, Jónssonar, b. í Hólakoti í Eyjafirði, Benediktsson- ar. Móðir Ingimars ritstjóra var Sig- ríður Jóhannesdóttir, b. á Sámsstöð- um í Öngulsstaðahreppi, Grímsson- ar, græðara og b. á Espihóli í Eyja- firði, Magnússonar. Móðir Jóhann- esar var Sigurlaug, systir Kristjáns á Halldórsstöðum, langafa Jóhanns Sigurjónssonar skálds og Snjólaug- ar, móðim Sigurjóns, fyrrv. lögreglu- stjóra. Sigurlaug var dóttir Jósefs, b. í Ytra-Tjamarkoti í Öngulsstaða- hreppi, Tómassonar, bróður Jónas- ar í Hvassafelli, afa Jónas- ar Hallgrímssonar skálds. Annar bróðir Jósefs var Davíð á Amarstöðum, langafi Páls Árdals skálds. Móðir Sigurlaugar var Ingibjörg Hallgrímsdóttir, systir Gunnars, prests i Laufási, afa Tryggva Gunnarssonar banka- stjóra og Kristjönu, móður Hannesar Hafsteins ráð- herra. Móðir Harðar var Guðfinna Jónsdóttir, b. á Víðastöðum í Hjaltastaða- þinghá í Norður-Múlasýslu, Eiríks- sonar, og Margrétar Sigurðardóttur. Pálínar er dóttir Indriða, sjó- manns á Fáskrúðsfirði, Finnboga- sonar. Móðir Pálínu var Guðný Magnúsdóttir, b. á Heyklifi, Áma- sonar. Móðir Guðnýjar var Rósa Jónsdóttir, b. í Hvammi í Fáskrúðs- firði, Ámasonar, bróður Helgu, móður Sigríðar, ömmu Bergs Jóns- sonar rafmagnseftirlitsstjóra og Steimmnar, ömmu Eysteins, fyrrv. ráðherra, og Jakobs, sóknarprests, Jónssona. Finnur Eydal. Kristinn Eyjólfsson Kristinn Eyjólfsson, bif- reiðarstjóri og bóndi, Drafnarsandi 5, Hellu, lést á heimili sínu þann 13.11. sl. Útför hans fór fram frá Skarðskirkju í Landsveit sl. laugardag. Starfsferill Kristinn fæddist í Hvammi í Landsveit og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Hann shmdaði búskap í Noröurbænum í Kristinn Hvammi um árabil en flutti á Hellu fyrir rúmum tuttugu árum þar sem hann stundaði bifreiðaakst- ur, m.a. fyrir Kaupfélagið Þór. Þá stundaði hann hrossarækt og tamn- ingar ásamt Þórði, tengdasyni sín- um. Rún, f. 17.10.1965, starfs- b. og kennara í Hvammi, bróður Guðbjargar var Guðrún Kolbeins- Eyjólfsson. Fjölskylda Kristinn kvæntist 29.12.1968 Önnu Magnúsdóttur, f. 6.5. 1944, organista og tónlistarkennara. Hún er dóttir Magnúsar Sigurjónssonar, bónda í Hvammi í Vestur-Eyjafjallahreppi, og k.h., Sigríðar Jónu Jónsdóttur húsfreyju. Börn Kristins og Önnu era Lóa maður hjá Flugleiðum, en dóttir hennar og fyrrv. sambýlismanns, Baldvins Más Magnús- sonar, er Anna Kristín, f. 5.12.1988; Inga Jóna, f. 8.10. 1966, húsmóðir á Hellu, en maður hennar er Þórður Þorgeirsson tamningamaður og er sonur þeirra Kristinn Reyr, f. 13.10. 1988; Eyjólfur, f. 18.6.1970, bú- settur á Hellu. Systkini Kristins era Katrín, f. 19.9. 1943, póstfulltrúi í Reykjavík; Ágúst, f. 5.6.1945, málara- meistari í Svíþjóö; Ævar Pálmi, f. 21.8. 1946, lögreglumaður í Reykja- vík; Knútur, f. 7.1. 1949, strætis- vagnastjóri í Reykjavík; Selma Huld, f. 25.7. 1961, sjúkraliði og tölvuritari í Brassel. Foreldrar Kristins era Eyjólfur Ágústsson, f. 9.1. 1918, bóndi og fyrrv. sýslunefndarmaður í Hvammi, og k.h., Guðrún Sigríður Kristins- dóttir, f. 9.12. 1921, húsfreyja. Ætt Eyjólfur er sonur Ágústs Kristins, Guðríðar í Tryggvaskála, ömmu Guðlaugs Tryggva hagfræðings, föð- ur Valdimars Karls, forstöðumanns hagdeildar Landsbanka íslands á Suðurlandi, og Guðlaugs Bergmanns kaupmanns, föður Ólafs Gunnars á DV. Ágúst Kristinn var sonur Eyj- ólfs Landshöfðingja Guðmundsson- ar, smiðs i Hvammi og í Sólheimum i Grímsnesi, af ætt Markúsar Bergs- sonar, sýslumanns í Ögri, forföður Bergs Thorbergs landshöfðingja, Jó- hannesar Nordal, Jóns Baldvins og Einars Guðfinnssonar útgerðar- manns. Móðir Eyjólfs var Guðríður Jónsdóttir, af ætt Presta- Högna, for- föður Tómasar Sæmundssonar Fjölnismanns, Þorsteins Erlingsson- ar, Tómasar Guðmundssonar, Vig- disar forseta, Bjöms menntamála- ráðherra og Gylfa Þ. Gíslasonar. Móðir Ágústs var Guðbjörg Jóns- dóttir, b. í Skarði, Árnasonar, af Reynifellsætt þeirra Þórðar Frið- jónssoanr, Eiðs Guðnasonar, Þórs Jakobssonar veðurfræðings og Ing- ólfs Margeirssonar. Móðir Jóns í Skarði var Guðrún á Galtalæk, af Geirlandsætt á Síðu og Víkingslækj- arætt þeirra Ingólfs á Hellu, Davíðs forsætisráðherra, Harðar í Eimskip og Eggerts G. Þorsteinssonar. Móðir dóttir, af Reykjaætt. Móðir Guðrúnar var Sólveig, syst ir Ófeigs ríka, ættföður Fjallsættar innar. Móðir Eyjólfs var Sigurlaug Eyj ólfsdóttir, trésmiðs í Reykjavík Ófeigssonar, b. í Nesjum í Grafningi Vigfússonar, b. í Nesjum, Ófeigsson ar, málara í Heiðarbæ, Jónssonar. Móðir Ófeigs í Nesjum var Anna Gísladóttir, b. á Villingavatni Grafningi, Gíslasonar, b. í Ásgarði Sigurðssonar, bróður Jóns á Hrafns- eyri, afa Jóns forseta. Móðir Önnu var Þorbjörg Guðnadóttir, af Reykja- kotsætt þeirra Halldórs Laxness Vigdísar forseta og Ólafs landlæknis Guðrún er systir Laufeyjar, móð ur Birnu Einarsdóttur, fram kvæmdastjóra hjá íslandsbanka systir Hákonar, kaupmanns í Stapa felli í Keflavík, og systir Guðna. hreppstjóra í Skarði, föður Kristins fjallkóngs. Guðrún er dóttir Kristins Guðnasonar, hreppstjóra í Skarði. Móðir Guðrúnar var Sigríður ljós- móðir Einarsdóttir, b. í Berjanesi, Hildibrandssonar. Móðir Sigríðar var Anna Einarsdóttir, b. á Amar- hóli, Daníelssonar og Bjarghildar Guðmundsdóttur frá Holti undir Eyjafjöllum. Tll hamingju með afmælið 26. nóvember 80 ára Díana Kröyer, Stigahlíð 14, Reykjavík. Sigfríður Jóna Þorláksdótt- ir, Hrafnistu í Reykjavík. Konráð Auðunsson, Búðarhóli, Austur-Landeyja- hreppi. 75 ára Anna Hulda Einarsdóttir, Brekkustíg 35 C, Njarðvík. Bergþór Steinþórsson, Stekkjarholti 7, Ólafsvík. 70 ára Ágúst Atli Guðmundsson, Rauðagerði 14, Reykjavík. 60 ára Hildur Einarsdóttir, Leirutanga 13 A, Mosfeflsbæ. Helga Ásgeirsdóttir, Bergstaðastræti 45, Reykjavík. Jónas Klemens Jónasson, Tunguvegi 88, Reykjavík. 50 ára Helga Valsdóttir, Traðarlandi 10, Reykjavík. Guðmundur Öm Ragnars- son, Brávaflagötu 10, Reykjavik. Sigrún Valtýsdótir, Eyrarholti 6, Hafharfiröi. Pétur Kjartansson, Mýrargötu 25, Neskaupstað. Bjami H. Gunnarsson, Álakvísl 52, Reykjavík. Steinunn Araórsdóttir, Vesturbergi 144, Reykjavík. 40 ára Erlendur Sturla Birgisson, Laugavegi 153, Reykjavík. Stefán Gíslason, Fomhaga 24, Reykjavík. Sigríður Kristín Tryggva- dóttir, Tjamarlundi 17 J, Akureyri. Brynja Kjartansdóttir, Faxabraut 6, Keflavík. Rósa Þórarinsdóttir, Breiðvangi 30, Hafnarfirði. Smáauglýsinga deild DV er opin: • virka daga kl, 9-2f| • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl, 16-22 Skilafrestur smáauglýsinga er fyrir kl. 22 kvölaið fyrir birtingu. Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV verður þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. a\\t mil// hlmin$ Smaauglysingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.