Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1996, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1996, Side 14
14 PÍMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjðri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildin 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingan 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@centrum.is - Auglýsingan dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Við stöndumst skilyrðin Flest ríki Evrópusambandsins eiga í miklum erfiöleik- um meö að koma fjármálum sínum í þaö horf, að þau geti tekið þátt í eftirsóknarverðu myntbandalagi Evrópu, sem á að taka til starfa eftir tvö ár. Hins vegar hefur ut- angarðsríkið ísland þegar uppfyllt skilyrðin. Ríkisfjárlög á íslandi hafa verið hallalaus í nokkur ár og eru vel innan krafna myntbandalagsins, sem gera ráð fyrir, að hallinn megi ekki vera meiri en 3% af lands- framleiðslu. Þýzkaland, Bretland og Frakkland eru með- al ríkjanna, sem enn hafa ekki uppfyllt þetta skilyrði. Ríkisskuldir íslands hafa farið lítillega lækkandi að undanfömu og em núna 55% af vergri landsframleiðslu. Það er rétt innan 60% marka myntbandalagsins og er raunar betri staða en hjá öllum ríkjum Evrópusam- bandsins nema Frakklandi, Bretlandi og Luxemborg. Verðbólga á íslandi er úm 2,5% á ári, í hærri kantin- um í evrópskum samanburði og á mörkum myntbanda- lagsins. Það gerir ráð fyrir hámarki, sem sé 1,5% yfir verðbólgu þeirra þriggja ríkja, sem hana hafa minnsta. Minnsta verðbólgu hefur Svíþjóð, um 1% á ári. Langtímavextir á íslandi em um það bil 8%, það er að segja 5% raunvextir að viðbættri 2,5% verðbólgu. Mynt- bandalagið gerir ráð fyrir, að langtímavextir séu aðeins 2% yfir vöxtum þriggja lægstu ríkjanna. Sú tala er nú um 6%, svo að ísland sleppur þar í gegn. Verðbólgan og langtímavextimir em veikasta hlið ís- lands í þessum samanburði. Öll ríki Evrópusambands- ins nema Grikkland uppfylla þessi tvö skilyrði og ísland er rétt á mörkum þess að standast þau. Engin bólga má því verða í landinu á uppgangstíma næstu ára. Síðasta skilyrðið varðar ekki flármál, heldur gengis- stefnu. Það er, að ríkið hafi í tvö ár verið í gengissam- starfi Evrópu, sem er aðdragandi myntbandalagsins. Þetta hefúr ísland ekki gert, af því að Seðlabankinn hef- ur notað viðskiptavegna gengiskörfu til viðmiðunar. Ekkert er því til fyrirstöðu, að ísland taki einhliða upp gengisviðmiðun við gengissamstarf Evrópu í stað geng- iskörfunnar. Ef það er gert strax, uppfyllir ísland einnig þetta lokaskilyrði, nákvæmlega þegar myntbandalagið tekur til starfa að rúmlega tveimur árum liðnum. Fræðimenn, sem um þessi mál hafa fjállað, em sam- mála um, að afar hagkvæmt sé fyrir ríki að geta gerzt að- ili að myntbandalagi Evrópu. Það er í fyrsta lagi beinlín- is mikilvægt fyrir ríki að koma fjármálum sínum í slíkt lag, að þau uppfylli skilyrði bandalagsins. í öðm lagi hefur aðild að myntbandalaginu í för með sér næsta sjálfvirkt aðhald, sem stuðlar að traustum fjár- málum, lágri verðbólgu og lágum vöxtum. Talið er víst, að þátttakan leiði til lægri vaxta en ella þyrftu að vera. Á því einu gæti ísland sparað milljarða á hverju ári. Við sjáum líka, að stjómir ríkja Evrópusambandsins em önnum kafnar við að reyna að koma fjármálum sín- um inn fyrir ramma myntbandalagsins eða láta líta svo út, að þau verði komin inn fyrir mörkin í tæka tíð. Frakkar beita að venju ýmsum sjónhverfingum til þess. Mikil umræða fer nú fram um það í Evrópu, að Ítalía muni ekki ná markinu í tæka tíð vegna langvinns aga- leysis í fjármálum ríkisins. ítali granar af gefiium tilefh- um, að Þjóðveijar og fleiri vilji ekki hafa sig með tfi þess að spara myntbandalaginu hjúkrun veiks aðila. ísland er hins vegar þegar komið inn fyrir mörkin og þarf ekki að gera mikið annað en að halda í horfinu á væntanlegum þenslutíma til að komast í klúbbinn. Jónas Kristjánsson „...ófáir svikamiðlar færa sér tilvistarótta afkristnaöra borgara í nyt og féfletta þá,“ segir Ármann m.a. í grein sinni. Öld gervivísinda Einu sinni voru tröll í íslenskum fjöllum. Nú fara menn þangað á vélsleðum og sjá þau ekki. Nú eru til geimverur í staðinn. Tröll eru ekki nógu hátækni- leg fyrir nútímann, tröll okkar tíma hafa tekið tæknina i sína þjónustu því að nútíminn er tæknilegur. Nútím- inn er líka markaðslegur og því eru til menn sem græða á geimverum. Á hinn bóginn græddi enginn á tröllum. Kjallarínn Armann Jakobsson bókmenntafræðingur nyt og féfletta þá. Aðrir trúa sjálfir að þeir hafi dulræna hæfileika og stimdum hefur þetta komist í tísku og verður þá eins konar fullorð- insleikur. Spírítisminn var evr- ópskur en bandaríska afbrigðiö eru geimver- ur. Þær eru tröll og and- ar tæknisamfélagsins en eiga sameiginlegt með öndum að hægt er að græða á þeim, halda námskeið, framleiða sjónvarpsflokka með tæknivæddum trölla- sögum og efna til al- heimsþings klikklinga við hin og þessi fjöll í von um að geimverur láti sjá sig. „Svikamiðillinn og geimverusjá- andinn eiga sér einn bróður enn, skottulækninn. Veruleikafirrt nú- tímasamfélag þolir ekki sjúkdóma eða elli og á því hagnast skottu- læknarnir. Kenning þeirra er að öll veikindi séu þeim að kenna sem lenda í þeim.“ Spíritismi og geimverur Þetta hófst I ár- daga borgarsamfé- lags. Á 18. öld laug maður að nafni Messmer því að betri borgurum að hann gæti læknað öll mein með segul- orku. Að baki lá fikn í skjótfenginn gróða og þekking á mannlegri náttúru. Betri borgarar 18. aldar voru jafh- hræddir við að sýkjast og við sem nú lifúm. Þeir voru hræddir við aö deyja. Þeir voru hræddir við aö takast á við tilveruna eins og hún er. Spíritisminn sprettur af þessu og ófáir svikamiðlar færa sér til- vistarótta afkristnaðra borgara í Svikamiðillinn og geimverusjá- andinn eiga sér einn bróður enn, skottulækninn. Veruleikafirrt nú- tímasamfélag þolir ekki sjúkdóma eða elli og á því hagnast skottu- læknamir. Kenning þeirra er að öll veikindi séu þeim aö kenna sem lenda í þeim. Menn eiga ekki að borða kjöt, þvo sér með sápu eða hugsa illar hugsanir, þá verða þeir veikir. Skottulæknirinn reyn- ir að byggja upp vonir veiklund- aðra um að þeir geti verið óhultir og öruggir með því að hegða sér á tiltekinn hátt. Skaðlaust? Er þetta ekki ósköp skaðlaust? Því miður ekki. Þessi flótti frá veruleikanum getur brjálað menn og gert skaðlega umhverfi sínu, alið á fordómum, t.d. í garð þeirra sem eru gamlir eða veikir, og leitt af sér ofsóknaræði. Úr þessum ranghugmyndum verður hvorki skynsamleg heimspeki, gagnleg pólitík né góður skáldskapur því að allt þetta tekst á við veruleik- ann sem trú á anda, geimverur og imdralyf hafnar. Einkenni nútímaveruleikaflótta er tæknilegt órðfæri og fullyrð- ingar um að byggt sé á vísind- um, andstætt kristni og öðrum gömlum trúarbrögðum þar sem mestu skiptir að trúa. í staðinn þarf að falsa sannanir. Þekkja má gervivísindi og falskenning- ar á því að þau leysa allan vanda en í alvöruvísindum spretta upp fleiri vandamál en leyst eru. Gervivísindi eiga svör við öllu, rétt eins og þegar sá sem segist hafa lifað sjö sinnum er gagn- rýndur, þá er viðkvæðið ævin- lega að gagnrýnandinn sé ung sál. Gervivísindin hreykja sjálf- um sér en raunveruleg vísindi eru hógvær, vita að þau vita ekki neitt. Gervivísindin játa aftur á móti aldrei á sig fáfræði nema til að opinbera enn meiri fáfræði annarra. Auðmýkt þeirra er jafn- an hroki í dulbúningi. Ármann Jakobsson Skoðanir axmarra Fréttastofa Sjónvarps „Staðreyndin er því miður sú að vart örlar á gagnrýninni fréttamennsku hjá ríkissjónvarpinu. Þótt þar séu ágætir fréttamenn virðist stefnan vera sú að ríkissjónvarpið eigi að þjóna ráðamönnum eins og hver önnur tilkynningaskylda. í saman- burði við önnur lönd er fréttastofan þannig á báti með þeim sem helst þjóna yfirvöldum í blindni. Alltént þekkist ekki í upplýstum nágrannalöndum okkar að sjónvarpsstöðvar, hvort sem þær eru í eigu hins opinbera eða ekki, séu fyrst og fremst vettvangur fyrir mas og langhunda ráðamanna.“ Úr forystugrein Alþbl. 27. nóv. Agaleysi þjóðfélagsins „Agaleysi íslendinga er vandamál hvert sem maður litur í þjóðfélaginu. Það er ekki hægt að bú- ast við að agi sé meiri í skólunum en annars stað- ar í þjóðfélaginu. Við errun öll agalaus og það bitn- ar að sjálfsögðu á námi. Bömin draga dám af því umhverfi sem þau venjast við heima fyrir.“ Unnur Halldórsdóttir í Degi-Tímanum 27. nóv. Starfsumhverfi i sjávarútvegi „Það verður að segjast eins og er að launakjör og starfsumhverfi í sjávarútvegi hefúr ekki verið það aðlaðandi að fólk hafi flykkst til þess að vinna í greininni. Ef vinnslan tæknivæðist og framleiðslan færist í fuilunnin matvæli, þá mun áhugi fyrir störfum aukast. Þörf fyrir tæknimenntað imgt fólk mun aukast og þjónustuiðnaður við greinina mun eflast...Hókus pókus leiðin er óraunhæf, og stjórn- málamenn sem reyna að telja þjóðinni trú um að hún sé gerleg eru hættulegir þjóðinni." Sighvatur Bjamason í Mbl. 26. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.