Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1996, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1996, Page 15
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 15 Kveifarsamfélagið Maöurinn er ekki í eðli sínu kveif, en hefur slíkan eiginleika í sér og getur ræktað hann. Maður- inn er uppreisnarvera í baráttu við sjálfan sig. Hann rís gegn nátt- úruöflunum og er stöðugt að fást við eitthvað. Vegna þess hefur hann búið til tæki sem gera líf hans auðvelt á yfirborðinu, en að lokum hefur farið svo að hann berst meira við munaðinn en erf- iðleikana. Það er hvorki sósíalismi, verka- lýðsfélög né kvennabaráttan sem hefur gert lítilmagnanum og kon- um fært að starfa næstum til jafns við karla á flestum sviðum, heldur nafhlausu mennimir sem fundu upp vélamar sem létta störf og ganga núna svo langt að þær hafa næstum útrýmt þeim. Atvinnuleysi blasir við almenn- ingi, konum og körlum, á meðan atvinnutækin starfa hjálparlaust. Menn vom í fyrstu glaðir yfir að fá frelsi ffá þrældómi, svo varð annað uppi á teningnum. Maður- inn varð að kveif í kveifarsamfé- lagi. í sinni dulúö... Hvemig var þá bmgðist við? Reynt að koma þvi inn hjá mönn- um að það að vera kveif sé þeim eðlilegt. í fyrsta sinn, að minnsta ...og alls staöar voru meyjar í stööugildum sínum tilbúnar aö hjálpa." „Það eru engin takmörk fyrir hvað maður getur orðið veikur á margvíslegan hátt oghvað margt er hægt að finna honum til hjálp■ ræðis með nál, dufti og vökva í höndum kvenna.u kosti í sögu þessarar þjóðar, kom eitthvað harðast niður á körlum, því frá aldaöðli höfðu þeir verið aldir upp þannig að þeir eigi að vera sterkir. Og við kynþroskann fundu þeir í sinni dulúð að kraft- urinn var meðfæddur, það sannaði framrás sæðisins. Með tilurð kveif- arsamfélagsins, þar sem allt var eintómt mýkt, líkt og i ljóðagerð riddarasamfé- laga, varð kurt- eisin brátt að skoðanaleysi og sjúkdómar eðli- legir og atvinnu- skapandi. Það era engin tak- mörk fyrir hvað maður getur orðið veikur á marg- víslegan hátt og hvað margt er hægt að finna honum til hjálpræð- is með nál, dufti og vökva í hönd- um kvenna. En maðurinn er upp- reisnarvera og það kemur hvar- vetna ffam, líka í uppreisn mun- aðarvesalinga. Innan skamms varð fínt að vera áfengissjúkur eða í eiturlyfjum, hin- um eilífu táknum munaðar í vest- rænum samfélög- um, og alls staðar vom meyjar í stöðugildum sín- um tilbúnar að hjálpa. Dirfska og dauði Þannig hefur þetta gengið þang- að til utanheimil- ismæðumar réðu ekki við neitt og velferðarkerfið næstmn hrunið. Úr því ungum Kjallarínn Guöbergur Bergsson rithöfundur mönnum er í blóð borið, sökum heföa, það að sýna dirfsku en hana hvergi að finna í samfélaginu, þá sýna þeir hana I þvf að þora að deyða sig, ein- ir og hjálparlaust. Ekki er til meiri ögran en sú að svipta sig lífi. Líklega er hún dular- fyllsta og flóknasta at- höfh sem einhver tekur sér fyrir hendur og feimnismál, en ber ein- staklingi og þjóðfélagi vitni með því að sameina uppreisn og uppgjöf í máttvana löðrungi á trúna og falska hjálpræð- ið í mildi og lygum heild- arinnar. Guðbergur Bergsson Stærðfræðidepurð ungmenna Eftir nokkrar athuganir hefi ég sannfærst um að helsta einstaka skýringin á erfiði hama og ung- linga við að nema stærðfræði sé að þeim er ekki kennt að lesa stærðfræðilegt form á íslensku. Við búum enn að allflóknu tungu- máli fyrir eyra, málið var ritað beint frá orðanna hljóman og hef- ur um flest verið viðhcddið þannig. í niðurrituðu tungumáli ólæsis era skráð hljómform, sem gefa æfðu eyra til kynna við hvað er átt og með hvaða takmörkunum. En svo er ekki háttað með stærðfræði fyrr en áleiðis er kom- ið i háskólanámi í stærðfræði, að orðanna hljóman valdi greiningu á hvaða vikmörkum framsetning- in er, og þá einungis í ástundunar- hópi slíkra fræða. Stærðfræði er fyrst og fremst list augans og myndrænnar birtingar, sakir þess að formleg röð ályktana með til- vísun til forsendna er notuð til sönnunar gildis reglna og reikni- forms. Heilans heimsmynd Kennsla stærðfræði er því önn- ur heimsmynd fýrir böm og ung- linga, ef sú heimsmynd er ekki samræmd tungumálinu. Til að skýra þetta nán- ar þá verður að gera grein fyrir hvernig atriði greinast sérstök í heila. Til skýr- ingar skulinn við bera saman náskyld fram- kvæmdaatriði í heila, hlátur og sköpunarathöfn. Það er gert vegna þess að námsathöfn á virkum viðmið- unarþætti er eins og sköpunarat- höfn. Hlátur er viöbragð, sem verður til vegna lögmálsins um viðhald orkunnar, vegna þegar áunninnar heimsmyndar í heilanum og flokk- unar boða til þeirrar heimsmynd- ar við skynjun. Það gerist með þeim hætti að skynjunin fær boð til flokkunar, sem ekki era sam- stæð, en þó í sjálfú sér röklega gild. Boðin fara á orkuform tl með- höndlunar í heila, en þar sem þau standast ekki og eru vitleysa þá hafhar heilinn þeim. En orkan getur ekki horfið, heldur aðeins umbreyst, því er til kerfi sem færir orkuna 1 boði til vöðvakiprings og hljóðmyndunar til þess að létta henni af heila og valda ekki skemmdum. Samtím- is gefur heilinn, sem er og kirtill, út deyfi- efrii sem veldur ánægjutilfinningu. Þcumig ver heilinn sig fyrir vitleysu og skemmdum. Námsathöfn Við sköpunarathöfn gerist hið öfúga við hlátur, þá kemur fram sérgreind hugmynd, sjálfstæð, sem er færð til viðmiðunar. Við sköp- unina kemur fram sama ánægju- tilfinning og við hlátur, vegna þess að við sköpunarathöfnina era aðrir atriðisþættir deyfðir frá að raglast saman við hinn nýja skap- aða atriðisþátt. Þetta þekkja þeir sem skapa og era ánægðir við þá athöfn, en komi þeir að sömu hug- mynd daginn eftir þá er hún komin í minni og veldur ekki ánægju á sama hátt. Námsathöfnin fer fram á sama hátt, þar sem tekur til hugsun- arvirkra atriða en siö- ur til beinna minnis- atriða. Við að læra tungumálið þá mynd- ast heimsmynd orða og hugtaka, virkra hugtaka. Til þess að sköpunarathöfn og eða námsathöfn geti farið fram þá þarf til þess atriðalegt um- hverfi, minni á orö- um og hljómun orða, alveg eins og börn læra málið án skyns á merkingu fyrr en síðar. Þess vegna veröur að kenna bömum að lesa stærðfræðilegt form í tungumáli áður en þeim er sýnd formleg virkni slíkrar ffarn- setningar. Stærðfræðileg lestrarbók fæst ekki hjá Námsgagnastofnun, ég hefi spurt. Á það er bent að við fyrsta lestur þessarar greinar er svo ráðist að ríkjandi heimsmynd að þeim líður illa sem les. Það er eins og böm að læra stærðfræði, án réttra grunnviðmiðana. Þorsteinn Hákonarson „Stærðfræði er fyrst og fremst list augans og myndrænnar birt- ingar, sakir þess að formleg röð ályktana með tilvísun til for- sendna er notuð til sönnunar gild- is reglna og reikniforms.u Kjallarínn Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri IV « 4 leð og í móti Lög um Internet Kristin Jónasdóttir ttfá Barnahalllum. Frelsi fylgir ábyrgð „í umræðunni um Internetið hefur sú spuming vaknað hvort rétt sé að setja lög um þennan nýja og spennandi miðil og þá hvers konar lög. Ástæðan hefur verið nefnd sú að með því megi hafa áhrif á að- gengi efiiis á Netinu og hafa böm og ungl- ingar sérstak- lega verið nefiidir i því sambandi. Erfitt er í stuttu máli að gera upp hug'sinn um lagasetningu né heldur hvaða aðrir valkostir koma til greina. Kanna þarf með hvaða hætti önnur ríki hafa tek- ist á við þetta vandamál því ekk- ert eitt ríki getur sett einhliða reglur um þennan alþjóðlega upplýsingamiðil. Ljóst er að all- ir verða að hera ábyrgð, jafnt þeir sem setja efni inn á netið, miðla því og taka á móti því. Börn og ungmenni, sem enn eru að þroskast og þróa sína hugs- im, eiga rétt á vernd gagnvart efni sem misbýður siöferðisvit- und okkar. Það hlýtur að vera útgangspunkturinn í umræð- unni. Þá er það jafhframt eðlileg krafa að miðlarar þessarar þjón- ustu séu einnig gagnrýnir og sýni metnað I þjónustu sinni til neytenda sinna. Það er líka fján- ingarfrelsi. Því öllu frelsi fylgir ábyrgð." Erfitt að stöðva notendur „Ég tel eðlilegt að ákveðnar reglur gildi um netiö sem Inter- net-notendum beri að fylgja. Hvaö varðar efni sem hýst er fyrir notendur sem hafa að- gang hjá end- ursöluaðilum tel ég að seint verði hægt að taka alfarið á því þar sem það efiii er sett inn og tekið út af notendum sjálfúm og breytingar á því efiii sem finna má á vefsíðum notenda er hægt að gera án þess að tala við viðkomandi endursöluaðila. Þess vegna er ekki hægt að líta á þetta efni eins og sjónvarps- efni eða þlaðagreinar sem birtar eru með samþykki ritstjómar eða útsendingarstjórnar. Þessi möguleiki eða annmarki mun svo hafa hæði jákvæðar og nei- kvæðar afleiðingar þar sem menn geta komið sínum málefn- um og skoðunum á framfæri, hver svo sem þau kunna að vera. Ég tel því að ekki verði auðvelt að stöðva notendur í að koma upp sínum eigin vefsíðum nema að hefta ritfrelsi að ein- hverju leyti.“ -JHÞ Guömundur Kr. Unnstoinsson, markaösstjóri Hringiöunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.