Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Page 29
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996 » -* : UJjjjJiJj D< Hvlthákarlar hafa nýlega verið verndaðir með lögum í Ástralíu og hefur það hvatt önnur ríki til að setja svipuð lög. Áströlsku verndunarlögin Dráp á Hvíthákarl I New South Wales varðar nú sektum að upphæð einni miljón króna og allt að hálfs árs fangelsi. Victoria Verndunarlög fyrirhuguð. Tasmania Verndunarrndunarlðg þegar i gildi Þrátt fyrir stærð sína og ógnvekjandi ímynd ráðast hvíthákarlar sjaldan á menn. Undanfarin 208 ár hafa einungis 527 árásir þeirra á menn verið skráðar í Ástralíu. Hvíthákarl Lengd: Allt aö 5.5m Þyngd: 2.5 tonn Ævilengd: Um 30 - 40 ár Hafsvæði > Hvithákarlsinns f ' J , - r"V V . \ /Maldíveyj'ar Suður Afríka Suð Áustiif Hákarlaafurðir • Sjávarlíffræðingar telja að um 100 þúsund hvíthákarlar séu dreþnir árlega enda eykst eftirspurn eftir vörum unnum úr þeim stöðugt. • Þurrkað hákarlabrjósk er notað gegn krabðameini ogtil að búa til gerviskinn. • Hákarlalifur notuð í snyrtivörur. Gallblöðrur hákarla gegn unglingablólum. Hákarlakjöt er notað í skartgripi. Hákarlakjöts er neytt á skyndibitastöðum. Hákarlauggar eru taldir lostæti í Asíu. Lítið er vitað um lifshætti hvíthá- karlsins og enn er imyndin um há- karla af þessari tegund í*Jaws mjög ríkjandi í hugiun margra. Hákarlar eru þó smátt og smátt að vinna á í huga almennings og stjórnmála- manna. Margir umhverfisvemdar- sinnar óttast að hvíthákarlar séu að hverfa vegna ágangs manna þó að þeir viðurkenni flestir að fátt sé í raun vitað um hvaða áhrif atferli manna hefur á þá. Suður-Afríka var fyrsta ríkið til þess að lýsa hvíthá- karla tegund í útrýmingarhættu og síðan hafa mörg ríki fylgt í kjölfarið hil metra lengri en karlkyns hvíthá- karlar. Það er mjög misjafnt hversu þungir hvíthákarlar verða en venju- lega er þyngd þeirra á bilinu 3-4 tonn. Sé gert ráð fyrir því að einn hringur myndist í hryggjarlið hvít- hákarls á ári, eins og sjá má í þver- skurði af trjábolum, þá er líklegt að kvenkyns hvíthákarlar verði full- þroskaðir við 13-15 ára aldur en karlkyns hvíthákarlar nái fullum þroska við 9 ára aldur. Talið er að hvithákarlar stækki um 30 sentí- metra á ári og því getur sjö metra langur hvíthákarl verið eldri en þriggja áratuga. Rétt er þó að geta þess að þessi tainaruna hér að ofan er einungis getgátur, til dæmis er vel mögulegt að tveir hringir bætist við hryggjarliði hvíthákarla á ári og þá þarf að reikna upp á nýtt. Lítið er vitað um ástarlíf hvít- hákarla en vitað er að þeir ganga með afkvæmi sín og eiga það til að gæða sér á þeim ef svo ber undir. Venjulega ganga hvíthákarl- ar með um 7-9 afkvæmi. Ekki er vit- að hversu lengi meðganga stendur yfir en líklegt er að hún taki um það bil ár. Það er heldur ekki vitað hvað kvenkyns hákarl getur fætt af sér af- kvæmi oft en það hversu sjaldgæfír hákarlar sem eru styttri en einn og hálfur metri eru bendir sterklega til þess að það sé frekar sjaldan. Af framansögðu er greinilegt að allt of lítið er vitað um þessi tignarlegu rándýr og flest það sem tekið hefur verið fyrir staðreyndir um hvíthá- karla er frekar vafasamt þegar bet- ur er skoðað. Til dæmis er afar sjaldgæft að þeir ráðist á menn. Þeg- ar svo vill til gæða þeir sér sjaldan á þeim og því hefur verið fleygt að hvíthákörlum líki alls ekki manna- kjöt. Þeirra uppáhaldsfæða er líka selir og sæljón. Samantekt: JHÞ PHILIPS GSM 37 I 0LLUM LITUM 39.900 Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SfMI 569 1500 REUTERS og sett einhvers konar verndunar- lög. Nú síðast settu Ástraiir lög um vemdun hvíthákarlsins. Það er talið að einungis sé til ein tegund af hvíthákörlum. Þeir eru rennileg dýr með keilulaga haus og sporð eins og hálfmána. í raun er hér um að ræða eitt þróaðasta rán- dýr jarðar. Við fæðingu eru hákarl- ar um einn til einn og hálfur metri að lengd. Þeir geta orðið um sjö metra langir en algengast er að full- vaxinn karlkyns hvíthákarl sé um þrir og hálfur metri. Kvenkyns hvít- hákarlar eru að meðaltali um það Hvað kostar að hringja innanlands? í~ Dagtaxti Mánud. - föstud. kl. 08:00- 19:00 Kvöld-, nœtur- og helgartaxti Mánud. - föstud. 19:00 - 08:00 föstud. kl. 19:00 - mánud. kl. 08:00 Símtöl innan svœðis 1,11 kr. pr. mín. 0,55 kr. pr. mín. Símtöl milli svceða (langlína) 4,15 kr, pr. mín. 2,76 kr. pr. mín. Verðið í töflunni er meðaltalsverð með vsk. og samkvæmt gjaldskrá frá 16. des. 1996. í upphafi hvers símtals reiknast eitt grunnskref 3,32 kr. PÓSTUR OG SÍMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.