Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1996, Blaðsíða 42
50 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1996 Afmæli Guðjón Bjarnason Guðjón Bjarnason bifreiðarstjóri, Höfðagrund 1, Akranesi, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guðjón er fæddur í húsinu Bæjar- stæði á Akranesi og gekk í bama- skólann sem þá var. Hann fór snemma að vinna fyrir sér, fyrst sem símsendill og síðar við verslun- arstörf. Guðjón eignaðist bifreið sautján ára og eftir það var aðal- starfið við akstur, fyrst með vöru- bifreið og síðar sem leigubifreiðar- stjóri í yfir þrjá áratugi. Hann réðst til slökkviliðs Akraness 1934 og frá 1964 var Guðjón eldvarnaeftirlits- maður hjá Akranesbæ og hafði um- sjón með slökkvibifreiðum og slökkvitækjum. Því starfi gegndi hann í átján ár. Guðjón er einn af stofnendum Fólksbífa- stöðvar Akraness og var lengi í stjórn hennar. Hann fékk á sínum tíma leyfi númer 1 til leigu- aksturs. Guðjón lærði til reið- hjólaviðgerða hjá Emin- um í Reykjavík veturinn 1928-29 og stundaði þær með akstrinum um langt um skeið og tók til við þær aftur þegar hann hætti hjá slökkviliðinu 1982 og stundar enn hjólreiðaviðgerðir. Á unga aldri spilaði Guðjón á trommur með harmoníkuhljóm- sveit. Hann stundaði einnig síma- viðgerðir um skeið. Guðjón hefur verið virkur þátttakandi í skáta- starfi á Akranesi nánast alla ævi og var lengi félagsforingi. Fjölskylda Guðjón kvæntist 1940 Ingibjörgu Sigríði Sigurð- ardóttin', f. 29.4. 1919, d. 8.2. 1987, húsfreyju, frá Oddsstöðum. Foreldrar hennar voru Sigurður Bjamason, b. að Odds- stöðum í Lundarreykjar- dal, og k.h., Vigdís Hann- esdóttir. Böm Guðjóns og Ingibjargar: Sig- urður, f. 17.3. 1942, húsasmíðameist- ari, búsettur á Akranesi, kvæntur Gígju Garðarsdóttur dagmóður. Þau eiga fjögur böm; Vigdís Hallfríður, f. 27.10.1946, kennari í Keflavík, gift Kristjáni Jóhannessyni vélfræðingi og eiga þau þrjú böm; Ástríður, f. 2.7. 1949, d. 20.8. 1949; Bjami, f. 7.8. 1954, húsasmíðameistari i Borgar- nesi, kvæntur Margréti Grétarsdótt- ur hárskera og eiga þau þrjár dæt- ur; Ástríður Lilja, f. 15.11. 1955, kennari í Keflavík, gift Margeiri Þorgeirssyni, húsasmíðameistara og framkvæmdastjóra, og eiga þau íjögur böm. Systkini Guðjóns: Sigtryggur, nú látinn, sjómaður og verkamaður á Akranesi; Ásmundur, sjómaður, verkamaður og fiskimatsmaður á Akranesi; Haraldur Gísli, húsa- smíðameistari á Akranesi, nú á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi; Dóra, húsmóðir á Akranesi, nú bú- sett á dvalarheimilinu Höfða. Foreldrar Guðjóns vora Bjami Brynjólfsson, útvegsbóndi í Bæjar- stæði á Akranesi, og Hallfríður Steinunn Sigtryggsdóttir húsmóðir. Fréttir Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Meitillinn í Þorlákshöfn sameinast: Fyrirtækið meö 13.500 lesta þorskígildiskvóta - og veltu upp á 4,3 milljarða, segir Sighvatur Bjarnason framkvæmdastjóri „Það var gengið frá sameiningu Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum og Meitilsins i Þorlákshöfn á laugardaginn og heitir nýja fyrir- tækið Vinnslustöðin hf. Nýja fýrir- tækið er með veltu upp á 4,3 millj- arða króna. Starfsmenn verða á milli fjögur og fimm hundrað og fyrirtækið er með um 13.500 lesta þorskígildiskvóta,“ sagði Sighvatur Bjamason, framkvæmdastjóri nýja fyrirtækisins. Sem kunnugt er hefúr verið mik- il andstaða gegn þessari sameiningu í Þorlákshöfn. Starfsfólk Meitilsins óttaðist að vinnslan flyttist öll til Eyja. Ákveðið hefur verið að unnin verði 6 þúsund tonn af bolfiski í Þorlákshöfn á ári sem er heldur meira en verið hefur til þessa, að sögn Sighvats. Hann segir að ýmis hagræðing fá- ist með sameiningu fyrirtækjanna. Nefnir hann í því sambandi betri nýtingu á skipunum og að hægt verði að fækka þeim. Þegar síldar- vertíðin stendur yfir á haustin verð- ur allur bolfiskur skipa fyrirtækis- ins unninn í Þorlákshöfn. Eins á að fara i frekari vinnslu á karfa og mun hún líka fara fram í Þorláks- höfn. í Eyjum munu menn svo ein- beita sér að öðrum tegundum. S.dór Akureyri: Helltu niður áfengi Lögreglan á Akureyri þurfti að hafa nokkur afskipti af of ungu fólki með áfengi aðfaranótt laug- ardags og var nokkru magni af guðaveigunum hellt niður. Flestir unglingamir vora að ljúka próf- um fyrir helgina en að sögn lög- reglu fór skemmtanahaldið að mestu leyti vel fram. Gott sam- starf hefur tekist á milli lögreglu og Hjálparsveitar skáta um eftir- lit í bænum og hefur það haft góð áhrif. Nokkrir árekstrar vora í bæn- um og vora þeir flestir raktir til þess að ekki væri ekið miðað við aðstæður í hálkunni. Hvetur lög- regla menn til þess að skafa-vel af rúðum bíla sinna. -sv Bíll valt á Nýbýlavegi í Kópavogi um hádegisbil á laugardag. Tvennt var í bílnum, kona og lítið barn, og sakaöi hvor- ugt. Barniö var í bílstól og konan í belti. DV-mynd S Hækkun Pósts og síma á símtölum innanlands: Sjáum engar forsendur fyrir þessu - segir Drífa Sigfúsdóttir, formaður Neytendasamtakanna „Við teljum enga ástæðu til þess að hækka verð á þessari fjarskipta- þjónustu þvi að það var hagnaður af rekstri Pósts og síma á síðasta ári. Hækkunin á símtölum innanlands mun koma verst við lægst launaða fólkið," segir Drífa Sigfúsdóttir, for- maður Neytendasamtakanna, en hún er afar óánægð með. nýja verðskrá Pósts og síma sem tekur gildi í dag. Samkvæmt henni hækkar gjald á símtölum innanlands en það verður ódýrara að hringja til útlanda. Drífa segir að Neytendasamtökin óski eft- ir því við stjómendur Pósts og síma að þeir dragi hækkanir á símtölum innanlands til baka. „Ég kannast ekki við að það hafi verið útskýrt fyrir einum eða neinum hvað liggur bak við þessa hækkun. Ég velti því fyrir mér hvort það hafi einhver áhrif á ákvörðun Pósts og síma að fólk er farið að nota faxtæki og tölvupóst mikið en sendir minna hefðbundin bréf í pósti. Bæði faxið og tölvupósturinn notar símalínur og hækkunin innanlands kemur fram þar.“ Drífa bætir því við að hún telji eðlilegt að fyrirtæki sem er í aðstöðu eins og Póstur sími er í geri grein fyrir því hvers vegna gjöld.á þjónustu sem hagnaður var á fyrir séu hækkuð. Ég tel að ríkis- fyrirtæki geti ekki með nokkrum rétti hagað sér svona," segir Drifa að lokum. -JHÞ Tll hamingju með afmælið 16. desember 90 ára Karólína Bjömsdóttir, Hátúni 10B, Reykjavík. 85 ára Sigrún Daníelsdóttir frá Vattarnesi við Reyðar- íjörð, nú til heimlis að Hjallavegi 8, Reyðarfirði. Sigriður Einarsdóttir, Skipholti 28, Reykjavík. Sigþór Bjarnason, Timguhaga, Vallahreppi. Valgarður Pétursson, Hringbraut 57, Keflavík. 75 ára Guðrún Einarsdóttir, Skipholti 32, Reykjavík. Guðjón Einarsson, Miklubraut 62, Reykjavik. v Ingi Jónsson, Skólagerði 15, Kópavogi. 70 ára Ámi Jóhannes Hallgríms- son, Hamraborg 38, Kópavogi. Hermann Valsteinsson, Álfholti 2C, Hafnarfirði. Sveinn Halldórsson, Víðimel 54, Reykjavík. Guðni Halldórsson, Kirkjubraut 52, Akranesi. Óli Júlíus Björnsson, Laugarvegi 12, Siglufirði. 60 ára Mary Walderhaug, Hlíðarvegi 31, Ólafsfirði. 50 ára Jón Gunnarsson, Hjallavegi 21, ísafirði. Elinborg Árnadóttir, Hraunholti 3, Akureyri. Rafh Gunnarsson, Viðarrima 28, Reykjavík. Sigurðína Þorgímsdóttir, Miðbraut 23, Seltjarnarnesi. Bjarni Björgvinsson, Reyrengi 6, Reykjavik. Jónas Smári Hermannsson, Norður-Hvammi, Mýrdalshreppi. 40 ára Sigurður S. Guðbrandsson, Njarðvíkurbraut 34, Njarðvík. Friðrik M. Friðriksson, Álfheimum 13, Reykjavík. Jóhanna Valgerður Hauks- dóttir, Kópavogsbraut 84, Kópavogi. Halldóra Björk Jónsdóttir, Hverfisgötu 45, Hafnarfirði. Hafdís Inga Gísladóttir, Lindasmára 43, Kópavogi. Jakob Ævar Hilmarsson, Sílakvísl 16, Reykjavík. Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.