Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Page 2
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 DV Máli ríkissaksóknara gegn ritstjóra Alþýðublaðsins vísað frá: Fangelsismálastjóri sæki mál eins og aðrir - Héraðsdómur hefur réttilega snuprað Alþingi, segir Hrafn Jökulsson Máli ríkissaksóknara gegn Hrafni Jökuissyni var vísaö frá Héraösdómi í gær. Hrafn var aö vonum ánægöur meö niö- urstööuna. DV-mynd Hiimar Þór „Kjami málsins er sá að Héraðs- dómur hefiir úrskurðað að nýleg lög Alþingis, sem kveða á um að rík- issaksóknari taki að sér meiðyrða- mál fyrir opinbera starfsmenn, eru brot á stjómarskránni. Hið sögulega er aö dómurinn segir skýrt að opin- berir starfsmenn, eins og Haraldur Johannessen, njóti ekki sérréttinda lengur,“ segir Hrafn Jökulsson, rit- stjóri Alþýðublaðsins, vegna þess að máli sem ríkissaksóknari höfðaði gegn honum var vísað frá. Málið var höfðað vegna greinar sem Hrafn ritaði í blað sitt þar sem hann kall- aði Harald Johannessen fangelsis- stjóra glæpamannaframleiðanda ríkisins. Haraldur Johannessen fangelsismálastjóri getur ekki kraf- ist þess að ríkissaksóknari höfði sakamál gegn Hrafni Jökulssyni vegna meintra ærumeiðinga á hend- ur honum sem opinberum starfs- manni í Alþýðublaðinu - slíkt er mismunun og stríðir gegn jafnræö- isreglu stjómarskrárinnar. Opin- berir starfsmenn verða því að sækja mál sjálfír - höfða einkamál eins og aörir borgarar - telji þeir misgjört við sig. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli ríkissak- sóknara gegn Hrafni eftir að Harald- ur halði krafist þess, samkvæmt framangreindu lagaákvæði, að Hrafn yrði ákærður í sakamáli. Ákæmnni var hins vegar vísað frá dómi í ljósi þess að lagaákvæði í hegningarlögunum, sem lýtur að ærumeiðandi aðdróttunum gegn op- inberum starfsmönnum, er talið stríða gegn stjómarskránni. Haraldur kærði Hrafn eftir að grein hans um aðbúnað fanga á ís- landi birtist í Alþýðublaðinu. Þar kom eftirfarandi m.a. fram: „Haraldur Johannessen er ekki fangelsismálastjóri. Hann er glæpa- mannaframleiðandi ríkisins.“ Héraðsdómur tók ekki efnislega afstöðu til sakargifta í gær. Dómur- inn vísaði hins vegar til 65. greinar stjómarskrárinnar þar sem m.a. segir að allir skuli jafnir fyrir lög- um án tillits til kynferðis ... og stöðu að öðm leyti. Síðan var vísað til b- liðar 242. greinar hegningarlaganna þar sem m.a. segir að opinberir starfsmenn krefjist þess að ríkissak- sóknari ákæri þá sem hafi í frammi við þá ærumeiðandi aðdróttanir. Dómurinn telur að þetta ákvæði hafi í för með sér þá mismunun að fjárhagsleg áhætta samfara mála- rekstri hvíli ekki á opinbera starfs- manninum sem í hlut á heldur á ríkissjóði. Síðan segir enn fremur í dóminum: „Einstaklingar sem til- heyra öðrum starfsstéttum bera fjárhagslega áhættu og kostnað sam- fara málarekstri af þessu tagi þrátt fyrir að málatilbúnaðurinn tengist starfi viðkomandi á sama hátt og í máli þessu.“ Dómurinn telur því þessa mis- munun eftir starfsstétt ekki sam- rýmanlega jafnræðisreglu stjómar- skrárinnar. Hrafn segir að dómurinn kalli á alvarlegar umræður um störf Al- þingis. „Nýju lögin vom sett vegna þess að mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að gamla lagagreinin um sérvemd opinberra starfsmanna væri brot á stjómarskrá. Þessu ætl- aði Alþingi að breyta en vinnu- brögðin vora forkastanleg og nú hefur Héraðsdómur Reykjavíkur tekið að sér að snupra Alþingi; ella hefði Mannréttindadómstóllinn enn og aftur þurft að áminna íslensk stjómvöld um hvað ijáningarfrelsi og jafnrétti þegnanna þýða í raun,“ segir Hrafh. -Ótt/-rt Friörik Sophusson um persónuafsláttinn: Það er ekki um neina skiptimynt að ræða - samningamálin í uppnám, segir Ögmundur Jónasson, Rífandi sala í skötu: Allt að helmings verðmunur Það er viðbúið að skötu- anganin muni fylla mörg heim- ilin á mánudaginn enda hefur þessi vestfirski siður breiðst út um allt land. DV hafði sam- band við nokkrar fiskbúðir og fékk þær upplýsingar að salan hefði verið lengi að fara af stað en hefði byrjað með látum í gær og væri rífandi stemning. Fisksalar vom einnig á einu máli um að þeir sæju nokkra aukningu í sölu milli ára þannig að vinsældimar virðast vera að aukast. Mest er salan í kæstri og saltaðri skötu en aör- ar tegundir seljast líka vel. Verðið er á bilinu 400-790, úr- valið er nóg og ætla flestir fisk- salar að hafa opið alla helgina til að tryggja að enginn missi af skötuveislu. -ggá Karlsvaka í Gamla bíói Sunnudagskvöldið 29. des- ember verða haldnir minning- artónleikar um tónlistar- manninn Karl J. Sighvatsson en fimm ár em síðan hann lést. Á tónleikunum koma fram margir kunnir tónlistar- menn, til dæmis Páll Óskar Hjálmtýsson, Emilíana Torr- ini og Páll Rósinkranz. Tón- leikamir em haldnir til styrktar Minningarsjóði Karls Sighvatssonar sem notaður er til að styðja unga íslenska tón- listarmenn í námi. -JHÞ „Þetta hefur ekkert með kjara- samninga að gera og er því engin skiptimynt í tengslum við þá. Þeir sem segja að svo sé em væntan- lega þeir sem hugsa sér að taka skattamál upp í komandi kjara- samningum. Það hefur svo sem gerst oft áður. Ég hélt satt að segja að þessir kjarasamningar gengju fyrst og fremst út á það hvaða kjör ættu að verða hjá launamönnum og hvaða kröfur þeir væm að gera til vinnuveitenda,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra í samtali við DV. Hann segir að í fjárlögum fyrir næsta ár sé ekki gert ráð fyrir því að tekjuskatturinn skili aukninn tekjiun vegna þess að persónuaf- slátturinn er ekki færður upp til verðlags. „Þeim 800 milljónum króna sem verða til með þessum hætti verð- ur skilað út í formi skattalækkun- ar í tekjuskattskerfinu. Það var hins vegar álitið eðlilegt að bíða eftir niðurstöðu nefndar sem er að skoða hugsanlegar breytingar á tekju- og eignarskattslögunum, með tilliti til jaðaráhrifa skatt- kerfisins. Sú nefnd skilar væntan- lega af sér i næsta mánuði. Hvem- ig þessum fjármunum verður ráð- stafað, hvort það verður gert með því að hækka persónuafsláttinn eða með því að draga úr jaðará- hrifunum hjá fólki með böm á framfæri, skuldar námsskuldir eða skuldar vegna húsnæðis- kaupa, verður ekki ljóst fyrr en tillögur nefndarinnar liggja fyrir," sagði Friðrik. Hann var spurður hvort það hefði ekki verið afleikur að koma með þessa hækkun í upphafi við- kvæmra kjarasamninga. „Þetta er hvorki leikur né af- leikur. Það er ljóst að þeir fjár- mvmir sem þama er um að ræða, 800 milljónir króna, em til ráð- stöfunar í lækkun tekjuskattsins þegar nefndin hefur lokið störf- um,“ segir Friðrik Sophusson. Ögmimdur Jónasson, formaður BSRB, er ekki á sama máli. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að breytingar á skött- um verða ekki skiptimynt í kjara- samningum. Það er afdráttarlaust. Við höfum verið því fylgjandi að gera breytingar á skattkerfinu en það er alveg aðskilið kjarasamn- ingiun. Það er kosningaloforð stjórnarflokkanna að lækka jaðar- skatta. Það var hins vegar aldrei rætt um að gera það með því að hækka tekjuskatt annarra en þeirra sem jaðarskattamir snerta um 800 milljónir króna. Þetta er loddaraleikur sem fólk sér í gegn- um en auövitað hleypir þetta samningamálunum í uppnám," sagði Ögmundur Jónasson. Istuttar fréttir Fiskiðjusamlagið tapar Tap Fiskiðjusamlags Húsavik- ur á þessu ári nam alls 186 millj- ónum króna. Ástæða tapsins er sögð vera mikil lækkun á rækju- afurðum og óarðbærar veiðar á | Flæmingjagrunni. Læknafélag gerir kröfur Læknafélag íslands vill að sér- menntaðir heimilislæknar fái að Shefia störf utan heilsugæslu- stöðva í Reykjavík. Þetta á aö verða til þess að eðlileg nýliðun sé tryggð í stéttinni. jVextir ákvarðaðir Ríkisstjómin hefur ákveðið að |vextir á skylduspamaðarreikn- ingum hjá Byggingarsjóði ríkis- ins verði 5,5%. RÚV greindi frá. Reykur úr skóla Slökkviliðið á Egilsstöðum var í gær kvatt að Brúarskóla í Jök- ulsárhlíð en tvær konur sáu rjúka úr honum. Pottur hafði jgleymst á eldavél. RÚV sagði frá. Skip til Namibíu f Skipin Siglfirðingm- SE og Snæ- fellingur SH fara til Namibíu til rækjuveiða 8. janúar næstkom- andi. Bylgjan sagði frá. Atvinnu- leysi eykst Alls vom 5.169 manns á atvinnu- leysisskrá í nóvember, þar af voru 2.147 karlar og 3.022 konur. Þessar tölur jafiigilda því að atvinnuleysi hafi verið 4% í nóvembermánuði. Atvinnulausum flölgaði því um 223 á landinu sé miðað við októbermánuð. Atvinnuleysi í nóvembermánuði 1995 nam 4,4%. -S.dór Útlendingaeftirlitið: Kínverjarnir halda heim i dag „Þessir krakkar hafa búið á gistiheimili þennan tíma og hafa verið algerlega frjálsir ferða sinna. Þeir hafa sjálfir ákveðið aö þeir vilji fara heim og líklega fara þeir með flugi á morgun," sagði Jóhann Jóhannsson, for- stöðumaður Útlendingaeftirlits- ins, í samtali við DV í gær um Kínverjana sem komu hingað til lands með folsuð vegabréf. Kínverjamir em fiórir og á aldrinum 19-25 ára. Jóhann segir þá hafa komist yfir folsuðu skil- ríkin í Hong Kong og að þeir hafi ekki viljað snúa aftur þangað því það myndi bara þýða fangelsis- vist fyrir þá. Héðan ætluðu þeir að komast til Ameríku. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.