Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Qupperneq 16
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 16 ílk X' ik Árshátíð Pottormafélagsins á Patreksfirði tákst frábærlega vel: Reykkofarefur, rauðrefur og refaeistnaterta - voru á boðstálum og að sjálfsögðu sleiktu allir pottormar út um „Það eru allir við hestaheilsu eft- af hverju fyrir sig er ekki gefið upp ir átið. Kjötið hefur keim af sjófugli enda breytilegt eftir því hversu þó refakjöt sé mun ljósara. Það er marga er eldað fyrir hverju sinni, mjög fallegt kjöt og gaman að vinna með það. Menn voru á einu máli að þetta væri mesta lostæti. Ég við- urkenni að það voru vöfl- ur á mér þegar ég var að byrja á þessu en þetta var mjög skemihtileg tilraun og við bjuggum uppskrift- irnar jafnóðum til. í fram- tíðinni hefði maður meiri áherslu á grillkjötið og reykta kjötið því að menn lögðust meira á það. Þá hefði maður minna magn af pottréttunum," segir Sigurður Ingi Pálsson. Matseðill og uppskriftir að refaréttum sem fram Björn Jóhanns- son fékk sér grill- að refalæri og kunni vel að meta. að sögn Sigurðar. Hann bendir á að tilraunaeldun sem þessi sé oft leikin af fmgrum fram og magn ekki nákvæmlega mælt heldur smakki menn sig áfram eftir því sem fram vindur Tveir góðir á góðri stundu. í eldamennskunni. Draumur útilegumannsins - pottréttur Alirefakjöt, græn epli, mandarín- ur, grænar ólífur, einiber, karrí, voru bomir á lokaðri árshátíð Pott- ormafélagsins sem haldin var í Fé- lagsheimilinu á Patreksfirði laugar- dagskvöldið 14. des. Allir réttir kvöldsins, 5 að tölu, voru eldaðir úr alirefakjöti að eftirréttinum undan- skildum og var almenn ánægja með þennan mat. Stefnt er að því að hafa árshátíðina árlega og ávallt að hafa refakjöt á boðstól- um. Um matreiðsl- una að þessu sinni sáu Margrét Þór og Sigurður Ingi Pálsson. Hér á eftir fara nöfn þeirra rétta sem boðið var upp á ásamt lauslegum uppskriftum af því sem í réttunum var að finna. Magn Árshátíð pottorma á Patreksfirði afar fjölsótt. Og svo var auðvitað skálað. Pottormar kunna að gera að gamni sínu og auðvitað leiddist engum á árshátíðinni, blóðberg, lárviðarlauf, salt, ólífuolía og sýrður rjómi. Rauðrefur Greifans af Monte Cristo - pottréttur Alirefakjöt, paprika græn og rauð, laukur, gulrætur, sveppir, tómatpúrré, hvítlaukur, salt, pipar, paprikuduft, karrí, ólífuolía og rjómi. Eftirlæti Kínamannsins - pottréttur Alirefakjöt, tómatar, dverglauk- ur, gulrætur, bambussprotar, blaðlaukur, selleri, rauð og græn paprika, ananas, sykur, edik, hvítvín, ólífuolia og rjómi. Fox de marinade Alirefakjöt, marinerað í rauðvíni sem í er bætt ólífuolíu, hvítlauks- rifjum, timjan, lauk, season all, lár- viðarlaufí, sage og pipar. Kjötið er látið í löginn tveimur sólarhringum fyrir steikingu og geymt í kæliskáp. Matreiðsla er einfóld glóðarsteiking helst á kolagrilli. Piparrótarsósa er borin fram með þessum rétti. Reykkofarefur að hætti mörlandans Reykt alirefalæri, soðin líkt og venjulegt hangikjöt og borin fram með hvítri upþstúfssósu, soðnum kartöflum og grænum baunum eins og hangikjötshefðin gerir ráð fyrir. Rommlegin refaeistnaterta Uppskrift hernaðarleyndarmál, varðveitt í bankahólfi Pottormafé- lagsins. -GHS Að sjálfsögðu skörtuðu menn sínu fegursta meðan á borðhaldinu stóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.