Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Síða 23
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 23 Bjarni og Dísa með fangið fullt af pokum og pinklum. íslenskir kaupalkar vekja athygli í Bretlandi Eyddu sjötiu þúsundum á einum degi Blaðamaður breska blaðsins The Express, Jon Stock, ákvað að fylgja eftir íslenskum hjónum sem stödd voru í London í verslunarleiðangri. Blaðamaðurinn komst þannig að orði að íslendingar væru þekktir fyrir Björk, heita hveri og jökla. Auk þess eru íslenskir ferðamenn frægir fyrir það að eyða meira fé heldur en ferðamenn frá öðrum löndum og álitnir hálfgerðir kaupalkar. Þeir eyða að meðaltali í kringum tíu þúsund krónur á dag segir í greininni í The Express. Bjami Júlíusson og Dísa kona hans, sem í greininni er einnig kölluð Júlíusson, fóru í fjögurra daga ferð til London og sögðust gera það einu sinni á ári til þess að kaupa fatnað á sig og bömin sín tvö, Sigurjón og Klöru. Bjami og Dísa ætluðu sér að versla mikið og sögðu blaðamanni að það væri lítið úrval af fatnaði á íslandi. Þau eyddu talsvert yfir meðaltali i verslunum eins og GAP og Mothercare. Þau komu við á hótelinu í hádeg- inu til þess að losa sig við ellefu plastpoka, fulla af fatn- aði. Heildareyðsla dagsins var rúm sjötíu þúsund ís- lenskar krónur. Þýtt og endursagt úr The Express á nýjum stað! Auðbrekku 19 Kópav Borðstofuborð + 6 stólar Beyki kr.78.0Q0,- stgr. Kirsuber kr. 86.000.- stgr. Glerskápur / skenkur Beykikr. 29.700,- stgr. Kirsuber kr. 32.700,- stgr. Bókahillur verðfrákt 3.300 tíl 8.900,- Svart / hvítt / beyki /fura / kirsuber Kommóður, mikið ún/al, gott verð Svart / Hvítt / beyki / kirsuber Skrifborð verð fra kr. 8.600 Svart / hvítt / beyki / fura \lýjar gerðir sjónvarpsskápa Svart / hvítt / beyki / fura / mahoni / kirsuber Hirzlan Auðbrekku 19 ■ 200 Kópavogur Sími 564 5040 • Fax 564 5041 | I I „Bókin er mjög lyndin... Margrét Tryggvadóttir, DV Jt lausu er skemmtiieg saga og fersk... Margrét Tryggvadóttir, DV „Sögur þeirra félaga eru mjög sérstakar meðal íslenskra bama- og unglingabóka, bæði í stíl, frásögn og efnistökum. Þær fjalla allar um unglinga, eru sagðar ffá sjónarhomi unglinga og skrifaðar á þeirra máli og allur tilfinningaskalinn er notaður í þessari sinfóníu. Stíllinn er óagaður talmálsstíll og þeir láta allt vaða án tillits til allra bókmenntahefða. En undir niðri er alvara í frá- sögninni og heimur ungling- anna er sýndur út frá reynslu þeirra sem em þátttakendur í þessum heimi.“ Sigrím Klara Hannesdóttir, Mbl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.