Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Page 31
30 helgarviðtalið LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 Wtlgarviðtalið 35 Sigurbjörn Einarsson, sem var biskup yfir íslandi í rúm 20 ár. biður fólk að muna tilefni jólanna: íslendingar bera djúpa virðingu fyrir Sigur- birni Einarssyni biskupi enda var hann bisk- up yflr íslandi í rúm 20 ár, frá árinu 1959 til 1981. Sigurbjöm er fæddur árið 1911 að Efri- Steinsmýri í Meðallandi í Vestur-Skaftafells- sýslu og er því orðinn 85 ára gamall. Hann er kvæntur Magneu Þorkelsdóttur húsmóður og era afkomendumir orðnir fjölmargir, bömin átta, bamabörnin 22 og barnabarnabömin em orðin 17. í tilefni jólanna hefur Sigurbjörn samþykkt að segja frá lífi sinu og starfl, trúnni, kirkj- unni og jólunum í helgarviðtali DV. „Ég tilheyri gömlum tíma, fæddur snemma á öldinni og alinn upp við kjör hins fátæka al- múga á íslandi á þeim tíma. Ég svalt ekki í uppvextinum en kjör og hagir fólks voru þröngir í sveitum. Ég ólst upp á mjög fjöl- mennum heimilum. Móður mína man ég ekki því hún dó frá mér þegar ég var á öðru ári. Þá fór ég til afa og ömmu og þar var fyrir stór hópur móðursystkina minna. Á því heimili var mikil glaðværð. Ég kynntist ekki öðru en hlýjum heimilisháttum, góðu samkomulagi og gleði. Eins var það þegar ég fluttist til fóður hafi verið trúað fólk og húslestrar aldrei fall- ið niður, hvorki í lok kvöldvökunnar né á helgum dögum. „Amma mín var natin að hafa gott fyrir mér, ekki aðeins að hún kenndi mér bænir sem hún kunni ógrynni af heldur var hún æv- inlega fús að ræða við mig eins og skyni gædda veru. Það var oft mín afþreying og uppbygging að nauða í henni með sögur og viðtöl. Faðir minn var líka trúaður maður, meðhjálpari i kirkjunni i Langholti. Hann hefði sjálfur gjarnan kosið að verða prestur ef hann hefði haft aðstöðu til náms,“ segir hann. Á námsárum sínum í Menntaskólanum í Reykjavík á þriðja áratugnum varð Sigur- björn fyrir sterkum andkristilegum áhrifum enda segir hann að ekki hafi verið hörgull á slíku á skólaárum sínum. Það hafi einkum verið andkristilegur áróður og viðhorf svo- nefndrar íslenskrar heimspeki sem hafi grip- ið sig þó að margt annað komi til greina lika. Missti fótfestuna „Ég lenti í miklu stríði við sjálfan mig. Þeg- í trú kemur ekki ef maður er i eintómu logni alla tíð. Það er oft spurt hvort maður sé laus við allan efa. Efi er svo teygjanlegt orð. Marg- ur svonefndur efi er bara köld afneitun og hugsunarlítil afgreiðsla og ekki alvöru spurn- ingar. Það er auðvitað til þess konar trú sem er dauð af því að hún er bara átakalaust sam- sinni og það hefur ekkert gildi. En lifandi trú er vitaskuld ævinlega átök. Hver raunveruleg bæn er átök hugans en þau átök eru jafnframt hvíld vegna þess að það er til spenna sem er jafnframt slökun af því að sú spenna gefur svo mikið.“ Sterk áreiti - Hvemig finnst þér ástandið vera í þjóðfé- laginu í dag þegar þú horfir til baka á þín eig- in æskuár og skólaár? „Fólk er hvorki betra né verra en það var þegar ég var ungur. Það var margt erfitt í fyrri daga en það er ef til viO ennþá erfiðara að lifa núna. Mér finnst hugsanlegt að aUsnægtaþjóðfélagið sé manneskjunni erfið- Sigurbjörn Einarsson var biskup yfir íslandi í rúm 20 ár en 15 ár eru síðan hann lét af störfum. Hann hefur sinnt ritstörfum undanfarin ár. míns, átta ára. Hann var maður léttur í lund og systkini hans, sem hann var í sambýli við, voru líka glaðlynt fólk. Ég kynntist ekki víli eða óánægju. Fátæklingarnir studdu hverjir aðra, nágrannar hlupu undir bagga hver með öðrum ef á þurfti að halda. Þetta var þjóðlífið í þá daga,“ segir Sigurbjörn frá æskuárum sínum. Trúariðkun sjálfsögð Hann segir að trúariðkun hafi verið sjálf- sagður þáttur í heimilislifinu í þá daga, bæði hjá afa hans og ömmu meðan hann var þar og sömuleiðis hjá föður hans. Amma hans og afi ar mín kristna trú hrundi þá missti ég fót- festu með öUu og varö mjög ósáttur við sjálf- an mig á tímabili en náði svo landi og komst að nýju á þann grann sem hefur síðan haldið og sem ég tel vera hinn eina ósvikna grund- vöU í lífinu. Átökin um sjálfan mig og við Guð voru að sjálfsögðu ekki úr sögunni í eitt skipti fyrir öU. Ég fór síðan í langt nám erlendis og stundaði almenn trúarbragðafræði af kappi og beinlínis í því skyni að sjá kristindóminn í ljósi annarra lífsviðhorfa.“ - Var það löng þróun að ná aftur áttum? „Það gerðist tiltölulega fljótt þegar það gerðist á annað borð. Hins vegar afgreiðir maður aldrei Guð í eitt skipti fyrir öU. Þroski ara heldur en það fátæka mannfélag sem ég ólst upp í,“ segir Sigurbjöm og bendir á að aU- ur lífsstUl fólks sé með þeim blæ að það blasi við „eyðsla, sóun, bruðl, tUboð óendanleg úr öUum áttum" og við þetta sé erfitt að lifa. Þetta valdi sterkum áreitum og bömin kynn- ist strax þjóðfélagi sem virðist bjóða upp á aUt. Spumingin sé hvort þau fái svo aUt sem boðið sé upp á. „Kröfumar vaxa að sama skapi sem tUboð- in verða fleiri og hver uppfyUt ósk vekur nýja. Árangurinn er því miður í aUtof mörg- um tUvikum uppgjöf, leiði, ófuUnægja af því að menn ganga með þá duldu hugmynd að aUt eigi að koma upp í hendumar á þeim utan frá. Þegar það reynist blekking þá eiga menn að engu að hverfa í sjálfum sér. Ég er hræddur um að þetta sé sá vandi sem unga fólkið í dag á við að stríða innst inni. Þessi vandi teymir blessað fólkið út í leit að veraldlegum nautn- um og áhrifum sem leiða það oft í ógöngur." Sigurbjöm nefnir sem dæmi „þau gífurlega sterku, óheilbrigðu kynferðislegu áreiti sem fólk verður fyrir, jafnvel frá blautu barns- beini. Þessar lygar og blekkingar sem „skemmtiiðnaðurinn" hefur í frammi þar sem er níðst á viðkvæmustu og helgustu tilfinn- ingum í fjáraflaskyni. Það fer illa með fólk. Það er nefnilega gefið í skyn að kynferðisleg fullnægja sé eitthvað sem hún alls ekki er. Þegar þetta reynist blekking og lygi þá hafa menn fengið áverka sem erfitt er að umbæta.“ Mannlífið er hvergi hreint Sigru'björn var á sínum tíma í framboði fyrir Alþýðuflokkinn og átti kost á vísu þingsæti en vildi ekki, þó ekki vegna þess að honum þætti pólitík „skítug“ eins og það er stundum orðað í dag. „Ég þóttist alveg vita hvað pólitik er. Mannlífið er hvergi hreint og ekki heldur innan kirkjunnar. Ég taldi mínum kröftum betur varið á öðmm vettvangi en þar.“ - Það hefur gengið á ýmsu innan kirkjunn- ar eins og víðar í þjóðfélaginu. Hvað finnst þér um stöðu kirkjunnar í dag? „Ég er núna kominn á þann aldur að ég varast að segja mikið um samtíðina, um líð- andi stund. Ég treysti ekki mínum gömlu aug- um alltof vel. Það getur verið réttlætanlegt að vera reiður ungur maður en það er ófyrirgef- anlegt að vera reiður gamall maður. Ég vil ekki deyja í því ástandi. Ég hugsa með sjálf- um mér: kirkjan bjargaðist þolanlega áður en ég varð til. Ég treysti því að það verði fyrir henni séð eftir að ég er farinn. Ég fel hana Guði i bænum mínum. Betra get ég nú ekki henni gert úr þessu,“ segir hann. Stöðnuð viðhorf innan kirkjunnar Á fimmta og sjötta áratugnum var Sigur- björn umdeildur maður, sem tók virkan þátt í umræðunni innan kirkjunnar. Hann hélt úti tímariti um guðfræði og kirkju- mál og langaði til að hræra ofur- lítið upp í frekar stöðnuðum við- horfum i guðfræði og kirkjumál- um og fá menn til að hugsa út frá nýjum forsendum. Sigur- bjöm segist telja sig hafa varið kröftum sínum rétt og í sam- ræmi við grundvallarviðhorf. „Mér fannst einangrun kirkj- unnar á íslandi tilfinnanleg. Áf þeirri einangrun leiddi að mönnum hætti til að stirðna í sömu sporum og stappa sömu slóð án þess að koma auga á nýj- ar leiðir og nýjan umræðu- grundvöll. Þetta voru mín við- horf þá. Um árangur þess er auðvitað ekki mitt að dæma eh mín kirkjulegu stefnumið hafa verið nokkurn veginn skýr og fastmótuð frá því fyrsta að ég fór að láta eitthvað til mín taka í kirkjumálum,“ segir hann. Hakakrossinn í fána landsins? í nýlegri skoðanakönnun hjá DV kom fram að naumur meirihluti aðspurðra væri fylgj- andi aðskilnaði ríkis og kirkju. Sigurbjörn er mótfallinn því og bendir á að kirkjan er ekki ríkisstofnun eins og sjónvarpið, útvarpið eða háskólinn. Hún sé þjóðkirkja landsins sam- kvæmt stjórnarskránni. Ríkið lýsi því yfir i sínum grundvallarlögum að það sé kristið, að það telji að kristin trú sé grunnur og viðmið- un í því lífsviðhorfi og siðgæði sem þjóðfélag- ið byggi á, að hin evangelíska-lúterska kirkja sé fulltrúi kristindómsins og merkisberi í þessu landi. „Þetta auðvitað stendur meðan því er ekki hnekkt. En það getur komið að því að meiri- hluti þjóðarinnar segi Kristi upp að þessu leyti. Þá verður þetta ákvæði nmnið úr stjóm- arskránni og þá verður kannski hálfmáninn eða hakakrossinn settur í fánann. En íslenska ríkið er ekki enn alveg hlutlaust gagnvart kristinni trú og ég get að sjálfsögðu ekki séð eða fallist á að það væri ávinningur eða bless- un fyrir land og þjóð að íslenska ríkið stígi það skref að verða hlutlaust í orði kveðnu eða andsnúið kristinni trú,“ segir biskupinn. Ósjálfráð mátun - Fjórir synir ykkar hjóna, tengdasonur og ein tengdadóttir hafa hlotið prestsvígslu, fimmti sonurinn, Þorkell, hefur samið trúar- lega tónlist og sjötti sonurinn er í þjónustu kirkjunnar. Þetta hlýtur að vera gleðilegt fyr- ir ykkur hjónin. Hafið þið lagt mikla áherslu á trúna í uppeldi barnanna? „Já, að sjálfsögðu en við rákum aldrei áróð- ur fyrir einu eða neinu. Ég vona að það sé óhætt að segja að það hafi verið trúarlegt and- rúmsloft á heimilinu. Okkur hjónum var það eiginlegt og sjálfsagt að iðka okkar trú saman frá fyrstu tíð. Við höfum átt okkar bænasam- félag frá því við fórum að vera saman. Magnea er mjög trúrækin kona og hún býr um það að móðurarfi sínum. Móðir hennar var ákaflega kirkjurækin og bænrækin kona. Þær bænir sem hún kenndi sínum dætrum hafa gengið í arf til barna okkar. Þetta hefur sem sagt verið meira ósjálfráð mótun en hitt að það hafi verið markviss trúarlegur áróð- ur,“ svarar Sigurbjörn. Hann segir að þeim drengjum þeirra hjóna, sem urðu prestar, hafi verið ákaflega Ijúft að sækja kirkju frá fyrstu tið enda sé mjög auð- velt að fá börn til þátttöku í guðræknisiðkun- um ef rétt er að staðið. „Heilbrigð, hlý trúar- leg mótun á heimilum er að mínu áliti besta veganesti sem barn getur fengið út í lífið. En trúarleg mótun bama okkar er vitaskuld fyrst og fremst konu minni að þakka,“ segir hann. Aftansöngur og miðnæturmessa Liðin em 15 ár siðan Sigurbjöm dró sig í hlé og lét af störfum sem biskup. Hann hefur þó verið predikari, fengist við ritstörf og átt góð ár þó að tíminn hafi kannski orðið ódrý- gri en hann hafði búist við vegna þess hve mörgu smáu hann hefur sinnt frá degi til dags. Jólin hafa verið mikill annatími fýrir þau hjónin gegnum tíðina þó að auðvitað sé það gjörbreytt eftir að Sigurbjörn settist í helgan stein. Hann segir þó að umgjörð jólahaldsins á heimilinu hafi haldist óbreytt frá fyrstu tíð. Nú séu þau hjón ein heima á aðfangadags- kvöld en á jóladag komi bömin, bamabörnin og bamabamabömin saman á heimili þeirra Islendingar bera djúpa virðingu fyrir Sigurbirni Einarssyni biskupi enda þóttu ræðurnar hans bera af, hvort sem það var við messu eða í sjónvarps- messu á aðfangadagskvöld. I helgarblaðsviðtali biður Sigurbjörn fólk að hugsa út í tilefni jólanna og muna að öll hamingja og gleði kemur innan frá en maður verður að þiggja hana með því að opna sjálfan sig fyrir Guði. DV-mynd ÞÖK í Kópavogi. „Við höfum ævinlega verið í aftansöng klukkan sex, borðað síðan, sungið einn eða tvo jólasálma á eftir; lesið jólaguðspjallið og síðan athugað jólagjafir. Það var náttúrulega mikil æmsta kringum það á fyrri árum en það er allt miklu kymlátara núna því að við emm ein á aðfangadagskvöld. Miðnætur- messu sækjum við svo. Ég haföi sjálfur mið- næturmessu árum saman, auk þess sjón- varpsmessu klukkan tíu. Á jóladaginn hefur svo fjölskyldan komið til okkar og þá er mik- ið líf og fjör hér,“ segir hann. Fólk hugsi út í tilefni jólanna - En hvaða skilaboð vill herra Sigurbjöm koma með í tilefni jólanna? „Ég vildi biðja fólk að staldra við og hugsa út í hvert sé tilefni jólanna, að gleyma því ekki að við emm að minnast þess að Jesú Kristur kom í heiminn og starfaði og leiö og dó og reis upp frá dauðum og að hann hefur í tvö þúsund ár verið sterkasta andlega aflið í lífi mannanna hér á Vesturlöndum. Ég vildi biðja menn að hugsa út í þetta, að á bak við allt þetta glys og glit, sem hefur hlaðist á þessa hátið, er þessi hljóðláta en einstæða persóna Jesús frá Betlehem og Nasaret. Ég vildi óska þess að fólk svipti sig ekki hinni hljóðu, hógværu gleði sem kemur þegar hann fær að hafa áhrif,“ segir hann og biður fólk að muna „að öll hamingja, öll gleði, öll gæfa kemur innan frá en maður verður að þiggja hana með því að opna sjálfan sig fyrir sjálfri uppsprettu allrar blessunar, sem er Guð.“ -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.