Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Side 35
DV LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 bókarkafli ilr Sveinbjörn var starfsmaður Landssambands iðnaðarmanna í háifu starfi og skrifaði meðal annars siðapistla í tíma- rit þeirra. armenn heima? Safna þeir að sér fagbókum og ræða saman um fram- farir í iðnaðinum, bætt vinnubrögð og aukin afköst? Skrifa þeir greinar í Tímaritið sitt, til þess að fræða hverjir aðra, eða til að sýna fram á ágæti iðna sinna? Öllu þessu er stór- lega ábótavant. Eggin er bitlaus. Hin síðari ár hefir peninga- græðgin grafið um sig hjá iðnaðar- mönnum, eins og svo mörgum hér á landi. Og það getur ekki góðri lukku stýrt, ef slíkur löstur er látinn af- skiptalaus. Það er sjálfsagt að vinna að bættum kjörum hverrar stéttar i landinu, en þar verður að gæta hófs sem annarsstaðar, og alls samræm- is. Því miður hefir það hent suma iðnaðarmenn, sem svo marga aðra, að krefjast ósanngjamlega hárra greiðslna fyrir störf sín og fram- kvæmdir. En þær misfellur verða þeir sjálflr að laga sem fyrst áður en þjóðfélagið tekur í taumana. Og hvemig er með vandvirkni okkar iðnaðarmanna yfirleítt? Ég held að henni hafl stórhrakað hin síðari ár. Of mikiö nostur er óþarft, en illa gerða muni eiga fagmenn ekki að láta frá sér.““ Hús iðnaðarmanna „Sveinbjörn gegndi flölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Landssam- bandið. Hann var ritari og forseti á flölmörgum Iðnþingum. Auk þess var hann fulltrúi eða gestur á Iðn- þingum Landssambandsins langt fram á áttunda áratuginn. Hann var formaður iðnminjasafnsnefndar í áratugi, en frá því er sagt á öðrum stað í þessari bók. Sveinbjöm var árið 1942 frummælandi á félags- fundi um sameiginlega byggingu fyrir iðnaðarmenn og árið 1943 for- maður í fláröflunarnefnd slíkrar byggingar. Hann var talsmaður þess að Félag islenskra iðnrekenda yrði aðili að iðnaðarmannahúsi og var kosinn varamaður í stjóm Húsfé- lags iðnaðarmanna. Hús iðnaðar- manna reis siðar á horni Hallveig- arstígs og Ingólfsstrætis í Reykja- vík. Sveinbjöm var óánægður með staðsetningu hússins og vildi fá lóð í hjarta borgarinnar, en það fékkst ekki. Árið 1942 beitti Sveinbjörn sér fyrir því að tekinn yrði upp sérstak- ur iðnaðarmannafrídagur, kenndur við Skúla fógeta, og átti hann að vera fyrsta laugardag eftir 17. júlí. Framleiðni í iðnaði hefur stóraukist og orlofsdögum iðnaðarmanna flölg- að, en sérstakan frídag kenndan við föður Reykjavíkur höfum við ekki fengið ennþá. Sveinbjörn var í bókasafnsnefnd Landssambandsins frá 1944 til 1949. Á Iðnþingi árið 1943 var hann skip- aður fulltrúi iðnaðarmanna í við- skiptaráði. Þá var unnið að endur- skoðun á ráðinu og féllst ráðherra eftir nokkurt stapp á að trúnaðar- maður frá Landssambandinu, Sveinbjöm Jónsson, fengi aðgang að skjölum sem tengdust innflutn- ingi á vörum til iðnaðar og íhlutun um verðlagsákvæði á innlenda iðn- aðarframleiðslu. í byrjun árs 1948 var Sveinbjörn kosinn í upplýsinga- nefnd iðnaðarins, en hlutverk henn- ar var að vinna að kynningu á ís- lenskum iðnaði og eflingu iðnaðar- samtakanna í landinu." Siðapistlar í ársbyrjun 1939 tók Sveinbjöm við ritstjórn og flárreiðum Tímarits iðnaðarmanna. Sveinbjöm flallaði um stjómmál og efnahagsmál og varð frægur fyrir siðapistla sína. í siðapistlum sínum fjallaði hann oft um tóbaksreykingar á vinnustöðum og jafnvel við vinnu og taldi þær óhæfu og heimskulegan vana. Sjálf- sagt væri að hjálpa öllum til að venja sig af honum. Svo segir frá: „Sveinbjöm bannaði óbeint reyk- ingar í Ofhasmiðjunni með því að setja upp skilti sem á stóð „Við reykjum ekki hér.“ Tóku flestir það smám saman til greina. Sveinbjöm var veikur í lungum og gat því með réttu farið fram á reyklaust um- hverfi. Vinum Sveinbjamar sem reyktu fannst hann svo lifandi og skemmtilegur að óþarfi væri að reykja í návist hans. Það er ef til vill kaldhæðnislegt, í ljósi andúðar Sveinbjarnar á reykingum, að hann hóf framleiðslu á öskubökkum úr ryðfríu stáli og er það líklega ein al- gengasta tegund öskubakka sem sést hefur hér á landi. Þeir voru mótaðir úr stálafgöngum og því ódýrir." Sveinbimi mislíkaði mjög „ef iðn- aðarmenn gengu illa um verkfæri sín og vélar og hvatti til snyrti- mennsku og betri umhirðu. Iðnað- armenn fyrri tíma höfðu skilið „að með nýjum og bættum áhöldum var hægt að létta erfiði og margra alda þrældómi af mannshendinni." Það var í raun vanvirðing við forfeð- urna og slæm nýting á fiármunum að fara illa með vélar og tæki. Sveinbjöm skrifaði í siðapistlum sínum meðal annars um nauðsyn á samstarfi og samvinnu iðnaðar- manna við framkvæmdir af ýmsu tagi. Þannig mætti koma í veg fyrir að verk tefðust og halda um leið lægri kostnaði. Fjölmargir iðnaðar- menn koma að hverri byggingu og ef hver þeirra vandar sitt verk verð- ur það öllum auðvelt. Við húsbygg- ingar er sérstaklega nauðsynlegt að iðnaðarmenn vinni vel saman og létti hver annars störf en þyngi ekki. Smiðurinn þarf að hafa mótin traust og rétt svo að steypumenn- irnir teflist ekki við að styrkja þau og múrarinn við að rétta veggina af með auka ákasti. Steypumennirnir mega ekki hreyfa rör rafvirkjans og pípulagningamaðurinn þarf að leggja pípur á réttum tíma svo að ekki þurfi að höggva harða steypu síðar. Múrarinn verður að hafa áferð fínhúðunarinnar góða, svo málarinn þurfi ekki að spartla, en málarinn má ekki ata alla ómálaða hluti út i málningu og olíum. Þannig mætti lengi telja. Pdlitískur - ekki flokkspólitískur „Sem skrifstofustjóri Landssam- bands iðnaðarmanna og ritstjóri tímaritsins var Sveinbjörn kominn inn á svið stjórnmála. í stað þess að vinna að byggingamálum, uppfinn- ingum eða rekstri fyrirtækja hug- leiddi hann stöðu iðnaðar í þjóðfé- laginu í heild. Hann skrifaði leiðara í Tímarit iðnaðarmanna sem hefðu ekki síður átt heima í dagblöðum. Þar sagði hann meðal annars árið 1944: „Iðnaðarmenn hafa lítinn gaum gefið stjórnmálunum, talið þau þýðingarminni en störf sín, vél- ar og efniskaup. En þar sem efnisút- vegun þeirra og starfshættir eru að verða æ meir háðir stjórnmálunum, verða þeir einnig að láta þau til sín taka, svo að þeir geti af skynsemi unnið nauðsynleg nytjastörf fyrir land sitt og afkomendur." Svein- björn vildi efla hag íslensks iðnað- ar. í þeirri baráttu átti hann í höggi við hindurvitni, þekkingarskort og skipulagsleysi iðnaðarmanna sjálfra. Með skrifum sínum reyndi hann að ala iðnaðarmenn upp í betri verkmenningu og vandaðra handverki. Hann flutti fréttir af nýj- ungum, sérstaklega í byggingariðn- aði. Hann beindi spjótum sinum einnig að kaupmönnum sem höfðu aðra hagsmuni en framleiðslufyrir- tæki í landinu og vildu í sumum til- vikum frekar selja erlent rusl en góðan íslenskan iðnvarning. Sveinbjörn hafði fengið að reyna á eigin skinni hvernig var að koma á legg iðnfyrirtæki. Miklu þurfti að kosta til, leggja að veði eignir og mannorð og leysa flölmörg tæknileg vandamál sem komu upp í fram- leiðslunni. Hann var ekki að mæla þeim bót sem seldu lélega eða gall- aða vöru; hann hvatti til framfara og dáða. Sveinbjörn óskaði eftir heiðarlegri samkeppni þar sem ís- lenskur iðnaður sæti við sama borð og aðrir atvinnuvegir sem nutu toll- vemdar. Hann taldi eðlilegt að leggja toll á fullunnar inn- fluttar iðnaðarvörur en af- nema innflutningstoll á hrá- efni til iðnaðar. Þannig væri íslenskur iðnaður best studd- ur og atvinnuleysi eytt. Sveinbjörn gat verið harðorð- ur í greinum sínum, enda vissi hann að oft var um líf og dauða fyrirtækja og iðn- greina að tefla. í júní 1943 flutti Vilhjálmur Þór atvinnumálaráðherra er- indi og sagði: Landbúnaður og sjávarútvegur hafa verið, eru og munu væntanlega verða um langa framtíð þeir at- vinnuvegir, sem þessi þjóð lifir á. Þær tvær stéttir, sem þessa atvinnuvegi stunda, framleiða raun- verulega öll verðmæti þjóðarinnar." Sveinbjörn lét slíkum ummælum ekki ósvarað. Hann benti í skrifum sínum á vaxandi þátt iðnaðar í framleiðslu landsmanna og sagði: Ég leyfi mér að fullyrða, að vel- gengni landbúnaðar og fiskveiða byggist nú orðið fyrst og fremst á tækniiðnaði. Næsti þáttur í sögu mannkynsins verður svið frelsisins, þar sem tæknin leikur hlutverk sitt við strengjaspil samstilltra huga.“ Sveinbjörn var rammpólitískur, en starfaði þó ekki í pólitískum flokkum. Skömmu eftir aö hann kom suður og hóf sinn atvinnu- rekstur fann hann fyrir skilnings- leysi stjórnmálamanna sem keyptu frekar erlenda ofna og sniðgengu framleiðslu Ofnasmiðjunnar. Um það skrifaði Baldur Helgason, vinur Sveinbjamar á Akureyri, i bréfi til hans: „En þetta eru nú stjómar- flokkarnir þínir góði minn sem fara með völdin og þeir úthluta ekki bet- ur en þetta.“ Á fimmta átatugnum gagnrýndi Sveinbjöm harkalega afstöðu Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks til iðnaðar og virðist sérstaklega hafa verið í nöp við forystu Sjálf- stæðisflokksins sem honum fannst hygla verslunareigendum á kostnað iðnaðarmanna. Einnig taldi hann að stjórnmálamenn tækju meira mið af sjávarútvegi og landbúnaði, en létu þarfir iðnaðarins sitja á hakanum. Hjarta Sveinbjarnar virðist hafa slegið næst miðju stjómmálanna; hann aðhylltist frjálslyndi í við- skiptum og samábyrgð í félagsmál- um. Hann fagnaði t.d. að samþykkt hefðu verið lög um almannatrygg- ingar því. . . ef rétt verður á þessum lögum haldið, ætti upp af þeim að vaxa þjóðfélag byggt á samhjálp og samá- byrgð allra landsins barna á kjörum hvers einstaklings, þjóðfélag, þar sem fátækt og örbirgð af völdum sjúkdóma, slysa, örorku, elli eða skorts á fyrirvinnu á að vera út- rýmt. . . . Öllum verður að vera ljóst, að við tökum ábyrgð á hvers annars kjörum. Þeim sem vel geng- ur má ekki gleymast, að peninga- framlag hans verður minnst með því móti, að hann gefi gaum að hvers konar hættum, sem fyrir öðr- um liggja og að hann „byrgi brunn- inn áður en barnið er dottið ofaní.“ Sá, sem hjálparinnar þarf, má ekki gleyma því, að til hennar á ekki að taka fyrr en hann hefur lagt sig all- an fram til starfs og framkvæmda. Sá máttugi má ekki færast undan borgaralegmn skyldum og framlög- um, sá vanmáttugi ekki að kreflast framlaganna fyrr en hann hefur gert allt hugsanlegt til að auka mátt sinn og ráðdeild, til fyrirvinnu inn- an þjóðfélagsins. Hins vegar var skapferli Svein- bjarnar þannig að hann hefði rekist illa í flokki, enda mun hann ekki hafa starfað innan stjórnmála- flokka. Stjórnmálamenn - óhamingja þjóðarinnar Um mitt ár 1949 hafði Sveinbjöm fundið hvar óhamingja þjóðarinnar lá. Hann skrifaði í Tímaritið: „Engum getur dulist að óham- ingja þjóðarinnar á rót sína í stjóm- málunum. Þeir 3 flokkar sem ætl- uðu að bæta ástandið, geta ekki komið sér saman um rétta lausn vandans af ótta við flórða flokkinn, sannnefndan óaldarflokk, sem fyrst og fremst vill koma þjóðarbúinu í flárhagslegt öngþveiti í von um að geta seilst til valda fyrir erlenda kúgunar- og heiðingjastefnu undir slíkum kringumstæðum. Væri ekki rétt að fá greinda menn, sem verið hafa hlutlausir áhorfendur að framferði stjómmála- mannanna síðustu árin, inn á Al- þingi við næstu kosningar?" Fyrir Iðnþing árið 1949 tóku þeir Sveinbjörn, Kjartan Ólafsson og Jón Sveinsson þátt í að kanna hug iðn- aðarmanna til sérstaks framboðs, enda fannst Sveinbirni nauðsynlegt að iðnaðarmenn og iðjuhöldar í landinu létu sig meira skipta kosn- ingar til Alþingis og bæjarstjórna en þeir höfðu þá gert. Þeir áttu að „athuga hvort iðnaðarmenn gætu haft menn i kjöri við næstu kosn- ingar til Alþingis, óháð stjórnmála- flokkunum.“ Iðnþingið taldi jafn- framt „rétt að halda vakandi þeim möguleika, að samtök iðnaðar- manna beiti sér fyrir stofnun óháðs stjórnmálaflokks á meðan núver- andi öngþveiti ríkir í sflórnmálum landsins." SKiRÆNA Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrœn eðaltré, í hæsta gceðaflokki og prýða þau nú mörg hunáruð íslensk heimili. f*- 10 ára ábyrgð Eidtraust **• 10 staerðir, 90 - 370 cm i*. Þarf ekki að vökva t* Stálfótur fylgir ** íslenskar leiðbeiningar Ekkert barr að ryksuga t*. Traustur söluaðili »■ Truflar ekki stofublómin <■* Skynsamleg fjárfesting 1 i ” 1' BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA Á yngri árum sinnti Sveinbjörn félagsmálum iðnaðarmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.