Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Page 55
30LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 kvikmyndir. Zanussi kvik- myndar verk eftir páfann Pólski leikstjórinn Krzys- ztof Zanussi er byrjaður á kvikmynd eftir leikriti Karls Wojtyla sem betur er þekktur undir nafninu Jóhannes Páll II. páfi. Kvikmyndin hefur hlotið nafnið Our God’s Brother. Er í myndinni fjallað um ævi munksins Al- berts Chimielowskis sem einnig var málari og stofn- aði heimili fyrir heimilis- lausa. í titilhlutverkinu er bandaríski leikarinn Scott Wilson en að öðru leyti eru leikarar allflestir pólskir. Chris O'Donnell sem Ernest Hemingway í þessari viku var frumsýnd í Bandaríkjunum In Love and War sem Richard Atten- borough leikstýrir. Myndin er byggð á ævi skáldjöfursins Ernests Hemingways. í henni leikur Chris O’Donnell Hem- ingway þegar hann var átján ára gamall á Ítalíu og var að rembast við að vera hluti af fyrri heimsstyrjöldinni. Hann særist og verður ástfangin af hjúkrunarkonu sem bjargar fæti hans. Það er Sandra Bull- ock sem leikur hjúkrunar- konuna. Framhaldið á eftir áætlun Fyrir tæpu ári biðu menn spenntir eftir Fierce Creat- ures sem er óbeint framhald af gamanmyndinni vinsælu, A Fish Called Wanda. Frum- sýna átti myndina í maí en eftir prufusýningar þótti endirinn svo ískaldur að nán- ast var frost í salnum. Mynd- in var því tekin í snarhasti úr umferð og nýr endir gerður og verður hún frumsýnd í janú- ar. Einn aðalleikaranna og annar handritshöfundanna, John Cleese, hefur ekki miklar áhyggjur af þessu: „Við urðum að gera endinn á A Fish Called Wanda tvisvar svo þetta er ekkert nýtt. Staðreyndin var að tveir þriðju hlutar myndar- innar virkuðu en síðasti hlut- inn ekki.“ Nicholson og Rafelson f fimmta sinn hafa þeir sameinað krafta sina, Jack Nicholson og Bob Rafelson, og verður nýjasta kvikmynd þeirra, Blood and Wine, frumsýnd um miðjan janúar. í myndinni leikur Jack Nicholson vínsala sem reynir að auka tekjur sínar með því að stela demantshálsfesti af einum viðskiptavini sínum. Allt gengur eins og í sögu þar til eiginkona hans og stjúp- sonur komast að þessu og stela festinni af vínsalanum. í öðrum hlutverkum eru Michael Caine, Judy Dav- is, Stephen Dorff og Jennifer Lopez. Þrjár jólamyndir með íslensku tali: Hugljúf ævintýri og klassískar bókmenntir Það er orðin fóst regla hér á landi að teiknimyndir eru tal- settar. Annan í jólum verða frumsýndar þrjár kvikmyndir, tvær teiknimyndir og ein sem er blanda af leikinni mynd og tölvugerðri og eru þær allar með íslensku tali. íslenskri talsetningu hefur farið mikið fram og sanna það dæmin á undanförnum árum, enda leggja bíóhúsaeigendur metnað sinn í að gera talsetning- arnar sem best úr garði og er valinn leikari í hverju hlutverki og er verkið unnið eins og góð- um atvinnumönnum sæmir, enda þarf iðulega að senda tal- setninguna út til framleiðslufyr- irtækisins til að fá hana sam- þykkta og hafa til að mynda tal- setningamar við Disney-teikni- myndirnar á undanförnum árum vakið athygli framleiðenda fyrir vel heppnaða talsetningu og söng. Hringjarinn frá Notre Dame Svanavatnið er sannkallað ævintýri um prins og prinsessu. athan Taylor Thom- as sem leikur Gosa en Thomas hefur orðið fræg- ur Sigrún Edda Bjömsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Steinn Ármann Magnússon, Stein- uhn Ólína Þor- steinsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson og Ámi Egill Örn- ólfs- son. Hringjarinn Quasimodo er hér ásamt tveimur vinum sinum. Hringjarinn frá Notre Dame (The Hunchback of Notre Dame) er nýjasta teiknimyndin frá Walt Disney og kemur hún í kjölfarið á Aladdin, The Lion King og Pocahont- as sem allar náðu miklum vinsældum. Eins og fyrri daginn er ekkert sparað til að gera myndina sem best úr garði og skemmtanasjónarmiðið haft að leiðarljósi og er farið frjálslega með hina klass- ísku sögu Victors Hugos sem myndin er gerð eft- ir. Sem fyrr í teiknimyndum frá Disney er mikið um söng og er það Alan Menkion sem semur lög- in en hann hefur áður samið mörg verðlaunalög við teiknimyndir Disneys. Þar sem myndin er með islensku tali þá heyrum við ekki í frægum stjörnum sem ljá rödd sína í ensku útgáfuna en þar talar Tom Hulce fyrir Quasimodo og Demi Moore talar fyrir Esmeröldu. Aðrir þekktir leik- arar sem ljá rödd sína eru Jason Alexander, Kevin Kline og David Odgen Stiers. Leikstjóri íslensku talsetningarinnar er Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir og hefur hún fengið fríðan hóp leikara til að ljá raddir sínar. Felix Bergsson talar fyrir Quasimodo og Edda Heiðrún Backman talar fyrir Esmeröldu. Aðrir leikarar eru Hilmir Snær Guðnason, Pálmi Gestsson, Hjálmar Hjálmarsson, Róbert Amfinnsson, Hallur Helgason, Stefán Jónsson og Guðmundur Ólafsson. Þá léðu einnig raddir sína Helgi Skúla- son og Bríet Héðinsdóttir en þau létust bæði stuttu eftir að upptöku lauk. Gosi Alllir þekkja æv- intýrið um Gosa, litla trékallinn sem mátti ekki segja ósatt orð. Þá fór nef- ið á honum að stækka. Þetta fræga ævintýri hefur ver- ið kvikmyndað oft- ar en einu sinni og er Gosi (The Adventures of Pin- occhio), sem Há- skólabíó frumsýnir annan dag jóla, nýjasta útgáfan og er með nýjustu tækni blandað sam- an leiknum atriðum og tölvugrafík. Það er óskarsverðlauna- hafinn Martin Landau sem leikur brúðugerðarmann- inn og aðrir leik- arar eru Udo Kier, Rob Schneider, Bebe Neuwirth og bamastjarnan Jon- leik sinn í sjónvarpsþátt- unum vinsælu, Hand- laginn heimilisfaðir, þar sem hann leikur einn son Tims Allens. Islenska talsetning- in var í höndum Ágústs Guðmundsson- ar sem hefur orðið mikla reynslu í að stjórna talsetningum við teiknimyndir og þýddi hann einnig textann en tæknimað- ur var Júlíus Agnars- son. Það eru þekktir leikarar í öllum hlut- verkum en þeir eru: Arnar Jónsson, Egill Ólafsson, Þórhallur (Laddi) Sigurðsson, Martin Landau leikur brúðusmiðinn sem er uppáhaldsbrúðuna sína, Svana- prinsessan Regnboginn og þrjú önnur kvik- myndahús frumsýna annan dag jóla Svana- prinsessuna sem byggð er á hinu þekkta þýska ævintýri, Svana- vatninu, og er ævintýrið eins konar óður ástar, kærleiks og hugrekkis með glæsilegum söng- og dansatriðum. Myndin fjallar um Diðrik prins og Árnýju prinsessu. Þeim er síður en svo vel til vina í æsku en foreldrar þeirra em staðráðin í að þau verði þau konungur og drottning þegar fram líða stundir. Diðrik og Ámý vaxa úr grasi og finna spennuna magnast í garð hvort annars og verða ástfangin. Þá kemur til sögunnar galdramaður sem vill koma í veg fyrir samband þeirra og breytir Ámýju í svan. Diðrik prins veit ekki að svanurinn fagri er í raun Árný í álögum. Litlu vinirnir hennar Árnýjar úr dýraríkinu vita hvað gerðist og reyna allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa hana úr álögum. Þekktir leikarar ljá raddir sínar og er leikstjóri talsetningarinnar Þórhallur Sigurðsson. I helstu hlutverkum eru Sóley Elíasdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Pálmi Gestsson, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Pétur Einarsson, Egill Ólafsson, Magnús Ólafsson, Örn Árnason og Þórhallur Sigurðsson. -HK hér með Gosa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.