Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Side 2
2 MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996 Fréttir Persónuafsláttur stendur í staö og skattar hækka: Ríkisstjórnin er vond við launa- fólk, fatlaða og atvinnulausa - segir Kristján Guðmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur Það verður gert og þá þurfum við stuðning og samstöðu og þá munum við sjá bjartari tíma. Þetta eru búin að vera ein samfelld vonbrigði siðan rikisstjómin og alþingismenn hrif- suðu til sín kauphækkanir sem voru tugum þúsunda umfram það sem aðrir fengu. Síðan hefur þetta verið ein allsherjarröð af vonbrigð- um og fólk er orðið dofið. Það kem- ur að því að fólk mun rísa gegn þessu og mjög kraftmikið, trúi ég. Mín spá er að það gerist eftir ára- mótin. Fólk hefur ekki almennilega áttað sig á þessum jólapakka frá rík- isstjóminni og hvað í honum felst. Það finnur það ekki fyrr en eftir áramótin og þá verða engin gleði- bros á því fólki,“ sagði Kristján Gunnarsson. -ÆMK DV, Suðurnesjum: „Menn töldu að persónuafsláttur- inn myndi hækka en ekki að ríkis- stjómin myndi hrifsa til sín með þessum hætti í formi aukinna skatta. Þessi ríkisstjóm hefur verið afar vond við launafólk, fatlaða og atvinnulausa. Hún hefur riflð af þeim réttindi og skert laun þeirra. Verkafólk verður nú að taka sig saman og efla samstöðu og standa þétt saman í komandi kjarasamn- ingum. Við verðum að ná þessu til baka,“ sagði Krisfján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur og nágrennis, í sam- tali við DV um þá ákvöröun ríkis- stjómarinnar að hækka ekki per- sónuafsláttinn nú um áramótin og hækka þar með tekjuskatt einstak- linga. Kristján segir að þessi ákvörðun ríkisstjómarinnar hafi komið sér á óvart. Hann hafi trúað ýmsu upp á hana en ekki þessu. Aðgerðin sé lúaleg og ekki stórmannleg fyrir ríkisstjóm Davíðs Oddsonar. „Verkafólk verður að leggja til hliðar innbyrðisátök og vera sam- huga í að ná þessum skerðingum tii baka. Þetta verður aila vega ekki skiptimynt á mínu borði í komandi kjarasamningum. Ríkisstjómin fær ekki að búa sér til skiptimynt fyrir- fram eins og þeir hafa oft gert áður Það verður ekki liðið nú. Það verð ur mikilvægt að launafólk verði til búið og bregðist ekki kalli þegar for ystan mun taka á þessum málum Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, seg- ir að ríkisstjórnin sé vond við launafólk og það iýsi sér í þeim aðgeröum að hækka ekki persónuafslátt og stuðla þannig að skattahækkunum. Hann segir að fólk muni rfsa gegn ríkisstjórninni í þessum málum. DV-mynd Ægir Már Bóksölulisti DV: Bjartsynni en utgefendurnir „Ég verð að játa að ég var mjög bjartsýnn á bókina, eiginlega meira bjartsýnn en útgefendur hennar og skrásetjarinn. Samt sem áður kem- ur það mér á óvart að hún skuli vera í fyrsta sæti, þvi þetta er langtum meiri sala en hægt var að gera ráð fyrir,“ segir Benjamín H. Eiríksson. „Bókin hefur fengið prýðilega dóma og það skemmir ekki fjrrir sölunni. Ég hafði það á tiifinning- unni að þegar fólk færi að lesa bók- ina og segja hvað öðru frá henni þá færi salan í gang og það er það sem virðist hafa gerst,“ segir Benjamín. Bók Hannesar Hólmsteins Gis- surarsonar um Benjamín H. Eiríks- son er sú bók sem seldist mest í síð- ustu viku og var áberandi sölu- hæsta bókin. I síðustu viku mæld- ist hún fimmta söluhæsta bókin, þannig að hún hefur tekið mikinn kipp á síðustu vikunni fyrir jólin. Frá siysstað á gatnamótum Sæbrautar og Langholtsvegar. DV-mynd S Umferðarslys: Ekið á þrjá vegfarendur Tvö alvarleg umferðarslys urðu í Reykjavík í gærdag þegar ekið var á þrjá gangandi vegfarendur. 12 ára gamall drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann og félaga hans á mótum Kringlumýr- arbrautar og Listabrautar á fjórða tímanum í gær. Drengimir voru á leið yfir Kringlumýrarbraut í vest- ur þegar þeir urðu fyrir bílnum. Báðir piltarnir voru fluttir á slysadeild. Annar þeirra hlaut slæm höfuðmeiðsl og var lagður inn á gjörgæsludeild en hann mun ekki vera i lífshættu, að sögn lækna þar. Félagi hans slapp meö minni háttar meiðsl og fékk að fara heim eftir skoðun. Þá var ekið á unga konu sem var að fara yfir götu á gatnamótum Sæ- brautar og Langholtsvegar. Konan var flutt á slysadeild og var í rann- sókn í gærkvöldi. Að sögn lækna vora meiðsl hennar ekki talin al- varleg. -RR - segir Benjamín H. Eiríksson Sú bók sem seldist næstmest er kökubók Hagkaups sem fram að þessu hafði verið söluhæsta bókin. Bókin Lögmálin 7 um velgengni eftir Deepak Chopra tekur einnig risastökk upp á við því hún var 15. söluhæsta bókin í síðustu viku en er nú í þriðja sætinu. Bamabókin Játningar Berts er í fjórða sætinu en var í öðru sætinu í síðustu viku. Almennt má segja að barna- og unglingabækumar á listanum hafi færst neðar á listann í þessari viku, samanborið við sölutölur síð- ustu viku. Játningar Berts, Ekkert að marka, Latibær á ólympíuleik- unum og Á lausu eru allar neðar á listanum nú en í síðustu viku. Mannlífsstiklur Ómars Ragnars- sonar voru ekki á listanum í síð- ustu viku en mælist nú sjötta sölu- hæsta bókin. Fjórar aðrar bækur eru nýjar á listanum nú, bækumar í 14., 17., 19. og 20. sæti listans. Bókaverslanirnar, sem taka þátt í sölukönnun DV, em: Hagkaups- verslanirnar í Skeifunni og Kringl- unni, á Akureyri og í Njarðvík, Ey- mundsson í Kringlunni, Penninn í Kringlunni, Penninn í Hallarmúla, Penninn í Hafnarfirði, Penninn og Eymundsson í Austurstræti, Bók- val á Akureyri, Bókaverslunin Sjávarborg í Stykkishólmi, Bóka- búð Sigurbjörns á Egilsstöðum, Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki, Kaupfélag Ámesinga á Selfossi og Bókabúð Keflavíkur í Reykjanes- bæ. -ÍS £iiii 1. (5) 2. (1) 3. (15) 4. (2) 5. (3) 6. (-) 7. (4) 8. (9) 9. (7) 10. (6) 11. (12) 12. (10) 13. (17) 14. (-) 15. (14) 16. (13) 17. (-) 18. (16) 19. (-) 20. (-) óöluAœðiu (mfuvi - 4. vika - Benjamín H. Eiríksson - Hannes H. Gissurarson Kökubók Hagkaups Lögmálin 7 um velgengni - Deepak Chobra Játningar Berts - A. Jacobsson og S. Olsson Lífskraftur - Friðrik Erlingsson Mannlífsstiklur - Ómar Ragnarsson Ekkert að marka - Guðrún Helgadóttir Útkall á 11. stundu - Óttar Sveinsson Latibær á ólympíuleikunum - Magnús Scheving Á lausu - Smári Feyr og Tómas Gunnar Lávarður heims - Ólafur Jóhann Ólafsson Z - ástarsaga - Vigdís Grímsdóttir Þórður í Haga - Óskar Þórðarson Úr álögum - Stephen King íslandsförin - Guðmundur Andri Thorsson Lífsins tré - Böðvar Guðmundsson Rósir dauðans - Mary Higgins Klark Allt í steik - Helgi Jónsson Mars og Venus í svefnherberginu - Dr. John Gray Lækningamáttur líkamans - Andrew Weil Boðið upp á jólaferðir til íslands: Erlendir ferðamenn í kirkjugarðana „Þegar erlendir ferðamenn koma til íslands þarf að hafa ofan af fyrir þeim. Þeim sem koma hingað yfir jólin er meðal annars boðið upp á rútuferðir í kirkjugarðana þar sem þeim er sýndur sá séríslenski siður að vitja leiða ættingja og vina,“ seg- ir Magnús Oddsson ferðamálastjóri en í ár hefur verið gert mikið átak í að markaðssetja jólaferðir til ís- lands. Áramótaferöir vinsælar Auk þess sem ekið er með erlenda ferðamenn í kirkjugarðana er farið með þá í verslunarferð í Kringluna og hefðbundna ferð til Gullfoss og Geysis. Alls koma 250-300 erlendir ferðamenn til íslands yfir jólin. „Þetta hefur gengið betur en menn bjuggust við en það má ekki gleyma því að það er talið að um 800 íslend- ingar eyði jólunum erlendis. Það er allur gangur á því hvemig ferða- fólkið, sem kemur hingað, eyðir tímanum, til dæmis veit ég um nokkra Þjóðverja sem ætla að eyða jólunum í bændagistingu," segir Magnús og bætir við að flestir er- lendir ferðamenn, sem eyði jólum og áramótum á íslandi, séu frá Norður- Ameríku og Evrópu. Áramótaferðir til íslands eru vin- sælar sem fyrr en átta ár eru síðan farið var að markaðssetja slíkar ferðir hingað til lands. Talið er að um 1500 erlendir ferðamenn fagni nýju ári á íslandi. „Áramótamark- aðurinn er miklu stærri en jóla- markaðurinn en það hefúr oröið mikil hugarfarsbreyting í þjóðfélag- inu varðandi afgreiðslutíma og ann- að því.tengt sem var mikið vanda- mál fyrir 2-3 árum,“ segir Magnús að lokum. -JHÞ Stuttar fréttir Fiskeldismet Metframleiðsla verður í ís- lensku fiskeldi á þessu ári. RÚV greindi frá. Vill endurskoðun Fjármálaráðherra vill endur- skoða lög um stimpilgjald og eignaskatt. Stimpilgjöld nema um einum og hálfum milljarði á ári. Stöð 2 sagði frá þessu. Milljónir í sjónvarp Stjómvöld eru tilbúin að verja tíu milljónum króna í beina út- sendingu bandai’iskrar sjón- varpsstöðvar frá íslandi. Stöð 2 sagði frá. Samherji til Noregs Samherji á Akureyri hefur keypt hlut í norskri samsteypu á sviði sjávarútvegs. Samherji tek- ur við stjóm á fiskvinnslu og út- gerð. Ríkissjónvarpið sagði frá. Sjávarútvegur tapar Samkvæmt fréttum Ríkissjón- varpsins var sjávarútvegurinn rekinn með tapi á árinu sem er að líða samkvæmt nýju uppgjöri Þjóðhagsstofhunar. Hækkun endurskoöuð Fjármálaráðherra segir að hækkun almennra tryggingabóta verði endurskoðuð þegar komið hefur í ljós hvemig þróunin í málaflokknum verður. Ríkis- sjónvarpið sagði frá. -JHÞ Sigfús Hall- dórsson látinn Tónskáldið og listmálarinn Sigfús Haildórsson lést á laugardag, 76 ára að aldri. Sigfús hlaut fjölda viður- kenninga fýrir störf sín á sviði menningar og lista. Hann hlaut meðal annars Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1979 og var heiðurslistamaður og heiðursborg- ari Kópavogs. Sigfús er þó sennilega þekktastur fyrir að hafa samið Litlu fluguna og lagið við ljóð Tómasar Guðmunds- sonar, í Vatnsmýrinni. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.