Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Page 4
4
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996
Fréttir
Þjóðinni fjölgar um rúm 10 prósent en Vestfirðingum fækkar um 13,4 prósent:
Ekkert landsvæði utan höfuð-
borgarsvæðisins heldur sínu
- mjög mikiö áhyggjuefni - segir Einar K. Guöfinnsson alþingismaöur Vestfirðinga
„Þetta er mjög mikið áhyggjuefni
en kemur þó ekki á óvart. Við er
hér ekki síst að sjá afleiðingar af
þeim hremmingum sem dunið hafa
yfir Vestfiröinga. Þar ber hæst af-
leiðingar af fiskveiðistjórnun og
hræðileg áfoll í Súðavík og á Flat-
eyri,“ segir Einar Kristinn Guð-
flnnsson, fyrsti þingmaður Vestfirð-
inga, um þá miklu mannfækkun á
Vestfjörðum sem staöfest er í bráða-
birgðatölum Hagstofunnar.
í skýrslu Hagstofunnar kemur
fram að Vestfiröingar eiga íslands-
met í mannfækkun og hafa ekki ver-
ið færri síðan 1860. Á síðustu 10
árum hefur Vestfirðingum fækkað
um tæplega 1400 manns, úr því að
vera áriö 1986 10.230 í þaö aö vera
nú 8.856. Þessi fækkun nemur 13
prósentum ef litið er á fjórðunginn í
heild. Ef hins vegar er skoöuð fækk-
un innan einstakra svæða þá kemur
í ljós aö mest er fækkunin í Vestur-
hyggð þar sem íbúum fækkar úr
1634 niður í 1291 eða um 21 prósent
á einum áratug. Á sama viðmiðun-
artima fjölgar á landinu í heild um
10,7 prósent og á höfuðborgarsvæð-
inu fiölgar um 19,7 prósent eða sem
nemur 26.503. Sú fiölgun ein og sér
samsvarar þreföldum Qölda allra
Vestfirðinga nú. Það vekur nokkra
athygli að ekkert svæði utan höfuð-
borgarsvæðisins nær til sín þeirri
hlutfallshækkun sem átt hefur sér
stað hjá þjóðinni. Suðumesin kom-
ast næst því að halda sinu en þar
fiölgar fólki um 9,2 prósent þannig
að þar vantar því 1,5 prósent til að
ná raunhækkun.
Einar Kristinn segir að rangt
væri að halda því fram aö til væru
einfaldar lausnir fyrir Vestfirðinga.
Hann segir þó ýmis teikn vera á
lofti sem auka ættu bjartsýni á aö
þessari þróun mætti snúa við.
„Utanaðkomandi fiárfestar hafa
verið að koma með verulegt fiár-
magn inn í vestfirskt atvinnulíf. Úr
því að þeir hafa trú á framtíð at-
vinnulífsins á Vestfiörðum ættum
við Vestfirðingar aö hafa sömu trú.
Reynslan segir okkur að þau byggð-
arlög, sem best standa á landsbyggð-
inni, séu þau sem hafa á að skipa
fiölbreyttu atvinnulífi. í því sam-
bandi vil ég leggja áherslu á þýð-
ingu ríkisvaldsins. Síðast en ekki
síst verða Vestfiröingar sjálfir að
vera duglegri að benda á hið já-
kvæða sem samfélög þeirra hafa
upp á að bjóða,“ segir Einar Krist-
inn. -rt
Vestfirðir
Vesturland
Suðumes Höfuðborgarsvæðið Suðuriand
Allt landið:
1986: 244.009
1996: 269.735
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um Qölgun á
höfuðborgarsvæðinu:
Vinnumarkaðurinn þolir ekki alagið
- mikilvægt að það sé blómlegt mannlíf úti á landi
„Ég lít ekki svo á að það eigi að
vera keppikefli að íbúum í borginni
fiölgi, ég held að það sé mikilvægt
firir höfuðborgina að það sé blóm-
legt atvinnulíf og mannlíf úti á
landi," segir Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir um þá niðurstöðu Hagstofu ís-
lands að nær öll mannfiölgun undan-
farinna ára hafi orðið á höfúðborgar-
svæðinu.
„Það er sýnt að störfum hefur ver-
ið að fiölga í borginni en samt hefur
fiölgað á atvinnuleysisskrá. Það er
því greinilegt að vinnumarkaðurinn
í Reykjavík þolir ekki þetta aukna
álag. Það sama hefur komið fram hjá
Félagsmálastofnun Reykjavíkur,
meðal skjólstæöinga hennar ber
nokkuð á fólki sem hefur flust bú-
ferlum," segir Ingibjörg Sólrún. Hún
bendir jafhframt á að meira beri á
aðfluttu fólki meðal skjólstæðinga
Félagsmálastofnunar Reykjavíkiur-
borgar en áður. „Ég ímynda mér að
þetta fólk hafi margt verið atvinnu-
laust í sinni heimabyggð og hafi
komið til Reykjavíkur í von um að
finna sér vinnu hér þar sem vinnu-
markaðurinn er fjölbreyttari. Þaö
gengur svo upp og ofan.“ -JHÞ
Dagfari
Jólagjöfin í ár
Allt frá því skattamir voru
fúndnir upp hafa skattþegar verið
að njóta góðs af skattlagningu.
Elstu menn muna ekki eftir öðru
en góðvild og tillitssemi skattayf-
irvalda gagnvart greiðendum.
Skattar hafa oröið þjóðfélaginu og
fólkinu í landinu til blessunar.
Á sínum tíma voru skattar
lagðir á til að standa undir sam-
eiginlegum samfélagslegum vel-
ferðarmálum þar sem ríki og
sveitarfélög tóku til sín nokkurn
hluta af launum hins vinnandi
manns til að geta rétt að hinum
vinnandi manni aftur. Enda hef-
ur sú stefha lengi verið almennt
viðurkennd að það fari betur á
því að hið opinbera hafl sjálfsafla-
fé fólks á milli handanna til að
gera það fyrir fólkið sem fólkið
sjálft hefur ekki vit á að gera fyr-
ir sig.
Samkvæmt þessari kenningu
hafa skattar farið jafnt og þétt
hækkandi meö árunum. Opinber-
ir aðilar verða að fá sitt og þeir
hafa þurft aö fá meira og meira
með hverju árinu því sífellt er
fólkið að gera meiri kröfur til
hins opinbera um þjónustu sem
inna þarf af hendi fyrir fólk sem
getur ekki þjónað sér sjálft. Og
skattálagning og skattheimta er
öll af þessari ætt. Hún er til hag-
ræöis og hagræðingar fyrir fólk-
iö.
Þannig var það þegar stað-
greiðslan var innleidd. Þá var það
gert til að auðvelda fólki að
greiða skattana sína og til að það
væri unnt voru skattar hækkaðir
lítið eitt í þágu fólksins og stað-
greiðslunnar. Og þegar verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga
var breytt voru skattar aftur
hækkaðir til að létta undir með
fólkinu sem hjó í sveitarfélögun-
um til að það gæti sinnt sér
sjálfu.
Svo voru grunnskólamir fluttir
yfir til sveitarfélaganna og þaö
var mikið þarfaþing fyrir fólkið í
landinu og sveitarfélögunum og
auðvitaö þurfti að hækka skatt-
ana ögn til að það mætti takast.
Sumir skattar verða til óvart og
þannig var um jaöarskattana svo-
nefndu og illræmdu sem urðu til
án þess að menn áttuðu sig á þvf,
enda eru skattar oftast af hinu
góða og renna til velferðarmál-
efna og það var þvi reiðarslag fyr-
ir hið opinbera þegar það kom í
Ijós að fólk borgar jafhvel meira
en það hefur í skatta þegar um
jaðarskatta er að ræða.
Til að lækka þessa jaðarskatta í
þeim tilgangi að fólk geti staðiö
skil á jaðarsköttunum hefúr ríkis-
sfiómin í góðvild sinni ákveðið
að lækka jaðarskattana áður en
hún lýkur störfum eftir tvö ár.
Til að það góðverk megi takast
hefur fiármálaráðherra ákveðið
að frysta persónufrádráttinn sem
leiðir til þess að almennir tekju-
skattar hækka rnn átta hundruð
milljónir á næsta ári. Sfiómar-
andstaðan hefur gagnrýnt þessa
hækkun en gagnrýnin er á mis-
skilningi byggð. Sfiórnarandstað-
an skilur ekki að þetta er besta
jólagjöfin í ár. Átta hundruð
milljón króna skattahækkun í ár
er til að auðvelda ríkissfióminni
að lækka jaðarskattana. Þetta er
gert fyrir fólkið í landinu. Til að
það gefist svigrúm til skattalækk-
unar fyrir þá sem mest þurfa á
skattalækkun að halda eftir tvö
eða fleiri ár þegar ríkissfiórnin
hefur reiknað það út hvernig
skattamir geta hækkað til að
lækka þá í þágu fólksins sem
greiðir skatta til að hið opinbera
hafi fé á milli handanna handa
fólki sem borgar skatta sem
standa undir kröfum fólksins.
Ríkissjóður verður auðvitaö að
hafa efni á að lækka skatta. Og til
þess þarf að hækka skatta. Það er
í þágu fólksins.
Þjóðin er þakklát fyrir þessa
skattahækkun.
Dagfari