Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996
Fréttir
Sandkorn i>v
Rauða kross deild Suðurnesja aðstoðar þá sem minna mega sín:
Hef grun um að fólk leiti
þangað sem það þekkist ekki
- aðstoðum þegar við fáum ábendingar, segir Gísli Viðar Harðarson formaður
Gísli Viöar Haröarson, formaöur Rauöa kross deildarinnar á Suöurnesjum, með fatnað sem Suöurnesjamenn hafa
gefiö deildinni. DV-mynd Ægir Már
DV, Suðurnesjum:
„Það er töluvert erfitt að nálgast
þá sem minna mega sín. Svæðið er
ekki stórt og hér þekkjast allir. Ég
hef grun um að það fólk leiti frekar
til Reykjavíkur þar sem það þekkist
ekki. Stoltið hjá fólki er nú þannig
að það er ekki tilbúið að láta líta á
sig sem ölmusufólk þó það þurfi
virkilega á hjálp að halda. Við fáum
hins vegar ábendingar um fólk sem
lendir í timabundnum vandræðum
og þá gerum við ráðstafanir í sam-
vinnu við prestana og aðstandendur
um að styrkja það fólk,“ sagði Gisli
Viðar Harðarson, formaður Rauða
kross deildar Suðurnesja, í samtali
við DV í gær.
Borist hafa 42 hjálparbeiðnir um
jólaaðstoð til Rauða kross deildar-
innar á Suðumesjum. Gísli Viðar
segir að mest sé um að sama fólkið
komi ár eftir ár.
„Það var erfitt hjá því fólki að
kemur hingað í fyrsta skipti og
biðja um aðstoð. í dag eru þau spor
ekki eins þung og í upphafi. Það eru
mest einstaklingar sem óska eftir
aðstoð og fáir í vinnu. Þetta er að
mestu leyti öryrkjar og atvinnulaus-
ar einstæðar mæður með mörg
böm. Fólk hefur komið hingað og
óskað eftir fjárhagsstuðningi og hef-
ur deildin látið fólkið hafa matarút-
tektir í stórmörkuðum á svæðinu.
Fyrir þessi jól hefur verið úthlutaö
nú þegar á fjórða hundrað þúsund.
Við miðum við 5 þúsund krónur á
bam en til einstaklinga fer það eftir
aðstæðum hjá þeim og getur upp-
hæðin verið 5-10 þúsund. Hæsta
upphæð sem við höfum greitt er 25
þúsund,“ segir Gísli Viðar.
En deildin hefur einnig látið fólk
hafa fatnað sem þurfa á því að
halda. Gísli Viðar segir að Suður-
nesjabúar séu duglegir að senda
fatnað til deildarinnar, um 2 tonn á
mánuði og mjög góðar flíkur. Rauða
kross deildin á Suðumesjum á sitt
eigið húsnæði á 2. hæð að Hafnar-
götu 15 í Keflavík. í deildinni em
rúmlega 400 mjög öflugir félagar.
„Auðvitað hefur þetta áhrif á okk-
ur sem störfum við deildina. Mestu
áhrifín eru fyrst og fremst hvað við
gleðjumst yfir því þegar við sjáum
að hjálpin gerir gagn og hvað gleðin
er mikil hjá þvi fólki sem fær þessa
aðstoð. Þetta er orðinn hluti af jóla-
undirbúningi þess fólks sem starfar
hér í deildinni," sagði Gísli Viðar
Harðarson. -ÆMK
Allt sé þá
þrír sé
Hákon Aðalsteinsson, sá
landskunni hagyrðingur, orti ný-
lega vísu sem fræðingar segja að
slái ölí met. Vísan var ort í tilefni
áttræðisafinælis Erlings nokkurs á
Austfjörðum
og grafin á
tréhólk undir
vínflösku sem
Erlingi var
gefin. Það
sem gerir vís-
una svo sér-
staka er að
hún er ort
undir bragar-
hætti sem
nefnist Jafn-
mælt“ en fyr-
ir munu að-
eins tvær slíkar visur, ein úr Hátta-
tali Lofts ríka frá þvi um aldamótin
1500 og ein eftir Einar E. Sæmund-
sen frá fyrri hluta þessarar aldar.
Enda mun Hákon sjálfur hafa sagt
eftir aö hann samdi þessa þriðju
, jafnmæltu“ vísu íslandssögunnar
að „allt sé þá þrír sé“.
Ég yrki samt
Hákon hringdi í Ragnar Inga
bróðir sinn til að leyfa honum að
heyra vísuna en Ragnar Ingi er
landsfrægt ljóðskáld og í hópi
mestu fræðimanna um íslenskan
kveðskap fyrr
og nú. Ragnar
Inga mun
hafa sett
hljóðan er
hann heyrði
vísuna en
loks þegar
hann fékk
málið sagði
hann: „Jæja,
Hákon minn,
þetta er alveg
íjómandi góð
vísa hjá
þér...en ég ætla samt að halda
áfram að yrkja.“ Og þá er það ,jafn-
mælta“ Hákonar:
Önn daga, öll saga
ei bíður, fram líður.
Fljótt rekkar fast drekki,
full klingi höfðtngja.
Y1 veiti ölteiti
áttræðum þul fræða.
Ljúf mynd og lífs yndi
lof syngi Erlingi.
Fjöldaatvinnuleysi á Þingeyri:
Sjáum ekki að
lausnin felist í smá-
skammtalækningum
— segir Einar K. Guðfinnsson alþingismaður
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigöisráöherra haföi frumkvæöi aö námskeiöum í
Hverageröi og heimsótti Heilsustofnun NLFÍ þegar þau voru kynnt. Hér er
hún meö læknum, hjúkrunarfólki og fyrrverandi reykingafólki aö kynningu
lokinni. DV-mynd Kristján
Heilsustofnun NLFÍ
í baráttu gegn
reykingum
DV, Selfossi:
„Við þingmenn Vestfjarða erum
að vinna að lausn á máli Þingeyr-
inga. Fyrst og fremst höfum við
beitt okkur fyrir því að Byggða-
stofnun komi að þessu máli og þar
hefur verið brugðist jákvætt við öll-
um okkar óskum,“ segir Einar K.
Guðfinnsson alþingismaður um at-
vinnuleysisvanda á Þingeyri þar
sem tugir manna ganga atvinnu-
lausir eftir að frystihúsinu var lok-
að og skip og kvótar fluttir af staðn-
um. Hraðfrystihús Fáfnis hefur
undanfarna mnánuði verið að
mestu verklaust og þar starfa að-
eins örfáir einstaklingar og flestir á
skrifstofu fyrirtækisins. Nýlega var
útgerð frystitogara Þingeyringa,
Sléttaness ÍS, sameinuð undir
merkjum Básafells á ísafirði.
Einar Kristinn segir að þingmenn
séu ekki inni á öðrum lausnum á
Þingeyri en varanlegum.
„Við teljum smáskammtalækn-
ingar ekki hafa neinn tilgang.
Markmiðið er að finna varanlega
lausn og sú lausn felst í því að
tengja atvinnulífið á Þingeyri við
öflug sjávarútvegsfyrirtæki í ísa-
fjarðarbæ. Það hefur því miður enn
ekki tekist en ég bind vonir við að
það takist i tengslum við þetta starf
okkar,“ segir Einar Kristinn.
í Hveragerði standa nú yfir nám-
skeiö á vegum NLFÍ fyrir fólk sem
vill hætta að reykja. Eitt námskeið
hefur verið haldið og var því vel
tekið af því fólki sem þátt tók.
Námskeiðinu var komið á að
beiöni heilbrigðisráðherra og var
Ingibjörg Pálmadóttir stödd í Hvera-
gerði þegar starfsfólk stofnunarinn-
ar og þátttakendur fyrsta nám-
skeiðsins kynntu sér efni þess.
Þetta er fyrsta verkefni Heilsu-
skóla NLFÍ og þegar hafa verið
haldin nokkur námskeið og 60 ein-
staklingar hafa útskrifast. Hvert
námskeið stendur yfir í 6 daga og
koma þátttakendur eingöngu til að
læra að hætta að reykja. Áhersla er
lögð á að þátttakendum líði vel, þeir
upplifi notalegt og öruggt umhverfi
þar sem þeir fá stuðning eftir þörf-
um.
Meginuppistaða í námskeiðunum
er andleg, líkamleg og félagsleg upp-
bygging. Nýtt er gnmdvallarmeð-
ferð heilsustofnana, það er að
byggja á heilsusamlegu lifemi. Lík-
amsþjálfun, slökunar- og hugarþjálf-
un og hollt mataræði. Sjálfsefling og
ábyrgð á eigin heilsu er áberandi
þáttm- í dagskrá námskeiðanna.
í samtali DV við einn þátttakanda
kom fram að hann hefði reynt marg-
ar aðferðir til að hætta að reykja. Á
þessu námskeiði væri komið alveg
úr nýrri átt að viðfangsefninu og
hann var þess fullviss að meiri ár-
angur næðist i Hveragerði en náðst
hefur hingað til.
Dansleikia-
búnaður?
Hin hrottalega líkamsárás sem
ungrn- maður varð fyrir á dansleik í
Skagafirði fyrir skömmu hefur vak-
ið upp nokkrar deilur um hver hafi
verið tildrög árásarinnar. Sumir
halda því
fram að árás-
in hafl átt sér
langan að-
draganda og
verið fyrir-
fram skipu-
lögð en aðrir
telja að svo
hafl ekki ver-
ið. 1 þeírra
hópi er sýslu-
maðurinn á
Sauðárkróki
sem segir
árásina ekki hafa verið undirbúna
fyrirfram. Þeir sem hafa velt þessu
máli fyrir sér hafa m.a. í kjölfar
þeirra orða brotið um það heilann
hvort hafhaboltakylfa þyki sjáifsagð-
ur búnaður á dansleiki i Skagafirði
en sliku áhaldi var beitt við árásina
með hörmulegum afleiðingum.
Á ferð og flugi
Körfuboltaliðin í úrvalsdeildinni
leggja svo sannarlega sitt af mörk-
um um þessar mundir tO að efla
starfsemi Flugleiöa. öll liðin fengu
til sín erlenda leikmenn í upphafi
keppnistíma-
bilsins sem
komu að sjálf-
sögðu til
landsins með
Flugleiðum en
margir þeirra
hafa fengiö
reisupassann
og verið send-
ir heim og
aðrir fengnir í
þeirra stað.
Sandkomsrit-
ara telst svo
til að nú sé búið að reka a.m.k. 5
erlenda leikmenn og einn erlendan
þjálfara og eflaust koma svo aðrir í
þeirra stað og svo e.t.v. enn aðrir í
þeirra stað standi þeir sig ekki.
Umsjón: Gylfi Kristjánsson
-rt
Vinningar sem dregnir voru út í HAPPI í HENDI síðastliðið
föstudagskvöld komu í hlut eftirtalinna aðila.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
Birgir Jóhannsson,
Vesturbergi 72, Reykjavík
Eskihlíð 8a, Reykjavík
Birgir Sigurbjartsson,
Hálúni 4, Reykjavík
Greniteig 13, Keflavík
Guögeir Arngrímsson,
Faxabraut 42d, Keflavík
Guðmundur R. Logason,
Suöurgötu 80, Hafnarfiröi
Gunnlaugur Róbertsson,
, Heiðarbraut 29, Höfn
ísafold Þorsteinsdóttir,
Hjallabraut 6, Þorlákshöfn
Jóhannes Jakobsson,
Kríuhólum 2, Reykjavík
LárusJón,
Garðavegi 4, Hafnarfirði
Mariné Stefánsdóttir,
Vanabyggð 7, Akureyri
María Asgrfmsdóttir,
Hamragerði 29, Akureyri
Marinó Traustason,
Flétturima 26, Reykjavík
RagnarIngi Árnason,
Þinskálum 6, Hellu
Shangwan Sinpru,
Faxabraut 10, Mosfellsbæ
Sígurbjörn Guðnason,
Haukshólum 5, Reykjavík
Símun Sigurðsson,
-■ Kelifarseli 5, Reykjavík
Þormóður R. Sváfnisson,
Hrísalundi 109, Akureyri
Vinningshafar gcta vitjað vinninga hjá Happdraúti Háskóla
íslands, Tjarnargótu x,, tot Reykjavík, sitni 563 8300.
-K. Ein.