Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996 Útlönd Stuttar fréttir i>v Fjölmennar kröfugöngur um gjörvallt Perú í gær: Tugþúsundir krefjast lausnar sendiráðsgísla Tugþúsundir Perúmanna gengu um götur borga og bæja landsins í gær og kröfðust þess að marxískir skæruliðar slepptu um 340 gíslum sem þeir halda í bústað japanska sendiherrans í höfuðborginni Lima og hvöttu til friðsamlegrar lausnar gíslamálsins. Karlar og konur á öllum aldri sungu þjóðsönginn, veifuðu per- úska þjóðfánanum og sungu: „Frið- ur, friður. Frelsi til handa gíslun- um.“ í Lima var mannfjöldinn klædd- ur í grænt og hvítt, tákn friðar og vonar. „Með göngu okkar viljum við sýna samstöðu með samborgurum okkar, gíslunum. Það hefst ekkert með ofbeldi. Við viljum frið og ró,“ sagði Gloria Canales sem hélt í hönd dóttur sinnar í göngunni. Margir óbreyttir borgarar óttast að Alberto Fujimori, forseti Perús, hafi gengið of langt þegar hann kallaði gíslatökumennina hryðju- verkamenn í sjónvarpsávarpi til þjóöarinnar og að það muni hafa í för með sér blóðbað. í ávarpi sínu hvatti Fujimori skæruliða Tupac Amaru hreyfing- arinnar til að leggja niður vopnin og sleppa gíslunum. „Þannig verður hægt að útiloka að valdi verði beitt og út frá því verður hægt að semja um útgöngu- leið,“ sagði forsetinn í ávarpinu að- faranótt sunnudagsins. Hann neitaði alfarið að láta und- an kröfum skæruliðanna og sleppa rúmlega fjögur hundruð félögum þeirra sem sitja nú í fangelsum landsins. „Það er ljóst að það samræmist ekki lögum. eða þjóðaröryggi að láta lausa þá sem hafa framið morð og staðið fyrir hryðjuverkaárás- um,“ sagði Fujimori. Um tuttugu vel vopnaðir skæru- liðar réðust inn í sendiherrabú- staðinn á þriðjudagskvöld og tóku í gíslingu mikinn fjölda málsmet- andi manna af mörgum þjóðem- um. Ryutaro Hashimoto, forsætisráð- herra Japans, spáði því í gær að lausn gíslamálsins væri enn langt undan. Þá vísuðu japanskir emb- ættismenn á bug í gær fréttum breska blaðsins Independent um að skæruliðarnir hefðu krafist margra milljarða dollara lausnar- gjalds fyrir starfsmenn ýmissa stórfyrirtækja sem væru í hópi gíslanna. Reuter Hindranir I vegi biörgunar gíslanna í Perú fia> er einkum tvennt sem gæti komi> í veg fyrir hugsanlega björgun gjslanna sem hafa veri> í haldi skæruli>a I bústa> japanska sendiherrans í Lima í Perú frá flví á flri>judagskvöld. í fyrsta lagi eru fleir og gíslatökumennirnir á fmsum stö>um I byggingunni og í ö>ru lagi gætu flrengslin komi> í veg fyrir björgun. Sta>setning gísUnna Margt fólk á loku>u svæ>i Mestur flungi áhlaups öryggissveita yr>i hér. Skærulhar gætu skflt sér á bak vi> gíslana Nau>synlegt er a> öryggissveitirnar ver>i tíu sinnum fjölmennari en skæruli>ar ef reynt ver>ur a> bjarga gíslunum, sem fif >ir a> rúmlega 600 manns yr>u saman komnir á mjög litlum bletti • TSkæmlbar (15 to 27) lllö MMfífíss ttmwma. Gíslunum hefur veri> skipt upp í hópa og eru fiestir á fyrstu hæ> flar sem fleir ynu i skothrí>inni mi>ri ef öryggissveitir leg>u til atlögu 2.hæ> Mikilvægustu gislarnir í augum skæruli>a. Fáar inngöngudyr gefa skæruli>um meira svigrúm til a> taka gislana af lífi ef nau>syn krefur @ A>al- inngangur @ Bílskúr @ Svefnherbergi á Eldhús ^ Danssalur Veislutjald Fáir inngangar eru á a>albyggingunni á sendirá>sló>inni og flví njóta örygg- issveitirnar ekki eins li>smunarins Sksrulbar MRTA Milli 15 og 27 marxískir skæruli>ar sem kreflast fless a> félögum fleirra ver>i sleppt úr fangelsi Vita> er a> leyniskyttur skæru- li>a, vopna>ir rifflum me> sjón- aukum og innrau>um mi>unarbúna>i, eru vi> mikilvæga glugga á efri hæúnni REUTERS Marcello Mastroianni jarðsettur í Róm í gær Marcello Mastroianni, einhver frægasti kvikmyndaleikari Evr- ópu og goðsögn í heimalandinu ítaliu, var jarðsettur i gær eftir líf- lega minningarathöfn úti undir berum himni í hjarta Rómar. Hundruð óbreyttra ítala troð- fylltu lítiö torg fyrir framan ráð- hús borgarinnar þar sem kista leikarans stóð á rauðum dregli. Lítill rósavöndur lá ofan á kist- unni. Ekkja Mastroiannis, Flora Carabelia, Barbara dóttir þeirra og leikkonan Sophia Loren sátu þöglar hjá þegar vinir minntust leikarans sem lést af völdum krabbameins í Paris í síðustu viku, 72 ára að aldri. Franska léikkonan Catherine Deneuve, fyrrum ástkona Mastro- iannis, og dóttir þeirra, Chiara, voru ekki viðstaddar. Lík Mastroiannis lá á viðhafn- arbörum í ráðhúsinu um helgina og komu fimmtán þúsund manns Sophia Loren. til að kveðja hann hinstu kveðju. „Harmurinn er mikill, rétt eins og þegar móðir mín dó. Kafla í lífi minu er lokið,“ sagði Sophia Lor- en sem lék á móti Mastroianni í mörgum kvikmyndum. Reuter Skotárás og sprengjutilræði á Norður-írlandi: Börn syngja fyr- ir þverrandi frið Hundruð ungmenna úr röðum mótmælenda og kaþólikka komu saman í nístingskulda í miðborg Belfast á Norður-írlandi í gær til að syngja jólalög í þágu friðar sem margir íbúar landsins álíta að sé nú senn úti. Einni klukkustundu síðar sprakk bílsprengja og særði illa kaþólskan mann. Sá atburður varð aðeins til þess að auka enn á ótta manna um að átök milli kaþólikka og mótmæl- enda mundu blossa upp að nýju. Enginn lýsti ábyrgð á sprengju- árásinni á hendur sér en lýðveldis- sinnar töldu hana vera verk skæru- liða sambandssinna sem eru fylgj- andi tengslunum við Bretland. Jólalagasöngvaramir komu sam- an á stað þar sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti stóð á aðventunni í fyrra en friðarandinn, sem hann mælti fyrir í stuttri heimsókn sinni til Irlands, hefur nú nánast alveg horfið. Bilsprengjan, sem særði vel þekktan lýðveldissinna, fylgdi í kjöl- far skotárásar írska lýðveldishers- ins (IRA) inni á barnaspítala á föstudag og olli mikilli reiði allra, sama hvar í flokki þeir stóðu. „Andrúmsloftið er slæmt," sagði einn stjórnmálamanna sambands- sinna aðeins nokkrum klukku- stundum eftir skotárásina á bama- spítalanum á föstudag. Einn lög- regluþjónn særðist lítillega í þeirri árás sem beindist að stjórnmála- manni mótmælenda sem var hjá al- varlega veiku bami sínu. „Þegar menn taka að skjóta fólk á bamadeildum sjúkrahúsanna er ekki mikil von eftir fyrir þetta land,“ sagði kona sem hlýddi á jóla- sönginn. Reuter Bændur slaka á klónni Grískir bændur fiarlægðu í gær vegatálma sem hafa valdið miklu öngþveiti í samgöngum landsins undanfama 24 daga. Komið að Arafat ísraelsmenn hafa sagt sendi- manni Clintons Bandaríkjafor- seta að það sé nú Yassers Arafats, leið- toga Palestínu- manna, að sjá til þess að komist verði að samkomu- lagi um brott- flutning ísraelskra hermanna frá Vesturbakkabænum Hebron. í steininn ísraelskur herdómstóll dæmdi tvo Palestínumenn í lífstíðar- fangelsi fyrir að aðstoða menn úr röðum Hamas skæruliða sem grönduðu tugum ísraelsmanna í sjálfsmorðsárásum. Týnd börn Starfsmenn Rauða krossins, sem fylgjast með ílóttamönnum frá Rúanda á heimleið, segja að mikið sé um að börn verði við- skila við foreldra sína. Snurða á þráðinn Snurða hijóp á þráðinn hjá belgísku lögreglunni í gær í leit hennar að hugsanlegu leyniher- bergi í námum þar sem barna- níðingurinn Dutroux kann að hafa haldið fómarlömbum sín- um. Gijóthrun í stiga kom í veg fyrir leit. Vopnahlé framlengt Stjómarherinn í Mið-Afríku- lýðveldinu og uppreisnarmenn hafa framlengt vopnahlé sitt um einn mánuð. Major hvergi banginn John Major, forsætisráðherra Bretlands, er hvergi banginn og segist hlakka til komandi kosningabar- áttu þótt hann hafi misst þingmeiri- hluta sinn þótt flokkur hans sé klofinn í af- stöðunni til ESB og þótt Verka- mannaflokkurinn njóti mun meiri vinsælda. Fiæðir á Spáni Vegir rofnuðu og hundrað manna þurftu að flýja að heiman vegna flóða af völdum úrheffis- rigninga á Suður-Spáni í gær. Andstaða Dana linast Danskir kjósendur hafa linast í andstöðu sinni við sameigin- lega mynt Evrópusambandsins ef marka má nýja skoðanakönn- un sem gerð var fyrir blaðið Berlingske Tidende. Hamar og sigð á brott Franskir kommúnistar ákváðu á flokksþingi um helg- ina að hafa hamar og sigð ekki lengur sem merki flokksins. Með og á móti Slobodan Þúsundir manna, ýmist með eða á móti Slobodan Milosevic forseta, þustu út á götur borga og bæja Serbíu í gær vegna yfirvof- andi úrskurð- ar um meint kosningasvik stjómvalda. Stjórnarandstæðingar þykjast vita að úrskurðað verði þeim í hag. Nýjar vísbendingar Franska lögreglan hefur feng- ið nýjar vísbendingar í rann- sókn sinni á morði breskrar skólastúlku í sumar og leitar nú manns sem nauðgaði öðrum breskum táningi nokkmm klukkustundum áður en morðið var framið. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.