Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Side 9
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996 9 DV Fréttir Nýr meirihluti D-lista og F-lista myndaður i Vesturbyggð: Stríðsástandi ekki lokið og deilt um val á næsta bæjarstjóra - glímum við mikinn Qárhagsvanda, segir Finnbjörn Bjarnason, F-lista „Þetta virðist vera eitthvert sóló hjá Finnbimi Bjamasyni, efsta manni á F-listanum, því félagar hans em margir hverjir ekki sam- mála honum,“ segir Anna Jensdótt- ir, oddviti framsóknarmanna í Vest- urbyggð. „Svarið, sem við gáfum sjáifstæð- ismönnum og óháðum, var að við væmm tilbúin að hlusta á þaö sem þeir hefðu fram að færa. Jafnframt að við værum ekki tilbúin til þess að ráða Úlfar Thoroddsen, fyrrver- andi sveitarstjóræ Patreksfjarðar, sem næsta bæjarstjóra," segir Anna. Nýr meirihluti var myndaður i Vesturbyggð um helgina með D- lista Sjálfstæðisflokks og F-lista Óháðra en það er í þriðja sinn á þessu kjörtímabili sem það er reynt. í fyrsta meirihlutanum sátu B-listi, F-listi og A-listi en A-listinn klauf samstarfið og myndaði meiri- hluta með D-lista. A-listinn klauf einnig þann meirihluta og D-listi situr nú með F-lista og bæjarstjór- inn Gísli Ólafsson víkur vegna óá- nægju með störf hans. Bæjarstjóri hefúr ekki verið valinn og gegnir Gísli Ólafsson því ennþá því starfí. Rætt hefur verið um að Framsókn- armenn komi inn í samstarfið á síð- ari stigum. „Þeir virðast vilja fá okkur inn í samstarfið. Okkar hugmynd var sú að allir flokkar ynnu saman án meiri- og minnihluta og ég bauð upp á það á fimmtudag," segir Anna. Eina úrræðiö „Það verður að koma í ljós hvem- ig nýja meirihlutanum tekst til en ég held að þetta hafi verið eina úr- ræðið,“ segir efsti maður á F-list- anum Finnbjöm Bjamason. Hann segir að aðrar meirihlutamyndanir Frá Patreksfirði sem er hluti af Vesturbyggð. hafi verið fullreyndar og hann hafi ekki verið tilbúinn að reyna það aft- ur. Opið að ræða við B-lista „B-listanum hefur verið boðið að ræða um að hann komi inn síðar en ég veit ekki hver afstaða hans til þess er. Það getur vel verið að fólk átti sig og breyti sinni afstöðu. Frá mínum bæjardymm séð væri alveg opið að ræða við B-listann,“ segir Finnbjörn. Finnbjöm vill ekki ræða hver verður nýr bæjarstjóri en segir nokkur nöfn hafa veriö nefnd. Hann staðfestir heldur ekki að Úlfar Thoroddsen verði næsti bæjarstjóri. „Ég held að það sem sumir kalla stríðsástand sé ekki eins alvarlegt og talað er um. Ég held að fólk þyrfti að skilja að við þurfum aðal- lega að glíma við stóran fjárhags- vanda,“ segir Finnbjörn. -em Jóhannes Leifsson gullsmiöur var einn af þeim mörgu sem renndu í Stóru- Laxá í Hreppum síðasta sumar og veiddi vel. Óbreytt verö veröur á veiöileyf- um í hana á milii ára. DV-mynd KSS Jólaglaðningur Stangaveiðifélagsins: Norðurá hækkar Verð á veiðileyfum í laxveiðián- um er aðeins farið að skýrast á næsta sumari, byrjað er að selja veiðileyfi í ámar og í mörgum þeirra gengur það vonum framar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur sendi út fyrir fáum dögum verð á veiði- leyfunum í þeirra veiðiám á sumri komanda og virðist sem lítil hækk- un sé á milli ára. í flestum er verð- ið óbreytt. Norðurá í Borgarfirði hefur verið þrjú sumur í röð feng- sælasta laxveiðiáa og þar hækka veiðileyfin óverulega á dýrasta tím- anum. Dýrasti tíminn var í fyrra 47.600 en verður núna 48.900 sem er ekki mikil hækkun. En kíkjum aðeins á verð hjá þeim Stangaveiðifélagsmönnum: Verðið í Elliðánum er óbreytt á milli ára, var 7.400 hálfur dagurinn í fyrra og verður það aftur í ár. Óbreytt verð er í Gljúfurá í Borgarfirði og er dýr- asti dagurinn á 16.400. Norðurá í Borgarfirði hækkar aðeins á dýrasta tímanum en Norðurá tvö er á sama verði og í fyrra. Þar er dýr- ast 17.600. Smáhækkun er í Hítará á dýrasta tímanum, var 24.800 í fyrra en verður núna 25.200. Stóra-Laxá verður á sama verði og í fyrra en þar gekk feiknavel að selja veiði- leyfin í fyrra. Dýrasti dagurinn í henni er á 12.100 í sumar. Sogið er á sama verði og í fyrra en dýrasti dag- urinn er seldur á 13.300. Við höfum heyrt að mikil eftir- spum sé eftir veiðileyfum í Leir- vogsá, Álftá og Rangárnar. Eins klikkar salan ekki í Laxá á Ásum frekar en fyrri daginn. Jólaglaðningurinn frá Stanga- veiðifélaginu er góður i ár enda ekki tilefhi til að hækka veiðileyfin eftir frekar slakt veiðisumar i fyrra. Sölumáin í Laxá í Kjós, þar sem enginn vissi hver mundi eiga að selja veiðileyfin næsta sumar vegna þess að tveir samingar voru í gangi, virðast vera að skýrast. Englending- urinn, sem leigir ána, og Ásgeir Heiðar munu selja veiðileyfi en Páll í Pólaris ekki. G. Bender Jeppabifreiö lenti í árekstri á mótum Hringbrautar og Njarðargötu á laugardag og hafnaöi á umferöarvita. Hér sést frá slysstaö. DV-mynd S Dagur hinnar kæstu skötu runninn upp: Skatan æðislega góð með öllu tilheyrandi - segja Rúnar Júlíusson og María Baldursdóttir Dy Suðurnesjum: „Skatan er æðislega góð með öllu tilheyrandi. Við reynum alltaf að hafa skötu á Þorláksmessu. Við höf- um reynt að skapa þessa ákveðnu hefð með að hafa hana á Þorlák,“ sögðu hjónin landsþekktu, Rúnar Júlíusson stórpoppari og María Bald- ursdóttir söngkona og fyrrum fegurð- ardrottning íslands, í samtali við DV. í dag, á Þorláksmessu, er skötu- dagur og komast landsmenn ekki hjá því að finna skötulykt. Þeir sem ekki þola lyktina hafa hlaupið að heiman þann dag. Hjá Rúnari og Maríu hefur verið nóg að gera fyrir jólin eins og hjá öðrum landsmönn- um. Þau segjast vera búin að kaupa allar gjafimar og pakka þeim inn. María segir að mikilvægt sé að fólk stressist ekki fyrir jólin. Hún hefur mjög gaman af jólaundirbúningi. María og Rúnar eyða sínum jólum í faðmi fjölskyldunnar. En Rúnar hef- ur nóg að gera yfir hátíðarnar við að spila og skemmta fólki. -ÆMK Rúnar og María voru í gær búin aö tryggja sér skötu til aö matreiða meö tilheyrandi fnyk í dag. Þau segja þaö vera hefö á heimilinu aö hafa skötu á Porláksmessu. DV-mynd Ægir Már Yfir á rauðu og ók á jeppa Árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu á laugardag. Ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rauðu ljósi og lenti á jeppabifreið. Við höggið fór jeppinn á umferðar- vita. Ökumenn beggja bifreiða slösuð- ust við áreksturinn og voru fluttir á slysadeild. Meiðsl þeirra reyndust minni háttar. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.