Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996 Spurningin Hvert er uppáhalds- jólalagið þitt? Torfi Magnússon nemi: Last Christmas er dúndurgott. Hrefna Björn Sigvaldadóttir nemi: Snjókom falla. María Björk Þórsdóttir nemi: Ég hlakka svo til, með Svölu Björgvins- dóttur. Einína Sif Signýjardóttir nemi: Jólahjól með Sniglabandinu er upp- áhaldslagið mitt. Ingvi Brynjar Sveinsson nemi: Jólahjólið. Jón Þór Guðbjörnsson nemi: Senn koma jólin. Lesendur Hvar er verðbólgan? Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 178,5 10.96 Veröbólga-3 mán. 3,7% 10.96 -ár 2,1% 10.96 Vísit. neyslu - spá 178,7 11.96 (Fors.: Gengi helst 179,0 12.96 innan +/- 6% marka) 180,0 01.97 Launavísitala 148,0 09.96 Árshækkun-3 mán. 0,3% 09.96 -ár 5,1% 09.96 Kaupmáttur-3 mán. 2,7% 07.96 -ár 3,7% 07.96 DV Tryggvi Bjarnason skrifar: Margar verðhækkanir hafa kom- iö fram undanfarna mánuði og einnig á þjónustu. Engin mælist samt verðbólgan. En strax er talað um verðbólgu ef einhverra hækk- ana gætir hér hjá launafólki og sagt að verðbólgan fari á fljúgandi ferð. Eitthvað er nú bogið við slíkan út- reikning. - Og alltaf situr launþeg- inn eftir þegar gerðar eru lagfær- ingar á vísitölukerfinu. Einfalt dæmi. - Tíu stykki af kleinum kostuðu fyrir 9 mánuðum 129 kr. í júlí á þessu ári 159 kr. og svo í nóvember sl. 179 kr. Og þetta er ekki eina dæmið. Bakarísvörur hafa hækkað i verði, án þess að ég hafi séð það koma fram í vísitöluút- reikningum. Hækkanimar taka einfaldlega gildi líkt og hjá ríkinu og einokunarstofnunum þess. Lækkun á olíuvörum kemur heldur aldrei fram hér á landi eftir miklar lækkanir erlendis. Hún myndi þó lækka vísitöluna hér veru- lega. Samtryggingin er hins vegar svo mikil hér í þessum verslunar- geira að enginn árangur næst. Dæmi um þetta: Bensínfatið (200 lítrar) kostaði í júlí sl. um 230 dollara, fór svo í 235 dollara í lok júlí. Þá varð hækkun hér um leið og tilkynnt að engar birgðir væru í landinu. Síðan lækkaði verðið á olíufatinu í 226 dollara í ágúst en engin verðlækkun hér! Um miðjan september hækkaði verð á olíufatinu aftur í 234 dollara og þá hækkað bensínið hér sam- stundis. Er þetta ekki einkennilegt? Og allt byggt á vísitöluútreikningi! Auðvitað er þetta stórgallað verslun- arkerfi. Og allt byggt á vísitöluút- reikningum! Ég hef spurst fyrir um hvort hér sé um að ræða hækkun vegna flutningskostnaðar en svo er ekki. Hvaða hækkanir eru þetta þá? Og enn spretta upp bensínstöðvar en engin verðlækkun, utan hvað sums staðar er afsláttur, þetta 2 kr. á lítra, sé ekki veitt þjónusta við að dæla bensíni á bílinn. En verkafólk er á lágum launum þar sem annars staðar. Verst að Irvingbræður skyldu ekki koma hingað, þá hefði samkeppnin í þessum geira lækkað vísitölu og verðbólgu og væntanlega margt annað sem virðist svo ein- kennilegt í allri einkavæðingunni. Er hér kannski ekki um að ræða einkavæðingu, bara einokunarvæð- ingu? Einokunarvæðingin er verri en ríkisrekstur því það er rikið sem tapar í formi gjaldanna. Þetta á einn- ig við um einkarekstur i mörgum til- fellum, eins og sjá má í útflutningi á vinnuafli. Þar hafa tapast umtals- verðir gjaldaliðir fyrir ríkið. Einnig í svokallaðri „útílöggun" fyrirtækja. Gegn þessu er ekki spornað, enda rikisstjórnin sífellt að skera niður til Skattafarsinn á Alþingi Ástráður hringdi: Auðvitað er það hreinn skrípa- leikur - farsi - sem Alþingi hefur nú opinberað þjóðinni, að hækka skattheimtuna til bráðabirgða, eins og það er orðað, til þess að geta haft eins konar borð fyrir báru þegar kemur að kjarasamningum í byrjun ársins. Það er hins vegar síður en svo grín að þetta skuli geta gerst fyrir augum alþjóðar. Og enn eina ferðina: skattar ein- staklinga munu nú hækka en fyrir- tækjanna lækka! Eru þingmenn og ráðamenn þjóðarinnar að gera sér það að leik að fá alla þjóðina upp á móti sér? Ég er sammála forseta ASÍ sem segir að þetta gangi þvert á við- horf almennings í landinu. Maður veit satt að segja ekki hvemig ráða- menn lands og þjóðar hafa hugsað sér að mæta kjarabótum, sem nú hljóta loks að verða að veruleika eft- ir allar þjóðarsáttimar sem gerðar hafa verið um að hreyfa ekki við neinu öðru en kyngja verðhækkun- um þegjandi á sl. þremur árum. Ég legg til að Alþingi verði að störfum þegar kjaraviðræður hefj- ast á nýju ári því nú verður ekki við það unað að samið verði um kjara- bætur án þess að ríkisvaldið stað- festi það sem um verður samið. Of oft hefur það verið leikið að semja við vinnuveitendur og svo komi rík- ið og taki allt aftur umsvifalaust. ^▼•▼'▼,T |T» ( I M ? : | i'g'j"**. ' ; i „Þingvellir eru ekki og verða aldrei „helgistaður" í mínum huga. - Frá Þingvöllum, prestssetrið og kirkjan. „Helgistaðurinn" Þingvellir? Helga Einarsdóttir skrifar: Þessar línur eru eins konar eftir- þankar eftir að hafa heyrt og séð viðtal í þættinum „Á elleftu stundu" sl. miðvikudag þar sem rætt var við þær Hönnu Maríu Pétursdóttur, fyrrvemdi prest á Þingvöllum, og Auði Eir Vilhjálmsdóttur, prest í Þykkvabæ. - Þar kom talinu m.a. að séra Hanna vitnaði til atviks er varðaði bílaauglýsingu sem sýndi bíl er þaut eftir Almannagjá og átti að tákna bíl á leið til Vítis - að sögn - og sem séra Hanna María harmaði að skyldi gerast á þessum stað. Þetta finnst mér einmitt vera at- vik sem fellur í hóp þeirra óhæfu- verka sem á Þingvöllum hafa verið framin allt frá upphafi. - Frá mín- um bæjardyrum séð em Þingvellir ekki „helgistaður" nema síður sé. Þar var jú Alþingi stofnað og haldið um aldir þar sem menn veltust um útúrdrukknir með vígaferlum í bland. Þar var saklausum konum drekkt án þess að yfirvöld depluðu auga og önnur verk eftir því. Ég held að flestir hafi haft ein- hverja ógæfu af að tengjast Þing- völlum með einum eða öðrum hætti. Ég tel að menn geti þakkað sínum sæla losni þeir frá Þingvöll- um óskaddaðir á sál og líkama. Þingvellir eru ekki og verða aldrei „helgistaður" í mínum huga. Morðin í Tsjetsjeníu Jóhanna skrifar: Hörmulegar fréttir af morðum á hjálparfólki á vegum Rauða krossins, að störfum í Tsjetsjen- íu, vekja upp spumingar. Við ís- lendingar eigum fólk við hjálpar- störf og höfiun þegar orðið fyrir barðinu á óaldarliði í þessum löndum, m.a. þegar ungur sjúkra- liði var myrtur. Eigum við að skipta okkur af málum í þessum löndum sem bjóða ekki upp á annað en ribbaldastjórnir og hættu á hverju homi? Ég vil láta draga alla aðstoð til baka. Við megum ekki missa neinn að þarf- lausu. Aðstoð Mæðra- styrksnefndar Ingibjörg Sigurðard. skrifar: Mikil örtröð er hjá Mæðra- styrksnefnd sem úthlutar gjöfum til bágstaddra. Ef þessi aðstoð fer til þeirra sem raunverulega eiga um sárt að binda efnahagslega eða af öðrum ástæðum finnst mér þetta gott mál. Ég hef sjálft séð að þangað leitar líka fólk sem mér sýnist ekki eiga erfitt. Og sögur ganga um að hinir svoköll- uðu nýbúar eða litað fólk frá Asíulöndunum óski eftir aðstoð, einkum notuðum fatnaði, til að senda til heimalandsins eða það selur I Kolaportinu. Illt er ef satt reynist því þöi’fin á þessari að- stoð er brýn en til bágstaddra eingöngu. Samvinna Flug- leiða og South- West Airlines Helgi Gunnarsson skrifar: í frétt Sjónvarps sl. miðviku- dag kom fram líkt og í öðrum fjöl- miðlum að Flugleiðir hf. og bandariska flugfélagið South- West Airlines hefðu gert sam- starfssamning sín á milli. Gott mál og fréttnæmt í sjálfu sér. En ekki datt fréttamanninum hjá Sjónvarpinu (fréttastjórinn sjálf- ur í þetta sinn) í hug að spyrja hvaða hagræöis íslenskir farþeg- ar nytu af þessu. Verður þeim t.d. boðið lægra verð á Atlantshafs- leiðinni til Baltimore eða innan Bandaríkjanna? Sitja þeir loks við sama borð og hinir erlendu farþegar sem kaupa miða alla leið til Lúxemborgar um ísland? Hvar er fréttagildi svona fréttar? Vill BSRB stéttaskiptingu? Árni skrifar: Fréttir þessa dagana segja að opinberir starfsmenn séu famir að ýta í aðildarfélög ASÍ fyrir að leyfa sér að krefjast sama lífeyr- isréttar og opinberir starfsmenn. Hér er komið dæmið um eggið og hænuna. Hverjir hafa stuðlað að menntun grislinganna sem svo hasla sér völl innan BSRB, BHM og fleiri félaga innan opinbera geirans? Og þetta eru þakkimar. Ja svei! Nú koma þeir fram ógrímuklæddir, þessir pilsfalda- þénarar hjá BSRB, og boða aúkna stéttaskiptingu milli sín og hinna sem eiga að sitja við annað og fá- tæklegra borð í lífeyrismálum sem öðru. Þenslulaus svæði fá sitt Halldór S. hringdi: Þingmenn landsbyggðarinnar fá nú sínu framgengt að stöðva framkvæmdir á þéttbýlissvæðinu hér syðra. Og hefur ríkisstjómin samþykkt tillögu þess efiiis að út- hluta 80 milljónum króna til at- vinnuuppbyggingar á svokölluð- um þenslulausum svæðum á landsbyggðinni. - Allt verður landsbyggðinni að vopni en Reykjavík og nágrenni að sama skapi niöurlægt. Þingheimur sér dyggilega um það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.