Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996 13 Fréttir , Stöðugt vaxandi skattbyrði: Skattalög beygð með bandormslögum - frysting skattleysismarka þýðir aukna skattbyrði sem kemur þyngst niður á láglaunafólki Skattleysismörk - samkv. tölum frá ASÍ 80.000 kr. 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Raunveruleg skattleysismörk. | Skattleysismörk samkv. skattalögum. 60.121 42.037 42.037 aiilösjialj síuiiiil •' 1. jan. '88 rllúlllt 3uJ vaiúur i]át 60.888 aiúashi i reyting ijarai 1. jan.'97 ==SSM Ein stærsta kraftblökk í heimi um borð í Júpíter „Skattleysismörkin hafa verið óbreytt síðan í júli 1995 og eiga greinilega að verða óbreytt á næsta ári. Þessi ákvörðun kemur auðvit- að illa við þá tekjulægstu,“ segir Gylfi Ambjömsson, hagfræðingur ASÍ. Hagfræðingar ASÍ hafa fylgst með skattamálum og reikna reglu- lega út raunveruleg skattleysis- mörk og skattabyrði eftir þvi sem ráðandi þættir þar um breytast. Staðgreiðsla skatta var tekin upp árið 1988 og í lögum um hana er ákvæði um að skattleysismörk séu hreyfanleg og fylgi verðlagi og þar með raunvirði krónanna í launa- umslaginu. Þessu raunverulega markmiði í lögunum hefur ítrekað verið hnikað til og i raun ógilt með lagaákvæðum í ýmsum samhang- andi fjárlagaákvæðum sem í dag- legu tali eru nefnd bandormar. Bandormaákvæðin hafa því verið látin upphefja sjálf skattalögin og afleiðingin er sú að skattbyrði hef- ur aukist jafnt og þétt af þessum sökum. Þar að auki hefur skatta- prósentunni verið breytt verulega á þessum tíma. Hún var í upphafi, eða þann 1. janúar 1988, 35,20% en verður eftir samþykkt fjárlaga næsta árs 41,99%. Með þvi að festa skattleysismörkin jafnframt þá eykst um leið hlutfallsleg skatta- byrði. Á meðfylgjandi grafi sést hvemig skattleysismörkin voru 1. janúar 1988. Þann 1. júlí, þegar núverandi fjármálaráðherra tekur við embætti, var komið misgengi milli skattleys- ismarka samkvæmt skattalögimum og raunverulegra skattleysismarka, en þetta misgengi hófst í fjármála- ráðherratíð Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Eftir þá breytingu sem nú hefur verið samþykkt á Alþingi hef- ur þetta misgengi aukist mjög. Grafið er byggt á tölum frá hag- deild ASÍ og sýnir aðeins þetta mis- gengi en ekki breytuþætti, eins og skattprósentu og breytingar á per- sónuafslætti miðað við lánskjara- vísitölu. -SÁ Kvenfélagasamband íslands og DV veittu Sjúkrahúsi Reykjavíkur 400 þúsund kr. styrk til rannsókna á beinþynningu hjá íslenskum konum. F.v.: Sigrún Guðjónsdóttir, frá fjármálasviði SR, Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri SR, Gunnar Sigurðsson læknir, Drífa Hjartardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, markaðsstjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, Díana Óskarsdóttir röntgentæknir og Guðrún Kristinsdóttir, frá SR. DV-mynd Hilmar Kvenfélagasamband íslands og DV styrkja Sjúkrahús Reykjavíkur: „Þetta er góð fertugsafmælisgjöf fyrir skipið og á eflaust eftir að gera gott gagn í framtíðinni," segir Lárus Grímsson, skipstjóri á Júpíter, en ein stærsta kraftblökk í heimi, sinn- ar tegundar, var nýverið sett um borð í skipið. Blökkin verður notuð í næsta túr skipsins sem verður far- inn í janúar. „Þessi kraftblökk er mjög stór og með þeim stærstu sem framleiddar hafa verið í heiminum. Ég hef reyndar heyrt að það sé verið að framleiða stærri kraftblakkir núna en ég held að þær séu ekki komnar á markaðinn enn þá. Til samanburð- ar dró gamla blökkin, sem er 20 ára gömul, 12 tonn af nót en þessi nýja dregur rnn 37 tonn. Nætumar eru orðnar stórar og miklar og því er nauðsynlegt að hafa blakkimar stór- ar og sterkar," segir Lárus. -RR Ein stærsta kraftblökk í heimi sést hér um borð í Júpíter. Gáfu 400 þúsund krónur til rannsókna á beinþynningu „Beinþynning er stórt vandahiál hér á landi því við sjáum að fjöldi beinbrota eykst með hækkandi aldri. Þess vegna nýtast þessir pen- ingar okkur vel til rannsókna á beinþynningunni. Við skoðuðum um 200 stúlkur á aldrinum 16-18 ára og ætlum að kalla á mæður þeirra, hugsanlega einhverja feður, strax á næsta ári,“ segir Gunnar Sigurðs- son, prófessor og yfirlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en Kvenfé- lagasamband íslands og DV veittu Sjúkrahúsi Reykjavíkur styrk til umfangsmikilla rannsókna sem fyr- irhugaðar em á beinstyrkleika ís- lenskra kvenna. Forseti Kvenfélagasambands ís- lands, Drífa Hjartardóttir, afhenti sjúkrahúsinu, fyrir hönd Kvenfé- lagasambandsins og DV, 400 þúsund krónur. „Fé þetta er þannig til komið að kvenfélög innan Kvenfélagasam- bandsins, vítt og breitt um landið, unnu að 20 ára afmælishátíð Dag- blaðsins hringinn í kringum landið á sl. ári. Þetta samstarf gerði okkur ekki aðeins mögulegt að styrkja rannsóknir á beinþynningu heldur gátum við gefið út umhverfisbæk- ling og væntanlegur er blettabæk- lingur um hverja þá bletti sem fólk þarf að losna við. Þetta samstarf var okkur því mikils virði," segir Drífa Hjartardóttir. Upphæðin, 400 þúsund krónur, rennur óskipt til ofangreinds verk- efnis. -sv Yfirbyggt íþróttahús í burðarliðnum á Akureyri DVAkureyri: „Mér þykir vænt um að heyra þau ummæli formanns bæjarstjóm- ar, sem einnig er formaður íþrótta- og tómstundaráðs, að ef allt fer á besta veg verðum við komnir með ■fullbúið yfirbyggt knattspyrnuhús í notkun fyrir lok næsta árs,“ segir Guðmundur Sigurbjörnsson, for- maður íþróttafélagsins Þórs á Akur- eyri. Nokkur skriður virðist kominn á þetta hagsmunamál knattspymu- manna á Akureyri sem hafa búið við óhagstæðari aðstæður til æfinga en vfðast þekkist og hefur Þórarinn E. Sveinsson sagt að svo geti farið að húsið verði komið í notkun eftir eitt ár. Húsið, sem rætt er um að byggja, verður 46x68 metrar að flatarmáli og talið er að það muni kosta fullbú- ið á bilinu 120-170 milljónir króna, eftir því hvaða húsgerð verður fyrir valinu. í þessum tölum er miðað við að í húsinu verði gervigras, loft- ræsting og búnaður til að halda þar 7-10 stiga hita yfir vetrarmánuðina. Húsið á að reisa á svæði íþróttafé- lagsins Þórs og tengja það við fé- lagsheimili Þórs með undirgöngum þannig að nýta megi búningsað- stöðu og aðra aðstöðu í húsinu. „Málið er komið á rekspöl og ég trúi ekki öðra en að okkur muni takast að sannfæra fólk um að vin- sælasta íþróttagrein landsins þurfi æfingaaðstöðu allt árið. Það er a.m.k. forsenda þess að menn geti náð umtalsverðum árangri,“ segir Guðmundur Sigurbjömsson. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.