Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Page 14
14 MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsinggr: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. r Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Frið og réttvísi Einlægar óskir um frið á jörð og kærleika manna í milli einkennir gjaman boðskap kirkjunnar manna á jólum. Svo mun vafalaust einnig verða á þeirri jólahátíð sem gengur í garð á morgun, aðfangadag. Þótt slíkar frómar óskir fái kannski litlu áorkað um sinn er þörfin á fórnfúsri baráttu fyrir friði meiri nú en oft áður. íbúar flestra Vesturlanda geta að vísu fagnað því að vera lausir við vopnuð átök innan landamæra sinna eða við nálægar þjóðir en friður er því miður ijar- lægt hugtak í fjöldamörgum ríkjum víða um heim. Oftar en ekki em börnin helstu fómarlömb stríðsátakanna - bömin sem kristnir menn telja gjaman að jólin eigi sérs- takt erindi við. Samkvæmt nýrri alþjóðlegri skýrslu hafa áttatíu og tvær styrjaldir verið háðar í heiminum síðustu sex árin, eða frá árinu 1990, og em margar enn í fullurn gangi. í langflestum tilvikum er um að ræða borgarastrið af einu eða öðm tagi. í slíkum átökum em fómarlömbin ekki fyrst og fremst hermenn, eins og í stríðsátökum á milli þjóða, heldur saklaus almenningur. Fram kemur í þessari skýrslu að síðustu tíu árin hafi um tvær milljónir bama látið lífið vegna stríðsátaka í heimalöndum sínum. Mjög margir hafa slasast alvarlega og búa við örkuml það sem eftir er ævinnar. Suður-afríski biskupinn Desmond Tutu er einn þeirra áhrifamanna sem hvatt hafa leiðtoga þjóða heims til að binda enda á slík hryðjuverk sem eru framin með vopn- um sem em að mestu leyti framleidd af nokkrum helstu iðnríkjum Ameríku og Evrópu. Vesturlandabúar bera þannig líka beina ábyrgð á ógnarverkunum. Boðskapur kristinna manna um frið er nátengdur kröfunni um réttlæti. Sá snjalli kennimaður Jón biskup Vídalín orðaði þá hugsun vel fyrir tæpum þremur öld- um í predikun á jólanótt: „Réttvísin og friðurinn kyssi hvört annað, segir Dav- íð. Þar segist vel enginn vera, sem ekki friðinn kjósi, en allir vilja þó ekki réttlætið æfa, eins og hvört kunni ann- ars án að vera. Þar sem ekki er réttvísi, þar er aldrei friður. Þar sem ekki er hinn sanni friður, þar er aldrei réttvísi.“ í jólapredikuninni, sem finna má í Vídalínspostillu, gagnrýnir biskupinn enn frekar þann frið sem felst í að látast ekki sjá óréttlætið í samfélaginu: „Þegar veraldarinnar synir eru mektugir orðnir og hafa brotið undir sig aðra, svo að enginn vogar að stíga á það strá er þeim mislíkar, þá hyggja menn að þeir séu í friði. En það er víst að þeir eð öðrum hafa ranglega til- gjört hafa þá hvað minnstan frið er þeim sýnist einskis ófriðar von vera, því friður þessi heldur jafhan stríð við samviskuna og nær þeir hafa öngvan að berjast við þá berjast þeir við sjálfa sig. Soddan friði eiga öll Guðs böm að hafna, jafnvel þótt það sé nú um stundir friðsemi köll- uð að líða og samþykkja eður að minnsta kosti látast ekki sjá hinar verstu skammir og ódyggðir, og hlutsemi kölluð ef nokkur vandlætir þar um.“ Það er að sjálfsögðu skylda allra góðra manna að líta ekki undan þegar ranglæti og yfirgangur blasir við aug- um, hvort sem er í eigin landi eða í fjarlægum heimsálf- um, en láta sig varða um velferð náungans. Þá er frekar von til að boðskapurinn um frið og réttvísi nái eyrum þeirra sem enn fara með óffiði gegn meðbræðrum sín- um. DV óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Elías Snæland Jónsson Hverjir vilja búa við helstu umferðargötur höfuðborgarsvæöisins ef umferðaraukningin verður viðlíka og í Stokkhólmi? spyr greinarhöfundur. Sjálfbær sam- göngustefna vilja halda vinsældum allra, eru skiljanlega tregir til þess að kveða upp úr um það hvernig byggð skuli skipulögð og að hverju skuli stefnt í samgöngumálum til þess að við getum búið í meiri sátt við bílis- mann. Sérfræðingar OECD í þessum málum hafa samt fyrir nokkru bent á að þjóðir heims verði að fmna leiðir til þess að losna út úr þeim vitahring sem þær eru komnar í í þessum efh- um og gerbreyta um stefnu. Á það er bent að samgöngukostnaður OECD-landanna sé nú „Fólk vill heldur ekki lengur þá stefnu eöa stefnuleysi, þar sem sífellt er verið að hleypa meiri umferð á ofhlaðið umferðarkerfí og inn í gróin íbúðarhverfí - oft að nauðsynjalausu. “ Kjallarinn Gestur Ólafsson arkitekt og skipulags- fræðingur Undanfarna ára- tugi hefur skipulag umferðar, gatna og byggðar hér á landi, eins og reyndar víða ann- ars staðar, ein- kennst af því að haldið sé áfram ár frá ári, með sömu afstöðu og aðgerð- um og áratugina á undan. Þetta er lika auðveldasta leiðin fyrir þá sem vinna að þessum málum, skipuleggja byggð, götur og bílastæði, enda eru miklir hagsmunir oft tengdir þvi að áfram sé haldið á sömu braut hvert svo sem hún kann að liggja. Miklir hagsmun- ir Þótt til séu aðferð- ir til þess að skipu- leggja byggð þannig að fólk þurfi lítið á einkabíl að halda þá eru miklir hagsmun- ir líka tengdir því að fólk kaupi sem flesta bíla og aki þeim sem mest. Því verður heldur ekki neitað að bílar hafa fært þeim einstaklingum, sem hafa efni á að kaupa þá og reka, mikið frelsi. Á hinn bóginn er það staðreynd að hver meðalbíll býr til um tvö tonn af C02 á ári auk hávaðamengunar, slysa og annarra ytri áhrifa. Kostnaður vegna umferðarslysa á íslandi nemur nú um 16-18 millj- örðum á ári auk þess sem hátt á annað þúsund íslendingar týna líf- inu eða slasast þrátt fyrir að um- talsverðu fé sé varið í það að hvetja fólk til þess að spenna belt- in og aka varlega. Samt geta ekki nærri allir átt bíl. íslenskir stjómmálamenn, sem orðinn milli 5 og 10% af lands- framleiðslu (GDP) og fari ört vax- andi. Morgundagurinn ólíkur gærdeginum? Hér á íslandi er auðvelt að spyrja hvort morgundagurinn verði nokkuð ólíkur gærdeginum og benda á að ísland sé stórt og að hér sé oft hvasst - svo tínd séu til þau rök sem oft em höfð uppi i þessari umræðu. Samt er það svo að fólk vill ekki, í sívaxandi mæli, láta bjóða sér neikvæð áhrif bíl- ismans. Fólk vill heldur ekki leng- ur þá stefnu eða stefnuleysi þar sem sífellt er verið að hleypa meiri umferð á ofhlaðið umferðar- kerfi og inn í gróin íbúðarhverfi oft að nauðsynjalausu - þegar til em hagkvæmari og vistvænni leiðir til að leysa þessi mál. Ef við horfum lengra fram í tím- ann en til morgundagsins eða næstu kosninga þá sjáum við þessi mál ef til vill skýrar. Svíar gera nú t.d. ráð fyrir að bifreiðaumferðin í Stokkhólmi muni aukast um 80% til ársins 2020 ef ekkert verður gert. Við getum spurt okkur sjálf að því hverjir vilji búa við helstu umferðargötur höfuðborgarsvæð- isins í framtíðinni ef umferðar- aukningin verður viðlíka og þar. Mikill ávinningur Ennþá hafa íslenskir stjórn- málamenn ekki tekið þessi mál jafnfostum tökum og margir kollegar þeirra erlendis. Þessi mál eru síður en svo auðveld viðfangs, þótt mikið sé hægt að læra af reynslu annarra þjóða í þessum efnum. Ávinningurinn af betra skipulagi getur samt verið mjög mikill, bæði hvað varðar ódýrara samgöngukerfl, styttri og færri ferðir, minni um- ferðartafir, færri slys, betra um- hverfi og vinsældir allra þeirra sem láta sig þessi mál miklu varða. Margt bendir til þess að áfram- hald ríkjandi stefnu og viðhorfa í umferðarmálum kalli yfir okkur umtalsverð vandamál á komandi árum. Hér vantar sjálfbæra land- notkunar- og samgöngustefnu og forgangsröðun aðgerða í samræmi við breytt gildismat hjá fólki. Þetta breytta gildismat kallar á betra skipulag, öruggara umhverfi og minni mengun. Fólk vill líka taka þátt í þessari stefnumótun og það vill vera sannfært um að að- gerðir í samgöngumálum færi því í raun og veru það bætta heildar- umhverfi sem að er stefnt. Gestur Ólafsson Skoðanir annarra Neyddir til frjálsræðis „Með auknu erlendu samstarfi hafa íslendingar verið neyddir til að breyta ýmsum reglum í frjáls- ræðisátt og er það vel. Það væri hinsvegar æskilegra að frumkvæðið komi frá Alþingi íslendinga og þar væri lögð fram áætlun um að draga ríkisvaldið útúr hverskonar samkeppnisrekstri. Það er flestum ljóst að til lengri tíma litið er nauðsynlegt að ríkið ein- beiti sér að þeirri starfsemi sem almenn sátt ríkir um að sé best komin í höndum ríkisvaldsins en láti aðra þætti þjóðlífsins í friði.“ Viktor B. Kjartansson í Mbl. 20. des. Síldarkvóti - byggðakvóti „Ég er alfarið á móti byggðakvóta í hvaða formi sem hann er. Ef á að úthluta síldarkvóta til ein- hverra byggða sem áður unnu aflann í meiri mæli en aðrir, þá ætti alveg eins að úthluta. þorskkvóta, humarkvóta o.s.frv. Það myndi aðeins leiða til illinda innbyrðis í sveitarfélögum. Þær byggðir sem nú vilja að þeim sé bættur upp síldarmissirinn höfðu miklar skattatekjur og nuðu góðs af þessu tímabili á meðan það v£n-ði.“ Jónas Haraldsson hjá LÍÚ, í Mbl. 20. des. Flutningur ríkisstofnana „Ákvörðun um flutning Landmælinga Islands upp á Akranes var tekin eins og á ekki að taka slíkar ákvarðanir. I það minnsta er ljóst að ef um einkafyr- irtæki væri að ræða hefði enginn eigandi látið sig dreyma um að standa að málinu eins og umhverfis- ráðherra hefur gert með dyggum stuðningi ríkis- stjórnarinnar.... Gerræðislegt valdboð eins og um- hverfisráðherra beitir nú við að flytja Landmæling- ar til Akraness virðist ekki gera annað en að eyði- leggja verðmæti í stofnuninni og tefja eða koma í veg fyrir að aðrar stofnanir verði fluttar út á land.“ Úr forystugrein 50. tbl. Viðskiptablaðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.