Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Page 15
MANUDAGUR 23. DESEMBER 1996
15
Jólin - hið sanna liós í þér
„Ljós aðventunnar í skammdeginu ætti að snerta hjarta þitt hljóðlega."
„Ég trúi þessu bara
ekki, mér finnst eins
og tíminn fljúgi áfram
og ég get ekkert við
því gert. Aðventan
runnin upp og ég ekki
farin að hugsa um jól-
in ... kannski er það
aldurinn ... ég hlakka
samt alltaf mikið til
jólanna...“ Svo komst
kona ein að orði við
mig um daginn. Já,
tími aðventunnar er
runninn upp. Tími
þegar við stillum
huga og beinum sjón-
um okkar að komu
hátíðarinnar miklu,
fæðingarhátíðar frels-
arans - jólanna, og að
sá Jesús sem við
minnumst á jólum muni koma aft-
ur og dæma lifendur og dauða.
Ljós aðventunnar
Aðventa eða jólafasta merkir að
við prófum okkur sjálf, skoðum og
íhugum hvað það er sem gefur líf-
inu gildi í raun og veru - og hvers
vegna við þurfum á frelsaranum
að halda og þeim hoðskap sem jól-
in færa.
Aðventa er tími vonar. Þegar
skuggar skammdegisins þéttast
tendrum við aðventuljós sem
vitna um komu ljóssins eilífa. Að-
ventuljósin í gluggunum og að-
ventukransarnir eru í raun bæn:
„Kom, Drottinn Jesús.“
Það er aldrei sem nú að myrk-
ursins kæfandi þögn megi sín lít-
ils er þessari kveðju, þessari bæn,
er stillt út 1 glugga og hún er ætl-
uð þér, vegmóðum og þeim er fyr-
ir innan gluggann daglegt líf bygg-
ir. Ljós aðventunnar í skammdeg-
inu ætti að snerta hjarta þitt hljóð-
lega. Eg segi ætti því
það er undir þér
komið hvort þú ert
tilbúin að baða hjarta
þitt í geislum kveðj-
unnar, taka á móti og
endurvarpa kveðj-
unni „kom þú Drott-
inn“, ekki aðeins til
mín heldur og til ná-
unga þíns. Að í
hjarta þínu ríki frið-
ur, kærleikur og von.
Þessi kveðja lætur
ekki hátt í skarkala
daganna fram að jól-
um. Það eru margir
sem reyna að gera
sitt besta til að ræna
hjarta þínu og fara
með á torg „allsnægt-
anna“. Þeir eru fjöl-
margir er knýja fast á með tilhoð
sem „ekki“ er hægt að haftia.
Ekki tilboðsvara
Friður, kærleikur og von er
ekki tilboðsvara sem háð er verð-
sveiflum markaðarins. Þau systk-
ini er heldur ekki að finna í stynj-
andi vöruhillum verslana er birta
kauptölur vikulega, þetta margir
hafa komið og létt á sér með raf-
rænu plasti eða vel smurðri sneið
af brauðstriti daganna. Leikið er
undir á hárfína strengi tilfinn-
inga, að það er nú
einu sinni svo að
tilgangurinn helg-
ar meðalið - það
er jú verið að
gleðja vini og ætt-
ingja hljómar
fólskum tónum
fyrir aftan. Búið
er að ramma inn
jólin með frösum
eins og þetta
verður þú að eiga
eða eignast ef þú ætlar að halda
jól, gleðileg jól, og við einfaldlega
trúum því.
Þetta verður eins og aumur
brandari er syfjaður janúarmán-
uður læðir sér bakdyramegin inn i
hrollkaldan veruleikann, fær á til-
fmningima að hann sé óvelkom-
inn. Ygglt á svip horflr mannfólk-
ið vonlausum auginn á skammdeg-
ið sem sér sitt óvænna og kemur
sér í burtu á silalegan hátt. Við
tökum okkur til með tár á hvörm-
um að raula með í jólalaginu,
..ég vildi að það væru jól alla
daga...“
Spurt er á öðru hverju heimili
þegar búið er að slökkva á raf-
rænu ljósi því er kallaði svo ljúf-
lega, tælandi á hjartað er sló áður
taktfostu slagi eins og barn í sak-
lausum leik. Voru jólin kannski
bara draumur - martröð er rændi
hjartanu og taldi því trú um að jól-
in væru leikur er aldrei tæki
enda?
Þessu er til að svara að vissu-
lega eru jólin alla daga ef hið
sanna ljós fær aðgang að hjarta
þínu. Það fæst ekki keypt í stór-
mörkuðum borgarinnar eða raf-
tækjaverslunum og það þarf ekki
löggiltan rafverktaka til að tengja
það á réttan hátt. Friðarins er að
leita í þér sjálfum í stórmarkaði
þíns eigin huga og vilja. Kærleik-
ans eldur fær aðeins yljað öðrum
ef þú ert tilbúinn að blása á glæð-
ur þíns eigin kærleika. Vonin er
þinn andardráttur er þú getur
blásið í þann er finnur ekki frið-
inn, kærleikann og vonina.
Hið sanna ljós er að fmna í þér,
þú skalt ekki efast um það eina
einustu stund. Þú sjáif/ur ert sú
gjöf er þú getur gefið af á hverjum
degi allan ársins hring. Hvað sem
allar auglýsingar og frasa þessa
heims áhrærir ert þú þess um-
kominn að halda gleðileg jól. Ef þú
ert tilbúinn að gefa af þér með öðr-
um.
Tækifærið til þess er núna á
jólafostunni og finna þá gleði og
þá birtu er lýsir yfir allt skamm-
degi er hljóðlátt ljós heimsins, hið
sanna ljós, fær að setjast að í þínu
hjarta.
Þór Hauksson
Kjallarinn
Þór Hauksson
prestur í Árbæjarkirkju
„Hvað sem allar auglýsingar og
frasa þessa heims áhrærir ert þú
þess umkominn að halda gleði-
legjól. Efþú ert tilbúinn að gefa
af þér með öðrum. “
Jólaþankar
„Eg er búinn að týna Jesú!“
hljómaði örmjó barnsrödd. „Bið-
iði, ég er búinn að týna Jesú!“ Svo
skall hávaðinn yfir: „Klukkna-
hreim, klukknahreim hljóm’ um
fjöll og fell...“ og ég heyrði ekki
lengur í honum en hafði komið
auga á hann þar sem hann sat með
plastpoka, hafði tæmt hann á gólf-
ið og var að gera birgðakönnun.
Tvær stórar stelpur sem gátu ver-
ið systur hans og vinkona hennar
stóðu yfir honum. Trúlega hafði
stelpuliðið farið í
Kringluna í jóla-
gjafakaup, orðið
að passa litla
gaurinn og tekið
hann með. Önnur
stelpnanna hróp-
aði á enn fleiri
stelpur: „Bíðiði,
Snorri er búinn
að týna Jesú! Oh
boy!“ Svo settust
þær hlæjandi á
gólflð, fóru að
leita að Jesúbaminu og hugga
snöktandi Snorra.
Þá varð fyrir mér bekkur, einn
af þessum stóru, traustu, á efri
hæðinni í Kringlunni. Ég settist
niður og fór að horfa í kringum
mig, horfa á menn sem voru í óða
önn að hlaupa uppi jólin hver með
sinn poka; stórfjölskyldur í trylltri
jólagjafaleit þar sem lágmark einn
fjölskyldumeðlimur hafði orðið
viðskila við hina, allir að leita og
allir orðnir reiðir. Afi og amma
hlupu um og reyndu að fmna gjaf-
ir handa afkomendunum sem allt
áttu, flissandi unglingar reikuðu
um í stórhópum, sennilega nýbún-
ir í jólaprófum með magann fullan
af óróa í leit að einhverju stórfeng-
legu, grátandi smábörn... Yfir öllu
þessu hrein endalaus jóla-
lagastemningin sem var svo yfir-
þyrmandi að hún hafði löngu snú-
ist upp í andhverfu sína og mann
langaði mest til þess að troða vett-
lingunum í eyrun til þess að finna
frið fyrir hávaðanum en hefði þá
vísast misst af einhverju jólatil-
boðanna sem voru í gangi á ýms-
um hæðum, að sögn mannsins í
hátalarakerfmu.
Breytt jólahald
Sem ég sat þama fór ég að hug-
leiða hvemig jólaundirbúningur
og jólahald hefði breyst hjá þjóð-
inni undanfarin þrjátíu ár. Á með-
an það þótti sjálfsagt
og eðlilegt hér áður
að húsmæður skriðu
inn i hvem skáp og
ofan í hverja skúffu
með lútsterk sápu-
efni í byrjun jóla-
föstu grípur nútím-
inn glimmer og strá-
ir því yfir skítinn,
kveikir á marglitum
jólaserium, ber inn
greni og þá er komin
þessi fína jólastemn-
ing! Sama gildir um
smákökurnar. Þær
vom bakaðar, gefið
smakk, baukarnir
síðan innsiglaðir
fram á Þorláksmessu
og hlakkað til að
opna þá aftur. Nú er
bakað í byrjun jólafóstu og allt
búið þegar jólin ganga í garð enda
„hafa engir lyst á smákökum á jól-
unum,“ eins og nágrannakona
mín sagði og stundi við, „þá vilja
allir steikur og konfekt.“
Lýst er eftir jóla-
sveinakúltúr!
Eftir látlausar tilkynningar í há-
talarann fór mikil jólasveinahers-
ing hjá. Hér kemur ekkert á óvart
lengur! Sumir vom rauðklæddir,
aðrir í sauðalitunum en hæst
hafði Kertasníkir. Kertasníkir á
miðri jólafóstu og langt í aðfanga-
dag! Hvemig eiga nú blessuð böm-
in að átta sig á jóla-
sveinafræðunum leng-
ur? hugsaði ég og
hvarf í nostalgíukasti
aftur til jólasveinsins,
þessa eina sanna, sem
birtist alltaf í sama
glugganum á sama
tíma austur á landi
endur fyrir löngu og
var beðið úti í kuldan-
um með meiri eftir-
væntingu og athygli
en Kertasníkir og
kumpánar hans hlutu
í Kringlunni þennan
dag þegar enginn
mátti vera að því að
staldra við hjá þeim
þrátt fyrir öflugt há-
talarakerfi.
Og kannski var ég
þama komin að kjarna málsins:
Fyrir hvern voru lætin? Allir vora
argir á svip, eins og þeir hefðu
ekki hætis hót gaman af þessu!
Var þetta hara skylda allt saman:
kaupa inn, rífa í sig jólahlaðborð-
in (eftir að jólaglöggið varð úrelt),
skrifa jólapóst, dansa og syngja.
Alla jólaföstuna stress og skylda...
Engin furða þótt menn detti í það
á Þorlák til þess að ná sér niður!
Og Jesúbamið, hinn eini sanni
upphafsmaður jólanna, týndur á
gólfínu á annarri hæð í Kringl-
unni... Kristín Steinsdóttir
„Og kannski var ég þarna komin
að kjarna málsins: Fyrir hvern voru
lætin? Allir voru argir á svip, eins
og þeir hefðu ekki hætis hót gam-
an afþessul“
Kjallarinn
Kristín
Steinsdóttir
rithöfundur
Með og
á móti
Skata á Þorláksmessu
Er
mein-
holl
„Fyrst
skal nefna
að þetta er
þjóðarréttur
Vestfirðinga
og ég er al-
inn upp við
skötu á Þor-
láksmessu.
Þá var skat-
an elduð í
stórum
kæfupottum
Og það sem son, bankastjóri.
af gekk var
steypt í mót
og borðað
sem álegg ofan á brauð sem er
frábært. En fyrir utan gæðin
með mörflotinu er þetta mein-
hollur matur. Ef menn eru með
of miklar magaSýrur eða eitt-
hvað þá er vísasti vegurinn að
borða skötu og reyndar hákarl
líka. Það var aldrei verkað í
skötustöppuna á Þorláksmessu
heima nema tindabikkja og þá
voru komin jól. Það var allt orð-
ið alheilagt þegar skötulyktin
barst um húsið árdegis á Þor-
láksmessu. Ég hefi aðeins eina
Þorláksmessu lifað án skötu-
stöppu þegar ég var innlyksa á
Akureyri í skóla og auðvitað
kunnu þeir ekki þessa list enda
margir slappir í maga skilst
mér. Siðurinn er óbifanlegur á
mínu heimili og svo mun vera
meðan öndin þöktir i mínum
nösum.“
Úr-
eltur
Guömundur Andri
Thorsson rithöfundur.
matur
„Óspjöll-
uð er skat-
an herra-
mannsmat-
ur og þess
vegna virk-
ar það ein-
kennilega
á mann að
íslendingar
skuli ekki
geta lagt
hana sér til
munns
nema
úldna.
Þetta virð-
ist í fljótu
bragði ekki hafa neitt með mat-
arnautn að gera. En kannski á
hún að vera vond á bragðið,
kannski á að vera þrekraun að
þræla þessu í sig, kannski er
þetta svona aðferð ættbálksins
til að skilja sig frá öllum hinum,
eins og hringur i gegnum nefið,
sem er öragglega mjög sárt, eöa
umskum.
Kaest skata er úreltur matur.
Að borða hana er eins og að
neita sér um að nota vatnskló-
sett bara til að vera þjóðlegur."
-ggá