Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Síða 16
16 menning MANUDAGUR 23. DESEMBER 1996 Jesúbarnið á jörðinni Rúmenski trúarbragðafræðingurinn Mircea Eliade hefur bent á það í riti sínu, „Goðsaga hinnar eilífu endurkomu" að í trúarsiðum og goðsagnaheimi margra svokallaðra frum- stæðra þjóða megi finna sameiginlegt mynstur sem hirtist í afneitun hins sögulega eða línu- lega tíma og reglubundnu afturhvarfi til þess goðsögulega tíma sem rekja má til upphafsins, til sköpunar heimsins. í rauninni búum við enn í dag við tvenns konar tímatal. Annars vegar er hinn línulegi tími sem við mælum í sekúndum, mínútum, árum og öldum. Það er hinn sögulegi timi, sem maður- merkir samsömun við sköpunarsöguna er koma Krist til jarðarinnar jafhframt fordæmi til eftirlíkingar i kristnum sið. Spádómurinn um endurkomu Krists og uppfyllingu þúsund- áraríkisins merkir þá jafnframt endalok sögu- legs tíma og afturhvarf til hinnar goðsögulegu Paradísar. Myndlist Olafur Gíslason inn hefur markað og mótað með verk- um sínum. Hins vegar er náttúrulegur tími sem við mælum í sólarhringnum, tunglmánuðum og árstíðunum, hring- ferli sem endurtekur sig í sífellu og birtist okkur sem meginundirstaða til- verunnar. Það er líka hinn goösögu- legi timi sem helgaður er með árstíða- bundnum helgisiðum í eilifri endur- komu hins sama. Eliade vill meina að hið trúarlega dagatal okkar sé að upp- runa og i grundvallaratriðum endurtekning í veraldlegum tíma og rúmi á þeim þáttum sköpunarinnar sem áttu sér stað í árdaga. Með árstíðabundnum helgisiðum öðlist maðurinn hlutdeild í þeirri sköpun heimsins og manns- ins sem átti sér stað í öndverðu, í goðsöguleg- um tíma og rúmi. Það er sérstaða hinnar kristnu trúarhefðar að með fæðingu Krists gerðist Guð beinn þátt- takandi í hinum sögulega tíma og rými og tengdi þannig saman þessi tvö rýmis- og tíma- hugtök með einstökum hætti. En á sama hátt og sá siður að halda hvíldardaginn heilagan Piero della Francesca: Faeðing Krists. Hluti. Trúarsögulega hliðstæðu við fæðingu Jesú- barnsins getum við líka fundið í hinum goð- sögulega tímaskilningi, þar sem náttúran og sköpunarverkiö krefst stöðugrar og reglu- bundinnar endurnýjunar og hreinsunar und- an oki þess veraldlega tíma, sem er sagan. Ég var að velta þessu fyrir mér þegar mér varð á að fletta upp á mynd Piero della Francesca af fæðingu frelsarans. Hvers vegna liggur Jesúbamið á jörðinni? Skyldi það vera tilviljun, eða liggur einhver merking á bak við það aö leggja Jesúbamið á jörðina? Tengist það kannski sköpunarritúalinu á einhvem hátt, þeirri nauðsyn að endurskapa náttúruna og heiminn i sífellu í takt við hinn náttúrulega tíma, sem er hringferli? í ritgerðinni „Móðir jörð og hið kosmíska brúðkaup“ fjallar Eliade um þann sið að leggja nýfædd börn á jörðina. I Ástralíu, Kína, Afr- íku og Rómönsku Ameríku þekkist það að mæður era látnar fæða á bera jörð. í Evrópu, Japan og víðar þekkist sá sið- ur að leggja reifabam á jörðina eftir fæðingu og láta fóðurinn síðan lyfta því frá jörðu. Eliade segir merkingu þessa siðar tengjast hugmyndinni um jörðina sem frummóður og að sköpun heimsins og getnaður lífsins hafi átt sér stað í skauti jarðarinnar. „Sérhver móðir þarf að vera í beinum tengslum við hina Miklu Frammóður til þess að njóta leiðsagnar hennar í framkvæmd þess dulmagnaða atburðar sem fólginn er í fæðingu nýs lífs“, segir Eliade. Sá siður þekkist líka að leggja þá á jörð- ina sem liggja fyrir dauðanum. Merk- ing þess er hliðstæð: Að fæðast og deyja, að koma inn í hina lifandi f]öl- skyldu eða fara til forfeöranna, hliðið er hið sama, skaut jarðarinnar, segir Eliade og bætir við að sú athöfn aö leggja nýbura á jörðina feli jafnframt í sér samsömun kynstofnsins og fóst- urjarðarinnar, sem síðar hefur víða orðið grundvöllur þjóðarréttar. Þegar sveitafólk í Evrópu nútímans leggur nýfædd böm á jörðina til þess að faðirinn megi lyfta því upp sjáum við helgisið sem á sér samsvöran í fæðingu frelsarans og upprisu og þeirri heiðnu hugmynd að maðurinn sé getinn af jörðinni i gegnum kosmískan samruna sól- ar og jarðar. Goðsagan um hina eilífu endur- komu hins sama, um fæðingu nýs tíma og um frelsun undan oki sögunnar birtist okkur í nýrri mynd í fæöingu frelsarans. Að leggja bamið á jörðina er viðleitni til þess að gefa líf- inu merkingu handan þess sögulega tíma sem engu eirir. Hefur farið ýmis flikk-flökk um ævina Eiríkur Smith listmálari hefur ekki verið við eina fjölina felldur í listinni um ævina. Sérstaða hans felst meðal annars í því að hann tók þátt í flestum hræring- um í myndlistinni frá því hann kom fram um 1950, þá 25 ára, og fram til 1965. 14. desember var opnuð i Listasafni Islands sýning- in Milli tveggja heima, þar sem eru málverk frá tímabilinu 1963-1968. Hvernig málaði hann þá? „Þarna var ég að mála afstrak- sjónir í expressjónískum eða nat- úralískum dúr öðrum þræði, meö ívafi úr náttúrunni. Landslagi. Málverkin eru í stefnu sem var þá uppi á teningnum, þessari ex- pressjónísku afstraksjón sem var farið að mála mikið upp úr flatar- málverkinu sem tröllreið öllu á tímabili. Fyrir mig var þetta virk- ari tjáning og þeir voru fleiri sem fengu meiri útrás í þessari stefnu. En ég tók alltaf mið af landslagi og umhverfi mínu hér á íslandi." - Hvernig finnst þér að horfa á þessi gömlu verk núna? „Það er svo skýtið að þegar ég er búinn að mála mynd sem ég tel að sé nokkurn veginn boðleg þá er hún afgreitt mál. En svo finnst miklu betri en ég þorði að vona. Hún er fallega sett upp af starfsfólki safnsins. Aðalsteinn Ingólfsson skrif- aði bók um mig sem kom út 1982, hann þekkir alla mína dynti og veit hvað ég er lauslát- ur - eða hvað maður á að kalla það! Þegar ég hef fundið að ég var farinn að lýjast í einhverj- um stíl þá hef ég bara fitjað upp á einhverju öðru til að staðna ekki.“ Úr Eiríkur Smith - fitjar alltaf upp á ein- hverju nýju til að staðna ekki. mér ákaflega gaman að sjá hana löngu löngu seinna, eins og á þessari sýningu. Margt kom mér mjög á óvart, og sýningin er poppi i raunsæi - Hefurðu svo komið aftur að fyrri stíl? „Ég er búinn að fara ýmis flikk-flökk. Til dæmis eftir þetta tímabil sem sýningin nær yfir þá fór ég að mála fígúratívar afstraksjónir og allt að því hálfgerðar poppmyndir, en svo varð smám saman úr því hreint raunsæi. Þá vann ég mikið með fígúrur í landslagi meðal annars. Sá stíll þróaðist yfír í hálfgerðan natúralisma á 8. áratugnum. Svo hélt ég sýningu á Kjarvalsstöðum um 1980 og þá var eins og fólk þyrfti endilega að fá svona myndir, ég veit ekkert af hverju. Sú sýning hreinlega seld- ist upp. Mjög sérkennilegt. Ég gat byggt mér nýtt hús. Og gerði það. Bý hér uppi á háum hól í Set- bergshverfinu í Hafnarfirði og hef gífurlega fina vinnuaðstöðu. Síðan hef ég verið að sveigjast yfir í hálfgerða afstraksjón aftur sem eru þó náttúrustemningar, en ég vinn alltaf jöfnum höndum mótífmyndir sem ég kalla. Það eru vatnslitamyndir sem ég mála út um bílgluggann minn. Húki í jeppanum mínum einhvers staðar og mála bara beint frá náttúr- unni. Veður eru frekar hryssings- leg hér og ekki gott að vera með vatnsliti undir berum himni, en ég hef málað þessar stemningar gegnum árin og selt með öðru sem ég er að gera. Ég hef mjög gaman af þessu.“ - Ertu að undirbúa sýningu á nýjum myndum? „Nei, ég hélt sýningu í Hafnar- borg í fyrra þegar ég varö sjötug- ur. Það þurfa að líða tvö til þrjú ár á milli. Ég er svo gamaldags að ég vil halda stórar sýningar eins og við héldum i Listamannaskál- anum gamla áður en gólfið fór að síga í homunum og þingmennim- ir létu rífa hann.“ Fjölbreytileg mannlífsflóra Skurðir í rigningu eftir Jón Kalman Stef- ánsson. Smásagnasafn eða skáldsaga? Það er nú það. Fer líklegast bara eftir stemningu les- andans. Ég ákvað að þetta væri skáldsaga enda tengjast allar sögumar innbyrðis í gegn- um persónur og umhverfi. Sögusviðið er íslensk sveit í byrjun áttunda áratugarins og er komið við á mörgum bæj- um. Minnisstæðast er fólkið á Karlsstöðum, þau Starkaöur, Þórður, Jónas og Salvör. Þar er „drengurinn" í sumardvöl en í gegnum hann fær lesandinn innsýn í söguheiminn. Við fáum að fylgjast með nokkrum skemmtilegum uppá- komum í þessari sveit sem er hversdagsleg á yfirborðinu en endurspeglar fjölbreytileika mannlífsins þar sem mörkin á milli heilbrigð- is og brjálsemi eru ekki alltaf skýr. Því flókna Bókmenntir SigriSur Albertsddttir viðfangsefni gerir höfundur góð skil i lýsing- um á sveitamanninum Herði og heimsborgar- anum Sam sem skipta um hlutverk eins og ekkert sé eðlilegra. Hörður fer til New York og rennur saman við umferðina en Sam skellir sér í sveitaþögnina og nær þá loksins tengingu við sjálfið! Þetta er eitt af betri atriðum bókarinnar. Einnig er nokkuð skondið innskotið um Þórð sem er einlægur aðdáandi íslenskr- ar tungu en vinnur sér það til óvinsælda að vera stöðugt að grípa inn í á sveitalínunni og leiðrétta samræður fólks. Væringum Þórðar og hreppstjóra út af þessu lýsir höfundur af óheftri og grípandi frásagn- argleði en gamanið kámar þegar hann bland- ar inn í þær væringar togstreitu þessara tveggja manna um skáldskap. Það eru frekar neyðarleg innskot í annars bráðskemmtilegan og ljóðrænan texta sem ólgar af lífi og fjöri. Það hlýtur að vera nokkur kúnst að vinna texta sem veit ekki hvort hann á að vera skáld- saga eða smásagnasafn og þótt Jón Kalman vinni verk sitt af greinilegri vandvirkni vill þráðurinn týnast. Sum atvik gufa upp og verða að engu og iesandinn situr eftir og klórar sér i kollinum! Þetta verður vandræðalegt, ekki síst fyrir þá sem ákveða að stimpla bókina sem smásagnasafn því hið hefðbundna frásagnar- form smásögunnar með upphafi, miðju og endi fer stundum fyrir lítið. En heildaráhrifm eru fin og óhætt að segja að með Skurðum í rign- ingu hafi höfundur sannað gildi sitt sem sagnahöfundar með eftirminnilegum hætti. Jón Kalman Stefánsson: Skurðir í rigningu. Bjartur 1996. Aðventa í nýrri útgáfu Mál og menning hefur gefið út skáldsöguna Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson í nýrri útgáfú. Sagan seg- ir frá fátækum lausamanni, Benedikt, sem fer á hverri jólafostu upp á ill- viðrasöm öræfin til að bjarga eftirlegúkind- um frá því að frjósa eða svelta í hel. Gunnar samdi Að- ventu á dönsku og hún kom út í Dan- mörku 1937. íslensk þýðing Magnúsar Ás- geirssonar kom svo út 1939. Gunnar þýddi sög- una sjálfur 1976 en í þessari útgáfú er farið eftir endur- skoðaðri þýðingu hans frá 1990. Að- venta er ein allra vinsælasta bók Gunnars og hefur verið þýdd á fjöl- mörg tungumál. Gunnar Gunnarsson yngri myndskreytti bókina sem er bók mánaðarins frá forlaginu í desem- ber. Samhengi og samtíð Út er kominn fjórði og síðasti flokk- ur heildarútgáfu rita dr. Sigurðar Nordals prófessors. Þetta eru þrjú bindi í öskju og hafði Jóhannes Nor- dal umsjón með útgáfunni. Alls eru þá í heildarútgáfúnni 12 bindi í fjórum sjálfstæðum flokkum, en í þrem hinum fyrri eru frum- samin skáldverk Sigurðar, ritgerðir um lífsskoðun og heimspeki, mannlýs- ingar og margvísleg rit um íslenskar bók- menntir, sögu og menningu. Meginviðfangsefni í þessum síðasta flokki er samhengi íslenskrar menningar frá fombókmenntum til okkar daga. Fyr- irferðarmestir eru áður óprentaðir en mjög umtalaðir háskólafyrirlestrar um íslenska bókmenntasögu 1350-1750. Auk þess eru hér fjölmarg- ar ritgerðir, til dæmis um þjóðsögur, alþingi hið foma, bókmenntir síðari alda og menningu og málefni samtíðar og útvarpserindi. Nafiiaskrár yfir öll bindin eru í lokabindi flokksins. Hið íslenska bók- menntafélag gefur út. Austurljóð í ljóðasafninu Austurljóð birtir Steingrímur Gautur Kristjánsson 233 ljóð eftir skáld frá Indlandi, Kina og Japan, hin elstu frá því um 800 fyrir Krist, hin yngstu frá síðasta áratug. Nokkur ljóð eru líka birt í frumgerð sinni. Þýðandi ritar formála að safninu og skýringar við ljóðin auk þess sem hann hefur samið brot úr bókmennta- sögu og hugmyndasögu þessa heimshluta. Sér- staklega er fjallað um hindúisma, konfúsían- isma og daóisma. Ljóðin eru allt frá þrem hendingum að lengd til 228 vísuorða. Dæmiö er eftir Sú Dongpo sem var mikill lærdómsmaður og ritsnillingur í Kína í lok 11. aldar. En embættisfer- ill hans var þrautaganga. Hann gagn- rýndi yfirvöld og mátti þola fátækt, útlegð og fangavist fyrir vikið. Þegar hann eignaðist son með hjákonu sinni 1083 orti hann: Allir gera sér vonir um að eignast gáfaðan son Gáfurnar hafa aldrei verið mér annað en fjötur um fót. Ég óska því syni mínum að hann verði heimskur - alger bjáni - Þá kemst hann - rauna og fyrirhafnar- laust - til æðstu metorða. Umsjón Silja Aðalsteinsdótrii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.