Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1996, Qupperneq 17
Mjí\F MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 1996
{fenning
Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari
þeirra er yfirleitt mjög góður.
Eyjóifsson gítarleikari: Samleikur
Utgáfufyrirtækið Skref, sem er
samstarfsfyrirtæki islenskra tónlist-
armanna, hefur gefið út hljómdisk
undir nafninu ítölsk tónlist. Þar
leika Laufey Sigurðardóttir fiðlu-
leikari og Páll Eyjólfsson gítarleik-
ari tónverk eftir Arcangelo Corelli,
Giuseppe Tartini og Nicolo Pagan-
ini.
f bæklingi með diskinum er að
finna fróðlega ritgerð eftir Önnu
Margréti Magnúsdóttur þar sem
hún ræðir um uppruna hljóðfær-
anna, fiðlu og gítars,
auk þess að fjalla um
verkin sem flutt eru.
Fiðla og gítar henta
mjög vel til samleiks.
Hljómur þeirra er
ólíkur en þó skyldur.
Hlutverkaskipti mifli þeirra eru
auðveld og eðlileg. Má merkilegt
heita að ekki heyrist oftar kammer-
tónlist fyrir þessi tvö hljóðfæri.
Tónskáldin sem verk eiga á
diskinum eru öll höfuðsnillingar
fiðlutónlistarinnar hvert með sín-
um hætti. Fyrir smekk undirritaðs
stendur Corelli þeirra fremstur.
Verk hans hafa áreynslulausan ynd-
isþokka og dýpt sem aðeins finnst
hjá hinum mestu meisturum. Er
sónatan op. 5 nr. 8, sem flutt er á
þessum diski, gott dæmi um það.
Það sem hrífur áheyrandann í verk-
um Paganinis er frekar útsetningin
fyrir fiðluna og hugmyndaauðgi í
ýmiss konar flúri heldur en hin eig-
inlega tónsmíð. Sex sónötur op. 2,
sem fluttar eru á þessum diski, eru
ekki eins miklir fingurbrjótar og
hinar frægu Glettur, en mjög krefj-
andi samt fyrir fiðlarann. í sónötu
Tartinis op. 1 nr. 10, svonefndri
„Didone abbandonatá", reynir á
hæfni flytjendanna til að draga upp
stemningu eftir bókmenntalegum
fyrirmælum. Má því segja að verkin
geri fjölbreyttar kröfur til flytjend-
anna.
Þótt gítarleikarinn hafi oftast nóg
við að fást í verkum
þessum beinist at-
hyglin samt fyrst og
fremst að fiðluleik-
aranum. Laufey Sig-
urðardóttir hefur
fingerðan leikstíl
með góðum skýrleika og komast öll
blæbrigði bæði i lit og styrk vel til
skila. Athyglisverður er tæknilegur
fimleiki hennar. Hvergi verður þess
vart að sú hlið mála valdi henni
minnstu örðugleikum og eru þó
viða kröfur gerðar. Túlkunin er hóf-
samleg og hefúr til að bera töluverð-
an yndisþokka. Gítarleikur Páls
Eyjólfssonar er í góðu samræmi við
þetta, fumlaus og skýr með góðri
hrynrænni nákvæmni. Samleikur
þeirra beggja er yfirleitt mjög góð-
ur. Sem dæmi um það má t.d. nefna
fjórða þáttinn í Corelli. í heild er
frammistaða þeirra skötuhjúa hin
ágætasta.
Hljómdiskar
Finnur Torfi Stefánsson
Er maðurinn api?
Framan af fjallar Konan og apinn,
nýjasta bók Peters Hoegs, um yfir-
stéttarfólk þar sem allt er _
slétt og fellt - á yfirborðinu.
Sögusviðið er Lundúnaborg
nútímans. Smátt og smátt
kemur í ljós að óværð er í
helstu sögupersónunni,
hinni dönsku Madelene, því
henni tekst ekki að komast
í gegnum daginn án þess
að staupa sig, þótt hún sé
gift hinum eðalborna og
virta dýrafræðingi Adam Burden!
En svo kemur Erasmus til Lundúna
með skútunni Örkinni. Madelene
hrífst af honum, þau hlaupast á
brott og lifa í edenskri sælu um
hríð. Þætti ekki tiltökumál ef
Erasmus væri ekki api, einn tólf
apa í borginni. Þeir reynast vera
dýr sem taka manninum fram.
ítarlegar er vart _______________
óhætt að rekja sögu-
þráð þessarar bókar
án þess að skemma
hana fyrir væntan-
legum lesendum,
enda reiðir hún sig
töluvert á atburðarás. Hún er I aðra
röndina vísindaleg spennusaga, sér-
staklega seinni hlutinn; í hina
heimspekileg dæmisaga.
Spekin er innbyggð, liggur að
mestu á milli línanna, og snýst um
gamlan öxul: manninn og dýrið,
náttúruna og siðmenninguna, frelsi
og höft. Þá má gera sér mat úr hin-
um fjölmörgu biblíutilvísunum, svo
og vísuninni til heimspekingsins
Erasmusar frá Rotterdam. Akkiles-
fr' 11 '<
Bókmenntir
Rúnar Helgi Vignisson
arhæll bókarinnar liggur hins vegar
í þvi hve fyrirsjáanleg niðurstaðan
er. Undir lok bókarinnar biður
, Erasmus mennina að muna
' eitt: „Það er hversu erfitt er
að gera sér grein fyrir hvar
það sem þið kallið manninn
endar í hverju okkar um sig
og hvar það sem þið kallið
dýrið tekur við.“ Það er
óþarfi að aka manni í slíkan
almenning, jafnvel þó að fátt
sé nýtt undir sólinni og jafn-
vel þó að Erasmus kynni að
vera draumamaðurinn.
í fyrrihluta hókarinnar hefur Pet-
er Hoeg unaðslegt vald á sinni sér-
kennilegu frásögn. En þegar Eras-
mus stekkur með Madelene inn í
annan heim, dýrslegri að sumu
leyti, breytist bókin i hálfgerða vís-
indaskáldsögu, verður full af stað-
_____________ reyndum og at-
burðalýsingum á
kostnað persónu-
sköpunarinnar.
Þetta er að vissu
leyti nauðsynlegt
stökk, því það er í
samspili fyrri og seinnihluta sem
orðræða bókarinnar liggur, en
þarna losnar því miður hið þétta
tak höfundar á frásögn sinni. Þrátt
fyrir þennan ágalla er bókin ekki
ónýt, öðru nær, Konan og apinn er
athyglisverð skáldsaga, hún er
meira að segja fyndin á köflum.
Peter Hoeg:
Konan og apinn
Eygló Guðmundsdóttir þýddi
Mál og menning 1996.
ff
m
17
9 %
mm
i á góðu verði
14
f:
Litasjónvarp
TIÍC14
Hr. 26.900 slgr.
STVS18G
e»Schneider
TVC2T
• Islenshf rexravarp
• Fullhomin fiarsHjring
• 40 slöðvo minni
• Sjálfvirh sTöðvaleilun
• SvefnrofilS-120 mín.
• Hllar aðgerðir á shjá
• ScarT-Tengi
Hr. 99.900 sTgr.
• BlacH Line mqndlampi
þar sem svarf er svarf
og hvíTT er hvíTT
• Nicam STereo
• íslensHTTexfavarp
• Bllar aðgerðirá shjá
• SjálfvirH sTöðvaleiTun
• 40 sTöðva minni
• Tenging fqrir auha háTalara
• Svefnrofi 15-120 mín.
• 2 ScarT-Tengi
• Fullhomin fjarsTQring
TVC281
Hr. 59.900 sfgr.
Sjónvarpsmiðstöðin
Umboðsmenn m land alltVESIURlAHD: Hljómsýn. Akranesi. tauplélag Borglirilinoi. Bargarnisi. Blinsluellir. Hellissandi Ciini Hallgrímsson. BnrnilarfÍTði. VESIFIBDIfl: Rafbíö Jónasar Þórs. Patrekslirði. Póllinn. Isalirði. flOHDUfllAIIO: II Steiogrimsfjartar. Hólmavik. KF V-Húnveloinga.
Hiaiaslanga. II HiMniigi Bltnliísi. SkagUiigibíl. Sauðárkróki. IEA. Dalvik. Hljiwer. Akureyri Oryggi, Hósavik. Urt. flailathöln. AIISIHHIAID: IF Héraðsbúa. Igilssiöóum. II Vopofirtinga. Vgpnaliili. II Héraðsbúa. Sevðisfiiði. II Fáskiúðsfiarðai. láskiúðsliiði. lASk Diúpavogi.
IASK. Höfo Homafirði. SUDUflLAHD: II Amesinga .Hvnlsitlli. Mnsfell Helli. Oiveik, Sellossi. Radióiás. Sellossi. IF Arnesinga. Selfossi. Bás. borláksböln. Innines. Vestoiaooaeyjum. HEIIJtllS: Hafborg, Dilnöavik. Rallagoavinoust. Sig. Ingraissonat. Gaiði. Halmtlli, Haloailirði.
Áskrifendur fá 10%
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
o\\t milli hirtt/nx
Smáauglísingar
£3